Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 39

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 39 myndirnar byrja að streyma fram; já meira að segja minningar um lykt þar sem hann var svo mikið náttúrubarn að skógarilmurinn kemur fram þó svo að hann blessaður hafi nú ekki haft mikið lyktarskyn sjálfur. Við minnumst föðurlegrar um- hyggju sem streymdi frá honum. „Ýsan hjá ykkur er betri en ýsan hjá mömmu, megum við ekki borða hér?“ Kannski var það eitthvað annað en fiskurinn á borðum sem dró okkur til þeirra. Maður á bögglahjóli á leið í vinnuna með son sinn ungan á stöng- inni, en þá gat nú stundum verið erfitt að halda jafnvægi. Samvinnumaðurinn sem átti frum- kvæðið ásamt öðrum að byggingu heils fjölbýlishúss þar sem allir stóðu jafnir gagnvart hver öðrum. Gleðimaðurinn og gleðigjafinn sem allir sóttust eftir að vera nálægt. Vinur og ráðunautur hvenær sem við þurftum til hans að leita og skáldið og hagyrðingurinn sem eftir liggja perlur fyrir okkur hin sem hans sárt sakna. Fallegt var að sitja með honum uppi á Miðdalsfjalli og líta yfir allt sköpunarverkið sem við blasti, heyra rjúpu ropa og taka leiðbeiningum um verustað hennar. Eða ganga um skóginn og hlusta á sinfóníu náttúr- unnar og drekka í sig sögur liðinna tíma. Við urðum eitt spurningarmerki þegar hann sagði okkur að það væri eins gott að við kynnum ekki fuglamál á vorin þegar þrestirnir og aðrir smá- fuglar voru að para sig. Við vorum svo lánsamir að vera í mikilli nálægð við hann og hans fjöl- skyldu, bæði þar sem við bjuggum og svo í bestu sveit í heimi. Og nálægðin var svo mikil að fjölskyldur okkar bjuggu í sama húsi þar sem allar dyr stóðu okkur opnar og í sveitinni deild- um við saman húsi. Hann var æðrulaus. Vissi hvað var í nánd en hélt samt gleðinni og húm- ornum. Þegar við heimsóttum hann fyrir jólin þar sem hann vart gat gengið og röddin var rétt sem hvísl þá gerði hann að gamni sínu. Sagðist hafa safnað skeggi til að hylja andlit sitt. Hann endurtók kveðjur til allra, vissi að það var hans hinsta kveðja, og bað um sérstakar kveðjur til barnanna. Hann kvaddi okkur hlæj- andi eins og alltaf. Við kveðjum heiðursmann sem var okkur kær. Við vitum að bræður og systur taka vel á móti honum. Megi hann hvíla í friði. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Páll, Gaukur og Stefán Eyjólfssynir. Viljum svo sem verðugt er, víst af öllum huga, vináttuna þakka þér þriggja áratuga. Haltu þinni léttu lund, ljósi og yl í hjarta. Eigðu fram á efstu stund æskuþokkann bjarta. (Hilmar og Svava.) Þessa vísu sendu þau hjónin mér þegar ég varð sextug. Árið 1955 byggðu 16 manns blokk í Laugarnesi og var Hilmar einn af þeim, ásamt Einari eiginmanni mín- um. Fluttum við inn árið 1957 og varð snemma góð vinátta með okkur og þeim Hilmari og Svövu. Þetta voru bestu ár barna okkar í uppvextinum og allir voru eins og ein stór fjölskylda. Minnisstæð eru gaml- árskvöld þar sem allir heilsuðu öllum og mættu flestir hjá Svövu og Hilmari í stórt kökuboð snemma á nýársdags- morgun. Svava kenndi mér einnig sláturgerð sem ég þekkti ekki frá mínu heimalandi. Þegar við fluttum eftir 15 ár héld- um við alltaf sambandi og þegar kom að nýársdegi ár hvert, var fyrsta sím- talið frá Svövu og Hilmari, með góðar óskir. Við hjónin þökkum Hilmari sam- verustundirnar og vottum Svövu og fjölskyldu samúð okkar. Inger og Einar Arnórsson. Kvæðamannafélagið Iðunn missti mikið, þegar Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal var allur hinn tólfta í nýliðnum jólum. Hilmar var, eins og ég þekkti hann, hógvær og prúður í umgengni en eftirminni- legur maður, beinvaxinn og