Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ó
lafur Þ. Harðarson,
prófessor við fé-
lagsvísindadeild
Háskóla Íslands,
hefur komist að
þeirri niðurstöðu að kjósendur
hér á landi séu ekki fífl. Þetta
eru mikil tíðindi og ánægjuleg.
Ólafur kunngjörði þessa nið-
urstöðu sína á málþingi sem
Samfylkingin efndi til í Reykja-
vík á dögunum. Þar var m.a. til
umræðu svonefndur „kjörþokki“
stjórnmálaforingja, áhrif pen-
inga og auglýsingafólks í ís-
lenskum stjórnmálum og flokks-
hollusta kjósenda á Íslandi.
„Kjósendur á Íslandi eru ekki
fífl. Pólitík snýst ekki bara um
peninga eða um auglýs-
ingastofur; pólitík snýst raun-
verulega um málefni,“ hafði
Morgunblaðið eftir Ólafi. Hann
bætti við að
mönnum
hætti til að
vanmeta
gáfnafar
kjósenda á
Íslandi.
„Kjósendur eru klókari en menn
oft halda og reyndar oft klókari
en stjórnmálamenn.“
Víst er að kjósendur allra
flokka á Íslandi munu taka
þessum tíðindum fagnandi.
Stuðningsmenn Samfylking-
arinnar í síðustu kosningum
geta nú tekið gleði sína á ný.
Það er ekki til marks um fíflsku
að kjósa flokk sem er bæði með
og á móti þegar helstu deilumál
samtímans eru til umræðu.
Kjósendur Framsóknarflokks-
ins eru ekki heldur fífl. Það er
beinlínis gáfulegt að bregðast
við brosi Halldórs Ásgrímssonar
í sjónvarpi með því að rjúka á
kjörfund og kjósa hann.
Þeir sem kusu Frjálslynda
flokkinn hafa skyndilega fengið
öflugt vopn í hendur. Komið
hefur á daginn að þeir sem
haldið hafa því fram að einungis
réttnefndir hálfvitar styðji þann
flokk hafa rangt fyrir sér.
Stuðningsfólk Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs
getur nú horft með bjartsýni til
framtíðarinnar. Það að hata eig-
in samtíma er ekki til marks um
að viðkomandi sé idjót. Þvert á
móti er það rökrétt og skyn-
samleg afstaða.
Einna mest hlýtur þó gleði
stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokksins að vera. Þar sem
flokkurinn hefur nú verið í
stjórn á Íslandi í 13 ár hljóta
þær tugþúsundir manna sem
greitt hafa því fyrirtæki at-
kvæði sitt á undanliðnum árum
að fagna þeim upplýsingum að
þeir séu ekki fífl.
Það er rökrétt að þeir sem
telja að ríkið sé óhóflega um-
fangsmikið á Íslandi kjósi Sjálf-
stæðisflokkinn. Flokkurinn hef-
ur á stefnuskrá sinni að draga
úr ríkisumsvifum. Sú staðreynd
að ríkisumsvif hafa aldrei verið
meiri í sögu lýðveldisins breytir
engu í því efni. Einungis fífl
getur hrapað að slíkri nið-
urstöðu.
Það er skilgreiningaratriði
um mannlega skynsemi að þeir
sem vilja að dregið verði úr
skattheimtu kjósi Sjálfstæð-
isflokkinn. Sjálfstæðismenn hafa
á stefnuskrá sinni að skattar
verði lækkaðir á Íslandi. Sú
staðreynd að skattheimta hefur
aldrei verið meiri breytir engu
þar um. Málefnin ráða og ein-
ungis fánar og apatrýni kjósa
án tillits til málefnanna.
Það er gáfumerki að styðja
Sjálfstæðisflokkinn. Fífl kjósa
ekki flokk sem berst fyrir
skattalækkunum en hækkar síð-
an skattana að kosningum lokn-
um. Slíkt er þvert á móti til
marks um mannvit og þroska.
Það er til vitnis um tak-
markaleysi mannsandans að
þeir sem vilja að dregið verði úr
opinberum framlögum til rík-
ismenningar kjósi Sjálfstæð-
isflokkinn. Á þeim 13 árum sem
flokkurinn hefur stjórnað Ís-
landi hafa framlög til rík-
ismenningar aldrei verið meiri.
