Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 54

Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 54
DAGBÓK 54 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sunna kemur í dag. Richmond Park og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pétur Jónsson og Pol- ar Amaroq fóru í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhóp- ur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ullarþæfing kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsfundur verður í félagsheimilinu Gjá- bakka, laugardaginn 17. janúar kl.14. Rætt verður um starf félags- ins og samskipti við bæjaryfirvöld. Bæj- arstjóri Kópavogs og félagsmálastjóri mæta á fundinn. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9. Brids kl 13, bilj- ard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda æf- ing kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 gönguferð, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga frá 9– 17. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Föstudaginn 23. janúar verður þorrablót kl. 18. Húsið opnar kl. 17.30. Dans og söngur. Gamanmál. Minni karla. Lukku- vinningur. Skráning í síma: 587 2888 eða á skrifstofu. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans. Föstudag- inn kl.13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar, kl.14.30 dansað í kaffitímanum við lagaval Sigvalda, rjómaterta með kaffinu. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga frá 9– 17. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Messa í dag kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í s. 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Í dag er föstudagur 16. janúar, 16. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.)     Haukur Þór Haukssonritar pistil á frelsi.is, heimasíðu Heimdallar, undir fyrirsögninni Hringavitleysa og fjöl- miðlar. Hann beinir spjót- um sínum að hugmyndum um lagasetningu gegn hringamyndun í atvinnu- lífinu og um eignarhald fjölmiðlafyrirtækja, en þær hafa verið áberandi að undanförnu.     Haukur segir: „Nú eruppi umræða þess efnis að setja þurfi sér- stök lög annars vegar gegn svokallaðri hringa- myndun fyrirtækja og hins vegar um það hverjir megi eiga í fjölmiðlafyr- irtækjum.     Að mínu mati eru lögum fyrrnefnd atriði ekki réttlát. Það verður að huga að því að Ísland er fámennt land og því ekkert óeðlilegt að fá fyr- irtæki séu starfandi í ákveðnum markaðs- geirum.     Frjáls markaður snýstum það að þeir sem eru á honum sitji við sama borð. Ef aðili á markaði nýtur lagalegrar verndar gegn samkeppni, þá fyrst skapast veruleg hætta á einokun.     Slík hætta skapast einn-ig ef aðili á markaði fær fjármuni skattgreið- enda til að spila úr í sam- keppni við hina aðilana sem ekkert skattfé fá. Við slík skilyrði getur að- gengi að markaði verið sama sem ekkert.     Einkareknu fjölmiðlarn-ir á Íslandi búa við æði bjagaða samkeppni og í raun merkilegt að þeir skuli hafa haldið lífi allt frá „hruni fjölmiðla- múrsins“ 1986.     Afnotagjöld RÚV geraþað að verkum að margir þeirra sem það greiða hafa ekki efni á að eyða meiru í fjölmiðla og láta þar við sitja. En RÚV lætur ekki þar við sitja heldur herjar einnig grimmt á auglýs- ingamarkaðinn.     Ágætt er að hugsa sérað álíka aðstæður væru á markaði fyrir bakkelsi. Ég er ansi hræddur um að ekki yrði tekið vel í það að áður en maður mætti kaupa sér bakkelsi í uppáhalds- bakaríinu sínu yrði mað- ur fyrst að versla við Rík- isbakaríið fyrir tiltekna fjárhæð, óháð því hvort manni þætti bakkelsið þar gott eða vont, dýrt eða ódýrt.     Besta aðferðin til aðauka samkeppni og þar með lækka verð á vöru og þjónustu er að lækka álögur á fyrirtæki, hafa lagarammann skýr- an og einfaldan og lág- marka skriffinnsku.“ STAKSTEINAR Hringamyndun, fjölmiðlar og frjáls markaður Víkverji skrifar... Síðastliðinn þriðjudag birtist á for-síðu Morgunblaðsins lítil frétt um úrslit sjöundu árlegu keppn- innar um fáránlega viðvörunarmiða, sem haldin var í Michigan í Banda- ríkjunum. Í fjórða sæti lenti m.a við- vörunarmiðinn „hættulegt að gleypa“, sem var límdur á spún með þremur önglum. Víkverja áskotn- aðist um daginn kerti með viðvör- unarmiða, sem hefði átt fullt erindi í þessa samkeppni og verður kannski þýddur og sendur í keppnina á næsta ári. Viðvaranir á miðanum eru svohljóðandi: „Fjarlægið umbúðirnar áður en kveikt er á kertinu. Klippið af kveiknum í hvert sinn sem kveikt er. Hann á að vera 7 mm langur. Þegar vaxpollurinn nær að brún- um kertisins, slökkvið á kertinu, lát- ið kólna, ath. kveikinn og kveikið aft- ur. Látið brenna hámark 2–3 klst. í einu. Farið aldrei frá logandi kerti. Haldið frá börnum og dýrum.