Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. FASTEIGNASALA AKUREYRI Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali Vilhelm Jónsson, sími 461 2010, Gsm 891 8363 hollak@simnet.is Sjá einnig Fasteignablað Morgunblaðsins Dvergagil 11 Mjög glæsilegt einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr, 161 fm. Húsið er glæsi- lega innréttað og allt frágengið að utan, verönd og stéttir. Verð 23,0 millj. Ásabyggð 4 Glæsileg hæð í tvíbýli, 154 fm. 4-5 svefnherb. Parket á gólfum. Gott eldhús og nýtt glæsilegt baðherbergi. Verð 16,2 millj. Tískuverslunin FACTORY við Skipagötu til sölu Verslunin er í leiguhúsnæði. Góð merki. Fyrir dugmikla. Heiðarlundur 1D Raðhús á tveimur hæðum með stakstæðum bíl- skúr, 177 fm. Parket á neðri hæð. Góð stað- setning. Verð 18,5. millj. NÝIR eigendur Útgerðarfélags Akureyringa héldu fund með starfsfólki í hádeginu í gær og fóru yfir stöðu mála, en feðgarnir Kristján Guð- mundsson, Guð- mundur Krist- jánsson og Hjálmar Krist- jánsson, sem eiga útgerðarfyr- irtækið Tjald í Reykjavík og KG-fiskverkun á Rifi á Snæfells- nesi, keyptu ÚA í fyrradag fyrir 9 milljarða króna. „Það læddist að mér nokkur uggur þegar fréttirnar bárust fyrst, en hann er horfinn nú. Þeir fóru yfir málin og kynntu sig á fundinum og mér líst alls ekki illa á,“ sagði Birgir Tryggvason, vigtarmaður í mót- töku, en hann hefur starfað hjá ÚA í 10 ár. Hann sagði að starfsfólk hefði lít- ið sem ekkert þekkt til hinna nýju eigenda, „vissum þeir væru í út- gerð á Rifi, en ekki mikið meira,“ sagði hann. Þeir hefðu svo hitt starfsfólk í gær og haldið ágætis fund að sögn Birgis. „Ég var mjög ánægður eftir hann, þetta eru traustir menn sýnist mér, þaulvanir útgerð og fiskvinnslu og vita alveg hvað þeir eru að gera, þannig að ég er bara alveg þokkalega bjartsýnn á framtíðina,“ sagði Birgir. Fólk er bara rólegt yfir þessu Petra Jósepsdóttir byrjaði að vinna hjá ÚA árið 1998 og var hún að störfum við innmötun í gærdag. „Ég fann ekki fyrir því að starfs- fólkið væri neitt hrætt um sína stöðu þegar fréttir bárust af eig- endaskiptum fyrirtækisins, mér fannst fólk bara rólegt yfir þessu og fann ekki að það hefði áhyggur,“ sagði Petra. Hún sagði að sér litist vel á nýja eigendur fyrirtækisins og hún hefði ekki heyrt annað en fólk væri jákvætt. „En auðvitað heyrir maður að margir hefðu held- ur viljað að heimamenn ættu fyr- irtækið, en það er sjálfsagt að þess- ir menn fái tækifæri,“ sagði Petra. Best að láta verkin tala „Mér hefur líkað ágætlega að vinna hjá ÚA,“ sagði Jónína Jó- hannsdóttir sem hefur unnið í 10 ár hjá félaginu. „Við finnum lítið fyrir því þó verði breytingar á eignar- haldi, það er frekar fólkið á efri hæðinni sem finnur það,“ sagði Jónína. Hún sagði að sér litist ágætlega á nýju eigendurna. „Er ekki best að láta verkin tala,“ sagði kona sem vinnur á móti henni við færibandið og Jónína samsinnti því. Hún sagði að vissulega hefðu eig- endaskiptin komið fólkið á óvart, nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. „En það voru allir að bíða eft- ir að eitthvað gerðist, það lá í loft- inu.