Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 29
Ég ólst upp við það að vita af eiginraun hvað það er að búa í landi semer stjórnað af hervaldi,“ segir JanaVýborná-Turunen sem sýnir sex
textílskúlptúr, ljósmyndir og texta í anddyri
Norræna hússins. Skúlptúrarnir birta á
óvæntan hátt tilfinningar Jönu til hins stríðs-
hrjáða heims. Þeir eru persónuleg friðaryf-
irlýsing og hugsaðir sem andsvar við her-
klæðum.
Jana stundaði nám við Háskólann í Prag og
útskrifaðist árið 1993 með MA-gráðu í heim-
speki, með fullorðinsfræðslu sem sérsvið. Þá
flutti hún ásamt eiginmanni sínum til Finn-
lands þar sem hún lagði stund á tískuhönnun,
fyrst við Norður-Karelia-tækniháskólann í
Joensuu og síðan við Lista- og hönnunaraka-
demíuna í Helsinki þaðan sem hún lauk nýver-
ið MA-prófi og voru skúlptúrarnir sex, sem
sýndir eru í Norræna húsinu, lokaverkefni
hennar. Jana er fædd og uppalin í Tékkóslóv-
akíu þar sem faðir hennar var liðsforingi í sov-
éska hernum og síðar hjá NATO. Vegna starfa
föðurins flutti fjölskyldan oft um set. Jana seg-
ist þó eiga góðar minningar frá þessum tíma.
Styrjaldaræfingar
„Börn eru alls staðar eins, alltaf að finna sér
eitthvað að gera.“
Var þetta þá algerlega áhyggjulaust líf?
„Nei, ekki get ég nú sagt það. Fyrir okkur
krökkunum endurspeglaðist valdið í kenn-
urum okkar. Það voru engin frávik leyfð frá
reglunum, án þess að því fylgdu refsingar. Við
urðum okkur mjög meðvitandi um hið refsandi
vald strax á unga aldri. Við vorum hrædd við
kennarana okkar, rétt eins og fólk var hrætt
við yfirmenn sína, og svo koll af kolli. Það voru
allir hræddir við eitthvað.
Í skólanum var okkuð úthlutað gasgrímum
og við æfðum reglulega hvernig skyldi bregð-
ast við ef á okkur yrði ráðist. Viðvör-
unarbjallan hringdi, við þustum öll á fætur,
settum á okkur gasgrímurnar og hröðuðum
okkur fyrirfram ákveðna leið í byrgin okkar.
En fyrir okkur var þetta eðlilegt ástand og það
var ekki fyrr en eftir að ég flutti til Finnlands
sem ég áttaði mig á því að heimurinn gæti ver-
ið öðruvísi. Krakkar eru svo miklu frjálsari í
lýðræðisþjóðfélagi og það er á allan hátt ólíkt
því sem ég ólst upp við.“
Eru verkin þín á einhvern hátt minningar?
„Já, það fer ekki hjá því. Í einu verkinu er til
dæmis rússneski fáninn og það hafa margir
spurt mig hvers vegna ég sé með hann. Í mín-
um huga er hann táknrænn fyrir það sem ég er
að andæfa, erlendan her sem ræðst á sjálf-
stæða þjóð og tekur þar öll völd. Þegar ég var
að alast upp þurftum við Tékkar að stilla bæði
tékkneska og sovéska fánanun út í glugga 1.
maí ár hvert, hvort sem okkur líkaði betur eða
verr.“
Í verkum sínum notar Jana handgerðan
pappír sem búinn er til úr bómullarundirfötum
tékkneskra hermanna og öðrum efnum. Einn-
ig notar hún efni úr rússneskri fallhlíf sem
fannst í Tékklandi 1968, nútíma fallhlífarefni,
sárabindi, grófan baðmullardúk skreyttan
málmi, grænt efni úr hermannaskyrtu og
þannig mætti lengi telja. Á sýningunni eru
jafnframt ljósmyndir þar sem módel klæðist
flíkunum og litlar sögur sem eru á vissan hátt
hið skapandi upphaf skúlptúranna. En hvað
eiga þessi verk skylt við tískuhönnun?
