Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 25

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 25 Verðlaun veitt fyrir snyrti- mennsku Meðalland | Jólin eru nýliðin, hvít jól eins og flestum þykir viðeigandi. Nokkuð góð veðr- átta. Á jólunum var messað í öll- um kirkjum sveitarinnar sem eru 5 í Skaftárhreppi. Einnig var aðventukvöld og jólatrés- skemmtanir. Í fyrsta skipti veitti Skaftár- hreppur viðurkenningu fyrir snyrtilegasta býlið og snyrtileg- ustu lóðina á Klaustri. Snyrti- legasta sveitabýlið var Syðri Fljótar í Meðallandi en þar hafa búið síðan 1998 þau Kristín Lár- usdóttir og Guðbrandur Magn- ússon. Tel ég þau vel að því komin. Þar hafa verið endurnýj- aðar byggingar og girðingar og er verið að leggja lokahönd á byggingu hesthúss. Meira að segja eru ljósker á uppistöðum við gangstéttarbrúnir á tvo vegu kringum íbúðarhúsið líkt og komið sé í álfheima samkvæmt gömlum lýsingum. Jóhanna Friðriksdóttir og Ragnar Pálsson Skerjavöllum 4 á Kirkjubæjarklaustri fengu viðurkenningu fyrir snyrtileg- asta garðinn og góða umgengni. Þau hafa búið þar frá 1977. Nýir vegir lagðir Í nóvember var gerður vegur sem á að vera fær fólksbílum suður að Alviðruhamravita í Álftaveri. Einnig má geta þess að í fyrra var lagfærður jeppa- vegur að Skarðsfjöruvita í Með- allandi. Vantar lítið á að hann sé fær öllum fjórhjóladrifsbílum en það er nauðsynleg að jepplingar komist á fjörurnar. Eitt af því vinsælasta hjá ferðafólki er að komast á fjörurnar í góðu veðri. Stykkishólmur | Tónleikar voru nýlega haldnir í Stykkishólms- kirkju undir yfirskriftinni „Ég söng þar út öll jól“. Það voru kór Stykkishólmskirkju og Tónlist- arskólinn í Stykkishólmi sem stóðu fyrir tónleikunum. Eins og yfirskriftin ber með sér vísuðu lögin til jólanna og þrettándans. Friðrik Stefánsson orgelleikari kom úr Grundarfirði og lék org- elverk Johanns Sebastians Bach. Að öðru leyti var dagskráin flutt af heimamönnum. Öflugt tónlistarlíf í Stykkishólmi Í Stykkishólmi er öflugt tónlist- arlíf sem skilaði sér í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Kór Stykkishólmskirkju söng undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur og eldri barnakórinn, Þrumurnar, söng undir stjórn Sigrúnar Jóns- dóttur. Dúett sungu Sigrún Jóns- dóttir og Hólmfríður Friðjóns- dóttir og einnig söng kvartettinn Smaladrengirnir nokkur lög. Leikin voru verk á þverflautur og píanó. Tónleikarnir voru haldnir til að afla fjár fyrir orgelsjóð kirkj- unnar. Í Stykkishólmskirkju er gamalt orgel, sem var áður notað í gömlu kirkjunni. Það er von Hólmara að áður en langt um líð- ur verði hægt velja nýtt orgel sem hæfir nýrri og stórri kirkju sem hefur góðan hljómburð. Þennan dag var kórstjórinn Jó- hanna Guðmundsdóttir fimmtug og fékk hún þessa tónleika sem ábót á afmælisdaginn. Jóhanna hefur búið í Stykkishólmi frá árinu 1977 og hefur verið öflug í tónlistarlífi bæjarins. Tónleikar fyrir orgelsjóð kirkjunnar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kór Stykkishólmskirkju og barnakórinn Þrumurnar á tónleikum til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Vestmannaeyjar | Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum árið 2003 hefur verið valinn. Fyrir valinu varð fyrrverandi fyrirliði ÍBV í handknattleik kvenna, Ingibjörg Jónsdóttir. Er þetta í annað skiptið sem hún verður fyrir valinu. Ingibjörg var fyrirliði ÍBV á síð- asta tímabili, sem var eitt glæsileg- asta í sögu kvennahandknattleiks í Eyjum þar sem liðið varð Íslands- meistari, meistarar meistaranna, deildarmeistarar og komust í úrslit bikarkeppninnar. Var hún sterkur leiðtogi bæði innan vallar og utan og afburða leikmaður. Var hún meðal annars kosin varnarmaður ársins á síðasta tímabili á lokahófi HSÍ. Hin unga og bráðefnilega knatt- spyrnukona Margrét Lára Viðars- dóttir var kjörin íþróttamaður æsk- unnar í Eyjum og var þetta í fyrsta sinn sem sá titill var afhentur. Eygló Kristinsdóttir var valin starfsmaður ársins en hún hefur um árabil staðið í fremstu röð í ráð- um kvennahandknattleiks. Önnur verðlaun voru: Robert Bognar – handknattleiks- maður ársins, Ingibjörg Jónsdóttir – handknattleikskona ársins, Birkir Kristinsson – knattspyrnumaður ársins, Karen Burke – knattspyrnu- kona ársins, Birgitta Ósk Valdi- marsdóttir – fimleikamaður ársins, Eva Ösp Örnólfsdóttir – sundmaður ársins, Tryggvi Hjaltason – frjáls- íþróttamaður ársins, Hlynur Stef- ánsson – knattspyrnumaður ársins hjá KFS, Páll Sigurðsson – hnefa- leikamaður ársins og Guðríður Haraldsdóttir – íþróttamaður árs- ins hjá Rán, íþróttafélagi fatlaðra. Ingibjörg Jóns- dóttir íþróttamað- ur ársins í Eyjum Leiðtogi: Ingibjörg Jónsdóttir hlaðin verðlaunum á upp- skeruhátíð í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Föngulegur hópur: Íþróttamennirnir sem hlutu verðlaun í Vestmannaeyjum fyr- ir framgöngu sína í hinum ýmsu greinum á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.