Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 42

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 42
✝ Finnbogi GunnarJónsson fæddist á Sölvabakka í Austur- Húnavatnssýslu 7. júlí 1930. Hann lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, f. 26. nóv. 1892, d. 3. júlí 1992, og Magða- lena Karlotta Jóns- dóttir, f. 7. des. 1892, d. 3. apríl 1972. Systkini Finnboga eru: Jón Árni, f. 5. maí 1921, d. 5. júlí 1935, Guðmundur Jón, f. 17. mars 1925, d. 13. maí 1983, Guðný Sæ- björg, f. 14. nóv. 1926, Ingibjörg Þórkatla, f. 25 sept. 1928, Sigurð- ur Kristinn, f. 8. ágúst 1933, og Jón Árni, f. 7. okt. 1937. Finnbogi kvæntist 9. júlí 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- urbjörgu Jóhönnu Sigfúsdóttur frá Grýtubakka í Höfðahverfi í S- Þingeyjarsýslu. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna, f. 14. feb. 1956. 2) Birgir Karl, f. 26. júlí 1958, hann er kvæntur Ameliu Rosu Fernandes, saman eiga þau tvö börn, þau Alexander Luis, f. 1. feb. 1996, og Danielu Soffiu, f. 7. mars 2000. Fyrir átti Birgir tvo syni, þá Bjarka Þór, f. 15. apríl 1976, hans son- ur og sambýliskonu hans Ingu Rutar, f. 29. nóv. 1978, er Hermann Óli, f. 25. feb. 2001, og Ómar, f. 15. apríl 1987. 3) Sigfús Hermann, f. 11. okt. 1962, d. 21. des. 1999. Finnbogi ólst upp á Sölvabakka og vann þar við hefðbundin sveitastörf og smíðavinnu. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1955 og hóf þá störf í Landsmiðjunni og vann þar til sjötugs. Hann lauk námi árið 1960 frá Iðnskólanum í plötu- og ketilsmíði. Síðustu árin starfaði hann hjá Scanver. Útför Finnboga fer fram í Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kynni okkar Finnboga, sem við ávallt kölluðum Boga, voru ekki sér- lega mikil á þeim árum, sem hann dvaldi á æskuheimili sínu fyrir norðan. Ég vissi þó að hann fór ungur að vinna eins og þá var títt og að hann kynntist af eigin raun margbreytilegum veðra- brigðum náttúrunnar, sem stundum voru hörð á þeim árum. Samt sáumst við alloft og mér er minnisstætt hve rösklega hann gekk að verki er við eitt sinn unnum saman einn eða tvo daga. Eftir tvítugsaldur nam hann járn- smíði í iðnskóla og starfaði á því sviði eftir það nær allan sinn aldur, lengst af í Landssmiðjunni og síðan fyrir- tækjum sem tóku við af henni. Síðast vann hann í hlutastarfi við lagerstörf. Kynni okkar Boga áttu eftir að aukast. Örlög höguðu því svo að við kvæntumst systrum og varð ráðahag- ur beggja til gæfu. Þar með tengd- umst við systkinahópi sem er óvenju- lega samhentur. Fjölmörg tækifæri hafa verið notuð til að hittast, stund- um yfir helgi í sumarbústöðum. Systkinin og makar þeirra hafa þann- ig efnt til gleðifunda og ræktað sam- hug og vináttu. Nú er öðru sinni höggvið skarð í þennan hóp. Þau Bogi og Sigurbjörg áttu heim- ili sitt í Reykjavík, lengst af í Drápu- hlíð 33. Þangað hefur alltaf verið gott að koma, heimilið fallegt, hjónin sam- hent um glaðværð, hlýju og rausn, sem stundum stappaði nærri ofrausn. Er tæpast ofsagt að þar hafi „staðið skáli um þjóðbraut þvera“ búinn krásum hverjum þeim sem að garði kom. Þau hjónin hafa líka iðulega veitt skjól á heimili sínu ungmennum til lengri eða skemmri dvalar þegar þau hafa þurft á því að halda. Í þeim hópi voru börn okkar hjóna. Þá hafa þau einnig að verulegu leyti alið upp sonarson sinn sem er efnispiltur. Bogi