grannur, ljós yfirlitum og léttur í hreyfingum með blik í augum og næmleik þess, sem finnur lífsgleðina hvar sem er. Hann var svo skemmtilegur hagyrð- ingur að af bar, óþrjótandi uppspretta gleði fyrir samferðamennina. Vísurn- ar hans eru ortar undir mismunandi bragarháttum, þar eru einnig limrur, forníslenskur kveðskaparháttur, sem gleymdur var um skeið, þótt sumir kalli þær nú írska uppfinningu. Þar eru þulur og kvæði gamansöm eða al- vöruþrungin. Oftast var þó stutt í gamansemina. Þegar hann flutti ljóð þögnuðu aðrir við. Í nóvemberlok árið 1993 gekk Hilmar í Kvæðamanna- félagið Iðunni rúmlega sjötugur að aldri og tók strax virkan þátt í starf- inu. Tvær fastanefndir starfa í félag- inu, kvæðalaganefnd og vísnanefnd. Kvæðalag og vísa eru systkin; hvor- ugt má af hinu missa. Ég átti því láni að fagna, að mega í meira en tíu ár starfa í vísnanefndinni með þeim snillingunum Hilmari og Jóa í Stapa og kynntist Hilmari vel á þeim tíma. Hilmar var bóngóður. Fyrir fáum árum stóð ég með öðr- um í baráttu um síðasta vígi fjárkláð- ans á Íslandi. Norðurland allt frá Hrútafirði að Hólabyrðu iðaði af kláðamaur. Fjárkláðinn hafði staðist allar at- lögur til útrýmingar í meira en 150 ár og var enn að breiðast út. Mér kom í hug að fá Hilmar til að yrkja þulu um fjárkláðann frá sjónarhóli þolandans, kindarinnar, til þess að hafa yfir á fundum. Með því mætti e.t.v. stilla saman betur en áður hafði tekist hugi og átök þeirra, sem að baráttunni þurftu að koma: bænda, ráðunauta, dýralækna og stjórnvalda. Ekki stóð á því að Hilmar brygðist vel við beiðni minni og ef þessi barátta tekst núna loksins, sem við leyfum okkur að vona, má þakka Hilmari framlagið til þess. Fyrri hluti þulunnar er svona: Ég er geld og golsótt ær gnaga mig stöðugt lýs og flær, flytja mér ama og angur þær, sem er þó létt hjá hinu, heita helvítinu. Kláðamaur í milljónum mínum þjaka útlimum, baki, síðum, bógunum, bringukolli, lærunum, augum bæði og eyrum. Ég ætla nú vilji enginn frekar heyra’um. Af sjálfri mér lítið eftir er, engu lambi ég framar ber, því jafnvel hrútnum hryllir við mér, sem held ég sé að vonum, því enga hef ég blíðu að bjóða honum. Þessar nauðir náttúruna lamar, notið get ég lífsins ekki framar … Ég kom oft á heimili þeirra Hilm- ars og Svövu. Samband þeirra var kærleiksríkt og eins sambandið við börn og barnabörn. Hilmar hélt því fram, að hann væri lítt trúaður, en svona yrkir hann til barnabarns: Hann afi, sem gerist nú gneypur og lúinn, hann gleðst við að horfa í augun þín blá. Hann vonar að endist þér svipurinn sami sem nú þér ljómar svo fallega á brá. Hann gleðst af að vita þig vaxa og dafna og vaknandi gáfur í augunum sér. Já, kannske hann öðlist nú tapaða trúna, því talsvert af guði hann finnur hjá þér. og til Svövu konu sinnar yrkir hann eftir 50 ára sambúð 1997: Varstu mér á vegi lífsins vörn og skjól í argi kífsins þoldum við saman þetta og hitt. Ég var í heiminn sagður sólginn og sönn var gæfa þar í fólgin, að mitt varð þitt og þitt varð mitt. Það er gleðilegt að áhuginn og hag- mælskan er enn til staðar hjá afkom- endunum. Við Iðunnarfélagar þökk- um Hilmari samfylgdina og óskum blessunar Svövu konu hans, börnum þeirra og barnabörnum, sem sjá nú á bak yndislegum og hlýjum eigin- manni, föður og afa. Við samhryggj- umst ykkur, ættingjum, vinum og ykkur öllum sem kynntust Hilmari Pálssyni. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum. ✝ Auðbjörg ÁsaGunnlaugsdóttir fæddist á Kolugili í Víðidal í V-Hún. 26. mars 1924. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 10. