Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis
og Ölfuss efnir til styrktartónleika
kl. 17 á laugardag og rennur ágóðinn
í flygilkaupasjóð félagsins.
Fram koma Jón Hólm Stefánsson
tenór, Jörg Sondermann, píanó/org-
elleikari og fiðluleikararnir Gréta
Salome Stefánsdóttir og Hulda
Jónsdóttir.
Aðgangseyrir er kr. 1800. Fyrir
félagsmenn í Tónlistarfélaginu og
eldri borgara kr. 1500 og frítt fyrir
börn 12 ára og yngri.
Styrktartón-
leikar í Hvera-
gerðiskirkju
„HÚN varð að spinna ævintýri til
þess að geta lifað. Ekki aðeins til að
vinna fyrir lifibrauði sínu, heldur
einnig til að komast undan því að
deyja. Eins og hetja hennar og fyr-
irmynd, hin slynga Sjerasade. Ef þú
erfir land, verður þú að nýta það til
búskapar. Ef þú erfir sögur, verður
þú að segja þær. Og Gréta Swart
hafði tekið í arf nóg af sögum til að
halda lífinu í þúsund og eina nótt“
(97). Svo er aðalsöguhetju skáldsög-
unnar Engilsins hennar Grétu lýst en
hún leitar stöðugt á náðir ævintýr-
anna til að þreyja raunveruleikann.
Gréta vinnur við að safna og skrá æv-
intýri hjá litlu bókaforlagi og býr um
stundarsakir í sóðalegri íbúð vinkonu
sinnar. Hún er nýlega fráskilin þegar
sagan hefst og er að ganga í gegnum
tilfinningar sem því fylgja, s.s. sökn-
uð, sektarkennd, reiði og sorg. Sál-
fræðingurinn hennar ráðleggur henni
að skrifa sig frá skilnaðinum og er
skáldsagan afrakstur þess; skemmti-
leg samsuða úr dagbókarfærslum,
draumum, bréfum og símtölum frá
kaldhæðinni vinkonu í Lundúnum,
sögum af forfeðrum, lýsingum á eigin
hjónabandi og samböndum vinkvenn-
anna, samskiptum við sálfræðing, vini
og vandamenn og hugleiðingum um
kynferði, kynþætti, stöðu kynjanna,
kynlíf o.fl. Bókinni er skipt í þrjá
hluta sem eru táknrænir fyrir líðan
Grétu á þessu erfiða tímabili; fyrst
koma Hryllingssögur, svo Gátur og
loks Ævintýri. Hver hluti saman-
stendur af níu köflum og heiti þeirra
vísa öll í ævintýri og sögur. Textinn
sjálfur morar af táknum og skírskot-
unum (eplum, drekum o.fl.) ásamt
endalausum vísunum í örlög ýmissa
kvenpersóna heimsbókmenntanna,
s.s. Júlíu, Ófelíu og Önnu Karenínu.
Tónninn í sögunni er kvenlægur, m.a.
er þeirri spurningu varpað fram af
hverju ævintýrið um Hans og Grétu
heiti ekki Gréta og Hans þar sem hún
er aðalpersóna sögunnar.
Sagan gerist í Suður-Afríku þar
sem konur eru enn pyntaðar og
brenndar á báli fyrir að vera nornir.
Gréta glímir við nornina í sjálfri sér
sem trúir að penninn sé máttugri en
penisinn (21) en eiginmaðurinn er
engill í hennar huga, a.m.k. þangað til
Adam birtist á dyraþrepinu, ungur,
stæltur og firnagóður elskhugi sem
vekur Grétu til lífsins líkt og ævin-
týraprinsarnir forðum. „Rómantík er
fyrir fólk sem fyllist sektarkennd
vegna kynlífs“ (154) segir hann þegar
þau hafa notið ásta á rykugu stofu-
gólfinu undir rússneskri ljósaperu
með sjónvarpið í botni. Gréta hefur
síðan nýtt líf og horfist í augu við að
gömlu ævintýrin eru aðeins leið til að
koma þeim boðskap til skila að ástin
„endi“ með hjónabandi. Hún áttar sig
á því að nýr heimur þarfnast nýrra
ævintýra. Um það leyti sem frelsis-
hetjan Nelson Mandela losnar úr
haldi öðlast hún sjálf frelsi. Hún skrif-
ar söguna um veiðimennina tólf þar
sem ævintýrið sjálft er dregið sundur
og saman í háði og boðskapur þess er
að prinsessa sem vill giftast karl-
rembuprinsi á ekkert betra skilið
(280).
