Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 53
SAMFYLKINGIN í Kópavogi hefur
sent frá sér yfirlýsingu, þar sem mót-
mælt er harðlega niðurskurði til
heilsugæslumála í Kópavogi, sem
m.a. feli í sér fækkun lækna sem veita
bæjarbúum nauðsynlega þjónustu, að
því er fram kemur í yfirlýsingunni.
„Á fimmta þúsund einstaklingar
hjá heilsugæslunni í Kópavogi eru án
heimilislæknis og auk þess hefur
fjöldi Kópavogsbúa ekki verið skráð-
ur.
Niðurskurður til heilsugæslumála
eykur enn á þennan vanda.
Fundurinn tekur undir hörð mót-
mæli læknaráðs heilsugæslunnar í
Kópavogi, sem koma fram í bréfi þess
til heilbrigðisráðherra og fram-
kvæmdastjóra heilsugæslunnar. Staða
mála er óásættanleg. Ríkisstjórn
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og
stuðningsmenn hennar á þingi og í
bæjarstjórn Kópavogs bera fulla
ábyrgð á hvernig málum er komið.
Fundurinn hvetur bæjarfulltrúa og
alþingismenn flokksins að berjast fyr-
ir réttlátum og nauðsynlegum fjár-
veitingum til heilsugæslumála í Kópa-
vogi,“ segir í yfirlýsingu Samfylk-
ingarinnar.
Mótmæla niðurskurði til
heilsugæslu í Kópavogi
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að árekstri og slysi á
gatnamótum Grensásvegar og
Miklubrautar 13. janúar kl. 14.18.
Þar lentu saman rauð Daihatsu
Charade bifreið og blá Honda Ac-
cord. Umferð um gatnamót er stýrð
með umferðarljósum og er ágrein-
ingur um stöðu ljósanna. Þeir sem
geta gefið frekari upplýsingar eru
beðnir um að snúa sér til umferð-
ardeildar lögreglunnar í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
Í MYNDARTEXTA með frétt um
frumsýningu á kvikmyndinni In the
Cut, sem birtist á mánudaginn, er
meinleg rangfærsla. Hið rétta er að á
myndinni var Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari ásamt
Lárusi Guðmundssyni, auglýsinga-
stjóra RÚV. Hann er hér með beðinn
velvirðingar á mistökunum.
Minni eyðsla Legacy
Í bílablaðinu á miðvikudaginn voru
rangar tölur um eyðslu nýs Subaru
Legacy. Hið rétta er að eyðslan fer
niður um 21% og í langbaksgerðinni
eyðir hann með sjálfskiptingu 10,4
lítrum innanbæjar og 7,5 lítrum í
blönduðum akstri. Beðist er velvirð-
ingar á rangfærslum.
Nafn félags misritaðist
Í aðsendri grein eftir Elsu B. Frið-
finnsdóttur sem birtist í blaðinu í gær
var misritað að Hjúkrunarfélag Ís-
lands og Fél. háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga hefðu sameinast fyrir 10
árum í Félag háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga. Þau sameinuðust í Fé-
lag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
LEIÐRÉTT
ET flutningar í Klettagörðum hafa
stofnað, ásamt Jóhannesi Bachmann
deildarstjóra, nýja deild innan fyr-
irtækisins. Um er að ræða Búslóða-
deild ET sem hefur tekið til starfa og
sérhæfir sig í búslóðaflutningum og
ráðleggingum eftir því hvað við á
hverju sinni. Við flutningana eru not-
aðir gámar og eru flutningar milli
heimila innifaldir frá gömlu íbúðinni
til nýju íbúðarinnar á Reykjavíkur-
svæðinu. ET flutningar er eitt
stærsta einkafyrirtæki í gámaflutn-
ingum og þungaflutningum s.s. á
vinnuvélum og sumarhúsum.
Búslóðadeild ET býður upp á
gáma sem hver og einn getur fengið í
allt að þrjá daga í senn eða lengur og
getur fyllt hann á þeim tíma sem
hentar og losað hann á sama hátt.
