Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 53 SAMFYLKINGIN í Kópavogi hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem mót- mælt er harðlega niðurskurði til heilsugæslumála í Kópavogi, sem m.a. feli í sér fækkun lækna sem veita bæjarbúum nauðsynlega þjónustu, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Á fimmta þúsund einstaklingar hjá heilsugæslunni í Kópavogi eru án heimilislæknis og auk þess hefur fjöldi Kópavogsbúa ekki verið skráð- ur. Niðurskurður til heilsugæslumála eykur enn á þennan vanda. Fundurinn tekur undir hörð mót- mæli læknaráðs heilsugæslunnar í Kópavogi, sem koma fram í bréfi þess til heilbrigðisráðherra og fram- kvæmdastjóra heilsugæslunnar. Staða mála er óásættanleg. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og stuðningsmenn hennar á þingi og í bæjarstjórn Kópavogs bera fulla ábyrgð á hvernig málum er komið. Fundurinn hvetur bæjarfulltrúa og alþingismenn flokksins að berjast fyr- ir réttlátum og nauðsynlegum fjár- veitingum til heilsugæslumála í Kópa- vogi,“ segir í yfirlýsingu Samfylk- ingarinnar. Mótmæla niðurskurði til heilsugæslu í Kópavogi LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri og slysi á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar 13. janúar kl. 14.18. Þar lentu saman rauð Daihatsu Charade bifreið og blá Honda Ac- cord. Umferð um gatnamót er stýrð með umferðarljósum og er ágrein- ingur um stöðu ljósanna. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir um að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Í MYNDARTEXTA með frétt um frumsýningu á kvikmyndinni In the Cut, sem birtist á mánudaginn, er meinleg rangfærsla. Hið rétta er að á myndinni var Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari ásamt Lárusi Guðmundssyni, auglýsinga- stjóra RÚV. Hann er hér með beðinn velvirðingar á mistökunum. Minni eyðsla Legacy Í bílablaðinu á miðvikudaginn voru rangar tölur um eyðslu nýs Subaru Legacy. Hið rétta er að eyðslan fer niður um 21% og í langbaksgerðinni eyðir hann með sjálfskiptingu 10,4 lítrum innanbæjar og 7,5 lítrum í blönduðum akstri. Beðist er velvirð- ingar á rangfærslum. Nafn félags misritaðist Í aðsendri grein eftir Elsu B. Frið- finnsdóttur sem birtist í blaðinu í gær var misritað að Hjúkrunarfélag Ís- lands og Fél. háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga hefðu sameinast fyrir 10 árum í Félag háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga. Þau sameinuðust í Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræðinga. LEIÐRÉTT ET flutningar í Klettagörðum hafa stofnað, ásamt Jóhannesi Bachmann deildarstjóra, nýja deild innan fyr- irtækisins. Um er að ræða Búslóða- deild ET sem hefur tekið til starfa og sérhæfir sig í búslóðaflutningum og ráðleggingum eftir því hvað við á hverju sinni. Við flutningana eru not- aðir gámar og eru flutningar milli heimila innifaldir frá gömlu íbúðinni til nýju íbúðarinnar á Reykjavíkur- svæðinu. ET flutningar er eitt stærsta einkafyrirtæki í gámaflutn- ingum og þungaflutningum s.s. á vinnuvélum og sumarhúsum. Búslóðadeild ET býður upp á gáma sem hver og einn getur fengið í allt að þrjá daga í senn eða lengur og getur fyllt hann á þeim tíma sem hentar og losað hann á sama hátt. ET stofnar búslóðadeild Vínþjónakeppni og sýning Vín- sýning á vegum Íslensku vínþjóna- samtakanna verður haldin á Hótel Loftleiðum á morgun, laugardag- inn 24. og sunnudaginn 25. janúar. Sýningin er opin kl 14–18 báða dagana og er aðgangseyrir 1.000 kr. og er Riedel-vínglas innifalið í verðinu. Innflytjendur vína á Ís- landi verða með bás á sýningunni og kynna vín sín og gefa fólki að smakka. Nokkrir erlendir víngerð- armenn eða fulltrúar þeirra munu kynna sín vín. Ostabúðin og Sand- holt bakarí verða einnig á svæðinu og kynna vörur sínar. Samhliða sýningunni verður haldin Ruinart Trophy-vínþjónakeppnin. Sigurvegari í keppninni fer til Reims í Frakklandi í júní og tekur þátt í úrslitakeppninni og keppir við fulltrúa annarra landa, segir í fréttatilkynningu. Samræður um heilbrigðisþjón- ustu Vinstri grænir í Reykjavík boða til samræðna um heilbrigð- isþjónustu á morgun, laugardag 17. janúar, kl. 13. Samræðurnar fara fram í húsnæði Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs í Hafn- arstræti 20, gengið inn frá Lækj- artorgi, og eru öllum opnar. Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði og Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, munu brjóta ísinn. Þekkir þú stéttarfélagið þitt? SFR, stéttarfélag í almannaþjón- ustu, stendur fyrir þingi sem ætlað er félagsmönnum á aldrinum 17–35 ára. Yfirskrift þingsins er „Þekkir þú stéttarfélagið þitt“? Á þinginu verður ýmsum spurningum velt upp og fjallað sérstaklega um ungt fólk og lífsgæðakapphlaupið. Tveir ungliðar koma til með að ræða um kosti og galla lífsgæðakapphlaups- ins og skapa umræður um mál- efnið. Auk þess verða viðhorf ungs fólks til stéttarfélagsins rædd. Þingið fer fram á morgun, laug- ardaginn 17. janúar, kl. 14–19, í húsakynnum félagsins á Grett- isgötu 89, 4. hæð. Allar nánari upp- lýsingar um þingið, dagskrá þess og erindi er að finna á á www.sfr.is. Á MORGUN NÝ líkamsræktarstöð verður opnuð í febrúarmánuði næstkomandi í gamla Slipphúsinu við Mýrargötu 2–8, skammt frá miðbæ Reykjavíkur. Undanfarið hafa iðnaðarmenn unnið við að gera verulegar breytingar á húsinu en stöðin verður innréttuð á ný frá grunni í tæplega 400 fermetra húsnæði. Það er Finnur A. Karlsson sem hyggst opna þarna nýja stöð með að- stoð góðra manna en hann hefur verið nátengdur líkamsrækt og lyftingum um áratugaskeið. Síðastliðin ár hefur hann séð um rekstur líkamsræktar- stöðvarinnar Gym Ármann í Einholti 6. Að sögn Finns var húsnæðið í Ein- holtinu um margt óhentugt og líkams- ræktarstarfsemin þar að auki rekist á við ýmsa aðra starfsemi í húsinu. „Við höfðum um nokkurt skeið ver- ið að leita okkur að nýju húsnæði og þegar okkur bauðst þetta húsnæði svona nálægt miðbænum ákváðum við að slá til. Ég tel að það séu góðir möguleikar fyrir nýja stöð á þessu svæði enda bjartsýn á framtíð mið- bæjarins,“ sagði Finnur. Ný líkamsræktar- stöð í miðbæinn Smáralind, 1. hæð, sími 553 6622 www.hjortur.is ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.