Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 45
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA EMILÍA JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 19. janúar kl. 13.30.
Gunnar Rafn Einarsson, Fanney Kristbjarnardóttir,
Eygló Sævarsdóttir, Sveinþór Eiríksson,
Jón Þór Sævarsson, Guðrún Ásta Björgvinsdóttir
og barnabörn.
Systir okkar,
SIGRÚN ÁRNADÓTTIR,
Mýrarási 2,
áður Laugarnesvegi 76,
andaðist fimmtudaginn 15. janúar.
Systkini
og aðrir vandamenn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur vinarhug, samúð og hlýju við and-
lát og útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu, langalangömmu og
langalangalangömmu,
SIGURLAUGAR JÓHANNSDÓTTUR,
til heimilis
á Hrafnistu í Reykjavík.
Kærar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun
síðastliðin ár.
Jóhann Jóhannsson, Friðbjörg Ragnarsdóttir,
Sigurður Jóhannsson, Svava Ingimundardóttir,
Magnús Jóhannsson,
Margrét Jóhannsdóttir, Jón Halldórsson,
Svana Jóhannsdóttir, Sumarliði Bárðarson,
Lilja Jóhannsdóttir, John Vincent,
Önundur Jóhannsson, Sigurveig Guðmundsdóttir,
Sigríður Jóhannsdóttir, Ralph Weller,
öll ömmubörnin og aðrir aðstandendur.
Elskulegur faðir okkar, bróðir og vinur,
INGIMUNDUR KRISTJÁNSSON,
Yrsufelli 5,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 9. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Jakob Birtingur Ingimundarson,
Gunnar Hafberg Ingimundarson,
Sigurður Guðjón Jónsson,
Magnús Kristjánsson,
Halldóra Jónsdóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞÓRARINN MAGNÚSSON
frá Hátúnum,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum miðvikudaginn 14. janúar.
Þuríður Sigurðardóttir
og dætur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skúlagötu 40,
áður til heimilis
í Barmahlíð 54, Reykjavík.
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 14. janúar.
Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson,
Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson,
Guðmunda Hr. Guðlaugsdóttir, Hulda Margrét Erlingsdóttir,
Kristín Friðgeirsdóttir, Björgvin Skúli Sigurðsson,
Guðlaug Friðgeirsdóttir, Morten Findstrøm.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÞORSTEINN SVEINSSON,
Jakaseli 26,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 14. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Björg Helgadóttir,
Kolbrún Björg Þorsteinsdóttir,
Hildur Inga Þorsteinsdóttir,
Helgi Már Þorsteinsson.
Áður en ég settist
niður til að skrifa þessa
minningargrein þá leit
ég í Handbók um ritun
og frágang til að vita
hvernig ég ætti að
skrifa minningargrein.
Það er eitt af því sem afi minn
kenndi mér, að vera skipulagður og
undirbúa mig vel.
Við afi erum alnafnar og gerðum
mikið grín af því saman. Nafnið
fengum við frá einhverju látnu vina-
fólki langömmu og langafa sem birt-
ist í draumum þeirra og skipuðu
þeim að skíra barnið sitt Axel Wil-
helm, eins og einn vinurinn Carlquist
hafði heitið. Annars hlyti það verra
af. Við vorum montnir af „dobb-
elvjúvinu“ í Wilhelm og hann varð
stundum pirraður á því þegar póst-
urinn til hans var með einföldu V-i.
Fyrstu minningar mínar af honum
eru þannig að hann er krúttlegur
gamall afi sem rekur gervitennurnar
sínar út úr sér þannig að ég verð
skíthræddur.
Alltaf var hann með brjóstsykur,
ópal eða harðfisk á sér eins og göml-
um manni sæmir og bauð manni
óspart. Fótbolti, box, snóker og póli-
tík voru áhugamál hans. Hann sat
alltaf í sama sætinu fyrir framan
sjónvarpið og lék sér með tommu-
stokk (eitthvert dútl sem hann erfði
frá föður sínum) eða las blöðin, staf
fyrir staf. Einnig var hann hrifinn af
íslensku máli og þá sérstaklega að
smita aðra af þessum áhuga. Hann
gaf sér margoft tíma til að ferðast
um landið með mér og segja mér
sögur af hinum og þessum stöðum.