Engillinn hennar Grétu er mögnuð
saga og stórskemmtileg; um konur
eftir konu, sambönd og samskipti
kvenna við karla, skilnað við þá og um
kvenlegan reynsluheim, frelsi og
sjálfstæði, höft og sektarkennd. Boð-
skapur sögunnar er kaldhæðinn og
mótsagnakenndur: „Karlmenn njóta
þess að bjarga konum úr vandræð-
um … og halda þakklátum konum
ævilangt í ánauð. María átti ekki svo
auðvelt með að fara frá Jósep, eða
hvað? Alveg eins og Mjallhvít gat ekki
yfirgefið prinsinn sinn. Þú getur ekki
farið frá manni sem hefur bjargað þér
úr lífshættu. Það voru Gréturnar í
heiminum sem unnu í því að halda
samböndum gangandi, stúlkurnar
sem ýttu galdranorninni inn í ofninn
og björguðu bræðrum sínum. Það
voru þær sem gerðu vansæla eigin-
menn sína getulausa. Ef þær eignuð-
ust þá nokkurn tímann mann. Ef þær
vildu nokkuð eignast mann“ (289).
Þrátt fyrir hæðnistóninn og slagorðin
um kvenfrelsið er það karl/engill sem
hristir upp í Grétu og nýtt ástaræv-
intýri virðist vera í vændum þegar
sögunni lýkur. Bókarkápan er bæði
falleg og táknræn, hana prýðir eng-
ilfríður karlmaður, snoðklipptur með
geislabaug og loðna bringu en í bak-
grunninum grillir í fangelsisgirðingu
sem minnir okkur á að við erum fang-
ar hlutverkaskipunar gömlu ævintýr-
anna.
Gréta hans Hans
Steinunn Inga Óttarsdóttir
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Maritu van der Vyver. Rannveig
Jónsdóttir þýddi, varla úr afríkönsku en
sennilega úr ensku. 293 bls. Salka
2003.
ENGILLINN HENNAR GRÉTU
SÝNINGAR á Græna landinu, eftir
Ólaf Hauk Símonarson, hefjast í
Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikritið var
frumsýnt í Keflavík og sýnt þar tólf
sinnum fyrir fullu húsi.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son.
Leikritið er samið fyrir þau Gunn-
ar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld
en auk þeirra leikur Björn Thors í
sýningunni.
Hús sem teygðu sig
allt upp til skýjanna
Verkið fjallar um hlutskipti þeirra
sem glata minningunum löngu áður
en lífið hverfur þeim. Kári Sólmund-
arson byggingarmeistari reisti á
sinni tíð hús sem teygðu sig allt upp
til skýjanna. Nú situr hann einn eft-
ir, hans nánustu eru horfnir honum,
hver á sinn hátt, og jafnvel minning-
arnar eru að hverfa. Nema þær sár-
ustu, þær sitja lengst eftir. Heim-
ilishjálpin Lilja, hressileg kona á
besta aldri, reynist óvæntur banda-
maður og vinur. Er einhver von til að
öðlast fyrirgefningu áður en allt
hverfur?
Tónlist samdi Gunnar Þórðarson,
lýsingu hannaði Ásmundur Karls-
son, höfundur leikmyndar er Gretar
Reynisson og leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson.
Græna landið tekið til
sýninga í Þjóðleikhúsinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í Græna land-
inu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið er samið fyrir leikarana.
SÝNING á verkum Kjartans Guð-
jónssonar listmálara verður opnuð í
Galleríi Vegg, í húsakynnum Staf-
rænu prentstofunnar Leturprents,
Síðumúla 22, á morgun. Þar gefur að
líta nokkur olíuverk, unnin á árunum
1994–2003. Sýninguna nefnir Kjart-
an Smáskot.
Kjartan Guðjónsson er á 83. ald-
ursári og gengur enn að verki hvern
dag. Hann varð stúdent frá MR
1942, settist sama ár í Handíðaskól-
ann og var þar veturinn 1942–3. Þar
næst tók hann sér far með Goðafossi
til Bandaríkjanna og nam tvö ár í Art
institute of Chicago. Hann kom heim
1945 og gerðist kennari við Hand-
íðaskólann, seinna Myndlista- og
handíðaskólann. Hann var einn af
fyrstu þátttakendum í Septemsýn-
ingunni og fyrstu sýningu Norræna
listabandalagsins í Kaupmannahöfn
1947. Fyrsta einkasýning hans var í
Listamannaskálanum og aðrar sýn-
ingar, tvær á Kjarvalsstöðum, tvær í
Hafnarborg auk þátttöku í sýningum
utan lands og innan.
Sýning Kjartans stendur til 20.
mars.
Kjartan Guðjónsson listmálari.
Kjartan Guð-
jónsson sýnir
ný olíuverk
FÆREYSKI Drengjakórinn undir
Brúnni er staddur hér á landi og
heldur tónleika í Langholtskikju kl.
17 á laugardag. Kórinn er skipaður
16–18 söngvurum á aldrinum 6–13
ára. Stjórnendur eru Eli Smith og
Brita á Váli Smith. Á tónleikunum
verður Gradualekór Langholts-
kirkju, undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar, gestur kórsins.
