Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „HVÍ er ég Arinbjarnarson, en ekki Kúld eða Smith …“ Að vilja vera einhver annar, er inntak sýningar skosk-norska listamannsins Victors Boullet, sem sýnir verk sín í i8 á Klapparstíg um þessar mundir. Verk hans eru ljósmyndir, – myndaraðir af fólki í sérkennilegum aðstæðum; að- stæðum sem það kemur sér í af löngun sinni til að falla í kramið, öðlast viðurkenningu, verða elsk- að og vinsælt. Aðspurður kveðst listamaðurinn undrandi, þegar blaðamaður spyr hvort hann sé einhvers konar sagnaþulur, en margræðar myndir hans gefa áhorfandanum tilefni til að lesa úr þeim sögur, – sumar kannski þær sem hann ætlaði að segja, en líka aðrar sögur. „Þú spyrð hvort ég sé sagnaþulur. Ég hef satt að segja aldrei velt því fyrir mér, en það getur meir en vel verið. Þó ekki í eiginlegri merkinu, – þetta eru kannski séðar sögur þótt þær séu ekki sagðar,“ segir Victor Boullet. „Ég er ekki hrifinn af því að þurfa að útskýra verkin mín um of. Mér finnst að áhorfandinn eigi að fá sitt tækifæri til að lesa úr þeim það sem hann sér. Ef hann fylgir myndröðunum eftir, þá skilur hann samhengi þeirra. Hann á ekki að þurfa á minni túlkun að halda, – hver og einn þarf að gera upp eigin hug.“ Nakinn maður sem heldur á fiðluboga, einkennilegur í háttum, baðar sig í hvítu dufti, sem reyn- ist vera aska látins bróður hans. Hvers vegna? Hvar var þessi bróðir, hver var hann? Er það maðurinn sem við sjáum á næstu mynd, hálffalinn bak við ljósa- staur, við hliðina á neflausum öld- ungi? Því vill Japaninn verða Kín- verji, og hvers vegna vill einhver endilega vera gyðingur, en ekki það sem hann er. Tilvitnunin hér efst, er einmitt fengin úr lagi Spilverks þjóðanna, um snáðann Arinbjarnarson, sem spurði þrá- faldlega: „Hví er ég, ég en ekki þú …“ „Okkur langar öll til að vera einhver annar. Við viljum að sam- félaginu í kringum okkur líki við okkur, og gerum hvað sem er til að vera metin. Við erum alin upp við þetta, – foreldrar okkar kepp- ast við að gera eitthvað úr okkur. Enginn segir: Til andskotans með þetta, – mér stendur á sama um hvað öðrum finnst um mig. Við getum ekki orðið annað en við er- um, – við búum ekki til okkar eig- in vinsældir, við verðum ekki gyð- ingar, eða Kínverjar, ef við erum eitthvað annað.“ Sýningin heitir Félagslegur hræsnari, og sumar myndir Boullets segja sannar sög- ur, aðrar skáldaðar. Hann gefur ekki mikið fyrir út- skýringar, en þeir sem skoða myndirnar grannt sjá á veggnum texta Birgis Andréssonar, kollega Boullets, sem kviknaði við að skoða myndir listamannsins skosk-norska. Og sá texti kom Victor Boullet á óvart. „Ég sendi Birgi myndirnar og sagði ekkert um þær. Mér fannst það eiga að vera alveg undir honum komið hvaða hughrif kviknuðu hjá hon- um. Eftir dálítinn tíma spurði ég hann og þá sagðist hann ekki vera búinn, – en þetta kæmi. Svo kom þessi frábæri texti frá hon- um til baka. Ég var mjög ánægð- ur, og sá um leið sjálfur nýja fleti á túlkun myndanna.