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Sig- rún Jónsdóttir, f. 13. október 1887, d. 3. júní 1953, og Gunn- laugur Daníelsson bóndi, f. 12. janúar 1874, d. 28. apríl 1935. Alsystkini Ásu voru Agnar, f. 10. des. 1915, og Yngvar, f. 16. júní 1917. Sam- feðra hálfsystkini voru Ingibjörg, f. 1902, Kristín, f. 1903, Björn Ax- el, f. 1904, Sigríður, f. 1905, Har- aldur, f. 1908, og Daníel sem dó ungur, öll eru þau látin. Ása giftist 25. júlí 1946 Ragnari Guðmundsyni, f. í Sporðshúsum í Helgi Svan Arnar, f. 29. ágúst 1972. Auk þess ólust upp hjá Ásu og Ragnari 1) Pétur Gunnar Sig- urðsson frá 5 ára aldri, f. 29. des. 1962, kona hans Steingerður Her- mannsdóttir, f. 2. sept. 1962, börn þeirra eru Ása, f. 18. jan. 1984, Erla, f. 7. apríl 1988, og fyrir áttu Pétur og Ragna Björnsdóttir Björn Ingvar, f. 9. mars 1981, sem lést af slysförum 20. jan. 1998, þau búa í Keflavík. 2) Hinrik Lín- dal Hinriksson, f. 22. jan. 1945, hann var af til á Kolugili frá þriggja ára aldri, kona hans Júl- íana Karvelsdóttir, f. 8. júlí 1947, börn þeirra eru Karvel, Ása og Olga. 3) Marteinn Óli Reimars- son, f. 22.des. 1952, hann var einnig til nokkurra ára á Kolugili, kona hans er Erna Snorradóttir, f. 18. okt. 1955, synir þeirra eru Reimar og Snorri. Ása og Ragnar bjuggu fé- lagsbúi ásamt Yngvari bróður hennar á Syðra-Kolugili og seinna meir fluttu þau á Akranes. Ása var einn vetur á Húsmæðra- skólanum á Blönduósi. Útför Ásu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. V-Hún. 7. apríl 1913. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðrik Jónasson, f. 26. mars 1868, d. 22. júní 1939, og Ingibjörg Árna- dóttir, f. 14. júní 1873, d. 23. ágúst 1955. Dóttir Ásu og Ragnars er Sigrún Guðlaug, f. 19. nóv. 1951, eiginmaður Kristinn Helgi Gunn- arsson, f. 11. nóv. 1948. Foreldrar hans eru Gunnar Júl- íusson, f. 16. janúar 1922, og Unnur Guðmundsdóttir, f. 3. maí 1925. Börn þeirra eru Ragnar Víðir, f. 9. júní 1977, unn- usta Svava Halldórsdóttir, f. 19. júní 1984, Ásgeir Freyr, f. 22. mars 1980, unnusta Hildur Jón- asdóttir, f. 28. maí 1983, Gunnar Hilmar og Unnur Aldís, tvíburar, f. 3. mars 1984. Fyrir á Kristinn Elsku besta amma mín. Nú er komið að leiðarlokum, þó að mér þyki leitt að svo sé þá vit- um við að aðeins betra tekur við með Guði og megi hann varðveita þig. Mín minnig um hana ömmu er sú að þegar við vorum í sveitinni í heimsókn var ég alltaf send út til að reka kýrnar heim, það fannst mér voða áhugavert þar sem að kýrnar voru ekki nema tíföld stærð mín á þeim tíma. Ég hafði alltaf gaman af að taka myndir en þegar átti að taka mynd af ömmu var hún ekki fyrr búin að sjá þig nema að höndin var komin á loft og enga mynd að fá. Amma var duglegasta mann- eskja sem ég þekki, það var ekkert handtak sem að hún gat ekki gert. Hugtakið karlmannsverk var ekki til í hennar orðaforða, nema kannski þegar kom að því að keyra dráttarvél. Ég mun ávallt vera þakklát fyrir að eiga hana Ásu sem ömmu og geymi ég minningu hennar ávallt í mínu hjarta. Þín Unnur Aldís. Elsku amma. Nú ertu farin frá mér og varst þú alveg yndisleg kona. Þegar afi veiktist og gat eftir það ekki sinnt þeim störfum sem komu nærri heyskap þá þurfti amma að taka á þeim ásamt bróður sínum Ingvari. Í gegnum árin hefur nánast alltaf verið fenginn vinnumaður úr borg- inni og fylltum ég og Ragnar, bróðir minn, það starf nokkur sumur. Ein ástæðan fyrir því að vinnumann vantaði var vegna þess að einhvern þurfti til að keyra traktorinn en amma kom ekki ná- lægt þeim. Það var engin spurning að þeir sem sóttu eitt eða fleiri sumur hjá ömmu komu reynslunni ríkari heim og heyrst hefur af ein- um sem sagði „ég lærði að vinna hjá Ásu“. Ég get svo sannarlega