„Þegar ég fór að velta fyrir mér lokaverk-
efni var eitt alveg ljóst: Ég ætlaði aldrei að
vinna sem tískufatahönnuður. Ég er með bak-
grunn í heimspeki og hef mikinn áhuga á list-
um og vildi því nýta námið til annars en að
teikna föt. Ég vil segja eitthvað með verkum
mínum og þess vegna ákvað ég á endanum að
gera fataskúlptúra. Ástandið er þannig í heim-
inum að það er alls staðar ofbeldi, stríð og eitt-
hvað neikvætt að gerast og þar sem ég er frið-
arsinni vildi ég nota þann fatnað sem notaður
er í stríði til þess að mótmæla þessu ástandi.
Ég vildi skapa fagurfræðilegan og fallegan
samhljóm sem er í andstöðu við þann ljóta,
hrottalega og sjúka hugmyndaheim sem klæð-
in standa fyrir. Þetta eru einkennisbúningar
sem menn klæðast til að drepa. Ég vildi búa til
úr þeim eitthvað sem ekki gengi upp í þeim að-
stæðum sem þeir eru hannaðir fyrir. Ef her-
menn klæddust þessum fatnaði eins og hann
lítur út á sýningunni minni gætu þeir ekki
drepið neinn.
Af symbólískum ástæðum vildi ég nota efni
sem notuð eru í raunverulegum hernaði í stað
þess að búa til eftirlíkingar af þeim. Handgerði
pappírinn er til dæmis unninn úr nærfötunum
sem tilheyrðu einkennisbúningi föður míns
sem var háttsettur hermaður.“
Verk Jönu hafa vakið mikla athygli í Finn-
landi. Þau hafa þegar verið sýnd í Hyvinkää-
listasafninu og í Profounders Gallery í Hels-
inki. Þegar hún fer frá Íslandi verður enn ein
sýning á þeim í Finnlandi og síðan í Prag undir
vorið. Þegar Jana er spurð hvert sé markmið
hennar með verkunum segir hún: „Ég vildi
sýna fram á að það er hægt að breyta svörtu í
hvítt; við getum umbreytt ljótleikanum og
skapað úr honum fegurð. Allt sem til þarf er
viljinn til þess.“
Ég vil umbreyta ljótleikanum
Tékknesk-finnska listakonan Jana Výborná-
Turunen með fataskúlptúra sína.
Í Norræna húsinu sýnir tékknesk-finnska listakonan
Jana Výborná-Turunen fataskúlptúra sem eru andóf
gegn stríði. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Jönu um
tilurð verkanna, minningar og tilgang.
Morgunblaðið/Árni Torfason
HVAÐ felur góð lögfræðileg
rannsókn á fiskveiðireglum Íslands
og Evrópusambandsins í sér? Eitt
er víst að slík rannsókn felur ekki í
sér svar við spurningunni um hvort
fiskveiðireglur íslenska ríkisins eða
ESB séu góðar eða slæmar, hvort
þessar reglur fullnægi eða geti und-
ir einhverjum kringumstæðum full-
nægt íslenskum hagsmunum; hvað
þá hvort Íslendingum sé rétt að
ganga í ESB og gangast undir fisk-
veiðistefnu sambandsins með ein-
hverjum hætti. Lögfræðilegar rann-
sóknir, ásamt öðrum vísindum, eru
hins vegar ein af forsendum fyrir
því að þessum spurningum sé svar-
að af skynsemi. Því miður hefur
pólitísk umræða hér á landi um
málefni ESB allt of oft einkennst af
skorti á upplýsingum um stað-
reyndir málsins. Þetta á ekki síst
við um fiskveiðistefnu sambandsins
sem oft ber á góma í tengslum við
samskipti Íslands við ESB. Að því
er fiskveiðistefnuna varðar eiga þó
stjórnmálamenn, og aðrir þeir sem
viðrað hafa skoðanir sínar á hugs-
anlegri aðild Íslands að ESB, sér
þær málsbætur að mjög hefur skort
lögfræðilega umfjöllun um efnið. Af
þessum sökum er það fagnaðarefni
að út skuli vera komið rit þar sem
fjallað er ítarlega um fiskveiðiregl-
ur Íslands og Evrópusambandsins
og þróun og stöðu Íslands gerð skil
í því samhengi.