“ „Ég er allt annað en hrifinn“ Meistara hræsnaranna má sjá á myndbandi Boullets. Það er golf- leikari sem myndlistarmaðurinn tók tali, lék með og gerði mynd- band um. Hann gortar óspart af hæfileikum sínum á golfvellinum, – en einkennilegt nokk, – við sjáum hann aldrei slá golfkúluna, og það er gjörningur listamanns- ins. „Ég klippti út hvert einasta skipti sem hann slær kúluna, en golf snýst auðvitað um það. Þetta er því 105 mínútna mynd um mann sem er að reyna að telja okkur trú um að hann sé besti golfari í heimi. Þessi maður var ókurteis, andstyggilegur og sama um allt og alla.“ Við myndbandið er tölvupóstur frá golfspilaranum: „Ég er allt annað en hrifinn, þetta er ekki sú mynd sem þú ræddir um við mig. Hvers vegna klipptirðu út hverja einustu sveiflu hjá mér. Farðu til fjand- ans. Paul.““ Victor Boullet verður tíðrætt um hræsnina; það augnablik þeg- ar gyðingurinn felur óhreina kjöt- ið undir kornflexpakkanum, ef ske kynni að hann rækist á ná- grannann í búðinni, þessi augna- blik hjá okkur öllum, þegar við erum eitthvað allt annað en við vildum vera. Sjálfur er hann að hluta norskur og að hluta enskur og skoskur, en er kvæntur konu sem er gyðingur. „Myndirnar mínar eru mín túlkun á þessari hræsni sem við erum öll föst í og göngum í gegnum. En það er góð tilfinning að átta sig á henni, – það er kannski fyrsta skrefið út úr henni, fyrsta skrefið til að verða það sem maður raunveru- lega er.“ Sýning Victors Boullets í i8 stendur út febrúarmánuð og er opin fimmtudaga og föstudaga frá 11–18 og laugardaga frá 13–18, eða eftir samkomulagi. Morgunblaðið/Þorkell Victor Boullet með myndir af Félagslegum hræsnurum í i8 Hví er ég, ég en ekki þú TÓNLISTARSJÓÐUR verður stofnaður ef lagafrumvarp mennta- málaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, nær fram að ganga. Verið er að leggja drög að frum- varpinu í ráðuneytinu, og hyggst ráðherra leggja það fram nú á vor- þingi. Þorgerður Katrín sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að tón- listarsjóður gæti „stutt við bakið á nýsköpun, jafnt sem útrás á öllum sviðum tónlistar og örvað þannig enn frekar þá stórkostlegu þróun er átt hefur sér stað í íslensku tónlist- arlífi“. Björn Th. Árnason formaður Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna segir sína félagsmenn alltaf mjög hamingjusama þegar menn búa til nýja sjóði, en tónlistarmenn hafi barist fyrir slíkum sjóði í fjöldamörg ár. „Að sjálfsögðu lýsi ég yfir ánægju með hugmynd að nýjum tónlistarsjóði, og þakka nýskipuðum menntamálaráðherra fyrir fram- takið. Aftur á móti veit ég lítið enn hvert stefnt er með sjóðnum og vona að hér sé um að ræða þann ný- sköpunarsjóð sem tónlistarmenn hafa reynt að fá ráðamenn til að stofna. Hve mikið fjármagn á að koma í sjóðinn? Hvert verður hlut- verk hans? Um leið undirstrika ég það sem ráðherra sagði í ræðustóli, að haft verði náið samstarf við hags- munaaðila um framhaldið. Við tón- listarmenn lítum á þetta sem mikla viðurkenningu á því starfi sem unn- ið hefur verið undanfarin ár.“ Björn segir það hafa sýnt sig, að þegar menn hafi tekið höndum saman, og stutt við bakið á þessari listgrein, þá hafi það skilað sér margfalt til baka. „Ég nefni bara til dæmis Reykjavík – Loftbrú. Þetta samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair, FÍH og STEFs er að hefja sitt fyrsta starfsár, og virðist nú þegar vera að skila umtalsverðum ár- angri.