Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Halldór Sigur-geirsson fæddist í
Reykjavík 28. mars
1927. Hann lést á
dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 8.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurgeir Halldórs-
son sjómaður og Þor-
björg Halldóra Guð-
jónsdóttir húsfreyja.
Halldór var fjórði í
röð sjö systkina. Hin
eru: Eyþór Óskar (lát-
inn), Aðalheiður (lát-
in), Guðbjörg (látin),
Oddrún, Guðjóna Klara og Sigríð-
ur (látin). Halldór kvæntist hinn
21. mars 1953 Jónínu Þóreyju
Björnsdóttur, f. 8. júlí 1930, d. 8.
október 1998. Hún var dóttir
Björns Guðmundar Björnssonar,
organista og smiðs, og Sigrúnar
Ragnheiðar Jónsdóttur húsfreyju.
Halldór og Jónína Þórey bjuggu öll
sín hjúskaparár í Reykjavík fyrir
utan eitt ár í Kópavogi. Þau eign-
uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Björn,
f. 5. apríl 1954, hjúkrunarfræðing-
ur, var kvæntur Sigrúnu Þóris-
dóttur, þau skildu og eiga saman
þrjú börn. 2) Sigurgeir, f. 15. apríl
1955, fisktæknir, d. 9. apríl 2001.
Hann var kvæntur Valgerði Krist-
jánsdóttur, þau
skildu og eignuðust
saman fimm syni. 3)
Áslaug, f. 16. mars
1962, verslunareig-
andi, var gift Sigurði
Sverrissyni, þau
skildu og eiga saman
tvö börn. Núverandi
maki Áslaugar er
Valdimar Aðalsteins-
son og eiga þau sam-
an tvo syni.
Halldór gekk í
Austurbæjarskólann
í Reykjavík, fór svo í
Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan prófi
1948. Síðan lá leiðin í lagadeild Há-
skóla Íslands og lauk hann þaðan
lögfræðiprófi 1954. Vann hann við
lögfræðistörf þar til hann hætti að
vinna sökum aldurs.
Halldór var í Ármanni á sínum
yngri árum, aðallega í handbolta
og frjálsum íþróttum. Hann hafði
alla tíð áhuga á tónlist og söng með
Stúdentakórnum, Smárakvartett-
inum í Reykjavík, Karlakór
Reykjavíkur og einnig á seinni ár-
um með eldri félögum Karlakórs
Reykjavíkur.
Útför Halldórs fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Elsku afi. Nú ertu laus úr viðjum
sjúkralegunnar. Þetta er búinn að
vera erfiður tími fyrir þig og loks-
ins ertu frjáls. Fyrir stuttu sátum
ég, mamma og Erna Þórey frænka
við rúmið hjá þér og margar
skemmtilegar sögur rifjuðust upp,
eins og þegar ég var lítil og bað þig
að sippa með mér. Þú í gæsku þinni
ákvaðst að láta verða af því og það
kostaði þig mánuð á spítala vegna
þess að þú sleist hásin í fætinum.
Eitt bar líka á góma hjá okkur,
og það eru sterku mynturnar sem
þú varst alltaf að gefa okkur barna-
börnunum. Mömmu var alltaf svo
illa við þær, því hún hélt að þær
gætu skemmt í okkur hálsinn eða
magann.
Síðustu vikurnar hafa verið þér
sérstaklega erfiðar vegna þess að
þú varst farinn að glata því sem var
þér kærast; röddin, þú hafðir unun
af því að syngja og söngst svo oft
fyrir mig þegar ég var yngri. Ég
hafði svo gaman af því að heyra þig
syngja, þú hafðir líka alveg dásam-
lega rödd og nú eru eflaust engl-
arnir að hlýða á þinn fagra söng.
Ég get ekki annað en brosað þeg-
ar ég hugsa til þín núna, og ég sam-
gleðst þér. Þú áttir gott líf í 76 ár,
en nú er nýr áfangi hafinn hjá þér
og þú ert kominn aftur til ömmu og
Sigurgeirs frænda. Ég mun alltaf
geyma minningar um þig í hjarta
mínu og hafa þig þannig hjá mér
um ókomna tíð. Þakka þér, elsku afi
minn, fyrir liðna tíma; góðar og
skemmtilegar stundir.