Ritið skiptist í þrjá meginþætti. Í
fyrsta þætti er fjallað um hina sam-
eiginlegu fiskveiðistefnu EB; í öðr-
um þætti um íslenska fiskveiði-
stjórn og í þeim þriðja um
aðildarsamning Noregs frá 1994
sem aldrei tók þó gildi eins og
kunnugt er. Fyrsti þáttur ritsins er
sá ítarlegasti og má segja að hann
marki kjarna ritsins. Um þetta efni
hefur áður verið fjallað í riti R.R.
Churchills, EEC Fisheries Law, frá
1987 sem er orðið mjög úrelt í
mörgum atriðum, en önnur rit sem
mér er kunnugt um hafa fremur
fjallað um sameiginlegu fiskveiði-
stefnuna frá öðrum sjónarhóli en
lögfræðilegum. Í fyrsta þætti rits-
ins er því í raun að finna lagalegar
grunnrannsóknir á ýmsum efnum
sameiginlegu fiskveiðistefnunnar,
t.d. ýmsum dómum Evrópudóm-
stólsins frá síðari árum. Fyrir ís-
lenska lesendur eru það líklega
annars vegar stjórnskipuleg atriði
sameiginlegu fiskveiðistefnunnar (2.
kafli) og hins vegar reglur um að-
gang að fiskveiðiauðlindum (4. kafli)
sem vekja mestan áhuga. Að því er
varðar fyrrnefnda efnið kunna sum-
ar niðurstöður höfunda að koma á
óvart, t.d. það hversu víðtækar
valdheimildir stofnanir EB hafa um
setningu ýmissa reglna um fiskveið-
ar (þótt sú heimild sé ekki endilega
nýtt í dag) og enn fremur það að
reglan um nálægð eða viðstuðning
(e. subsidiarity) á ekki við um fisk-
veiðar. Að því er varðar síðar-
greinda atriðið vekur kaflinn um
„kvótahopp“ sérstaka athygli, en
með kvótahoppi er átt við að út-
gerðarmenn í tilteknu aðildarríki
skrái fiskiskip sín í öðru ríki í þeim
tilgangi að ná til sín hlutdeild af
landskvóta þess ríkis. Í kaflanum er
fjallað ítarlega um hvort og hvernig
aðildarríkin geti komið í veg fyrir
kvótahopp eða tryggt með öðrum
hætti að afli, sem veiddur er í lög-
sögu þeirra, sé landað í höfnum rík-
isins. Samkvæmt niðurstöðum höf-
unda er t.d. ekki hægt að gera þá
kröfu til útgerðarmanna að þeir
noti eigin hafnir við löndun afla og
lítið rúm er fyrir lagasetningu sem
bindur skráningu fiskiskipa við til-
tekna heimilisfesti eða þjóðerni.
Í öðrum þætti ritsins er að finna
yfirlit yfir reglur um íslenska fisk-
veiðistjórn en um þetta efni hefur
að mestu verið ítarlega fjallað af ís-
lenskum lögfræðingum áður, eink-
um í tímaritsgreinum (t.d. af Sig-
urði Líndal, Skúla Magnússyni og
Þorgeiri Örlygssyni). Hins vegar
gefur þessi þáttur stutt en samfellt
yfirlit yfir íslenskar réttarreglur
um fiskveiðar sem ekki er að finna í
öðrum heimildum. Umfjöllunin um
aðildarsamning Norðmanna árið
1994 í þriðja þætti ritsins er sett
fram með það fyrir augum að
samningurinn geti veitt vísbend-
ingu um hversu langt ESB er tilbú-
ið að ganga í undanþágum og frá-
vikum frá sameiginlegu
fiskveiðistefnunni. Einnig er vísað
til nýgerðra aðildarsamninga ESB
frá síðastliðnu ári, þ.á m. við Möltu,
sem gefa frekari vísbendingar í
þessa átt, en þessir samningar voru
þó ekki fullfrágengnir við útgáfu
ritsins. Í bókinni kemur því eðlilega
ekki fram að aðildarviðræðum
Möltu lyktaði þannig að ríkinu
tókst að fá varanlegar undanþágur
frá banninu um mismunun á grund-
velli þjóðernis innan 12 sjómílna
lögsögu þótt aðeins væri um að
ræða tilteknar fiskveiðar. Af hálfu
höfunda er varast að draga of mikl-
ar ályktanir af undangengnum að-
ildarsamningum fyrir hugsanlegar
aðildarviðræður Íslands, enda er
staða Íslands um margt sérstæð.