“ Já, það er víst aldrei of varlega farið. Víkverji hefði reyndar haldið að sá, sem á annað borð hefur menntun og þroska til að komast fram úr svona viðvörunartexta, ætti að geta sagt sér þetta flest sjálfur – nema kannski að kveikurinn eigi að vera sjö millimetrar. Víkverji verður að muna eftir málbandinu, næst þegar hann kveikir á kertinu. x x x Allir vita að heimabrugg er vont.Jafnvel þótt það heiti ein- hverjum fínum nöfnum, hráefnið sé selt í snyrtilegri búð og með fylgi vandaðar leiðbeiningar verður vín, sem fólk er að bauka við að brugga í kjallaranum heima hjá sér, aldrei jafngott og vín, sem framleitt er af atvinnumönnum samkvæmt alda- gömlum hefðum í rótgrónum vín- ræktarlöndum. Samt drekkur stór hluti þjóðarinnar heimabrugg. Jafn- vel vaxandi hluti. Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að rétt tæp- lega fjórðungur þjóðarinnar hefði drukkið heimabruggað vín síðast- liðna tólf mánuði, samkvæmt könn- un sem IBM ráðgjöf gerði fyrir Samtök verzlunarinnar. Fyrir tæp- um fjórum árum birtist könnun, gerð af Gallup fyrir ÁTVR, þar sem svipuð niðurstaða - raunar aðeins lægra hlutfall - kom fram. Af hverju lætur fólk sig hafa það að drekka sitt eigið samsull? Svarið er auðvitað að það langar til að geta fengið sér léttvínsglas heima hjá sér, með matnum eða bara eitt og sér, eins og fólk í öðrum Evrópulöndum, en það hefur ekki efni á því að kaupa vönduð vín í Ríkinu. Fjármálaráðu- neytið leggur á léttvín hæsta áfeng- isgjald í heimi og ýtir fólki þar með út í hina vafasömu heimaframleiðslu, sem í bezta falli stuðlar að verri vín- menningu og í versta falli að því að fólk fái í magann. Er ekki mál að linni? spyr Víkverji. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spilling í fjármálum ATHUGUNARVERÐAR greinar birtast nú í nýjasta blaði Business Week, og fjalla þ.á m. um bestu og verstu forstjóra stórfyrir- tækja 2003, aðallega í Bandaríkjunum en einnig í Þýskalandi, Japan, Ítalíu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ísland virðist ekki vera þar á meðal, enda kannski lítið í sniðum og al- saklaust. Flestir hafa fylgst með fréttum af alls kyns hneykslismálum stórfyrir- tækja, t.d. Enron, World Com, Tyco-International og nú nýjasta dæminu, Parma- lat á Ítalíu, sem sennilega verður þeirra stærst. Ótrúlegustu tölur eru birtar, svo milljörðum doll- ara nemur, sem margfald- ast síðan með 70 ísl. kr. plús eða mínus, eftir gengi hvers fyrirtækis. Margir af hinum kunnustu forstjórum stór- fyrirtækja, sem borist hafa mikið á í heimspressunni undanfarin ár, sitja nú bak við lás og slá í fangelsum, eða standa í réttarsölum, ákærðir fyrir meint stór- felld brot í starfi og eiga yfir höfði sér stórar fésektir og upp í 30 ár í fangelsi. Árið 1999 var skipaður í New York nýr „Attorney General“, æðsti lögfræði- legur embættismaður ríkis, sem flytur mál fyrir þess hönd, og er stjórnum til ráðuneytis í lögfræðilegum efnum, Eliot Spitzer að nafni aðeins 42 ára. Sá hefur mannaforráð upp á 1.800 manns, þar af 500 lögfræðinga. Hann hef- ur ýtt heldur betur við ýms- um fjármálastofnunum og fjárfestingafélögum. Til dæmis má nefna að 10 aðal- fjárfestar á Wall Street hlutu 1,4 milljarða dollara sektir fyrir ólögleg samsæri og athæfi. Spitzer getur hvorutveggja stefnt fyrir rétt og lögsótt. Nú sem stendur eru 33 fjárfestinga- og fjármála- fyrirtæki í rannsókn, og hafa 15 lögfræðingar verið sérstaklega ráðnir til þeirra starfa. 32 forstjórar hafa þegar tekið pokann sinn og látið af störfum. Margs er að gæta. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust á Bárugötunni. Upplýsingar í síma 551 5935 og 696 1833. Bakpoki í óskilum BAKPOKI, grár og svartur með KR hálstrefli í, fannst austarlega á Nýbýlavegi í Kópavogi þriðjudaginn 13. janúar. Upplýsingar í síma 564 5133 e. kl. 19.00. Dýrahald Páfagaukur í óskilum BLÁR og hvítur páfagauk- ur flaug inn um glugga á Bárugötunni sl. laugardag. Upplýsingar í síma 824 0679. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst í Miðhúsum í Grafarvogi sl. föstudag. Upplýsingar í síma 897 0357. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 fróðlegt, 8 kirtill, 9 nið- urgangurinn, 10 veið- arfæri, 11 karlfugls, 13 reiður, 15 rass, 18 veg- urinn, 21 sjór, 22 líkams- hlutarnir, 23 æsir, 24 gleðskapinn. LÓÐRÉTT 2 stórfljót, 3 kvista niður, 4 nam, 5 lítilfjörlega per- sónu, 6 slöpp, 7 þvingar, 12 blóm, 14 fugl, 15 rúms, 16 dimmviðris, 17 kven- dýrið, 18 auðfarin, 19 hljóðfærið, 20 gefa að borða. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 nepja, 4 bátur, 7 letja, 8 refil, 9 rím, 11 sorg, 13 bana, 14 æruna, 15 kyns, 17 klár, 20 hak, 22 gjóta, 23 rifum, 24 neita, 25 forna. Lóðrétt: 1 nálús, 2 pútur, 3 afar, 4 barm, 5 tefja, 6 rolla, 10 ímuna, 12 gæs, 13 bak, 15 kúgun, 16 njóli, 18 lifir, 19 rimma, 20 hala, 21 kref. Krossgáta  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.