Þín
Sonja Berg.
Svo skrítin tilfinning, sem um mig fer,
nú farinn ert frá mér, nýjan veg,
hann tekur á móti þér, þér við hlið.
Í annan heim, hann fylgir þér,
á vængum tveim, vísar þér.
Það eitt mun ylja mér, að vita af þér,
fylgir mér hvert sem er, í hjarta mér.
Láttu mig vita ef, ég get hjálpað þér,
boðin þá sendu mér, hvar sem er.
Í annan heim, hann fylgir þér,
á vængjum tveim, vísar þér.
(Birgitta Haukdal.)
Elsku afi minn. Þá ertu kominn
til ömmu Ninníar og Sigurgeirs
frænda. Ég veit að þau munu taka
glöð á móti þér. Það áttu líka skilið,
því að þú varst heimsins besti afi.
Þú áttir alltaf afamola handa okkur
afakrökkunum. Ég mun alltaf
hugsa til þín þegar ég fæ mér afa-
mola. Ég mun hugsa til þín og
kveikja ljós hjá myndinni af þér og
ömmu. Og það ljós er fyrir ykkur.
Við munum aldrei gleyma þér og
þín er sárt saknað af okkur öllum.
Guð geymi þig og verndi. Sofðu
rótt. Ég elska þig.
Þín afastelpa,
Ásrún Þóra.
HALLDÓR
SIGURGEIRSSON
✝ SteingrímurArason fæddist á
Grýtubakka í Höfða-
hverfi 7. nóvember
1927. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 7. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ari Bjarna-
son bóndi á Grýtu-
bakka og Sigríður
Árnadóttir. Ari var
sonur hjónanna
Bjarna Arasonar
bónda á Grýtubakka
og Snjólaugar Sig-
fúsdóttur. Sigríður var dóttir
hjónanna Árna Davíðssonar
bónda á Gunnarsstöðum í Þist-
ilfirði og Arnbjargar Jóhannes-
dóttur.
Börn Ara og Sigríðar voru sjö.
Auk Steingríms, Elín, húsfreyja á
Brún í Reykjadal, látin, maki
Teitur Björnsson, látinn; Bjarni,
ráðunautur í Borgarnesi, maki
Kristín Haraldsdóttir; Árni,
bóndi á Helluvaði á Rangárvöll-
um, látinn, maki Árný Oddsdótt-
ir; Arnbjörg, húsfreyja á Grýtu-
bakka, látin, maki Baldur
Jónsson, látinn;
Snjólaug, húsfreyja
í Nesi í Höfðahverfi,
nú búsett á Akur-
eyri, maki Jón Lax-
dal; Guðmundur,
verkfræðingur í
Kópavogi, maki Sig-
rún Sigurðardóttir.
Steingrímur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1949 og
prófi í bygginga-
verkfræði frá Poly-
teknisk Læreanstalt
í Kaupmannahöfn
1955. Hann starfaði hjá Almenna
byggingafélaginu 1955–1957,
stofnaði ásamt skólabræðrum
sínum verkfræðistofuna Traust
hf. og vann þar 1956–1964. Hann
vann hjá Vegagerð ríkisins 1964–
1966 og 1970–1974, hjá fram-
kvæmdanefnd byggingaráætlun-
ar 1966–1970 og hjá Hafnamála-
stofnun ríkisins 1976–1992.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Steingríms verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Mágur minn og vinur hefur nú
kvatt eftir nokkuð erfið veikindi til
margra ára. Hann lifði lífinu á sinn
hljóðláta hátt og var ekki maður
margmennis né mikilla mannfagn-
aða. Hann tók ekki þátt lífsgæða-
kapphlaupinu, fann ekki gleðina í
eyðslu og óhófi og þurfti ótrúlega lít-
ið til daglegra þarfa.
Þegar hann var í Menntaskólan-
um á Akureyri veiktist hann af löm-
unarveikinni sem þá gekk og var
stundum kölluð Akureyrarveikin.
