Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 25 Verðlaun veitt fyrir snyrti- mennsku Meðalland | Jólin eru nýliðin, hvít jól eins og flestum þykir viðeigandi. Nokkuð góð veðr- átta. Á jólunum var messað í öll- um kirkjum sveitarinnar sem eru 5 í Skaftárhreppi. Einnig var aðventukvöld og jólatrés- skemmtanir. Í fyrsta skipti veitti Skaftár- hreppur viðurkenningu fyrir snyrtilegasta býlið og snyrtileg- ustu lóðina á Klaustri. Snyrti- legasta sveitabýlið var Syðri Fljótar í Meðallandi en þar hafa búið síðan 1998 þau Kristín Lár- usdóttir og Guðbrandur Magn- ússon. Tel ég þau vel að því komin. Þar hafa verið endurnýj- aðar byggingar og girðingar og er verið að leggja lokahönd á byggingu hesthúss. Meira að segja eru ljósker á uppistöðum við gangstéttarbrúnir á tvo vegu kringum íbúðarhúsið líkt og komið sé í álfheima samkvæmt gömlum lýsingum. Jóhanna Friðriksdóttir og Ragnar Pálsson Skerjavöllum 4 á Kirkjubæjarklaustri fengu viðurkenningu fyrir snyrtileg- asta garðinn og góða umgengni. Þau hafa búið þar frá 1977. Nýir vegir lagðir Í nóvember var gerður vegur sem á að vera fær fólksbílum suður að Alviðruhamravita í Álftaveri. Einnig má geta þess að í fyrra var lagfærður jeppa- vegur að Skarðsfjöruvita í Með- allandi. Vantar lítið á að hann sé fær öllum fjórhjóladrifsbílum en það er nauðsynleg að jepplingar komist á fjörurnar. Eitt af því vinsælasta hjá ferðafólki er að komast á fjörurnar í góðu veðri. Stykkishólmur | Tónleikar voru nýlega haldnir í Stykkishólms- kirkju undir yfirskriftinni „Ég söng þar út öll jól“. Það voru kór Stykkishólmskirkju og Tónlist- arskólinn í Stykkishólmi sem stóðu fyrir tónleikunum. Eins og yfirskriftin ber með sér vísuðu lögin til jólanna og þrettándans. Friðrik Stefánsson orgelleikari kom úr Grundarfirði og lék org- elverk Johanns Sebastians Bach. Að öðru leyti var dagskráin flutt af heimamönnum. Öflugt tónlistarlíf í Stykkishólmi Í Stykkishólmi er öflugt tónlist- arlíf sem skilaði sér í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Kór Stykkishólmskirkju söng undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur og eldri barnakórinn, Þrumurnar, söng undir stjórn Sigrúnar Jóns- dóttur. Dúett sungu Sigrún Jóns- dóttir og Hólmfríður Friðjóns- dóttir og einnig söng kvartettinn Smaladrengirnir nokkur lög. Leikin voru verk á þverflautur og píanó. Tónleikarnir voru haldnir til að afla fjár fyrir orgelsjóð kirkj- unnar. Í Stykkishólmskirkju er gamalt orgel, sem var áður notað í gömlu kirkjunni. Það er von Hólmara að áður en langt um líð- ur verði hægt velja nýtt orgel sem hæfir nýrri og stórri kirkju sem hefur góðan hljómburð. Þennan dag var kórstjórinn Jó- hanna Guðmundsdóttir fimmtug og fékk hún þessa tónleika sem ábót á afmælisdaginn. Jóhanna hefur búið í Stykkishólmi frá árinu 1977 og hefur verið öflug í tónlistarlífi bæjarins. Tónleikar fyrir orgelsjóð kirkjunnar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kór Stykkishólmskirkju og barnakórinn Þrumurnar á tónleikum til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Vestmannaeyjar | Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum árið 2003 hefur verið valinn. Fyrir valinu varð fyrrverandi fyrirliði ÍBV í handknattleik kvenna, Ingibjörg Jónsdóttir. Er þetta í annað skiptið sem hún verður fyrir valinu. Ingibjörg var fyrirliði ÍBV á síð- asta tímabili, sem var eitt glæsileg- asta í sögu kvennahandknattleiks í Eyjum þar sem liðið varð Íslands- meistari, meistarar meistaranna, deildarmeistarar og komust í úrslit bikarkeppninnar. Var hún sterkur leiðtogi bæði innan vallar og utan og afburða leikmaður. Var hún meðal annars kosin varnarmaður ársins á síðasta tímabili á lokahófi HSÍ. Hin unga og bráðefnilega knatt- spyrnukona Margrét Lára Viðars- dóttir var kjörin íþróttamaður æsk- unnar í Eyjum og var þetta í fyrsta sinn sem sá titill var afhentur. Eygló Kristinsdóttir var valin starfsmaður ársins en hún hefur um árabil staðið í fremstu röð í ráð- um kvennahandknattleiks. Önnur verðlaun voru: Robert Bognar – handknattleiks- maður ársins, Ingibjörg Jónsdóttir – handknattleikskona ársins, Birkir Kristinsson – knattspyrnumaður ársins, Karen Burke – knattspyrnu- kona ársins, Birgitta Ósk Valdi- marsdóttir – fimleikamaður ársins, Eva Ösp Örnólfsdóttir – sundmaður ársins, Tryggvi Hjaltason – frjáls- íþróttamaður ársins, Hlynur Stef- ánsson – knattspyrnumaður ársins hjá KFS, Páll Sigurðsson – hnefa- leikamaður ársins og Guðríður Haraldsdóttir – íþróttamaður árs- ins hjá Rán, íþróttafélagi fatlaðra. Ingibjörg Jóns- dóttir íþróttamað- ur ársins í Eyjum Leiðtogi: Ingibjörg Jónsdóttir hlaðin verðlaunum á upp- skeruhátíð í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Föngulegur hópur: Íþróttamennirnir sem hlutu verðlaun í Vestmannaeyjum fyr- ir framgöngu sína í hinum ýmsu greinum á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.