var fyrst og síðast starfsmað- ur og heimilisfaðir, en hann var líka góður félagi í vinahópi. Honum varð sjaldan misdægurt og svo samvisku- samur að fágætt var að hann vantaði í vinnu á sínum langa starfsferli. Hann var hæglátur og jafnvel dulur við fyrstu kynni, en glaður á vinafundum, góðum gáfum gæddur, rökvís og orð- heppinn og lét ekki eiga hjá sér í orð- um ef honum þótti máli skipta. Hann var yfirlætislaus maður, traustur, vinfastur og hlýr og hjálpfýsi var hon- um eðlislæg og því eins og sjálfsögð. Margvísleg greiðasemi hans og þeirra hjóna við okkur Helgu verður aldrei fullþökkuð. Hann veiktist í nóvembermánuði og er nú allur. Drengur góður er genginn. Við Helga þökkum Boga fyrir vin- áttu hans og velgjörðir í okkar garð og biðjum honum blessunar í nýjum heimkynnum. Við sendum Sigur- björgu og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson. FINNBOGI GUNNAR JÓNSSON Með örfáum orðum langar okkur til að minnast Boga í Drápuhlíðinni. Öllum þeim sem kynntust honum þótti vænt um hann því hann var þessi trausti og tryggi maður sem alltaf var til staðar með sitt hlýja hjarta. Hann var einn af þeim, sem ekki höfðu mörg orð um sjálfan sig og gerði hlutina án umræðu og án þess að margir tækju eftir en þegar hann talaði var tekið mark á honum. Hann var þó jafnan viðræðugóður og skemmtilegur í glöðum hópi enda húmoristi góður. Bogi var einstaklega greiðvikinn og var allt gert með lipurð og allt virt- ist vera sjálfsagt sem átti að gera. Sigurbjörg og Bogi voru einstak- lega samrýnd hjón. Sigurbjörg ráð- lagði okkur að þegar við fyndum okk- ur maka þá ætti hann/hún að vera vinur okkar því það skipti miklu máli í hjónabandi. Hún talaði af reynslu því varla er hægt að hugsa sér annað þeirra án þess að nefna hitt. Bogi var einstaklega barngóður og tók utan um öll þau börn sem hann hitti með sínum stóra faðmi. Þar var endalaust pláss. Okkur er það sér- staklega minnisstætt þegar við vor- um börn og þau Sigurbjörg voru að koma norður, þá gaf hann sér tíma með okkur börnunum eða tók okkur með í bíltúra. Bogi kallaði okkur prestslömbin því áður fyrr var lömbum prestsins komið fyrir hjá bændum í sókninni. Hjá þeim fengum við prestslömbin oft eitthvað sem við höfðum ekki smakkað áður og eru margar ljúfar minningar tengdar ýmsum vörum sem þykja sjálfsagðar í dag en í þá daga voru þær dekur þeirra hjóna við okkur. Við Akursbörnin áttum hauk í horni þar sem þau hjón voru. Oft vor- um við krakkarnir í skóla fyrir sunn- an en foreldrar okkar enn fyrir norð- an. Ávallt stóð heimili þeirra okkur opið sem við værum þeirra eigin börn. Sú var einnig raunin með fleiri úr systkinabarnahópnum, sem komu ut- an af landi. Ástæðan var fyrst og fremst sú að á heimili þeirra fann maður fyrir slíkri hlýju frá þeim báð- um, að heimþráin gleymdist. Ósjald- an sögðu þau við okkur: „pabbi þinn eða mamma þín“ og áttu þá við hvort annað. Minningarnar hrannast upp hjá hverju okkar systkinanna en hér skal látið staðar numið. Elsku Sigurbjörg frænka okkar hefur misst mikið, það hafa Jóhanna, Birgir og fjölskylda hans líka gert. Við og fjölskyldur okkar kveðjum Boga með söknuði og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Nína Margrét, Jóhanna Erla og Jón. Margar góðar og hlýjar minningar koma upp í huga okkar er við minn- umst Boga. Minningar um indælan mann sem reyndist