Steingrímur taldi sig hafa verið lengi
að ná sér á eftir og sagði að besta
þjálfunin hefði verið að hlaupa eftir
þýfðri mýrinni fyrir neðan túnið á
Grýtubakka. Þar fann hann máttinn
aukast og kraftinn koma að nýju.
Þegar ég kynntist Steingrími fyrst
var hann ungur verkfræðingur sem
rak eigið fyrirtæki ásamt félögum
sínum. Þá var hann nýbúinn að eign-
ast íbúðina sína í Austurbrún 2 sem
hann átti alla sína starfsævi. Á þess-
um árum átti hann oft erindi út á
land vegna starfa sinna enda var
hann margfróður um landið, minn-
ugur á nöfn og örnefni og áhugamað-
ur um hreyfingu og útivist. Það var
honum því þungbær raun að grein-
ast með Parkinsonveiki rétt eftir
miðjan aldur. Af þeim sökum varð
hann að láta af störfum miklu fyrr en
hann hefði óskað sér. Hann bar þó
ekki erfiðleika sína á torg og kvart-
aði aldrei.
Honum fannst gaman að frétta af
unga fólkinu í fjölskyldunni og sam-
gladdist ef vel gekk. Þannig var það
einnig í upphafi okkar kynna, á með-
an búskapur okkar Guðmundar stóð
enn á brauðfótum, þá fylgdist hann
vel með okkur. Að öðru leyti var
hann fáskiptinn og sóttist ekki mikið
eftir félagsskap. Hann undi sér vel í
þjónustuíbúðinni sinni í Gjábakka og
naut þar góðrar umönnunar Félags-
málaþjónustu Kópavogs og að lokum
frábærrar umhyggju starfsfólks
hjúkrunarheimilisins í Sunnuhlíð
eftir að hann flutti þangað. Fyrir það
allt þökkum við af heilum hug.
Farðu vel, Steingrímur minn.
Sigrún.
Þótt fráfall Steingríms móður-
bróður míns kæmi ekki á óvart eftir
baráttu við erfiða sjúkdóma, setur
vini hans hljóða og þeir líta yfir far-
inn veg.
Leiðir okkar Steingríms hafa legið
saman af og til síðustu 55 ár. Kynnin
hófust þegar hann kom sem sumar-
maður til foreldra minna í Saltvík.
Hann var dulur og fáskiptinn, trú-
lega arfur frá móðurmissi á ung-
lingsárum, en jafnframt traustur og
áræðinn og einstök atvik eru mér í
barnsminni svo sem bleikjuveiðar
sem hann stundaði frá Saltvíkur-
fjöru á örlitlum gúmíbát sem oft
þurfti að bæta. Myndavél átti hann
og framkallaði sjálfur myndir og
þannig geymast heimildir um þeirr-
ar tíðar búhætti.
Leiðir okkar lágu aftur saman á
sjöunda áratugnum þegar ég dvaldi
hjá honum í tengslum við sjúkrahús-
vist í Reykjavík. Ekki var mikill
íburður við heimilishald í Austur-
brúninni en af hjartahlýju og nær-
gætni því meira.
Næst lágu leiðir okkar saman þeg-
ar við hjónin byggðum íbúðarhús
okkar að Hrísum. Hringdi ég þá í
Steingrím til að bera undir hann
verkfræðileg viðfangsefni. Frændi
sagði fátt en dreif sig norður og
leysti á staðnum öll tæknileg vanda-
mál. Eftir þetta var ekki byggt né
breytt á Brún eða Hrísum án þess að
Steingrímur legði þar á ráð og kæmi
að verki. Fjölgaði ferðum Stein-
gríms norður og þegar hann lét af
störfum flutti hann í Brún, þá með
skerta starfsorku af völdum hrörn-
unarsjúkdóms. Á Brún undi hann
sér vel og átti þar nokkur góð ár,
dundaði við minni háttar búverk,
lagfærði margt og smíðaði ýmsa
hluti, las og greip í spil. Við fráfall
föður míns 1998 og versnandi heilsu
þeirra systkina lauk dvöl hans fyrir
norðan og hann flutti til Árna bróður
síns og Árnýjar konu hans að Hellu-
vaði á Rangárvöllum og síðast á
hjúkrunarheimili í Kópavogi.