“ Björn segir að innan síns félags hafi margoft verið ræddar hug- myndir að ýmsum sjóðum með ólík hlutverk. „Loftbrúin er útrás- arverkefni, en að sjálfsögðu þarf líka að styðja við bakið á þeim sem starfa hér heima. Það má ekki gleyma því að ef við yrkjum ekki garðinn hér heimafyrir, gerist lítið á erlendum vettvangi. Því þarf að horfa á þetta í heild sinni, en það er engin tilviljun hvað tónlistarlíf Ís- lendinga er öflugt í dag. Tónlist- arfólk hefur unnið mjög vel, hver í sínum ranni. Þess vegna er það mik- ilvægt þegar farið er af stað með slíkan sjóð, að það verði gert í góðri samvinnu við hagsmunaaðila. Það er líka mikilvægt að góð sátt ríki um sjóðinn. Við viljum framgang tón- listarinnar sem allra mestan, og það veitir ekki af stuðningi. Hann verður alltaf til gagns.“ Margrét Bóas- dóttir formaður Félags íslenskra tónlistarmanna segist ekki sjá betur en að hér sé um að ræða sama sjóð og fyrrverandi menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, lofaði fyrir réttu ári. „Ég vona bara að hlutverk þessa sjóðs verði skilgreint í faglegu sam- ráði við tónlistarmenn, þannig að út úr þessu komi það sem menn þurfa virkilega á að halda. Miðað við það hvað nýi menntamálaráðherrann hefur talað jákvætt um málefni tón- listarinnar, vonum við að við þetta samráð verði staðið, þannig að sjóð- urinn geti orðið öllum til gagns og gleði. En ég lofa auðvitað þessi tíð- indi. Þau eru ákveðið svar við því sem tónlistin hefur unnið fyrir og hefur sýnt fram á að hún þarf á að halda. Þetta á ekki að vera nein ölm- usa, heldur stuðningur til þess að okkar verkefni geti malað gull.“ Magnús Kjartansson hljómborðs- leikari er formaður Félags tón- skálda og textahöfunda. „Ég er bú- inn að heyra þessa frétt svo oft, að ég er alveg ónæmur. Ég verð alltaf jafn glaður þegar ég heyri hana, en ég er bara búinn að verða svo oft glaður yfir henni, en jafnoft hef ég orðið sorgmæddur. Ég verð nú samt að segja, að ég bind miklar vonir við að þau kynslóðaskipti sem nú eru að eiga sér stað í menntamálaráðu- neytinu muni leiða til þess að kerfið og þjóðin slái samræmdari takt. Ég bið þess í bænum mínum að Þor- gerði Katrínu megi lukkast að verða menntamálaráðherra þess samtíma sem er og ekki verður komist hjá.“ Magnús kveðst margoft hafa lesið frumvörp frá ráðherrum um stofnun sjóðs sem þessa, rætt við ráðherra og setið á fundum, fagnað, glaðst og grátið. „Það eina sem ekki hefur tekist er að málið hafi farið í gegn. Ég er þeirrar skoðunar að þar hafi gamla Ísland verið að neita því að horfast í augu við nútímann, og inn í heiminn eins og hann er.“ Alltaf jafn gaman að heyra þessa frétt Magnús Kjartansson Margrét Bóasdóttir Björn Th. Árnason MYNDLISTASKÓLINN í Reykja- vík, Hringbraut 121, verður með opið hús á laugardag kl. 14–18. All- ar kennslustofur og verkstæði skól- ans verða opin og nemendur að vinna á keramikverkstæði og skúlp- túrverkstæði. Verkefni frá fornáms- deild skólans verða til sýnis og kennarar verða á staðnum og veita upplýsingar. Einnig verða frammi verkefni eftir alla nemendur í barna- og unglingadeild og sýnis- horn af vinnu nemenda í fullorð- insfræðslu. Skráning á vorönn stendur yfir, en kennsla hefst 26. janúar. Opið hús í myndlistaskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur við störf í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.