Ný ráðskona menntamála boðar
þá breytingu eina að enn beri
að auka framlög skattborgara
til ríkismenningar. Slíkan
stjórnmálamann styðja engin
fífl.
Órofa, vitsmunaleg tengsl eru
á milli þess að efast um að auk-
in forsjárhyggja og reglugerða-
fíkn séu fallin til að bæta lífið á
Íslandi og þess að styðja Sjálf-
stæðisflokkinn. Einungis fífl
gætu komist að annarri nið-
urstöðu. Sjálfur formaður
flokksins og forsætisráðherra
Íslands hefur lýst yfir því í
blaðaviðtali að hann sé andvígur
reglugerðarhyggju og ríkisrek-
inni forsjárfíkn. Að vísu vita all-
ir þeir sem á Íslandi búa að for-
sjárhyggjan hefur náð þvílíkum
tökum á íslenska „fóstru-
samfélaginu“ að leita þarf alla
leið til Noregs til að finna við-
líka ástand. Þetta fólk kýs vit-
anlega Sjálfstæðisflokkinn. Ein-
ungis algjört idjót, daufingi og
gagl myndi verja atkvæði sínu
með öðrum hætti.
„Kjósendur eru ekki fífl.“
Stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga
að sameinast um að taka upp
þetta slagorð í sameiginlegum
auglýsingum. Slíkt yrði fallið til
að draga úr þeim miklu flokka-
dráttum sem einkenna sam-
félagið nú um stundir. Auglýs-
ingaherferð af því tagi er
ástæðulaust að binda við kosn-
ingar. Mun heppilegra er að
hún sé viðvarandi og móti
„stjórnmál dagsins“ eins og þeir
segja í sjónvarpinu.
Hugsa mætti sér að komið
yrði upp auglýsingaskiltum við
helstu samgönguæðar í Reykja-
vík og á landsbyggðinni með
myndum af íslenskum stjórn-
málaforingjum. Undir þeim
myndum mætti síðan birta eft-
irfarandi yfirlýsingu: „Við erum
ekki fífl og það eruð þið ekki
heldur.“ Einhver auglýs-
ingastofan er vafalaust fáanleg
til að sjá um þetta „átak“ sem
væri bæði jákvætt og „þver-
pólitískt“.
--------------------------------------
Eftirfarandi kosta Viðhorfs-
dálka Ásgeirs Sverrissonar:
Stigaleigan.is – Náðu lengra
Útflutningsstofa ríkismenn-
ingar – Ljós úr norðri
Ásgeir Sverrisson notar ein-
göngu gúmmískó frá skóversl-
uninni Akkiles.
Fíflin búa
ekki hér
Kjósendur allra stjórnmálaflokka á Ís-
landi hljóta að taka þeim tíðindum
fagnandi að þeir séu ekki fífl.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
✝ Hilmar Pálssonfæddist á Hjálms-
stöðum í Laugardal 8.
maí 1922. Hann lést á
Hrafnistu mánudag-
inn 5. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Páll Guðmunds-
son, bóndi og hagyrð-
ingur á Hjálmsstöð-
um, og Rósa Eyjólfs-
dóttir frá Snorra-
stöðum. Þau áttu sjö
börn en áður eignað-
ist Páll átta börn með
fyrri konu sinni, Þór-
dísi Grímsdóttur. Eft-
irlifandi systkini Hilmars eru Þór-
dís og Ásgeir.
Hilmar giftist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Svövu Björnsdóttur, 20.
desember 1947. Foreldrar hennar
voru Björn Jónsson, bóndi á Reykj-
um í Mjóafirði, og Sigurborg Gísla-
dóttir. Þau eignuðust átján börn og
eru enn á lífi þær Svava og Sigríð-
ur. Börn Hilmars og Svövu eru: 1)
Rósa, f. 13. júlí 1947, maki Örn
Karlsson. Börn þeirra eru Svafa,
eiginmaður hennar er Björgvin
Ploder og eiga þau synina Fróða
og Sindra. Hilmar
Karl, sambýliskona
hans er Sara Bland-
on. 2) Árný Birna, f.