Bankaði uppá bæi og sýndi mér
sveitalífið. Ég lærði að keyra í þess-
um ferðum og fékk lúmskan áhuga á
íslenskri menningu og máli (nú verð
ég að notast við ferðahandbókina).
Eitt sumar kom hann mér fyrir í
sveit og var svaka ánægður með sig
en svekktist svo yfir því þegar ég
ákvað að fara snemma síðsumars og
missa af slætti.
Fyrir samræmdu prófin í grunn-
skóla kenndi hann mér íslensku og
sýndi mikla þolinmæði því ég hafði
tossast alla ævi og alist upp erlendis
þannig að hann varð að kenna mér
allt frá grunni. Það ævintýri endaði
með 8 í einkunn og tileinka ég honum
algerlega þá einkunn. Hann var
þarna að kenna hálfgerðum áhuga-
leysingja sem fékk áhuga á faginu og
hafði gaman af þrátt fyrir nokkur
rifrildi þegar þann yngri vantaði út-
rás (þe. mig). Við áttum eftir að kíkja
saman á viðskiptablaðið til að ég
gæti verið eins og aðrir menn, en ég
verð þá bara að bjarga mér sjálfur.
Það var alltaf stutt í stríðnina hjá
honum nafna mínum og gat hann
verið grófur stundum og sömuleiðis
ég á móti þar sem að við erum líkir
að eðlisfari. Í ferðum okkar um land-
ið þá samhæfðum við mikið og töl-
uðum um bresti okkar, það var að-
AXEL WILHELM
EINARSSON
✝ Axel WilhelmEinarsson fædd-
ist í Reykjavík 5. des-
ember 1923. Hann
lést á heimili sínu 25.
desember síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Laugarnes-
kirkju 9. janúar.
allega hann samt en ég
samhæfði mig með og
þroskaðist að ég held
nokkuð við það. Þegar
ég var á krossgötum í
lífi mínu útaf fíkniefna-
rugli þá tók hann mig á
rólegt eintal og reyndi
að hjálpa, ekkert að
skipa fyrir, bara rólegt
maður á mann. Ein-
hvern tíman þá fórum
við á slóðir Skarðsætt-
arinnar sem hann var
svo stoltur af og stríddi
mér svo mikið að þegar
við komum til baka með
sinnhvorn ættarfánann þá fleygði ég
honum í klósettið og mátaði páfann
með honum. Svona var samband
okkar persónulegt og fyndið. Það
hefði verið hægt að gera bíómynd
um okkur saman.
Tveir nafnar að láta eins og fífl.
Kímnina vantaði ekki í hann og byrj-
uðu bréfin og samræður okkar oft á
„Sæll skíthæll!“ Hann var eldhress
langt fram eftir aldri og eftir sjötugt
þá var hann ekki bara í pottunum að
kjafta um heimsmálin heldur líka að
taka armbeygjur einhversstaðar í
laugunum og lyfta lóðum. Svo
spennti hann vöðvana montinn og lét
mann finna árangurinn „Finndu
upphandlegginn“. Seinna komu
veikindin og hann dó alsæll að ég
held í svefni aðfaranótt jóladags.
Hann hvatti mann til að lesa Þórberg
og Laxness því sjálfur var hann allt-
af rauður í pólitíkinni eins og hann
kallaði það sjálfur. Hann saknaði
gömlu tímanna þegar blöðin voru
flokksbundin og allir rifust þvers og
kruss. Sjálfur átti hann að hafa skrif-
að í blöðin og ef hann getur lesið
þetta einhvers staðar frá þá vil ég
segja við hann „Ef það eru einhverj-
ar málfræðivillur hér þá bíddu bara
og við skulum svoleiðis þræta um
það hinum megin þegar ég kem“.
Nafni.