ET stofnar
búslóðadeild
Vínþjónakeppni og sýning Vín-
sýning á vegum Íslensku vínþjóna-
samtakanna verður haldin á Hótel
Loftleiðum á morgun, laugardag-
inn 24. og sunnudaginn 25. janúar.
Sýningin er opin kl 14–18 báða
dagana og er aðgangseyrir 1.000
kr. og er Riedel-vínglas innifalið í
verðinu. Innflytjendur vína á Ís-
landi verða með bás á sýningunni
og kynna vín sín og gefa fólki að
smakka. Nokkrir erlendir víngerð-
armenn eða fulltrúar þeirra munu
kynna sín vín. Ostabúðin og Sand-
holt bakarí verða einnig á svæðinu
og kynna vörur sínar.
Samhliða sýningunni verður haldin
Ruinart Trophy-vínþjónakeppnin.
Sigurvegari í keppninni fer til
Reims í Frakklandi í júní og tekur
þátt í úrslitakeppninni og keppir
við fulltrúa annarra landa, segir í
fréttatilkynningu.
Samræður um heilbrigðisþjón-
ustu Vinstri grænir í Reykjavík
boða til samræðna um heilbrigð-
isþjónustu á morgun, laugardag 17.
janúar, kl. 13. Samræðurnar fara
fram í húsnæði Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs í Hafn-
arstræti 20, gengið inn frá Lækj-
artorgi, og eru öllum opnar.
Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði
og Ólafur Þór Gunnarsson, læknir,
munu brjóta ísinn.
Þekkir þú stéttarfélagið þitt?
SFR, stéttarfélag í almannaþjón-
ustu, stendur fyrir þingi sem ætlað
er félagsmönnum á aldrinum 17–35
ára. Yfirskrift þingsins er „Þekkir
þú stéttarfélagið þitt“? Á þinginu
verður ýmsum spurningum velt
upp og fjallað sérstaklega um ungt
fólk og lífsgæðakapphlaupið. Tveir
ungliðar koma til með að ræða um
kosti og galla lífsgæðakapphlaups-
ins og skapa umræður um mál-
efnið. Auk þess verða viðhorf ungs
fólks til stéttarfélagsins rædd.
Þingið fer fram á morgun, laug-
ardaginn 17. janúar, kl. 14–19, í
húsakynnum félagsins á Grett-
isgötu 89, 4. hæð. Allar nánari upp-
lýsingar um þingið, dagskrá þess
og erindi er að finna á á www.sfr.is.
Á MORGUN
NÝ líkamsræktarstöð verður opnuð í
febrúarmánuði næstkomandi í gamla
Slipphúsinu við Mýrargötu 2–8,
skammt frá miðbæ Reykjavíkur.
Undanfarið hafa iðnaðarmenn unnið
við að gera verulegar breytingar á
húsinu en stöðin verður innréttuð á
ný frá grunni í tæplega 400 fermetra
húsnæði.
Það er Finnur A. Karlsson sem
hyggst opna þarna nýja stöð með að-
stoð góðra manna en hann hefur verið
nátengdur líkamsrækt og lyftingum
um áratugaskeið. Síðastliðin ár hefur
hann séð um rekstur líkamsræktar-
stöðvarinnar Gym Ármann í Einholti
6. Að sögn Finns var húsnæðið í Ein-
holtinu um margt óhentugt og líkams-
ræktarstarfsemin þar að auki rekist á
við ýmsa aðra starfsemi í húsinu.
„Við höfðum um nokkurt skeið ver-
ið að leita okkur að nýju húsnæði og
þegar okkur bauðst þetta húsnæði
svona nálægt miðbænum ákváðum
við að slá til. Ég tel að það séu góðir
möguleikar fyrir nýja stöð á þessu
svæði enda bjartsýn á framtíð mið-
bæjarins,“ sagði Finnur.
Ný líkamsræktar-
stöð í miðbæinn
Smáralind, 1. hæð,
sími 553 6622
www.hjortur.is
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA