Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Hjúkrunarfræðingar — símaráðgjöf Læknavaktin óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við símaráðgjöf utan dagvinnutíma hjá Læknavaktinni. Vinnuhlutfall samkomulagsat- riði. Fjölþætt starfsreynsla hjúkrunarfræðings mikil- væg, sérstaklega úr heilsugæslu. Umsóknum, ásamt ágripi af starfsferli og með- mælum, skal skilað til skrifstofu Læknavaktar- innar á Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, í síðasta lagi 29. janúar 2004. Frekari upplýsingar á skrifstofu Læknavaktar- innar á dagvinnutíma í síma 544 4114 eða á netfang: laeknavaktin@simnet.is. Læknavaktin Smáratorgi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Kyrrðardagar í Skálholti Á kyrrðardögum gefst kostur á andlegri og lík- amlegri hvíld og uppbyggingu í kyrrð, helgi og sögu Skálholtsstaðar. Næstu kyrrðardagar verða helgina 23.–25. janúar 2004 Leiðsögn annast Sigurður vígslubiskup Sigurðarson. Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is . Ungt fólk í Evrópu Styrkjaáætlun ESB Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2004. Hægt er að sækja um styrki hjá UFE fyrir 1. febrúar vegna verkefna, sem eiga að hefjast á tímabilinu 1. maí 2004 til 30. septmeber 2004. UFE styrkir fjöl- breytt verkefni, m.a. ungmennaskipti hópa, sjálfboðaþjónustu einstaklinga og frumkvæðisverkefni ungmenna. Öll umsóknarform er að finna á www.ufe.is . Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, sími 520 4646, ufe@itr.is TILKYNNINGAR Grindavíkurbær Skipulagsmál í Reykja- nesbæ og Grindavík Tillaga að deiliskipulagi á Reykjanesi Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi á Reykjanesi í Gerðahreppi. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnarg- ötu 12 og skrifstofu Grindavíkurbæjar á Víkur- braut 62 frá og með 16. janúar 2004 til 13. feb- rúar 2004. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. febrúar 2004. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, eða skrifstofu Grindavíkurbæjar á Víkurbraut 62. Hver sá sem eigi gerir athuga- semdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Deiliskipulagstillagan er byggð á breytingartil- lögu á aðalskipulagi sem samþykkt er hjá Reykjanesbæ og Grindavík, en ekki staðfest. Hægt er að nálgast upplýsingar um aðalskipu- lagsbreytinguna á skrifstofum sveitarfélag- anna. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Benedikt Ingi Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Grindavíkur. I.O.O.F. 12  1841168½  Ei. Í kvöld kl. 20.30 heldur Pétur Pétursson erindi um „Mynd- málið í Völuspá“ í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15.00 er kvikmyndasýning: „Viðtal við Joseph Campell“ í umsjá Arnars Guðmundssonar. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 í umsjá Jóns L. Arnalds: „Hugur er heimur II.“ Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. I.O.O.F. 1  1841168 Ei. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Kallað eftir erindum á UT2004 Dagana 5. og 6. mars stendur menntamála- ráðuneytið fyrir ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi undir heitinu UT2004, í húsnæði Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Yfirskrift ráðstefnunnar er Upplýsingatækni - vinnur með þér. Á UT2004 verður lögð áhersla á mannlega þátt- inn í upplýsingatækni í skólastarfi. Fjallað verð- ur um kennslufræði, siðferði, námsumhverfi, virkni nemenda og notkun upplýsingatækni í verklegri kennslu. Óskað er eftir tillögum að erindum fyrir ráð- stefnuna, skilafrestur er til 3. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, á skrifstofu Menntar, Grensásvegi 16a, í síma 599 1440 eða í net- fangi: gyda@mennt.is . FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR ATVINNA mbl.is Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 12. janúar spiluðu 18 pör Mitchell tvímenning alls 27 spil. Bifrestingarnir Hörður og Hlynur voru, eins og svo oft áður í vetur, hlutskarpastir. Þeir hlutu feikna skor og mætti helst halda að þeir væru í sérstakri úrvalsdeild félags- ins. „Gömlu karlarnir“ Örn og Krist- ján gerðu líka vel og unnu sinn riðil og skutu sveitarfélögum sínum, Jóni og Baldri, vel aftur fyrir sig. Úrslit urðu annars sem hér segir: N-S Hörður Gunnarss. – Hlynur Angantýss. 292 Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfsson 261 Guðm. Þorsteinss. – Flemming Jessen 247 Jón H. Einarsson – Elín Þórisd. 232 AV Örn Einarsson – Kristján Axelsson 249 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 238 Sindri Sigurgeirsson – Egill Kristinsson 228 Haraldur Jóhanns – Hermann Gunnlss. 224 Næstkomandi mánudag hefst að- alsveitakeppni félagsins og hafa þeg- ar verið skráðar 10 sveitir til leiks. Nánari upplýsingar veitir Jón Eyj- ólfsson í síma 893-6538. Bridsfélag Suðurnesja Starfsemin er hafin á nýja árinu. Þriggja kvölda butler-tvímenningur fyrsta kvöldið var sannkallað stelpu- kvöld því staðan er þessi: Svala Pálsdóttir – Grethe Íversen 52 Kjartan Ólason – Óli Þ. Kjartansson 47 Garðar Garðarss. – Þorgeir Halldórss. 46 Garðar Garðarss. – Kristján Kristjánss. 46 Næsta kvöld spilum við 30 spil og er því nauðsyn að allir mæti tíman- lega, kl. 19.30. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 12. janúar var spil- aður eins kvölds mitchel-tvímenn- ingur með þátttöku 20 para. Verð- laun veitt fyrir hæsta skorið í sitthvora áttina. Meðalskor 216. Hæsta skor í NS: N-S Karl Ómar Jónsson – Sigurður Ólafss. 262 Guðjón Sigurjónsson – Helgi Bogason 261 Ingólfur HLynsson – Snorri Sturluson 236 Jóna Magnúsd. – Hanna Sigurjónsd. 220 Hæsta skorið í AV: A-V Gunnlaugur Karlss. – Ásm. Örnólfss. 254 Ólafur A. Jónss. – Ragnhildur Gunn. 245 Gróa Guðnad. – Baldur Bjartmarsson 240 Sigurlaug Bergv. – Sveinn Símonars. 231 Næsta mánudag, 19. janúar, fer fram árleg keppni félaga, en þá bregða spilarar úr okkar klúbbi undir sig betri fætinum og heim- sækja Hafnfirðinga í Flatahraun 3. Þeir ætla að taka þar á móti 10 sveitum og munu klúbbarnar etja kappi í tveimur 16 spila leikjum á 10 borðum. Spilamennska hefst klukk- an 19:30. Spilarar hjá Barðstrend- ingum og konum eru hvattir til þess að mæta til leiks í þessa skemmti- legu keppni. Ekki er nauðsyn að mæta í sveitum, því sveitir verða myndaðar úr pörum eftir því sem þurfa þykir. Sveit Gylfa leiðir eftir tvær umferðir í Akureyrarmótinu Þriðjudagskvöldið 13. janúar fóru fram tvær fyrstu umferðirnar í Ak- ureyrarmótinu í sveitakeppni hjá Bridsfélagi Akureyrar. Átta sveitir taka þátt. Staðan eftir tvær umferðir er: Sveit Gylfa Pálssonar 45 Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 41 Sveit Unu Sveinsdóttur 38 Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 35 Sunnudagskvöldið 11. janúar fór fram einskvölds tvímenningur. Ell- efu pör tóku þátt. Úrslit voru: Kolbrún Guðveigsd. – Ragnheiður Har. 28 Gissur Jónasson – Hjalti Bergmann 22 Pétur Ö. Ragnarss. – Stefán Ragnarss. 13 Sveinbj. Sigurðss. – Frímann Stefánss. 7 Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum í Félagsheimilinu Hamri og byrjar spilamennskan klukkan 19.30. Á þriðjudagskvöld- um eru forgefin spil og keppnis- stjóri er á staðnum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.