Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 34
S
njóflóðið sem féll úr gili
fjallsins Bakkahyrnu í
Ólafsfirði á þriðjudag, að
því er talið er, tók íbúðar-
húsið að Bakka af grunn-
inum og stendur ekkert eftir nema
suðurgafl hússins. Rann flóðið um
100 metra niður fyrir húsið að fjár-
húsunum með tæplega 200 kindum.
Jón Konráðsson, lögregluvarð-
stjóri á Ólafsfirði, stjórnaði björgun-
araðgerðum við bæinn í fyrrinótt og
sagði snjóflóðið mjög stórt. Rann það
um 700–800 metra niður fjallið áður
en það stöðvaðist fyrir neðan íbúðar-
húsið.
Jón sagði snjóflóð hafa fallið á
þessum sama stað fyrir um 7 árum
og þá hafi það stöðvast við íbúðar-
húsið. Ekki mun hafa orðið mann-
skaði vegna snjóflóða í Ólafsfirði síð-
an um miðja 19. öld.
Húsið að Bakka var 10 ára gamalt
timburhús og stóð fyrir neðan gil,
sem nefnt hefur verið Bæjargil, í
brattri fjallshlíð Bakkahyrnu. „Flóð-
ið kom niður gilið og var gríðarstórt,
um 250 til 350 metra breitt og allt að
þrír metrar á dýpt. Aðkoman var
hræðileg,“ sagði Jón við Morgun-
blaðið.
Á annað hundrað björg-
unarsveitamanna á vettvangi
Eftir að björgunarsveitamenn
komu á staðinn með leitarhunda,
tókst fljótlega að finna bóndann,
Kára Ástvaldsson, snemma í gær-
morgun. Var hann úrskurðaður lát-
inn. Síðast hafði Kári samband á
þriðjudagskvöld og varaði hann lög-
regluna við snjóflóðahættu. Þegar
ekki náðist samband við hann á mið-
vikudagskvöld var farið að grennsl-
ast fyrir um hann. Fóru tveir björg-
unarsveitamenn á vélsleðum ásamt
lögreglumanni frá Ólafsfirði og komu
að Bakka klukkan 22. Kom þá í ljós
að snjóflóð hafði fallið á bæinn. Kall-
aðar voru út björgunarsveitir Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar frá
Ólafsfirði, Akureyri, Árskógsströnd,
Dalvík, Skagafirði og Húnavatns-
sýslum.
Mjög erfiðlega gekk að komast á
staðinn vegna veðurs og ófærðar
Björgunarsveitamenn frá Skagafirði
komust ekki yfir Lágheiðina vegna
veðurs og ófærðar.
Þá hugðist Björgunarsveitin á
Dalvík fara sjóleiðina til Ólafsfjarðar
með leitarhund, en hætti við þau
áform vegna sjólags. Brá sveitin á
það ráð að keyra gamla Múlaveginn,
sem var hættuferð hin mesta.
Um klukkan 23 á miðvikudags-
kvöld fóru tveir björgunarmenn á
tveim snjótroðurum af stað frá Ólafs-
firði ásamt fleiri sérútbúnum öku-
tækum. Tók ferðin um fjóra klukku-
tíma og lentu menn í blindöskubyl á
leiðinni í gríðarlegu fannfergi. Snjó-
troðararnir komust ekki yfir brú
framarlega í Ólafsfirði skammt frá
Kvíabekk, og sökk annar troðarinn
niður í krapaða ána. Alls tóku 117
björgunarsveitamenn með fjóra leit-
arhunda tóku þátt í aðgerðum við
Bakka.
Þak og þrír veggir tugi
metra frá bæjarstæðinu
„Það var brjálað veður í [fyrri]nótt
og ferðin inn að Bakka gekk mjög
hægt. Snjórinn var mikill á leiðinni,
allt upp í rúma fjóra metra,“ sagði
Jón. „Leitin gekk ótrúl
hefði getað orðið mikil
stóru flóði, ef húsið hefði
úr stað.“
Kristján Kristjánsson
Mannskaði varð þegar stórt snjóflóð úr Bakkahy
„Aðkoman va
Snjó
Við Ólafsfjarðará varð óhapp þegar snjótroðari lenti í ánni á lei
tók drjúgan hluta nætur. 117 björgunarsveitamenn með fjóra h
Ljósmynd/Ólafur Ólafsson
Björgunarsveitamenn komust að Bakka eftir erfiða ferð og hófu strax leit.