Niðurstöður höfunda í fjórða þætti
ritsins eru settar fram á stuttan og
hnitmiðaðan hátt og ættu þær að
vera skyldulesning allra þeirra sem
tjá sig um stöðu Íslands með hlið-
sjón af sameiginlegu fiskveiðistefn-
unni.
Sumum kann e.t.v. að þykja
furðulegt að Íslendingar vinni að
grunnrannsóknum á reglum ESB
um fiskveiðar. Sannast e.t.v. hér að
Íslendingum er ekkert óviðkomandi
ef það snertir fisk og fiskveiðar!
Ritið hefur því að stórum hluta
skírskotun út fyrir Ísland og væri
æskilegt að þýða bókina svo að
gera mætti rannsóknir þeirra Ótt-
ars og Stefáns Más aðgengilegar
erlendum fræðimönnum. Hvort sem
það tekst eða ekki er það gleðiefni
að vönduð fræðileg umfjöllun um
þetta efni, sem reglulega ber á
góma í íslenskri þjóðmálaumræðu,
skuli nú liggja fyrir. Verður það
vonandi til að gera þá umræðu upp-
lýstari og málefnalegri.
BÆKUR
Lögfræði
Höfundar: Óttar Pálsson hdl. og Stefán
Már Stefánsson prófessor
Lengd: 296 bls.
Útgefandi: Bókaútgáfa Orators
FISKVEIÐIREGLUR ÍSLANDS OG
EVRÓPUSAMBANDSINS ÞRÓUN,
SAMANBURÐUR OG STAÐA ÍSLANDS
Gagnlegur samanburður
Skúli Magnússon
ÍSLENSKA listakonan Hulda Leifs-
dóttir sýndi nú í lok síðasta árs ull-
arverk sín í Salt galleríinu á
Álandseyjum og fékk sýningin m.a.
umfjöllun í dagblöðunum Nya
Åland og Åland.
Í verkunum sínum beitir Hulda
tækni sem hún lærði í Finnlandi, en
myndefnið er gjarnan íslenskt, m.a.
úr íslenskum þjóðsögum, og má
nefna sem dæmi kvendrauginn
Möngu, sem gefur kaffið í kvæðinu
eftir Þórberg Þórðarson.
Í verkum Huldu hefur Manga,
sem vakti athygli fjölmiðla á staðn-
um, vaknað til lífsins á ný og birtist
sífellt í nýjum aðstæðum og út-
gáfum.
Hulda Leifsdóttir við nokkur verka sinna á sýningunni á Álandseyjum.
Íslensk ullarlist á
sýningu á Álandseyjum
JÓHANNES Dagsson opnar mynd-
listarsýningu kl. 14 á sunnudag í
Teits galleríi, verslunarmiðstöðinni
Engihjalla 8, Kópavogi. Sýninguna
nefnir hann Mold, himinn, gras, og
gefur þar að líta málverk og verk
unnin með blandaðri tækni á pappír.
Verkin eiga það sameiginlegt að
rekja „rætur“ sínar til moldarinnar,
himinsins og grassins.
Innihald verkanna er skorið og
skeytt saman aftur með það í huga að
mynda nýtt samhengi. Verkunum er
ætlað að falla á milli myndrænnar og
merkingarfræðilegrar framsetning-
ar. Það sem við blasir er yfirleitt ekki
það sem það er, heldur framsetning á
því.
Opið til skiptis mánudaga til föstu-
daga kl. 14–18 aðra vikuna, en hina
kl. 18–20 sömu daga. Sýningunni lýk-
ur 12. febrúar. Aðgangur er ókeypis.
Nýtt sam-
hengi í Teits
galleríi
Verk eftir Jóhannes Dagsson á
sýningunni í Teits galleríi.