Drengirnir syngja líka á Smára-
torgi kl. 14.30 á laugardag. Kórinn
hefur sungið í fjögur ár og hefur
vakið eftirtekt fyrir góðan söng.
Þetta er fyrsta utanlandsferð kórs-
ins. Gunnar Guttesen leikur með á
píanó.
Söngur drengjanna er ætlaður til
að styrkja vinskap eyþjóðanna
tveggja, Færeyja og Íslands.
Færeyskur drengjakór
í Langholtskirkju
BLÁSARAKVINETT Reykjavíkur,
með þá Einar Jóhannesson, Haf-
stein Guðmundsson, Jósef Ogni-
bene, Daða Kolbeinsson og Bern-
harð Wilkinson innanborðs, hefur
kynnt og flutt tónlist fyrir börn í
grunnskólum Kópavogs undanfarið.
Verkefnið er liður í Tónlist fyrir alla
og héldu þeir alls tólf tónleika.
„Við fluttum Myndir á sýningu
eftir Modest Mussorgskíj,“ segir
Einar, „en það er mjög þakklátt að
leika og kynna þetta verk, ekki síst
vegna þess að það er svo myndrænt.
Þegar við gengum inn í salinn tók á
móti okkur dúndrandi rokktónlist.
Okkur leist ekki meira en svo á blik-
una að fara að kynna klassíska tón-
list í þessi rokkeyru. En við vorum
ekki lengi að fanga athygli þeirra og
virtust þau harla ánægð með fram-
takið. Krakkarnir voru vel með á
nótunum og verkefnið þeim kunn-
ugt. Það er ljóst að Tónlist fyrir alla
er nauðsynlegur liður í tónlistarupp-
eldi grunnskólabarna. Kópavogur
hefur töluvert forskot á aðra skóla
og er það ekki síst að þakka Jónasi
Ingimundarsyni sem reið á vaðið
með þetta verkefni á sínum tíma.
Hann hefur lagt góðan tónlistar-
legan grunn í sínu bæjarfélagi. Nú
hefur umsjón með verkefninu Þór-
unn Björnsdóttir, stjórnandi Skóla-
kóra Kársnesskóla.“
Mussorgskíj kynntur
Morgunblaðið/Árni Torfason
Blásarakvintett Reykjavíkur kynnir verk Mussorgskíj í Lindaskóla.
Siðfræði lífs og
dauða eftir Vil-
hjálm Árnason
prófessor er kom-
in út í nýrri og
endurbættri út-
gáfu.
Höfundur fjallar
um öll helstu sið-
ferðileg álitamál í
heilbrigðisþjónustu. Hann greinir ým-
is lykilhugtök mannlegs siðferðis og
leitast við að jarðtengja þau með um-
fjöllun um einstök vandamál sem
upp koma við umönnun sjúkra og
deyjandi, og við mótun heilbrigðis-
stefnu. Rætt er um mál á borð við
þagnarskyldu, réttindi sjúklinga,
rannsóknir á fólki, fósturgreiningu,
fóstureyðingar, líffæraflutninga, líkn-
ardráp og réttláta heilbrigðisþjón-
ustu. Í þessari nýju útgáfu tekst höf-
undur jafnframt á við nokkrar þeirra
spurninga sem erfðarannsóknir hafa
vakið á undanförnum árum. Rauði
þráðurinn í málflutningi Vilhjálms er
krafan um að virða sjúklinginn sem
manneskju. Bókin var tilnefnd til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna
1993 og sama ár hlaut höfundur við-
urkenningu Hagþenkis fyrir bókina.
Vilhjálmur Árnason er prófessor í
heimspeki við Háskóla Íslands og
formaður stjórnar Siðfræðistofnunar.
Útgefandi er Siðfræðistofnun og
Háskólaútgáfan. Bókin er 379 bls.,
kilja og innbundin. Verð á kilju:
3.790 kr. en innbundin kostar hún
4.490 kr.
Siðfræði
Í RÁÐSTEFNUSAL Norræna
hússins verður haldið stutt
námskeið um styrkumsóknir
miðvikudaginn 21. janúar kl.
10–14. Það er Norden i fokus
sem skipuleggur námskeiðið
sem er einkum ætlað meðlim-
um félaga og samtaka á menn-
ingarsviðinu. Farið verður yfir
helstu grundvallaratriði. Nám-
skeiðið er ætlað byrjendum og
skiptist í fjóra þætti: Að hverju
þarf að huga áður en sótt er um
styrk? Hvað þarf að koma fram
í umsókn? Hvernig er umsókn
metin? Hvað þarf að hafa í huga
þegar styrkur hefur fengist?
Leiðbeinandi er Guðrún Dís
Jónatansdóttir, upplýsinga- og
verkefnafulltrúi Norræna
hússins og umsjónarmaður
verkefnisins Norden i fokus.
Síðasti skráningardagur er
20. janúar. Nánari upplýsingar
má sjá á heimasíðunni nord-
ice.is.
Að sækja
um styrk
♦♦♦