Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 16.01.2004, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 41 ✝ Kristín ElísabetBenediktsdóttir Waage fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1920. Hún lést á heimili sínu 7. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Elísa- bet Guðrún Einar- dóttir söngkona, f. í Ólafsvík 30. janúar 1897, d. 18. nóvember 1985, og Benedikt G. Waage kaupmaður, f. í Reykjavík 14. júní 1889, d. 8. nóvember 1966. Systkini Krist- ínar sammæðra voru Helga Weiss- happel Foster listmálari, f. 1914, d. 1996, og Einar B. Waage hljóð- færaleikari, f. 1924, d. 1976, en samfeðra var Ragnar Benedikts- son prestur, f. 1914, d. 1992. Hinn 30. júní 1945 giftist Kristín Gunnari Gíslasyni vélstjóra, f. 28. nóvember 1916, d. 2. nóvember 1994. Foreldrar hans voru Guð- laug Elheiður Magnúsdóttir hús- móðir, f. í Innri-Njarðvíkum 17. apríl 1892, d. 12. júlí 1970 og Gísli Gíslason verslunarmaður, f. að Valdastöðum í Kjós 5. febrúar 1892, d. 17. febrúar 1973. Kristín og Gunnar eignuðust tvö börn; þau eru Helga Erla, f. 1947, gift Ólafi Friðriks- syni og eiga þau tvö börn, Gunnar Frið- rik, sambýliskona Guðrún Helga en sonur hennar er Skúli, og Guðrúnu; og Benedikt Einar, f. 1953, kvæntur Erlu Magnúsdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur, Kristínu Erlu, sambýlismaður Kjartan og dóttir Embla, Huldu Björk og Berglindi Stellu. Kristín var húsmóðir en nam hárgreiðsluiðn og varð meistari. Hún starfaði við iðn sína og rak m.a. ásamt móður sinni hár- greiðslustofu að Grettisgötu 39 í mörg ár en eftir að starfsemi hennar var hætt starfaði hún á öðrum hárgreiðslustofum og eins hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga. Síðustu árin bjó hún að Gnoðarvogi 64. Útför Kristínar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjarri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. (Þorsteinn Erlingsson.) Elsku mamma, þá er komið að leiðarlokum. Ýmislegt rennur í gegnum minningu hugans. Ég man hvað var oft glatt á hjalla við eldhús- borðið bæði á Vífilsgötu 4 og Njáls- götu 71 þegar vinkonur þínar og frænkur komu í heimsókn til að fá krullur í hárið, en í þá daga voru bara notuð pennastöng og hár- spenna og einnig bylgjuklips. Senni- lega er ekkert af þessum hlutum notað í dag. Þú sagðir ekki alls fyrir löngu að mikill munur væri á þeim tækjum og efnum sem notuð eru nú til dags á hárgreiðslustofum. En fleira kemur upp í hugann er litið er til baka í minningar okkar. Eitt sinn kom pabbi með rosalega stórt þrí- hjól handa mér og var ég hálfhrædd við það en þú hjálpaðir mér að kom- ast af stað með það og svo einnig þegar þú varst að kenna mér á tví- hjólið niðri í gömlu mjólkurstöð og við hlógum svo mikið að ég gat varla hjólað fyrir hlátri. Þegar þið pabbi voruð að fara á síðkjólaböllin varst þú alltaf svo flott og pabbi í kjólföt- um, en þú varst alltaf svo lítil og grönn að þú fékkst mjög oft mód- elkjóla sem hæfðu þér svo vel. Einu sinni fórum við í Þjóðleikhúsið að hlusta á mjög góðan píanóleikara og ég var svo kvefuð en þú komst með fullt af Tópas og Ópal til að minnka hóstann í mér á meðan sýningin stæði og það bjargaði öllu. Frábærar voru stundirnar er við áttum saman þegar þú komst með Gullfossi til Bretlands til að hitta mig og síðan urðum við samferða heim, en þá áttum við margar góðar og skemmtilegar