öllum svo vel. Hann var einstaklega barngóður og tók okkur systrum alltaf eins og við værum hans. Ljúfar hafa stundirnar verið í Drápuhlíðinni hjá Sigurbjörgu og Boga þar sem andrúmsloftið er svo rólegt og yfirvegað. Alltaf nægur tími til að spjalla í rólegheitum um málefni líðandi stundar og ekki síst hvað væri að frétta af hinum og þessum skyld- mennum. Við minnumst einkanlega eins dags á ári þar sem Bogi kom oft við sögu en það er sprengidagurinn. Ef við vorum á ferðinni fyrir sunnan var okkur allt- af boðið í saltkjöt og baunir en ef við vorum fjarri fengum við sendan bita eða fengum símtal. Elsku Sigurbjörg, Jóhanna, Birgir og fjölskylda. Við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HólmfríðurSnorradóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1938. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 6. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Snorri Hólm Vilhjálmsson múr- arameistari, f. 25. júní 1906, d. 25. ágúst 1979, og kona hans Sólbjörg Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 4. maí 1913, d. 28. september 1966. Önnur börn þeirra eru: Kristín, f. 5. maí 1934, d. 1. júlí 1967, Guðmundur, f. 28. mars 1936, Vilhjálmur Heiðar, f. 26. maí 1942, Anna Halldóra, f. 16. mars 1947, d. 31. desember 1984, og Sólveig, f. 16. júlí 1956, d. 24. ágúst 1996. Hólmfríður giftist 31. mars 1961 Hilmari Guðjónssyni bif- vélavirkjameistara, f. 7. febrúar 1934. Þau slitu síðar samvistum. Börn þeirra eru: 1) Sólbjörg, húsmóðir og nemi við Kenn- araháskóla Íslands, f. 26. október 1961, gift Ólafi Magnús- syni húsasmíða- meistara, f. 19. febr- úar 1959, synir þeirra eru Magnús Þór, f. 8. maí 1984, d. 19. mars 1994, Ingi Þór, f. 5. janúar 1999 og Aron Smári, f. 14. nóvember 2001, 2) Hilmar Þór, doktor í hagfræði og sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum, f. 28. apríl 1963, 3) Guðjón Ingi rafvirkjameistari f. 13. febrúar 1966. Hólmfríður lauk barnaskóla- prófi í Njarðvík og stundaði síðan nám við Gagnfræðaskóla Kefla- víkur. Hún lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli ár- ið 1955. Auk húsmóðurstarfa var Hólmfríður lengst af starfsmaður við mötuneyti Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Útför Hólmfríðar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég móður mína, Hólm- fríði Snorradóttur, með trega og söknuð í huga. En ég er líka glaður yfir að hafa svo lengi notið hlýju og leiðsagnar þessarar yndislegu og merku konu þau ár sem hún lifði. Hún var alltaf tilbúin að fórna öllu sem hún átti til þess að mér og systk- inum mínum, Sólbjörgu og Guðjóni Inga, mætti líða betur og við værum hamingjusamari. Hún var alltaf traustust og best þegar mest á reyndi. Við erum þakklát Guði fyrir að hafa átt hana fyrir móður. Það varð hlutskiptin að vera lengi við nám í Bandaríkjunum og síðar við störf fyrir Alþjóðabankann í Bandaríkjunum, Lettlandi og Víet- nam. Það var erfitt sérstaklega eftir að mamma veiktist. Hún hvatti mig samt alltaf til að halda áfram og á því varð engin breyting þegar bankinn vildi að ég færi til starfa til Hanoi í Víetnam fyrir hálfu ári. Þrátt fyrir fjarlægðina vorum við mamma í sím- sambandi hvern einasta dag. Hún var alltaf minn tryggasti vinur og besti ráðgjafi. Við áttum margar gleðistundir saman bæði heima og erlendis. Bæði höfðum við áhuga á sögu lands og