Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 55

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert áreiðanleg/ur og ábyrg/ ur og leitar lífsfyllingar í vinnunni. Styrkur þinn felst í því að þú þekkir takmörk þín. Það verða miklar breytingar í lífi þínu á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert óvenju tilfinninganæm/ ur í dag. Þú gætir jafnvel fundið til öfundar í garð einhvers og það valdið þér hugarangri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Beindu athygli þinni að nánustu samböndum þínum í dag. Ef þú lendir í deilum munu þær senni- lega taka óvenjumikið á þig. Þú ættir því að reyna að forðast átök. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt njóta þess að sinna handavinnu og gæludýrum í dag. Einbeittu þér að því að skipuleggja og þrífa heimilið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ástarsamband þitt gæti öðlast aukna dýpt í dag. Tilfinningar þínar til barna þinna eru einnig sérlega hlýjar. Hlúðu að þessum jákvæðu tilfinningum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur þörf fyrir að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú þarft tíma til að endurmeta af- stöðu þína til lífsins. Þú gætir jafnvel komið auga á úrelta ávana í leiðinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst þú standa og falla með skoðunum þínum í dag. Það er hætt við að þetta geri þig ein- strengingslega/n og skeyting- arlausa/n um skoðanir annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Umhverfi þitt skiptir þig alltaf miklu máli og nú finnst þér gott að hafa kunnuglega hluti í kring um þig. Þú lætur þér óvenju annt um veraldlega hluti í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tunglið er í merkinu þínu og það gerir þig óvenju sjálf- hverfa/n. Það er ekki endilega neikvætt að láta sína eigin hags- muni ganga fyrir þörfum ann- arra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfum/sjálfri þér í dag. Best væri ef þú gætir farið ein/n út í náttúruna. Þú kannt illa við að vera lokuð/lokaður inni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt eiga uppörvandi sam- tal við vinkonu þína í dag. Það getur verið að hún staðfesti það sem þú veist nú þegar en það verður eftir sem áður gott að heyra það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt á einhvern hátt verða í sviðsljósinu í dag. Gættu að framkomu þinni því aðrir gætu tekið sér hana til eftirbreytni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar til að flýja raunveru- leikann í dag. Mundu að nei- kvæðni skilar engum árangri. Þú getur annað hvort reynt að breyta hlutunum eða sætt þig við þá eins og þeir eru. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FLJÚGANDI BLÓM Vel sé yður, ó, vængjaða blómskrúð drottins, vinir himins og jarðar, sem einhverju sinni, löngu áður en ártöl og sögur hófust, uxuð til skínandi flugs upp af jörðinni minni. Því fögnuður yðar fann sér ei lengur rætur í faðmi hennar, og þó hafði jörðin borið að sínu leyti umhyggju fyrir yður engu minni en jafnvel sólin og vorið. En þökk sé yður, að hversu hátt sem þér leitið mót himni og sól, þá komið þér ávallt til baka að syngja fyrir þau blómin, sem urðu eftir og enn hafa hvorki lært að fljúga né kvaka. – – – Tómas Guðmundsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA SVÍINN Eric Jannersten skrifaði fyrir margt löngu ágæta bók um baráttu sagn- hafa í vondri stöðu: „Enda chansen“ heitir bókin á frummálinu, sem við skulum bara þýða sem „Síðasta hálmstráið“. Þetta spil úr Reykjavíkurmótinu hefði átt heima í riti Jannerstens: Norður ♠ÁG87 ♥Á5 ♦ÁKG ♣Á763 Suður ♠K106 ♥KD10862 ♦2 ♣G52 Suður verður sagnhafi í sex hjörtum án afskipta AV af sögnum. Vestur kemur út með tígul, sem tekinn er í borði með ás og hjartaás lagður niður. Og þá hendir austur tígli! Hver er „eini möguleikinn“? Vestur hefur sem sagt hafið lífsbaráttuna með G97xx í hjarta. Sem gefur honum tvo slagi, nema í því eina tilfelli að hægt sé að berhátta hann til hliðar og endaspila svo í trompi. Til að þetta sé hægt verður vestur að vera með skiptinguna 4- 5-3-1. Ekkert annað dugir: Norður ♠ÁG87 ♥Á5 ♦ÁKG ♣Á763 Vestur Austur ♠D954 ♠32 ♥G9743 ♥-- ♦1085 ♦D97643 ♣K ♣D10984 Suður ♠K106 ♥KD10862 ♦2 ♣G52 Sagnhafi hendir laufi í tíg- ulkóng og trompar tígul. Spilar svo spaðatíu með því hugarfari að svína, því drottningin er líklegri með fjórum spilum en tveimur. Ef vestur leggur drottn- inguna á, drepur sagnhafi, spilar spaða á kóng og svínar fyrir níuna. Hendir laufi í fjórða spaðann, spilar laufás og laufi og trompar smátt. Og vestur er dæmdur maður. Svona hefði spilið litið út í bók Jannerstens, en í reynd átti vestur skiptinguna 2-5- 4-2 og slemman fór alls stað- ar 2-3 niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 Bxd2+ 5. Dxd2 d5 6. g3 O-O 7. Bg2 Rbd7 8. Dc2 c6 9. O-O De7 10. cxd5 exd5 11. Rc3 Re4 12. Hfe1 Rdf6 13. e3 h6 14. Re5 Bf5 15. f3 Rd6 16. Db3 Hab8 17. Had1 Rd7 18. Db4 Rxe5 19. dxe5 Rc8 20. Df4 Be6 21. g4 Rb6 22. Dg3 f6 23. b3 Rd7 24. exf6 Dxf6 25. Re2 Hfe8 26. h4 g5 27. hxg5 hxg5 28. f4 He7 29. Rd4 Hg7 30. f5 Bf7 31. Kf2 He8 32. Hh1 Rf8 33. Hh3 c5 34. Rb5 d4 35. e4 Hh7 36. Hxh7 Rxh7 37. Rd6 He7 38. Hh1 b6 Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem stendur nú yfir sem hæst í Wijk aan Zee í Hollandi. Tea Lanchava-Bosboom (2323) hafði hvítt gegn Maarten Etmans (2225). 