sagt að ég lærði heilmikið þegar ég var í sveit hjá ömmu og hefði ekki viljað vera án í dag. Minnisstæðustu stundir mínar með ömmu voru samt helst þegar við vorum tvö í fjósinu og spjöll- uðum saman um kýrnar, heyskap- inn og allt sem upp í hugann kom. Amma hafði gaman af því að fara í réttir og fannst mér svo gaman að sjá hana í miðri réttinni, dragandi rollur hingað og þangað, kallandi nöfn sveitabæja og gefandi manni karamellur. Í dag er maður hálf tómur eftir að amma og afi fóru úr sveitinni, alltaf þegar ég keyri framhjá Víðidalnum hugsa ég til þeirra tíma þegar ég og amma tók- umst á við heyskap og fleira sem aðeins gerist í sveitinni. Í dag er sveitin bara í huganum og mun ég varðveita þær minningar að eilífu. Ég mun alltaf muna eftir ömmu sem sterkri manneskju sem dreif alla áfram ef eitthvað bjátaði á. Amma tókst á við öll verk og tók hún á þeim 150%, alltaf var hún hress. Blessuð sé minning hennar. Þinn Ásgeir Freyr. Kjarnakonan hún Ása er fallin frá. Ég var svo lánsamur sem strák- ur að fá að vera í sveit á Kolugili hjá Ásu og Ragnari sem bjuggu þar í sambýli við Ingvar, bróður Ásu. Dugnaður og heiðarleiki kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til baka og minnist Ásu, hún var kraftmikil og ósérhlífin. Mikill myndarskapur var við allt heim- ilishald, alltaf var allt hreint og snyrtilegt og hlaðið borð góðgætis. Þessi ótrúlegi kraftur var mér óskiljanlegur, auk myndarlegs heimilis gekk Ása í öll útiverk hvort sem var að grafa skurði eða reka niður girðingarstaura. Ég fylgdist með af aðdáun þegar hún beitti járnkarlinum en hann fór niður hvernig sem jarðvegurinn var undir. Við sem nutum þessara forrétt- inda að vera í sveit á Kolugili lít- um til baka með hlýhug og virð- ingu fyrir því að fá að kynnast fólki sem var svona duglegt og heiðarlegt en því var Ása gædd í miklum mæli og hefur það án efa átt þátt í að móta það unga fólk sem dvaldi að Kolugili. Umhyggja fyrir dýrum og næmi hennar á líð- an þeirra var ríkt í Ásu. Ferðir á hestum í t.d. veiðiferðir eru einkar minnisstæðar en þá geislaði Ása af orku og fjöri svo ekki sé minnst á göngur og rétt- arferðir en þá komu jafnan ætt- ingjar og vinir til að gleðjast sam- an. Já, dalurinn heillar og bar Ása alltaf miklar tilfinningar til sinnar sveitar en síðustu árin var Ása bú- sett á Akranesi. Ása var lánsöm í einkalífinu en Ragnar var henni stoð og stytta alla tíð, afar yfirveg- aður og laginn til allra verka. Nú er hún frænka mín komin aftur í dalinn sinn. Ragnar, Guðlaug og fjölskylda, minningarnar um Ásu eru hlýjar og kærar. Guð blessi minningu hennar. Jón Albert Sigurbjörnsson. ÁSA GUNNLAUGSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hilmar Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐLAUGSSON, Hnaukum, Álftafirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 12. janúar. Jarðarförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Anna Ingólfsdóttir, Reynir Gunnarsson, Helga Stefánsdóttir, Stefán Gunnarsson, Nína Jónsdóttir, Guðlaug Gunnarsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Gunnar Rúnar Gunnarsson, Snjólfur Gunnarsson, María Dögg Línberg, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA INGIBJÖRG JAFETSDÓTTIR, Erluhrauni 6, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 13. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Þ.G. Jónsson, Sigríður G. Jónsdóttir, Brynhildur R. Jónsdóttir, Guðmundur S. Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Heimir Ólafsson, Steinunn G. Jónsdóttir, Björgvin J. Guðbjörnsson, Sigurður Jónsson, Brynhildur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.