Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 24
SUÐURNES
24 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fást í verslunum um land allt
H. Blöndal ehf.
Sími 517 2121
www.hblondal.com
Purga-T sjálfvirku
slökkvitækin fyrir
sjónvörp
• Alltaf á vakt
• Slekkur eldinn strax
• Fullkomlega öruggt
Keflavík | Hestamenn á Suð-
urnesjum vinna að undirbúningi Ís-
landsmóts í hestaíþróttum sem
haldið verður á félagssvæði Mána,
Mánagrund norðan Keflavíkur, í
júlí í sumar. Meðal annars er verið
að endurbæta aðstöðu við keppn-
isvöllinn. Verður félagið þá í stakk
búið til að taka við stórmótum og
er stefnt að einu stórmóti á hverju
ári.
Á áttunda áratugnum voru hald-
in fjölmenn mót á Mánagrund,
kappreiðar eins og þá voru vinsæl-
ar. Þegar áherslan færðist af kapp-
reiðum yfir í hestaíþróttir var einu
sinni haldið Íslandsmót á Suð-
urnesjum, það var árið 1982. Síðan
hafa ekki verið haldin stór mót á
Mánagrund. Sigurður V. Ragn-
arsson, formaður framkvæmda-
nefndar Íslandsmótsins í sumar,
segir að aðstaðan hafi ekki boðið
upp á það fram til þessa.
Hann segir að á árinu 2000 hafi
þáverandi stjórn Mána talið tíma-
bært að huga aftur að mótahaldi.
Það hafi leitt til þess að sótt var um
að halda Íslandsmót í hestaíþrótt-
um 2004 og Íslandsmót í hesta-
íþróttum barna og unglinga 2005
og hafnar framkvæmdir við keppn-
isvöll.
Nýr keppnisvöllur var byggður á
árinu 2001 og segir Sigurður að fé-
lagsmenn hafi unnið mikið að
þeirri framkvæmd í sjálfboðavinnu
en notið stuðnings Reykjanesbæjar.
Hann segir félagsskapinn öflugan
og það komi vel í ljós við fram-
kvæmdir eins og þessar.
Betri aðstaða fyrir
keppendur og gesti
Vel á annað hundrað keppendur
verða á Íslandsmótinu í sumar og
tvö þúsund gestir, ef miðað er við
síðasta Íslandsmót.
Til að halda slíkt mót með sóma
sem og Íslandsmót barna og ung-
linga á næsta ári þurfti að sögn
Sigurðar að ráðast í frekari fram-
kvæmdir og eru þær komnar nokk-
uð áleiðis. Byggja þarf nýtt dómhús
og setja það niður við keppnisvöll-
inn, lengja og tyrfa áhorf-
endabrekkuna við völlinn, leggja
upphitunarbraut við hlið keppn-
isvallarins, kappreiðabraut og út-
búa bílastæði fyrir gesti. Auk þess
verður kostað kapps um að fegra
og snyrta allt hesthúsa- og keppn-
issvæðið á Mánagrund. Sigurður
segir að Reykjanesbær styðji
myndarlega við þessar fram-
kvæmdir. Stefnt er að því að þeim
verði að fullu lokið í byrjun júní.
„Við stefnum að því að halda
glæsilegt Íslandsmót sem verði fé-
laginu, Reykjanesbæ og öllum Suð-
urnesjamönnum til sóma,“ segir
Sigurður.
Hann segir að með þeirri aðstöðu
sem tilbúin verði fyrir Íslandsmótið
í sumar geti Máni á ný gert sig gild-
andi sem mótshaldari á landsvísu.
Félagsmenn verði hér eftir veit-
endur en ekki aðeins þiggjendur á
þessu sviði. Stefnt sé að því að nýta
aðstöðuna vel og halda eitt stórmót
á hverju einasta ári.