10. mars 1954. Hún á
dæturnar Rósu og
Freyju með fyrrver-
andi maka, Halldóri
Kjartanssyni. 3) Páll
Hjálmur, f. 6. apríl
1958, maki Þóra Ár-
sælsdóttir. Börn
þeirra eru Ársæll
Freyr og Brynja.
Sambýliskona Ár-
sæls er Ásta Dögg
Sigurðardóttir og
eiga þau soninn Hreiðar Pál.
Hilmar ólst upp á Hjálmsstöðum
og átti þar alla tíð djúpar rætur.
Hann fluttist ungur maður á möl-
ina og fór í Samvinnuskólann í
Flensborg og lauk þar námi 1946.
Eftir það stundaði hann verslunar-
og skrifstofustörf á ýmsum stöðum
allan sinn starfsferil. Hilmar og
Svava bjuggu lengst af á Laugar-
nesvegi 94.
Útför Hilmars fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
„Og hverra manna ert þú, stúlka
mín?“ var með því fyrsta sem verð-
andi tengdafaðir spurði. Mig rak í
vörðurnar, ég vissi nafn afa og ömmu
og hvaðan þau voru en varla meira en
það. Þetta fór betur en ég þorði að
vona. Ættfræðitalið færði unga kær-
ustuparið nær hvort öðru, nær en það
grunaði, nefnilega austur til Mjóa-
fjarðar af öllum stöðum en þangað á
Svava tengdamóðir mín ættir að
rekja sem og Þorsteinn afi minn.
Mér var sannarlega tekið opnum
örmum á Laugarnesveginum.
Frændgarðurinn var stór þar sem
þau Hilmar og Svava áttu hvort um
sig stóran systkinahóp. Ótalin eru öll
systkinabörnin, ansi margir Pálar og
nokkrar Rósur.
Sumarið 1978 fór ég í fyrsta sinn að
Hjálmsstöðum og í bústaðinn þar sem
ég átti eftir að kynnast Hjálmsstaða-
fólkinu enn betur. Þarna var sælureit-
ur Hilmars þar sem hann gat sinnt
sérlegu áhugamáli sínu; skógrækt.
Við Hjálmur bjuggum í fjögur á hjá
Hilmari og Svövu á Laugarnesvegin-
um. Þar ólst Ársæll sonur okkar upp
frá tveggja ára aldri við margafalda
ást foreldra, afa og ömmu. Afi hans
tók hann í sitt eigið uppeldi, baðaði
hann í íslensku máli, trimmaði hann
fram og aftur. Hann las fyrir hann,
sagði sögur, kvað vísur, kenndi hon-
um nýjar, hlýddi honum yfir og bætti
alltaf við. Í dag myndi þetta kallast
markviss málörvun.
Hilmar hafði sérstakt dálæti á
börnum og bar mikla virðingu fyrir
þeim. Hann umvafði þau hlýju og
hrósi, dáðist að hverju því sem þau
tóku sér fyrir hendur og hvatti þau
áfram. Hann stjanaði við þau og pass-
aði sig á að eiga alltaf til ís eða eitt-
hvað gott í gogginn. Það er ekki hægt
að hugsa sér jákvæðari uppeldisað-
ferðir en hann Hilmar notaði. Aldrei
heyrði ég hann skamma börn og
Hjálmur minnist þess ekki að hann
hafi nokkurn tíma skammað sig.
Hilmar var alla tíð áhugasamur um
það sem afkomendur hans og vensla-
fólk var að fást við. Hann hafði áhrif á
efnisval og hjálpaði mér við ritgerða-
smíð þegar ég var í Kennaraháskóla
Íslands. Öll börn hans eru uppeldis-
menntuð svo og elsta barnabarnið.
Það hefur því verið mikið rætt um
börn og kennslu í fjölskyldunni í
gegnum árin.