stundir, m.a. fór- um við á Princes street í Edinborg og spókuðum okkur og keyptum herðasjal handa þér og ömmu Betu úr loðfeldi, svakalega flott. Þegar ég átti börnin mín heklaðir þú á þau al- veg sérstaklega fallegar treyjur sem voru mikið notaðar, einnig heklaðir þú dragt og kjól fyrir mig, þig og ömmu Betu að ógleymdum öllum sjölunum og dúkkunum sem þú heklaðir. Þú varst mjög lagin með heklunálina og gaman þótti þér að föndra með hana. Seinni ár fórstu meira í að sauma út á áteiknaða stramma og dáðist ég að því hvað þú varst flínk við útsauminn. Minning- arnar eru endalausar á svona stundu þegar hugurinn reikar ráðvilltur um frábærar stundir með ykkur, þér og pabba. Ég vona sannarlega að þér líði vel og hafir hitt pabba og von- andi eigið þið eftir að eiga góðar stundir saman, en þið voruð svo ein- staklega samrýnd. Þakka þér fyrir allt og fyrir að vera mamma mín. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín: líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér: engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson.) Kveðja, þín dóttir Helga. Með þessum orðum kveð ég mömmu mína, en hún lést á heimili sínu 7. janúar síðastliðinn. Mamma var hjartagóð, hlý og yndisleg kona. Eftir að pabbi lést fyrir rúmum níu árum hélt hún heimili ein og sá um sig að mestu leyti sjálf. Hún var mjög sjálfstæð og leitaði því lítið til annarra. Taldi sig geta velflest sjálf, sem og hún gat. Við andlát pabba missti hún mikið því þau voru mjög samrýmd, samstiga og samtaka í öllu lífi sínu. Þau voru yndislegir for- eldrar og reyndust mér einstaklega vel. Máttu aldrei neitt aumt sjá og voru boðin og búin, ef aðstoð eða hjálp þurfti, hvort sem í hlut áttu skyldir eða óskyldir. Þau voru ást- fangin, góðir vinir og félagar. Ef ég hefði fengið tækifæri til að velja for- eldra, þá hefðu ekki aðrir orðið fyrir valinu. Ég á aðeins góðar minningar um foreldra mína. Foreldrar mömmu skildu þegar hún var ung að aldri og ólst hún upp hjá mömmu sinni. Eflaust hafa upp- vaxtarárin ekki verið dans á rósum, því amma Elísabet var einstæð móð- ir með þrjú börn á framfæri. Þær mæðgur áttu lengi samleið, en þær ráku saman hárgreiðslustofu á heimili ömmu Elísabetar lengi vel og þegar við fluttum á Langholts- veginn fluttist amma með og bjó hjá foreldrum mínum þar til hún lést. Mamma vann fyrstu árin sem ég man hjá ömmu Elísabetu á hár- greiðslustofunni á Grettisgötu, en eftir að flutt var í Vogahverfið, vann hún við hárgreiðslu og svo í nokkur ár við peysumóttöku. Eftir að hún hætti vinnu úti var hún heima við. Hún átti við hannyrðir og heklaði talsvert af alls konar kjólum, dúkum og því um líku. Þegar mamma og pabbi voru svo orðin ein, þ.e. við börnin farin að heiman, fluttu þau fyrir hornið í Gnoðarvoginn. Árin urðu því næstum 39 í Vogahverfinu. Á jólum og um áramót var hún vön að vera á heimili mínu, en nú síð- ustu jól og áramót fann ég að hún var ekki eins og hún átti að sér að vera. Hún hafði dottið illa fyrir jólin í einni af búðarferðum sínum og ekki jafnað sig sem skyldi. Hún vildi ekki íþyngja okkur og sagðist vilja vera heima hjá sér, en fyrir þrábeiðni okkar kom hún til okkar. Fann ég það, að hún var að gera þetta meira fyrir okkur en sig sjálfa. Minningin um síðustu jólin og áramótin er sterk og erum við börnin hennar þakklát fyrir þær samverustundir. Mamma var mjög samviskusöm og nákvæm. Á