34 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SALAN Á ÚA
Sú ákvörðun Eimskipafélags Ís-lands hf. að selja ÚtgerðarfélagAkureyringa fjárfestum, sem
reka fyrirtæki í Reykjavík og á Rifi á
Snæfellsnesi, hefur vakið hörð við-
brögð nyrðra. Eimskip og Lands-
bankinn, ráðandi hluthafi í félaginu,
hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir
það hvernig haldið hafi verið á málum.
Þannig sagði Kristján Júlíusson, bæj-
arstjóri á Akureyri, í Morgunblaðinu í
gær að kaupverðið, níu milljarðar
króna, væri of hátt og rekstur fyrir-
tækisins þyldi ekki það verð. „Það
þarf að gera einhverjar tilfæringar
þarna inni og það er umhugsunarefni
hvað og yfirleitt hvort Landsbanki Ís-
lands er eitthvað að hugsa í því sam-
bandi. Það virðist ekki vera, þannig að
að öllu óbreyttu eru skilaboð Lands-
bankans til starfsmanna ÚA og bæj-
arbúa að honum er nokkuð sama hvað
um þennan atvinnurekstur verður.
Bankinn er bara að tryggja sitt fé,“
sagði Kristján Þór.
Bæjarstjórinn á Akureyri benti
jafnframt á að bankinn myndi með
sölu á fyrirtækjum sínum á Akureyri,
Akranesi og Skagaströnd leysa til sín
um þrjá milljarða í beinan hagnað „og
mun uppspretta þessa hagnaðar njóta
þessara fjármuna í eflingu atvinnulífs
á svæðinu? Það er ekkert sem bendir
til að svo verði og veldur vissulega
áhyggjum. Og þá spyr maður sig: Er
löngunin í þessa fjármuni slík að
menn skirrast ekkert við að taka til
sín þennan arð sem þarna verður til
og flytja hann burt af svæðinu? Því
miður virðist margt benda til að svo sé
og fólk hefur af þessu miklar áhyggj-
ur,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Frá Kaupfélagi Eyfirðinga, KEA,
hafa einnig komið hörð viðbrögð, en
fyrirtækið sleit áratugalöngum við-
skiptum sínum við Landsbankann í
gær. Í Morgunblaðinu í gær birtist yf-
irlýsing KEA, þar sem samskipti fé-
lagsins við Landsbankann um hugs-
anleg kaup á ÚA eru rakin, en þar
kemur m.a. fram að KEA hafi með
bréfi til bankans á mánudag lýst yfir
vilja til viðræðna um kaup á ÚA, lýst
hugmyndum sínum um rekstur félags-
ins og kaupverð. Hins vegar hafi verið
farið í viðræður við annan aðila og á
miðvikudagsmorgun tilkynnt í Kaup-
höll að búið væri að selja ÚA. „Félagið
var því selt í skjóli nætur án þess að
heimamönnum gæfist nokkurt tæki-
færi til að ræða við seljandann um
málið,“ segir í yfirlýsingu KEA.
Ástæðurnar fyrir hörðum viðbrögð-
um Akureyringa eru fyrst og fremst
tvær. Annars vegar höfðu forsvars-
menn Landsbankans og Eimskipa-
félagsins lýst yfir vilja til að vinna
með heimamönnum. Þannig var t.d.
haft eftir Magnúsi Gunnarssyni,
stjórnarformanni Eimskips, hér í
blaðinu 13. desember sl. að „það sé
vilji Eimskipafélagsins að vinna að
þessum málum með heimamönnum og
að fyrirtækin verði seld þeim, náist
um það samkomulag.“ Forsvarsmenn
Landsbankans hafa svarað þessari
gagnrýni og segja í yfirlýsingu í
Morgunblaðinu í dag að hugmyndir
KEA um rekstur fyrirtækisins hafi
verið lakari en annarra. KEA hlýtur
að eiga fullan rétt á að spyrja á móti
hvernig Landsbankinn hafi verið
dómbær á það án eiginlegra viðræðna
við félagið.