þjóðar. Þegar ég var heima fórum við oft í ferðalög t.d. á slóð Njáls sögu og Laxdæla sögu. Við höfðum yndi af því að rekja at- burðarás þessara miklu sagna og virða fyrir okkur landslagið og stað- hætti. Mér er einnig sérstaklega minnisstætt þegar við mamma vor- um á ferðalagi um Suðurland og við fórum að Keldum og hún sagði mér sögu Guðmundar Brynjólfssonar langalangafa síns, sem oft var kall- aður Guðmundur ríki. Þegar ég kom heim reyndum við systkinin alltaf að njóta þess að vera með mömmu. Við gistum þá gjarnan á hótelum og borðuðum saman. Mér eru sérstak- lega minnisstæðar samverustundir okkar á Hótel Valhöll á Þingvöllum, á Hótel Örk í Hveragerði og á Hótel Borg í Reykjavík. Einnig fórum við mamma nokkr- um sinnum saman til útlanda, til Skotlands, Danmerkur, Færeyja og til Lettlands. Þegar ég var við störf á vegum Alþjóðabankans í Lettlandi kom hún þangað í heimsókn. Sam- starfsmenn Alþjóðabankans vissu að hún var nýkomin úr skurðaðgerð. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til að taka á móti henni á flugvellinum og starfsmenn flugvallarins með- höndluðu hana eins og þjóðhöfð- ingja. Hún leit á mig og spurði hvaða vesen þetta væri. Hún vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Í Lettlandsferð- inni dáðist ég að dugnaði hennar að ferðast um landið. Hún hafði orð á því hvað fólkið væri myndarlegt og vel klætt. Hún hafði mikla ánægju af að sjá hvernig þjóðfélagið var að breytast og lífskjör fólksins að batna. Hún fann þó sárt til þess að sjá fólk á götunni betla. Inni í skáp heima hjá mér hafði safnast mikið magn smápeninga. Eitt kvöldið skipti hún þessu safni í litla plast- poka og bað mig að koma með sér í göngutúr. Í hvert sinn sem hún sá betlara tók hún upp poka fullan af peningum og rétti fram. Þannig var mamma. Hún fékk mörg falleg bros þetta kvöld. Um sumarið árið 2000 fórum við mamma til Skotlands. Við heimsótt- um meðal annars Carberry Tower kastala en þar hafði mamma dvalið með kirkjukór Ytri-Njarðvíkur- kirkju fyrir meira en tveimur ára- tugum. Hún átti góðar minningar úr þeirri ferð, sem hafði verið skipulögð af sr. Páli Þórðarsyni, þáverandi sóknarpresti í Njarðvík. Það var tek- ið afar vel á móti mömmu og ekki fengum við að greiða neitt fyrir veit- ingarnar þennan dag. Við mamma gerðum okkur líka margt til skemmtunar. Við ferðuðumst um há- lendi Skotlands og fórum í siglingu á Loch Ness-vatninu fræga þar sem sumir telja að Loch Ness-skrímslið dvelji. Eftir siglinguna fórum við á veitingastað og borðuðum. Ég spurði mömmu hvort hún hefði séð skrímslið. Hún svaraði: „Ég sá ein- kennilega langar gárur sem mynd- uðust á vatninu á svæði. Þetta gæti vel hafa verið skrímslið.“ Við hlóg- um. Eftir að mamma veiktist hélt hún áfram að sinna heimili sínu og hlúa að vinum og ættingjum. Hún orti ljóð og skrifaði barnabók. Bókin hennar, Álfarnir í Grænadal, kom út árið 2001 og var seld í bókabúðum um land allt. Nokkrum sinnum var hún beðin að heimsækja dagheimili og skóla og lesa upp fyrir börnin. Þó að heilsan væri misjöfn reyndi hún að sinna þessu og hún naut þess að tala við börnin. Lesið var upp úr bók- inni hennar á Álfahátíð í Reykjanes- höll á þrettándanum 2004 að við- stöddu miklu fjölmenni. Svo vildi til að þessi atburður átti sér stað á svip- uðum tíma og mamma skildi við. Dóttursynir hennar Ingi Þór og Ar- on Smári