hlutunum átti að vera regla og það sást vel á heimili henn- ar. Að skulda einhverju eitthvað var ómögulegt, en væri það svo, að ein- hver skuldaði henni eitthvað gleymdist það og var grafið. Mamma var vinur barnanna sinna og gaf mikið af sér. Í minningunni eru myndir af henni og dætrum mín- um að máta hattana hennar eða kjóla. Leikur þar sem allir virtust vera á sama aldri. Úti við á þríhjóli að hjóla. Það leika ekki allir það eftir ömmu hvítu, eins og yngsta dóttir mín kallaði hana. Sjómennska mín er aðeins tvö sumur á strandferðaskipum þá 14 og 15 ára gamall. Það brást ekki, að í hvert skipti sem haldið var frá Reykjavík, þá var mamma komin á bryggjuna til að kveðja, þó túrinn tæki aðeins viku eða minna. Þetta þótti mér nú ekki bæta karlmennsku mína, að mamma kæmi til að kveðja strákinn sinn fyrir svo ómerkilegar sjóferðir, að mér fannst þá. Fyrst var mér strítt, en svo breyttist það í öfund því mamma var eina mamman á bryggjunni. Kærar þakkir fyrir þetta, elsku mamma mín. Nú nýverið tók hún að sækja kirkjuna sína og má það þakka góðri vinkonu hennar Þórdísi, sem ég er afskaplega þakklátur. Eins langar mig að minnast á aðra vinkonu hennar Báru, sem var henni mjög góð og hjálpsöm og er ég henni þakklátur fyrir. Ég kveð þig, mamma mín, með miklum söknuði en minningarnar ylja og gleðja. Ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér eftir langan að- skilnað. Nú getið þið leiðst á ný og horft í augu hvors annars með þessu hlýja notalega bliki sem mér þótti svo vænt um að sjá. Þinn sonur Benedikt. Amma hvíta. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur fjölskylduna. Ég mun aldrei gleyma þeim góðu stundum sem við áttum saman en sumar þeirra voru stuttar og hinar langar en það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að ég þekkti þig og mér þótti vænt um þig. Ég á eftir að sakna þín eins og allir aðrir sem þekktu þig. Ég veit ekki um ljúfari og yndislegri manneskju en þig. Þú munt alltaf vera besta vinkona mín og besta amman mín. Megi Guðs englar vernda þig og megir þú hvíla í friði. Þín Berglind Stella. Hún Stína, frænka okkar, hefur kvatt. Hljóðlega án nokkurra láta eins og hennar háttur jafnan var. Fyrir okkur sem eftir lifum er sökn- uðurinn ríkjandi. Hið milda fas hennar hlýjaði manni um hjartaræt- ur og létti hláturinn; það er sem hann hljómi í eyrum okkar. Alltaf var hún grönn og nett og fallega hárið vel greitt. Mynd hennar er skýr. Enda þótt hún væri ljúf í fram- komu duldist ekki að hún var ákveð- in kona. Pabbi okkar var litli bróðir hennar þótt hann væri mun stærri en hún. Umhyggja hennar fyrir hon- um var augljós og við, bróðurdætur hennar, fórum ekki varhluta af þeirri umhyggju. Sem börn fengum við stundum að gista hjá Stínu og Gunnari og er sérstaklega minnis- stætt þegar við gistum í nokkrar vikur eitt sumarið. Hún hugsaði ákaflega vel um okkur þá og allt hennar líf nutum við umhyggju hennar. Oftar en ekki í formi gjafa til okkar eða barna Elísabetar. Þótt við dveldum langdvölum í Hollandi missti hún aldrei sjónar á okkur og fylgdist vel með því sem við gerðum. Nú er komið að kveðjustund. Við systurnar og móðir okkar, Magnea, biðjum Benna og Helgu og fjöl- skyldum þeirra allrar blessunar og kveðjum Stínu frænku okkar með þakklæti fyrir væntumþykju henn- ar. Elísabet og Kristín Waage. KRISTÍN ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR WAAGE Ljúfa og góða amma mín, mér þykir svo vænt um þig. Þakka þér fyrir hvað þú varst mér alltaf svo góð. Þín Guðrún. HINSTA KVEÐJA ✝ Guðjón ÁsbergJónsson fæddist á Akranesi 24. ágúst 1931. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 11. janúar síðastliðinn. Guðjón var sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar skósmiðs og kaupmanns og Guð- bjargar Einarsdótt- ur frá Akranesi. Systkini hans eru: Guðrún M. Geirdal, Einar Ottó, látinn, Jóhanna, látin, Guð- laug Vestmann, látin, og Grétar. Guðjón kvæntist Ágústu Markúsdóttur 26. apríl 1953. Foreldrar hennar voru Markús Hallgrímsson verkstjóri og Val- gerður Lárusdóttir húsfreyja. Börn Guðjóns og Ágústu eru: 1) Markús skrúðgarðyrkjumeist- ari, maki Sigurbjörg Ósk Frið- riksdóttir, börn þeirra eru: Ágúst, sambýliskona María Óm- arsdóttir, dóttir þeirra er Eydís Ósk; Hrannar, unnusta Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir; og Hild- ur. 2) Hrönn, leið- beinandi, maki Agnar Georg Guð- jónsson, börn þeirra eru: Ívar, unnusta hans er Thelma Rún Ás- geirsdóttir; Guðjón Ágúst, unnusta hans er Birna Rún Sævarsdóttir; og Erna Ósk. 3) Gest- ur. Uppeldisdóttir þeirra er Elísabet Ósk Pálmadóttir, synir hennar eru Grétar Ingi og Arn- ar Gauti Gunnlaugssynir. Guðjón fluttist 16 ára gamall frá Akranesi til Reykjavíkur og lærði myndskurð hjá Wilhelm Beckmann og vann hjá honum í tíu ár. Árið 1960 gekk hann til liðs við Lögregluna í Kópavogi og starfaði þar í 18 ár ásamt því að vinna við myndskurð. Hann var stefnuvottur í Kópavogi í 37 ár. Útför Guðjóns Ásberg fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an, hvort heldur það var í ferðalög- um, uppi í sumarbústað, eða bara við eldhúsborðið heima. Þú sagðir ekki margt, en það sem þú sagðir kom frá hjartanu. Ég elska þig svo mikið og á eftir að sakna þín enn meira. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíl í friði. Þín elskandi dóttir, Hrönn. Elsku besti tengdapabbi minn. Þegar sest er niður við skriftir er af mörgu að taka. Vil ég byrja á því að þakka þér fyrir öll þau 31 ár sem við erum búin að þekkjast. Mörg voru sporin okkar saman, hvort sem farið var í bústaðinn eða á ferðalögum okkar erlendis. Alltaf varst þú til staðar þegar eitthvað þurfti að laga og bæta, og var aldrei neitt mál að bjarga hlutunum, því ávallt varst þú við hendina, og mun enginn koma í þinn stað í þeim efnum. Ætíð varst þú skyldurækinn við þína nánustu og komst reglulega í kaffisopann, en auðvitað líka til að fá eitthvað sætt með, því sælkeri varstu mikill. Í góðra vina hópi var ekki mikið um orð, en alltaf var hlustað, hvort sem það voru heitar umræður eða glaðar, eða barnabörnin að segja frá, og ekki var nú verra ef litla Eydís Ósk hall- aði sér á hnéin þín, því þá varð brosið þitt breitt. Elsku tengdapabbi, ég vil þakka þér samfylgdina gegnum árin. Þín tengdadóttir Ósk. Elsku afi minn. Takk fyrir öll árin sem við erum búin að eiga saman, þessi ár voru yndisleg, bæði heima og í sumarbú- staðnum. Ég mun aldrei gleyma þér, þú verður alltaf í mínu hjarta og mun ég alltaf sakna þín. Þitt barnabarn Hildur. GUÐJÓN ÁSBERG JÓNSSON Bróðir okkar, JÓHANNES SKÚLASON, Lönguhlíð 3, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 19. janúar kl. 15.00. Skúli Skúlason, Kristveig Skúladóttir, Þorkell Skúlason, Þorsteinn Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.