Hilmar var hógvær maður og lít-
illátur sem barst ekki mikið á en
þarna var á ferðinni gáfaður maður ,
réttsýnn, með góða kímnigáfu og af-
burða góður íslenskumaður. Það varð
honum til ómældrar ánægju þegar
Svafa, elsta barnabarnið, fór í ís-
lensku í Háskóla Íslands og hann fékk
að fylgjast með og ræða við hana um
hin mismunandi viðfangsefni.
Þótt fólkið frá Hjálmsstöðum til-
heyri auðvitað mörgum starfsstéttum
er þetta ákaflega listrænt fólk. Þar
má nefna myndlistarmenn, tónlistar-
menn, hagyrðinga og sögumenn. Síð-
astliðið sumar útskrifaðist Rósa
barnabarn Hilmars frá listhönnunar-
skólanum í Kolding í Danmörku og
hlaut þá sérstök verðlaun fyrir frá-
bæran árangur í sínu fagi. Þessu
gladdist Hilmar yfir. Hilmar var hag-
yrðingur góður og væri hann ungur
maður í dag kallaðist hann skáld.
Eftirfarandi ljóð, sem hann kallaði
Elliraus, orti hann á Hrafnistu þegar
heilsan var orðin léleg.
Þjakar mig ellin ör,
allt er bilað mitt fjör,
merki þess ber ég
því yfirleitt er ég
óttalegt andskotans hör.
Þegar er þrotinn minn rómur
þornar tunga og gómur
þanki minn þver
og því er nú ver
að hausinn er hér um bil tómur.
Það var sérsök ánægja að Hilmar
og Svava skyldu treysta sér til að
koma til okkar á aðfangadagskvöld
þar sem þau höfðu verið veik til skipt-
is dagana á undan. Hann tók hraust-
lega til matar síns, lofaði skosku rjúp-
una og þáði aukaskammt af sósu sem
hann borðaði með skeið enda mikill
sósumaður. Ég þarf vart að taka fram
hrósið sem ég fékk og þakklætið.
Hann náði að vera samvistum við
nánustu afkomendur um jólin og taka
þátt í jólagleðinni. Hilmar lést að
kvöldi 5. janúar.
Ég færi starfsfólki Hrafnistu sér-
stakar þakkir fyrir umönnunina og
ekki síður stuðninginn sem tengda-
móðir mín nýtur. Sérstakt þakklæti
fær þó Rósa mágkona mín sem
reyndist Hilmari ómetanleg í veikind-
unum.
Blessuð sé minning Hilmars Páls-
sonar.
Þóra Ársælsdóttir.
Afi minn var yndislegur og ég elsk-
aði hann mjög mikið. Á afmælinu
mínu samdi hann alltaf ljóð um mig.
Ég ætla að kveðja hann með einu ljóði
sem hann orti til mín þegar ég kom í
heimsókn og þakka honum fyrir að
vera svona yndislegur við mig:
Brynja er góður gestur hér,
geislum fyllist stofan,
með fasi sínu boðskap ber
beint af himnum ofan.
Lipurtáin leikur sér
létt og djörf í spori.
Brosið hennar alveg er
eins og sól á vori.
Brynja.
Nú er hann afi minn farinn eftir
erfiða baráttu við krabbamein. Þó að
það sé sárt að kveðja hann veit ég að
honum líður betur núna.
Minningarnar okkar lifa samt
áfram, þar er erum við enn saman og
minningabankinn er stór.
Ég naut þeirrar gæfu að búa hjá
afa og ömmu á Laugarnesveginum
þegar ég var lítill. Þá söng afi mig svo
oft í svefn og nú tæpum tuttugu árum
seinna syng ég þessi sömu lög fyrir
strákinn minn á kvöldin.
Þau eru óteljandi skiptin sem ég
fór með afa og ömmu austur og alltaf
var það jafn gaman. Við gerðum svo
margt, plöntuðum þúsundum trjáa,
tíndum ber og fjallagrös sem við
borðuðum út á graut og svo kenndi afi
mér að keyra á túninu.
Ég man alltaf eftir honum sem
stóra sterka afa sem allt gat.
Ég þakka fyrir allar stundirnar
okkar.
Ársæll Freyr.