Ólafssynir voru meðal við- staddra þetta kvöld. Þeir skemmtu sér vel enda þekktu báðir vel söguna hennar ömmu sinnar. Þegar mamma dó komum við syst- kynin saman til að ræða um útför hennar. Okkur varð að orði að nú hefði komið sér vel að geta talað við mömmu því hún starfaði í kirkjukór í áratugi og hafði oft valið sálma við úfarir ættingja sinna. Skyndilega var eins og Sólbjörg systir mín fengi hugboð. Hún fór inn í svefnherbergi mömmu og tók biblíuna hennar. Aft- ast í biblíunni var bréf í umslagi með lista yfir sálmana sem mamma vildi við útför sína. Í niðurlagi bréfsins skrifaði mamma: „Aðeins punktað niður til að auðvelda börnum og ætt- ingjum, þegar stundin kemur.“ Þannig var mamma. Hún var alltaf að leiðbeina og hjálpa. Við systkinin kveðjum mömmu okkar með meiri trega en orð fá lýst og söknum hennar sárt. En við erum líka þakklát Guði fyrir að hafa átt þessa yndislegu konu fyrir móður. Hún var ekki bara móðir okkar. Hún var okkar trúnaðarvinur og okkar besti ráðgjafi fram til hinstu stund- ar. Minning hennar lifir björt í hjört- um okkar. Guð blessi minningu móð- ur okkar, Hólmfríðar Snorradóttur. Hilmar Þór Hilmarsson. Elsku amma Lillý. Nú ert þú komin til Guðs. Okkur þótti svo gaman að koma til þín á Holtsgötuna og leika okkur hjá þér. Við skemmtum okkur saman, hlóg- um og dönsuðum. Þú varst með svo mikið dót handa okkur við rúmið þitt og það var svo gaman að tala við þig. Það var líka svo gott að sitja í stóra mjúka rúminu þínu og hlusta á þig lesa fyrir okkur. Þú áttir svo margar bækur. Okkur þótti alltaf mest gam- an að hlusta á söguna þína um álf- ana. Það var svo notalegt að vera hjá þér. Við fengum alltaf ís eða annað góðgæti. Við vildum bara vera hjá þér. Við vissum að stundum leið þér ekki vel og heima hjá mömmu og pabba fórum við með bænirnar fyrir þig á hverju kvöldi. Nú vitum við að þú ert farin til Guðs og nú líður þér vel. Við bræðurnir þökkum ömmu ást og umhyggju í okkar garð og biðjum englana að gæta hennar í landinu ei- lífa. Við kveðjum ömmu Lillý hinstu kveðju með þessum ljóðlínum, sem minna okkur á vonina um eilíft líf og kærleika. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þó hverfi um stund. (Matt. Joch.) Ingi Þór og Aron Smári. Lillý frænka er nú fallin frá eftir erfiða sjúkdómslegu. Þvílíkt æðru- leysi og dugnaður sem hún sýndi í baráttunni var eftirtektarvert. Alltaf gat hún séð eitthvað bjart í gegnum erfiðleikana, hafði einstakt lag á að róa okkur ef við virtumst uggandi yf- ir ástandinu. Slíkt æðruleysi er ekki síður merkilegt í ljósi þess að í raun- inni var hún að takast á við þetta í fimmta sinn og vissi undir það síð- asta nákvæmlega hvað biði sín, þar sem hún hefur setið við dánarbeð þriggja systra sinna og móður sem allar greindust mjög ungar og lutu allar í lægra haldi fyrir sama sjúk- dómnum. Við leyfðum okkur að vona að hún myndi sleppa þar sem hún greindist mun eldri en þær. Lillý var kletturinn í fjölskyld- unni, mjög heilsteypt manneskja og hugsaði um okkur eins og hún ætti okkur. Hún hafði einnig yfirsýn yfir allt sem var að gerast í kringum sig. Hún var mjög fróðleiksfús, vissi t.d. allt um ættfræði fjölskyldunnar, hafði gaman af því að teikna og ekki síst að semja ljóð. Þá lét hún draum- inn sinn rætast, gaf út barnabók, HÓLMFRÍÐUR SNORRADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.