Reiðvegur lagður út í Garð
Áhugi á hestamennsku hefur
verið að aukast á Suðurnesjum, að
sögn Sigurðar. Kemur það meðal
annars fram í því að félagsmönnum
í Mána fjölgar ár frá ári en þeir eru
nú um 350. Þetta kemur meðal ann-
ars til af því að hestamennskan er
orðin að fjölskylduíþrótt. Þá er
æskulýðsstarf Mána öflugt, að sögn
Sigurðar, og hefur félagið fengið
viðurkenningar fyrir það. Síðast
fékk Máni, fyrst hestamannafélaga,
gæðaviðurkenningu ÍSÍ sem fyr-
irmyndarfélag.
Auk þess að vinna að bættri að-
stöðu fyrir keppnisfólkið hefur
stjórn Mána unnið að gerð reiðvega
fyrir almenna félagsmenn. Lagðir
voru fjórir kílómetrar á síðasta ári
og í sumar verður lagður var-
anlegur reiðvegur frá Mánagrund
og út í Garð, um 7,5 km leið.
Bætt keppnisaðstaða á Mánagrund fyrir Íslandsmótið sem þar verður í sumar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Undirbýr stórmót: Sigurður V. Ragnarsson er formaður framkvæmdanefndar næsta Íslandsmóts í hestaíþróttum.
Fyrsta stóra mótið í tvo áratugi
Grindavík | Mikið hefur verið að
gera í Blómarósinni, blómabúðinni í
Grindavík, frá því hún var opnuð í
desember enda hófst starfsemin í
miklum verslunarmánuði.
Það eru þau Rósa Williamsdóttir
og Sigurður Erlendsson sem reka
búðina en nokkuð er um liðið síðan
blómabúð var í Grindavík. Búðin er
í versluninni Bárunni á Hafnargötu
6. Rósa er þriðji ættliðurinn í
blómasölu. Foreldrar hennar reka
blómabúðina Runna-Stúdíóblóm við
Hverafold í Reykjavík og amma
hennar rak blómabúðina Runna við
Hrísateig.
„Þetta byrjar bara vel hjá okkur
enda desember hörkumánuður í
þessum rekstri. Hér fæst flest sem
er í blómabúðum, bara biðja um
það. Þetta er í raun blóma- og
gjafavöruverslun þar sem boðið er
upp á afskorin blóm, kransa, tæki-
færisgjafir og margt fleira,“ segir
Rósa.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Blómarósin: Rósa Williamsdóttir og
Sigurður Erlendsson reka blóma-
búð í Grindavík.
Þriðji ætt-
liðurinn í
blómasölu
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Í gær héldu Samtök
sveitarfélaga á Austurlandi og um-
hverfisráðherra, Siv Friðleifsdótt-
ir, opinn kynningarfund um drög
að náttúruverndaráætlun sem tek-
ur til fimm ára.
Til skoðunar vegna áætlunarinn-
ar voru 75 svæði um allt land og
valdi Umhverfisstofnun, eftir ítar-
lega og faglega athugun, 14 svæði
á forgangslista til verndunar. Mun
umhverfisráðherra um næstu mán-
aðamót leggja fram þingsályktun-
artillögu um að á næstu fimm ár-
um skuli unnið að friðlýsingu
þessara fjórtán svæða sem og
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Borgarfjarðar-
hreppur inni
Þingsályktunartillagan gerir ráð
fyrir að eitt svæði á Austurlandi
verði verndað, en það er svæðið frá
Njarðvík til Loðmundarfjarðar,
eða allur Borgarfjarðarhreppur,
samtals um 468 ferkílómetrar að
stærð. Talið er mikilvægt að
vernda svæðið á grundvelli gróð-
urfars, fjölda sjaldgæfra tegunda
plantna, vegna jarðfræði þess og
gildis fyrir útivist og ferðaþjón-
ustu. Fjölmargir eigendur eru að
svæðinu og felst landnýting þess í
landbúnaði, ferðaþjónustu, fisk-
veiðum og útivist.