“ Jónína sagðist ekki hafa heyrt annað, „en þeir væru góðir dreng- ir,“ eins og hún komst að orði. „Og ég held að starfsemin verði á svipuðum nót- um og áður þannig að menn eru ekkert hræddir um sitt,“ sagði hún. Ingvar Pálsson í pökkuninni hef- ur unnið hjá ÚA í 5 ár. „Það spruttu upp spurningar fyrst og menn hafa verið að hamast við að svara þeim,“ sagði hann. „Auðvitað héldum við að heimamenn myndu kaupa, þess vegna vor- um við dálítið hissa þegar þetta kom upp. Flestir höfðu ekki hug- mynd um hvaða menn þetta voru, en í heildina voru menn bara róleg- ir yfir tíðindunum,“ sagði Ingvar. Hann sagði að málin hefðu skýrst eftir fundinn í gær en þá hefðu eig- endur kynnt sig og fyrir hvað þeir stæðu. „Ég sé ekki annað en allt sé í góðu, þetta eru duglegir menn og nú höldum við bara áfram okkar starfi, sýnum þeim að hér er gott starfsfólk,“ sagði Ingvar. Nýir eigendur ÚA kynntu sig á fundi með starfsfólki í gær Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einn nýju eigendanna, Hjálmar Kristjánsson, skoðar sig um í vinnslusal ÚA í gær. Hjálmar er lengst til vinstri, til hægri er Gunnar Vigfússon verkstjóri og í miðjunni Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri ÚA. Starfsfólki líst vel á Birgir Tryggvason Petra Jósepsdóttir Jónína Jóhannsdóttir Ingvar Pálsson STJÓRN Auðhumlu, félags mjólk- urframleiðenda í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu, hefur lýst yfir áhuga á að félagið eignist meirihluta í Norð- urmjólk, með kaupum á 12% hlut Osta- og smjörsölunnar næsta haust. Auðhumla á nú 40% hlut í Norðurmjólk en aðrir hluthafar eru Mjólkursamsalan með 16% eignar- hlut eins og Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Eyfirðinga á 13% í félag- inu, Osta- og smjörsalan 12% og Kaupfélag Skagfirðinga 3%. Stefán Magnússon, formaður stjórnar Auðhumlu, sagði það fé- lagsmanna að ákveða hvort af væntanlegum kaupum yrði, auk þess sem eftir væri að ganga frá fjármögnun. Hann sagði að stefnt væri að því að boða til félagsfundar vegna málsins í næsta mánuði. Auð- humla keypti 67% hlut Kaldbaks í Norðurmjólk sumarið 2002 og greiddi ári síðar 550 milljónir króna fyrir hlutinn. Fyrir átti Auðhumla þriðjungs hlut í Norðurmjólk. Fé- lagið seldi svo áðurnefndum sam- starfsaðilum í mjólkuriðnaði 60% hlut í Norðurmjólk. Stefán sagði að ljóst hefði verið frá upphafi að Osta- og smjörsalan ætlaði ekki eiga sinn hlut í félaginu til lang- frama. Fyrirhugaðar breytingar kalla á sameiningu í iðnaðinum Opinberri verðlagningu á heild- söluverði mjólkur verður hætt þann 1. júlí í sumar og verðið gefið frjálst. Stefán sagði að afurðastöðv- arnar mættu ekki hafa með sér samráð eftir þann tíma og að það gæti haft ýmsar afleiðingar í för með sér. „Það er mikil samvinna á milli afurðastöðvanna en ég sé ekki annað en að þessar breytingar kalli á sameiningu allra afurðastöðva í mjólkuriðnaði í eitt fyrirtæki. Það eru ýmis álitamál í gangi varðandi fyrirhugaðar breytingar, m.a. hvort það verða samkeppnislög eða bú- vörulög sem gilda í þessum geira í framhaldinu. Ef við missum stjórn- unina á iðnaðinum þá hrynur heild- arframleiðslan í landinu, því þá munu menn ekki lengur framleiða vöru sem ekki hefur þokkalega framlegð. Og það mun ekki bitna á öðrum en bændum.