Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 27
Vænst um fyrstu spiladósina „Þetta er ekta líkjör, Bols-líkjör í þessu,“ segir Sigríður Þórðardóttir, fyrrum fulltrúi í menntamálaráðu- neytinu, en hún hefur safnað spila- dósum í yfir 50 ár. „Pabbi minn kom með þessa spiladós frá Fleetwood en hann var skipstjóri og sigldi þangað með fisk og kom með spiladósir handa okkur systrum. Ætli það séu ekki um 50 ár síðan. Svo vatt þessi söfnun upp á sig. Ég hef sjálfsagt fengið áhuga á spiladósum og hafa þær flestar borist mér sem gjafir.“ Einna vænst þykir Sigríði um fyrstu spiladósina og aðra fallega sem sýnir tvær dúfur sem gerð er eftir minnismerki við Blowing Rock í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Þar á ástfangin unnusta, sem beið lengi unnusta síns, að hafa steypt sér fyrir björg en fengið vængi og bjarg- ast þegar hún sá unnustann loksins koma. Allaf verið hirðusamur „Ég safna öllu milli himins og jarð- ar,“ segir Baldvin Halldórsson en hann er virkur félagi í Myntsafn- arafélagi Íslands. „Ég hef alla tíð verið hirðusamur og aldrei hent neinu.“ Baldvin safnar aðallega mynt og gjaldmiðlatengdum hlutum, skjöl- um, barmmerkjum bjór- og gos- drykkjamiðum sem hann hefur safn- að frá byrjun en hefur auk þess haldið til haga danslagakextum í yfir fjörtíu ár svo fátt eitt sé talið. Meðal muna sem hann sýnir er safn rak- vélablaða og danslagatextar. „Ég kaupi þessa muni víðsvegar að,“ seg- ir hann. „Það þýðir ekkert að ætla sér að safna og fá allt gefins. Ég safna mikið af sögulegum og menn- ingarlegum íslenskum munum til dæmis úr stríðinu en margir her- mannanna sem hér dvöldu eru með áhugaverða muni til sölu. Í raun eru safnarar að bjarga menningarlegum verðmætum frá glötun eins og til dæmis ýmsum gömlum umbúðum frá 19. öld. Þær eru nær ófáanlegar í dag. Það voru til dæmis til umbúðir utan um súkkulaði með myndum af Jóni Sigurðssyni sem er mjög erfitt að nálgast. Svo hirði ég ýmsa sér- staka hluti, sem eru nýttir í dag minnugur þess að ég hirti ómerkilega hluti sem strákur og þeir eru eft- irsóttir í dag.“ skór, spil … Skyrta: Úr safni Birgis. Skrautlegt: Úr safni Sigríðar. krgu@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 27 Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. Smáauglýsing með mynd á aðeins 995 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 1. feb. 2004. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 22 76 4 0 1/ 20 04 Herská tölvubréffrá yfirmönnumhafa neikvæð áhrif á heilsu starfs- manna, samkvæmt nýrri könnun. Greint er frá nið- urstöðunni á vef breska ríkisútvarpsins, bbc.co.uk. Þar segir að sérfræðingar frá Buckinghamshire Chilterns háskóla í Buck- inghamskíri í Bretlandi hafi fest blóðþrýstings- mæla við þátttakendur áður en þeir opnuðu tölvupósthólf sín. „Hækk- aði blóðþrýstingur mikið ef borist hafði póstur frá stjórnendum og einkum ef um var að ræða reiði- legt bréf.“ Haft er eftir sálfræðiprófessor, Cary Cooper við Lancaster- háskóla, að yfirmenn eigi ekki að nota tölvupóst til þess að aga starfsfólk. Einnig er bent á að hækkaður blóðþrýstingur leiði til heilsutjóns með tímanum. Í fyrrgreindri rannsókn var blóðþrýstingur 48 sjálfboðaliða mældur áður en þeir skoðuðu tölvupóstinn sinn og síðan strax á eftir. Bæði var um að ræða al- menn bréfaskipti milli vinnufélaga í sambærilegum störfum og að- finnslur frá stjórnendum. „Mesta hækkun á blóðþrýstingi mældist ef um var að ræða reiðilegt bréf frá yfirmanni,“ segir Howard Taylor, einn rannsakenda. Því varð niðurstaðan sú að skammarbréf í tölvupósti til und- irmanna gerðu illt verra. Án svipbrigða og raddblæs Fram kemur að nokkur fyr- irtæki í Bretlandi hafi bannað notkun á innanhústölvupósti vegna neikvæðra áhrifa á fram- leiðni og liðsanda meðal starfs- manna. Segir Cary Cooper pró- fessor best að miðla mikilvægum leiðbeiningum og fréttum augliti til auglits. „Ekki er rétt að ráða fólk til vinnu eða reka með tölvu- pósti eða nota tölvubréf til þess að koma skömmum áleiðis. Yf- irmenn grípa hins vegar stundum til þessa ráðs því þeim finnst óþægilegt að tala beint við við- komandi.“ Cary Cooper segir að samtöl milli manna feli í sér vísbendingar í svipbrigðum og raddblæ, sem mýkt geti fréttir af þungbærum ákvörðunum. Í tölvubréfi sé hins vegar einungis að finna hin nei- kvæðu skilaboð. „Tölvupóstur er hættur að bæta félagsleg samskipti fólks og veld- ur nú frekar streitu, ef eitthvað er. Ég hef talað við fólk sem kvíð- ir því að opna póstinn sinn eftir tveggja vikna frí,“ segir sálfræði- prófessorinn að lokum.  HEILSA Reiðileg tölvubréf hækka blóðþrýsting Tölvupóstur: Yfirmenn ættu ekki að senda skammarbréf með tölvupósti. Það gerir illt verra. Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.