Alls voru 18 svæði á Austurlandi
könnuð m.t.t. náttúruverndaráætl-
unar.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra kynnti á fundinum það ferli
sem val svæða fór í gegnum og
sagði vatnafar, líffræðilega fjöl-
breytni, landslag, víðerni, og
menningar- og söguminjar ráða
mestu um forgangsröðun. Svæðin
skoðaði hún skipulega síðastliðið
sumar og má finna dagbók frá
þeim ferðum á vef hennar, siv.is.
Friðunarflokkar eru nokkrir, en
Siv sagði afar misjafnt hvað fælist
í verndun. „Það er erfitt að svara
því vegna þess að merkingin liggur
ekki ljós fyrir,“ sagði Siv. „Þó má
segja að ákvörðun um verndun sé
yfirlýsing um að svæði sé einstakt
og muni hafa ákveðna landnotkun
sem við setjum í skilmála, sem
búnir eru til sérstaklega fyrir
hvert svæði. Um þá þarf að sam-
einast og hafa um eins mikla sátt
og unnt er. Að öðrum kosti er lítill
tilgangur í vernduninni. Friðuð
svæði hafa geysilegt útivistar- og
fræðslugildi, gildi fyrir vitund íbú-
anna og sveitarfélagsins og gagn-
vart náttúruvernd til framtíðar.“
Ekki utanaðkomandi ásælni
Siv sagði tillöguna um verndun
svæðanna fjórtán ekki vera yfirlýs-
ingu um utanaðkomandi ásælni af
neinu tagi heldur beiðni um sam-
starf til að vernda merkilegustu
svæði Íslands. Hún nefndi sem
dæmi að Ísafjarðarbær sjái um allt
eftirlit með Hornstrandafriðlandi
og slík aðkoma heimamanna sé far-
sæl. „Við erum að fikra okkur nær
og nær því að heimamenn annist
sjálfir þessi svæði og ég held að
stórt stökk verði tekið í því á
næstu árum.“
Verði þingsályktunartillagan
samþykkt í vor, eins og ráðherra
vonast til, verður unnið eftir nátt-
úruverndaráætluninni, þeirri
fyrstu sinnar tegundar hérlendis,
næstu fimm árin. „Það þýðir ekki
að þar með sé búið að vernda eða
friða þessi 14 svæði,“ sagði Siv.
„Þetta er einvörðungu forgangs-
röðun á okkar vinnu til næstu
fimm ára, sem og áframhaldandi
vinna að stofnun Vatnajökulsþjóð-
garðs.“
Svæðin sem út af standa, 61 tals-
ins, verða áfram til skoðunar og
teljast öll þess virði að vernda þau.
Svæðið frá Njarðvík í Loðmundarfjörð á náttúruverndaráætlun
Borgarfjarð-
arhreppur
undir vernd
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæj-
arstjóri Austur-Héraðs, á kynningarfundi um náttúruverndaráætlun.
Fjarðabyggð | Áætlað er að halda
íbúaþing í Fjarðabyggð í mars
næstkomandi og er nú unnið að
undirbúningi þess.
Kynningarnefnd sveitarfélagsins
fundaði með lykilfólki í skólakerf-
inu og aðal- og varamönnum allra
nefnda í gær, þar sem leitað var
eftir hugmyndum að áherslu-
atriðum í þinghaldinu. Ef vel tekst
til gætu niðurstöður þingsins orðið
efniviður í stefnumótun sveitarfé-
lagsins á breiðum vettvangi, en eitt
meginmarkmið þinga af þessu tagi
er að fá fram hugmyndir og hugs-
anir íbúa um sitt heimasvæði.
Ráðgjafarfyrirtækið Alta mun
undirbúa þingið og aðstoða við að
móta markmið þess og fyr-
irkomulag fyrir hönd Fjarðabyggð-
ar.
Íbúaþing
undirbúið
í Fjarða-
byggð