39. e5! Hxe5 40. Rxf7 He3 svartur myndi tapa manni eftir 40... Kxf7 41. Hxh7+. 41. Dc7 Rf8 42. Hh8+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí 2003 í Hall- grímskirkju af sr. Sigurði Pálssyni þau Bergþóra Ragnarsdóttir og Jón Bjarnason. Heimili þeirra er í Reykjavík. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af séra Petrínu Mjöll Jó- hannesdóttur þau Helen Garðarsdóttir og Kristján Guðmundsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.818 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Helga Katrín Jónsdóttir og Ester Rós Brynjarsdóttir. HLUTAVELTA Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldir borgara starf. Brids- aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Laugar- dagur: Kl. 15 Litlir lærisveinar, aukaæf- ing hjá yngri hóp. Kl. 15.30 Litlir læri- sveinar, aukaæfing hjá eldri hóp. Kórstjóri Joanna Wlasczcyk og umsjón- armaður Kristín Halldórsdóttir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20– 14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Kirkjuskólinn hef- ur göngu sína að nýju eftir jólaleyfi nk. laugardag, 17. janúar, í Víkurskóla kl. 11.15–12. Nýjar bækur og myndir. Rebbi refur heldur áfram námi í kristindómi í brúðuleikhúsinu. Biblíusögur, söngur og listastund. Hittumst hress og kát á nýja árinu. Veirð dugleg að mæta og munið að bjóða vinum ykkar með. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11:00. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas. 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 10–12 ára velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op- inn. Safnaðarstarf Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Á fyrsta spilakvöldi félagsins eft- ir áramót var spilaður eins kvölds Mitchel-tvímenningur með þátttöku 20 para. Veitt voru verðlaun fyrir hæstu skorina í hvora átt. Keppni var hörð um efstu sætin eins og úr- slitin bera með sér. Hæsta skor í NS, meðalskor 216: Jón V. Jónmundss. – Unnar Atli Guðm. 247 Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánsson 241 Ólafur A. Jónss. – Raghildur Gunnarsd.234 Hæsta skor í AV: Jón Guðm. Jónss. – Friðjón Margeirss. 268 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 266 Jens Jensson – Jón Steinar Ingólfsson 222 Næsta keppni félagsins, 12. jan- úar, er aftur eins kvölds tvímenn- ingur með verðlaunum fyrir hæsta skor. Þann 19. janúar fer fram fé- lagakeppni við Bridsfélag Hafnar- fjarðar og eru félagsmenn hvattir til þess að fjölmenna í Hafnarfjörð- inn. Sveit Gylfa leiðir eftir tvær umferðir í Akureyrarmótinu Þriðjudagskvöldið 13. janúar fóru fram tvær fyrstu umferðirnar í Ak- ureyrarmótinu í sveitakeppni hjá Bridsfélagi Akureyrar. Átta sveitir taka þátt. Staðan eftir tvær umferðir er: Gylfa Pálssonar 45 Stefáns Vilhjálmssonar 41 Unu Sveinsdóttur 38 Sparisjóðs Norðlendinga 35 Sunnudagskvöldið 11. janúar fór fram einskvölds tvímenningur. Ell- efu pör tóku þátt. Úrslit voru: Kolbrún Guðveigsd. – Ragnheiður Har. 28 Gissur Jónasson – Hjalti Bergmann 22 Pétur Örn Ragnarss. – Stefán Ragnarss. 13 Sveinbjörn Sigurðss. – Frímann Stefánss. 7 Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum í Félagsheimilinu Hamri og byrjar spilamennskan klukkan 19.30. Á þriðjudagskvöld- um eru forgefin spil og keppnis- stjóri er á staðnum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson PENNAVINIR HIDEKAZU, sem er 33 ára japanskur maður, óskar eftir að skrifast á við íslenskar konur. Hann hefur mikinn áhuga á landi og þjóð. Hidekazu Midurikana 2269-2 Hikakawa Chú, Miduriku Chiba City, Chibaken, Japan. LUCIANO óskar eftir að komast í samband við ís- lenska safnara. Hann safnar m.a. peningum og ýmsu er tengist fótbolta, t.d. miðum, árbókum, prógrömmum o.s.frv. Luciano Zinelli, Via Mercadante, 18 42100 Reggio Emilia, Italia. JESSICA, sem er 15 ára frá Bandaríkjunum, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hún hefur áhuga á Íslandi. Jessica Ziegler, 3040 South Queen St., Dallastown P.A. 17313, USA Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Útsala 25-80% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.