Hins vegar óttast heimamenn á Ak-
ureyri að nýir eigendur kunni að vilja
færa veiðiheimildir og atvinnu frá
Eyjafjarðarsvæðinu. Nýju eigendurn-
ir hafa lýst því yfir að þeir hafi engin
áform um slíkt og hyggist reka ÚA
með svipuðum hætti og verið hafi;
ekki sé ætlunin að flytja höfuðstöðv-
arnar frá Akureyri eða selja fyrirtæki
í eigu félagsins. Nú er út af fyrir sig
engin ástæða til að draga þessar fyr-
irætlanir nýju eigendanna í efa. Hins
vegar er ljóst að áður hafa verið gefn-
ar yfirlýsingar af hálfu stórra útgerð-
arfyrirtækja, sem kaupa fyrirtæki á
öðrum stöðum, um að áfram verði
haldið uppi öflugum rekstri í heima-
byggð en það hefur síðan ekki gengið
eftir. Þekktasta dæmið er líklega þeg-
ar Samherji gaf skýrar yfirlýsingar
við kaupin á Hrönn á Ísafirði á sínum
tíma um að togari félagsins, Guð-
björg, yrði áfram gerður út frá Ísa-
firði. Hann var seldur til Þýzkalands.
Jafnframt muna margir eftir yfirlýs-
ingum stjórnenda Þorbjarnar í
Grindavík um áframhaldandi rekstur í
Bolungarvík og Hnífsdal eftir samein-
ingu við Bakka hf. Það gekk ekki eftir
heldur – kvótinn fór til Grindavíkur.
Akureyringum er því vorkunn að hafa
áhyggjur af því að fjöregg atvinnulífs-
ins í bænum geti verið í hættu.
Enginn getur bannað stórum fyr-
irtækjum að kaupa eða selja önnur
fyrirtæki og gera við þau það sem
þeim sýnist. Hitt verða stjórnendur
stórfyrirtækja að hafa í huga, hvort
sem þeir eru bankastjórar eða útgerð-
armenn, að þeir eiga mikið undir trún-
aðarsambandi sínu við fólkið í land-
inu. Ef yfirlýsingar um samvinnu við
heimamenn eða áframhaldandi at-
vinnurekstur á stöðum úti um land
eru sviknar og þeir, sem bera áfram-
haldandi öflugan atvinnurekstur í
sinni heimabyggð fyrir brjósti, ekki
einu sinni virtir svars, er ekki við því
að búast að það samband eflist og
dafni.
ÞJÓÐRÆKNI OG SÉRSTAÐA
Færeyska söngkonan Eivör Páls-dóttir hefur unnið hug og
hjarta Íslendinga á skömmum tíma.
Það mátti m.a. sjá við afhendingu
Íslenzku tónlistarverðlaunanna í
fyrrakvöld en þar var hún heiðruð
tvisvar sinnum, sem söngkona árs-
ins og flytjandi ársins ásamt hljóm-
sveit sinni, Krákunni.
Ekki skal dregið í efa að heillandi
persónuleiki söngkonunnar og tón-
listarflutningur eigi hér mikinn hlut
að máli. En fleira kemur til.
Eivör Pálsdóttir gengst við upp-
runa sínum í list sinni. Hún syngur
á færeysku. Hún heldur í heiðri fær-
eyskar hefðir. Hún heldur fram fær-
eysku þjóðerni sínu. Hún er einhver
bezti fulltrúi færeysku þjóðarinnar,
sem lengi hefur komið fram á sjón-
arsviðið. Hún rækir tengslin við
land og þjóð í list sinni og er ekki
feimin við það. Í þessu er sérstaða
hennar fólgin. Þjóðrækni.
Þess vegna ekki sízt hrífumst við
Íslendingar af þessari færeysku
stúlku og fágaðri list hennar. For-
dæmi hennar er til eftirbreytni.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra ákvað í gær að skipa sér-
staka nefnd til að rannsaka or-
sakir og afleiðingar
snjóflóðsins á Bakka. Nefndin
er skipuð í samræmi við lög um
varnir gegn snjóflóðum og
skriðuföllum.
Formaður nefndarinnar er
Björn Friðfinnsson ráðuneytis-
stjóri en ásamt honum eiga
sæti í nefndinni Arnar Guð-
mundsson, skólastjóri Lög-
regluskóla Íslands, og Smári
Þorvaldsson, deildarstjóri í
umhverfisráðuneytinu.
Forsætisráð-
herra skipar
rannsóknar-
nefnd