Þótt Steingrímur kvæntist ekki né
eignaðist börn gildir um hann það
sem sagt var forðum „Öllum kom
hann til nokkurs þroska“. Hann var
þolinmóður við börn og unglinga og
fús að rökræða og leiðbeina. Mér
veitti hann styrk á erfiðum tímum
Reykjavíkurdvalar, Bjarna son konu
minnar sannfærði hann um að verk-
fræði væri skemmtilegra viðfangs-
efni en að grúska í andlausum tölvu-
fræðum og Magnús son okkar hjóna
sannfærði hann einnig um ágæti
verkfræðinnar.
Þótt Steingrímur frændi hefði
hvorki hátt né færi mikinn standa
verk hans bæði í vegum og höfnum
landsins en einnig í hugsun sam-
ferðamanna. Blessuð sé minning
hans.
Ari Teitsson.
Frændi minn, Steingrímur Ara-
son, er genginn. Ég man fyrst eftir
Steingrími þegar ég dvaldi ungur að
árum hjá afa og ömmu á Brún á
sumrin. Það var árviss atburður að
Steingrímur kæmi í heimsókn og
dveldi í nokkrar vikur hjá systur
sinni og mági. Við krakkarnir fögn-
uðum komu Steingríms, því okkur
þótti hann skemmtilegur þó svo
hann ætti til að vera fáskiptinn.
Hann var líka frekar dularfullur, við
vissum ósköp lítið um hann, enda var
honum ógjarnt að tala um sjálfan
sig; verkfræðingur, sem við kunnum
heldur ekki endilega full skil á.
Árin liðu, ég tók út einhvern
þroska og eftir að Steingrímur fór á
eftirlaun bjó hann í mörg ár á Brún.
Kynntumst við Steingrímur þá bet-
ur. Lærðist mér þá að meta hina
leiftrandi greind, hógværa gaman-
semina, hagleik og framsýni Stein-
gríms. Þegar ég kom á vorin og sá
eitthvert nývirkið, hvort sem var í
stóru en oftar en ekki í einhverju
smáu, var viðkvæðið að þetta væri
eitthvað sem Steingrímur hefði ann-
að hvort gert eða dottið í hug. Seinna
fór ég bara að gera ráð fyrir að
Steingrímur stæði á bak við hinar og
þessar endurbæturnar og viðgerð-
irnar. Fékk Steingrímur einnig tit-
ilinn staðarverkfræðingur hjá iðnað-
armönnum sem þangað komu til
verka. Held ég að bæði honum og
Brúnarbænum hafi fullur sómi verið
sýndur með því titlatogi.
Enn liðu tímar og þar kom að
hvorki Steingrímur né amma mín
höfðu heilsu í frekari veru hans á
Brún. Sjálfur var ég einnig orðinn
svo forframaður að ég var hættur að
eyða sumrum mínum í sveitasæl-
unni. Flutti Steingrímur þá í þjón-
ustuíbúð í Kópavoginum þar sem
Guðmundur bróðir hans og fjöl-
skylda tóku hann upp á sína arma og
hlynntu vel að honum.
Þó svo að stutt væri orðið á milli
okkar frænda í Kópvoginum, þá
urðu fundir okkar strjálli. Þegar ég
heimsótti hann nú fyrir jólin var
hann svo illa farinn af parkinsonveiki
sinni að erfitt gat reynst að skilja
hann þá við ræddum íslenskar virkj-
unarframkvæmdir á Grænlandi, en
engin dauðamörk sáust þó á honum.
Ekki veit ég gjörla hversu mikil
áhrif Steingríms voru til þess að
mörg okkar barnabarnanna á Brún
lögðu leið sína í verkfræðina. En
hann var fyrstur verkfræðinga í okk-
ar ættum og maður sem við litum
sannarlega upp til.
Haukur Eggertsson.