Hilmar Pálsson, föðurbróðir minn,
er látinn. Sé litið um öxl minnist ég
Hilmars ætíð fyrir austan, í landi
Hjálmsstaða í Árnessýslu: í brúnum
buxum, hvít-röndóttri skyrtu og með
axlabönd, að taka upp kartöflur í
reitnum sem stóð skammt ofan við
efra hlið. Ég minnist hans einnig sitj-
andi við eldhúsborðið í „Skottinu“ að
reykja pípu. Þessar tvær myndir af
Hilmari hafa, einhverra hluta vegna,
brennst inn í vitund mína. Í viðtali
sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins
8. nóvember 1998 við Andrés, bróður
Hilmars, komst hann svo að orði um
Hjálmsstaði: „Þegar menn hafa lifað
á sömu jörðinni alla ævi þá er hún
orðin hluti af þeim.“ Ég ímynda mér
að Hilmar hefði að líkindum tekið í
svipaðan streng, og í raun einnig
bræður hans sem ég þekkti til. Land-
ið var þeim meira virði en hér verður
greint frá með góðu móti. Þessi land-
skiki var þeirra ginnhelgu vé og auk
þess að njóta náttúrufegurðar, birt-
unnar, lyktar og fjallasýnar held ég
að umhverfið hafi sagt þeim hverjir
þeir voru.
Orðið aristókrat (í allra jákvæðasta
skilningi þess) finnst mér hæfa föð-
urbróður mínum vel. Öll framkoma
hans og viðmót einkenndist af hóg-
værð og stillingu og tal hans var al-
gjörlega laust við ákafa og tilgerð.
Um sjálfan sig talaði hann sjaldan.
Þegar Hilmar innti mig eftir fyrirætl-
unum og áformum mínum var aug-
ljóst að ekki var spurt af vélrænni
kurteisi sem staðfestingu á nærveru
minni, heldur af einlægni og áhuga.
Þessi samtöl voru uppörvun og geð-
bót enda Hilmar maður af því kalíberi
að að þeim loknum leið manni betur.
„Bernskan, þessi dýrlegi konunglegi
auður, þessi fjársjóður minninganna,“
svo vitnað sé í orð skáldsins Rainers
Maria Rilkes, held ég að hafi meira
vægi í lífi okkar en við erum oft tilbúin
að játa. Sumardögum bernsku minn-
ar eyddi ég að miklu leyti fyrir aust-
an. Og þótt ég hafi sjálfsagt sjaldan
lagt orð í belg í samræðum, sem nú
eru löngu gleymdar, rennur upp fyrir
mér hve sterk návist frændfólks míns
var, ekki síst Hilmars. Gildi þess opin-
berast mér nú, að óvörum, seint og
um síðir.
Enginn vinnur sitt dauðastríð, og
reynist meinvætturinn krabbamein á
lokastigi er baráttan því miður fyr-
irfram töpuð. Ég hitti Hilmar ekki oft
eftir að meins hans varð vart en þeim
tíðindum fannst mér hann taka af
miklu æðruleysi. Pabbi tilkynnti mér
lát Hilmars í síma 6. janúar sl. Hann
hafði sagt nokkru fyrr að við þeim
fregnum gæti ég búist á hverri
stundu. Andlát nákomins ættingja er
nokkuð sem ókleift er að búa sig und-
ir. Og nú er föðurbróðir minn, Hilmar
Pálsson, fallinn frá. Eitt af því fáa sem
hægt er að gera á slíkum stundum er
að láta hugann reika og gefa sig á vald
minningunum þar sem jafnvel þær
allra smæstu, einar sér, geta reynst
mörgum okkar paradísar-ígildi.
Svövu og öðrum aðstandendum votta
ég mína dýpstu samúð.
Jón P. Ásgeirsson.
Það er merkilegt hvað dánarfregn
getur haft mikil áhrif á mann. Þó svo
að dauðinn geti verið mikil líkn og
komi engum á óvart er dánartilkynn-
ingin sjálf eins og högg, maður fær
kökk í hálsinn og má vart mæla.
Þannig varð okkur bræðrunum við
þegar fregnin um andlát Hilmars föð-
urbróður okkar barst, þó svo að við
værum við henni búnir.
Og minningarnar, hughrifin og
HILMAR
PÁLSSON