“ Stefán sagði að sameining allra fyrirtækja í mjólkuriðnaði myndi kalla á aukinn þrýsting á innflutn- ing. Á móti yrði hægt að hagræða mikið í greininni, bjóða lægra verð og þannig standa betur að vígi gagnvart innflutningi. Auðhumla stefnir á meiri- hlutaeign í Norðurmjólk FREYVANGSLEIKHÚSIÐ er á fullu þessa dagana að æfa söng- leikinn Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkels- sonar. Þetta er merkilegur áfangi í sögu leiklistar í Eyjafjarðarsveit, því í fyrsta sinn setur Freyvangs- leikhúsið upp barna- og fjölskyldu- leikrit og byrjar svo sannarlega ekki á neinu smástykki, segir í frétt frá Freyvangsleikhúsinu. Leikendur í Ronju eru um 30 talsins auk þriggja manna hljóm- sveitar undir stjórn Hjálmars Stef- áns Brynjólfssonar og síðan eru aðrir starfsmenn sýningarinnar um 30 manns, svo að rúmlega 60 manns vinna nú hörðum höndum að því að gæða Ronju ræn- ingjadóttur lífi í Freyvangi. Það gekk ótrúlega vel að fá leikara í Ronju, meira en 30 manns komu á fyrsta samlestur og fleiri komu næstu daga og allir vildu vera með. Áætlað er að frumsýna seinni- hluta febrúarmánaðar.    Ronja í Freyvangi Tvær milljónir á dag | Í veðurfari eins og verið hefur á Akureyri síð- ustu daga má gera ráð fyrir að snjómokstur kosti bæjarfélagið upp undir tvær milljónir króna á dag, að því er fram kemur á vef bæj- arins. Að sögn Guðmundar Guð- laugssonar, deildarstjóra fram- kvæmdadeildar bæjarins, er heildarfjöldi tækja sem notaður er um 30 og heildarfjöldi starfsmanna um 35. Hafist er handa klukkan fimm á morgnana og unnið fram eftir kvöldi. Lögð er áhersla á að stræt- isvagnaleiðir og aðalgötur verði færar svo fljótt sem verða má en íbúðargötur opnaðar þar á eftir. SVEITARSTJÓRN Grýtubakka- hrepps hefur ákveðið að greiða á árinu 2004 þeim framhaldsskólanem- endum sem fá dreifbýlisstyrk frá rík- inu, styrk að upphæð kr. 20.000 á nemanda. „Sveitarstjórn álítur að þessi styrkur komi sér vel ef hægt verður að greiða hann sem fyrst. Sveitarstjórn þarf að meta hverja og eina umsókn fyrir sig. Hugsanlegt er, að ef um vafaatriði verður að ræða, að sveitarstjórn þurfi að draga styrk- veitinguna til einstakra nemenda. Þeir umsækjendur sem fá styrkveit- ingu eru skuldbundnir til að afhenda staðfestingu um dreifbýlisstyrk frá ríki um leið og sá styrkur er greiddur út,“ segir á vef Grýtubakkahrepps. Einnig kemur þar fram að umsókn- areyðublöð verði borin út með póst- inum á hvert heimili í hreppnum en einnig er hægt að nálgast þau á skrif- stofu Grýtubakkahrepps. Styrkja framhalds- skólanema KRISTJÁN Uni Óskarsson skíða- maður hefur verið kjörinn íþrótta- maður Ólafsfjarðar árið 2003. Kjör- inu var lýst í athöfn í húsi UÍÓ í vikunni, en íþróttamaðurinn gat ekki verið viðstaddur þá athöfn. For- eldrar hans, Soffía og Óskar, tóku við verðlaununum fyrir hans hönd. Aðrar tilnefningar voru: Golfklúbbur Ólafsfjarðar: Sig- urbjörn Þorgeirsson, Íþróttafélagið Leiftur: Heiðar Gunnólfsson, Skot- félag Ólafsfjarðar: Anton Konnr- áðsson, Hestamannfélagið Gnýfari: Iðunn Ósk Óskarsdóttir og svo var Krisján Uni tilnefndur af Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Á vefnum má einnig lesa að Sigurbjörn Þorgeirsson hafi verið valinn kylfingur ársins 2003 hjá Goflklúbbi Ólafsfjarðar og Anton Konráðsson var valinn íþróttamaður ársins hjá Skotfélagi Ólafsfjarðar. Morgunblaðið/Kristján Kristján Uni Óskarsson er íþrótta- maður Ólafsfjarðar 2003. Kristján íþróttamaður Ólafsfjarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.