Öðlingurinn Steingrímur Arason
verkfræðingur féll frá hinn 7. janúar
sl. eftir langvarandi veikindi.
Steingrímur starfaði hjá Vita- og
hafnamálaskrifstofunni, síðar Sigl-
ingastofnun, frá 1974–1992 við
margvísleg verkfræðistörf.
Steingrímur var afburða náms-
maður og tók á sínum tíma með
hæstu prófum í verkfræði við
Tækniháskólann í Kaupmannahöfn.
Við sem störfuðum með honum hjá
gömlu Vita- og hafnamálum nutum
mikillar þekkingar hans á flestum
sviðum verkfræðinnar, enda er hafn-
argerð mjög flókin og þar naut skörp
hugsun og fagmennska Steingríms
sín vel.
Við nutum ekki aðeins þekkingar
og fagmennsku Steingríms við verk-
fræðileg úrlausnarverkefni heldur
einnig mikilla mannkosta hans.
Hann var hvers manns hugljúfi, en
hann var mjög kröfuharður til sjálfs
sín og til annarra þegar leysa þurfti
erfið verkefni. Hann kenndi okkur
að takast á við vandamálin og leysa
þau, þó svo það krefðist mikillar
rannsóknarvinnu. Illa unnin verk
voru eitur í hans beinum.
Við, gömlu starfsfélagarnir hjá
Vita- og hafnamálum, síðar Siglinga-
stofnun, bárum djúpa virðingu fyrir
Steingrími og þegar litið er til baka
þá sjáum við enn betur hve hann
hafði bætandi áhrif á okkur. Það er
von okkar, sem nú minnumst Stein-
gríms í dag, að mannkostir hans,
þekking og fagmennska svífi hér
áfram yfir vötnum. Blessuð sé minn-
ing hans.
Fyrir hönd fyrrum starfsfélaga,
Gísli Viggósson.
Steingrímur Arason stundaði nám
í MA frá 1944 og lauk þar stúdents-
prófi úr stærðfræðideild 1949. Síðan
í HÍ frá 1949 og lauk þar prófi í fyrri
hluta verkfræði 1953. Þaðan lá leiðin
til Kaupmannahafnar, þar sem hann
lauk prófi í byggingarverkfræði frá
DTH 1955.
Steingrímur var afburðanáms-
maður, alltaf efstur í bekknum
(stærðfræði- og máladeild) og virtist
ekki þurfa að hafa mikið fyrir því.
Hann var reglumaður og eljusamur,
en lá ekki eingöngu yfir bókum.
Hann var til dæmis öðrum fremri í
blaki, en það var skólaíþrótt í MA, og
átti mestan þátt í því að okkar bekkj-
arlið vann skólamótið tvö ár í röð.
Steingrímur var einstaklega dag-
farsprúður maður, einlægur, hlé-
drægur og hægur. Hann safnaði
ekki fólki í kringum sig og tók ekki
mikinn þátt í félagslífi, en hann var
góður félagi og bæði hjálpsamur og
nærgætinn. Á góðra vina fundi gat
hann verið hrókur alls fagnaðar og
hagmæltur ef hann vildi það við
hafa.
Árið 1992 lét Steingrímur af störf-
um vegna heilsubrests. Hann dvaldi
hjá systur sinni, Elínu bónda á Brún
í Reykjadal frá 1992 þangað til hún
hætti búskap 1996. Framan af gat
hann aðstoðað eitthvað við bústörfin,
en getan til þess minnkaði með
hverju ári.
Síðan var hann um tíma hjá bróð-
ur sínum Árna á Helluvaði á Rang-
árvöllum.
Hann flutti þaðan til Guðmundar
bróður síns í Kópavogi.
Árið 1999 flutti hann í verndaða
íbúð Sunnuhlíðarsamtakanna í
Kópavogi, þar sem hann bjó í tvö ár.
Eftir það dvaldi Steingrímur á
hjúkrunarheimili samtakanna, þar
sem hann lést.
Blessuð sé minning hans.
Bekkjarbræður.
STEINGRÍMUR
ARASON
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.