Jóladagur var einstaklega fallegur
dagur, veður kyrrt og nýfallinn snjór
yfir öllu. Jólakyrrðin var skyndilega
rofin þegar síminn hringdi og móðir
mín tjáði mér að Axel mágur sinn
hefði látist á jólanótt. Ég man í raun
ekki eftir mér öðruvísi en að Axel
hafi verið hluti af lífi mínu en hann
hafði þá þegar verið giftur Eddu
móðursystur minni í nokkur ár þeg-
ar ég fæddist.
Axel var meðalmaður á hæð, með
hátt greindarlegt enni, grannvaxinn,
kvikur í hreyfingum, með glettinn
svip, stríðnisglampa í augum og hlát-
ur á vör. Axel var hógvær maður en
engu að síður léttur og kátur og virt-
ist ætíð eiga auðvelt með að koma
auga á spaugilegu hliðarnar, sem er
mikil náðargáfa, að mínu mati. Hann
reyndist öllum vel sem til hans leit-
uðu og er mér ofarlega í huga öll sú
námsaðstoð sem hann veitti ung-
mennum í fjölskyldunni, því oft á tíð-
um sat hann með unga fólkinu og
kenndi því íslensku, eða hvaðeina
sem þörf var fyrir. Hann var góðum
gáfum gæddur og átti því auðvelt
með að veita leiðsögn í ýmsum náms-
greinum. Ég var svo lánsöm að fá að
búa hjá Axel og Eddu í þrjú ár þegar
ég var í menntaskóla og er ég þeim
ævinlega þakklát fyrir að hýsa mig.
Ég hitti Axel síðast í áttræðisaf-
mæli hans þann 5. desember og
veitti því sérstaka athygli hve skýr
hann var í hugsun og það má með
sanni segja að Axel hafi haldið and-
legri reisn allt til síðasta dags. Í
þetta síðasta sinn var hann sem
endranær umhyggjusamur um mína
hagi og míns fólks og leitaði frétta af
öllum. Axel lífgaði upp á samkvæmið
líkt og hann gerði í lífi sínu öllu.
Ég votta Eddu frænku minni og
allri fjölskyldu hennar samúð mína
og bið Guð um að blessa þau.
Guðlaug Kjartansdóttir.
Axel W. Einarsson, vinur minn er
látinn. Hann lést á jólanótt áttræður
að aldri. Leiðir okkar Axels lágu
fyrst saman á björtum haustdegi
norður í Vatnsdal árið 1937. Vorum
við báðir á leið til Reykjavíkur með
rútunni til að setjast á skólabekk. Er
mér það minnisstætt þegar Axel
kom inn í rútuna og fékk sér sæti hjá
mér. Spjall okkar á leiðinni varð
upphaf vináttu okkar sem hélst alla
ævi.
Í Reykjavík hittumst við af og til
eftir þetta og æskuárin liðu fljótt.
Ekki var annað hægt en laðast að
Axel sem var mikið ljúfmenni í allri
framkomu. Hann var ákaflega jafn-
lyndur maður og virtist laus við allar
áhyggjur. Hann hafði víða farið og
hitt áhugavert fólk á lífsleiðinni.
Sagði hann skemmtilega frá kynnum
sínum af því svo að eftirminnilegt
var.
Axel var kvæntur Guðrúnu Ernu
Jónsdóttur eða Eddu eins og hún er
ávallt kölluð. Varð það mikið gæfu-
spor því Edda er mikil mannkosta-
kona og bjó Axel og börnum þeirra,
þeim Guðrúnu Þórdísi, Jóni Sturlu
og Einari Rúnari afar gott heimili.
Við Axel réðumst í byggingu á
íbúðum á Rauðalæk 14 fyrr á árum
og bjó ég þar um 16 ára skeið en þau
Axel og Edda hafa búið þar alla tíð.
Ég heimsótti Axel á áttræðisafmæli
hans þann 5. desember síðastliðinn
og áttum við þar ánægjulega sam-
verustund, þar sem við rifjuðum upp
gömul kynni. Var rætt um að hittast
á ný fljótlega. En enginn má sköpum
renna og þremur vikum síðar var
Axel allur. Við Hjördís sendum
Eddu, börnum þeirra og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur.
Gunnlaugur Briem.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina