Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 57

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 57 SIGFÚS Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn gegn Dön- um og gerði það heldur betur af krafti, skoraði 5 mörk og fékk á sig þrjár brottvísanir, þannig að hann kom ekki meira við sögu. Hann sagði við Morgunblaðið að hann kenndi sér einskis meins í bakinu. „Ég er bara góður, fann ekki fyrir neinu. Ég var kannski svolítið æstur, var fúll yfir því að hafa setið og horft á alla leikina gegn Sviss, og það fóru að koma göt í vörnina þegar leið á hálfleikinn þar sem ég fór fullmikið út á móti skyttunum, en þetta var rosalega gaman. Það var harkalegt að fá þriðju brottvísunina í lok hálfleiksins, við Boldsen rákum höfuðin saman og hann steinlá. En maður verður að vera grimmur og taka á, það er ekki hægt annað. Ég komst í góðan takt við leikinn, greip vel á lín- unni, en viðurkenni að ég var orðinn þreyttur undir lok hálfleiksins, svo þetta var kannski hæfilegur skammtur fyrir mig að sinni. Fyrsti leikur er alltaf erfiður eftir svona hlé, en ég verð afslappaðri gegn Svíum á morgun og þá verður þetta öðruvísi,“ sagði Sigfús Sigurðsson. Sigfús kennir sér einskis meins LJÓST er að Danir og Svíar munu ekki sýna hvorir öðrum allar sínar bestu hliðar á morg- un þegar þjóðirnar mætast í lokaumferð LK-bikarsins í Far- um-höllinni í Kaupmannahöfn. „Það er öruggt að bæði liðin koma til með að geyma sín helstu tromp í þessum leik, vegna þess að það eru líkur á að þau mætist í milliriðlinum í Slóv- eníu,“ sagði Torben Winther, landsliðsþjálfari Dana, við BT í gær. Viðureign Dana og Svía er lokaleikur mótsins, á eftir leik Íslendinga og Egypta á sama stað. Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af slíkum feluleik í mótinu því þeir geta hvorki mætt Svíum né Dönum, komist þeir í milliriðil á EM. Önnur hvor þjóðanna gæti aðeins orðið andstæðingur Íslands í leikjum um sæti í lok mótsins og þá hefðu þjálfarar liðanna ekkert að fela lengur eftir að hafa spil- að sex til sjö leiki fram að því í keppninni. Svíar eru í A-riðli í Slóveníu með Rússum, Úkraínumönnum og Svisslendingum en Danir eru í B-riðli með Spánverjum, Portú- gölum og Króötum. Þrjár efstu þjóðirnar í hvorum riðli fara saman í milliriðil og taka inn- byrðis úrslitin með sér. Mikið er í húfi fyrir bæði Dani og Svía í Slóveníu þar sem hvorug þjóðin hefur tryggt sér sæti á Ólympíu- leikunum í Aþenu, en eitt sæti þar er í boði í Slóveníu. Danir og Svíar verða með feluleik í Farum Scanpix Nordfoto Daninn Christian Hjermind skorar eftir að hafa leikið á Guðjón Val Sigurðsson. Íslenska liðið var með undirtökinfyrstu 20 mínúturnar í Farum og náði mest fjögurra marka forskoti, 10:6. Þá hafði liðið skorað úr tíu sóknum af 13, spilað ágætan varnarleik og nýtt öll sín hraðaupphlaup. Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson voru allt í öllu í sóknarleik Íslands í fyrri hálfleikn- um, Sigfús skoraði fimm mörk og Ólafur lagði upp sjö, auk þess að skora fjögur sjálfur. Oft sáust lagleg tilþrif í sóknarleiknum en varnarleik- urinn, þar sem ágætlega var komið út á móti dönsku skyttunum framan af, fór að láta á sjá þegar á leið hálfleik- inn. Sigfús tók leikinn heldur geyst, ákafur í að spila, og fékk þrjár brott- vísanir á síðustu sjö mínútunum, svo þátttöku hans lauk um leið og fyrri hálfleiknum. Þá gekk hann hart út á móti Joachim Boldsen sem kom Dön- um í 18:17 um leið og hálfleiksflautið gall en steinlá eftir áreksturinn við Sigfús. Danir náðu einmitt foryst- unni í fyrsta sinn, 13:12, strax eftir fyrstu brottvísun Sigfúsar og eftir það var jafnt á öllum tölum út hálf- leikinn. Síðari hálfleikur byrjaði rólega og fátt benti til einhverrar flugeldasýn- ingar á fyrstu mínútunum. Þegar sjö mínútur voru liðnar og staðan 20:20 kom Patrekur Jóhannesson til leiks í fyrsta sinn, leysti Jaliesky Garcia af hólmi í skyttustöðunni vinstra megin, og við það small sóknarleikur Íslands saman svo um munaði. Ísland skoraði 10 mörk gegn tveimur næstu 13 mín- úturnar, staðan var orðin 30:22 og ekki stóð steinn yfir steini í danska liðinu. Íslenska liðið nýtti 13 af fyrstu 15 sóknum sínum í síðari hálfleik, þar af tíu í röð, spilaði frábæran varn- arleik og Reynir Þór Reynisson, sem kom í stað Guðmundar Hrafnkels- sonar eftir hlé, varði virkilega vel. Það var vart slegin feilnóta fyrr en í blálokin þegar hálfgert kæruleysi í síðustu sóknunum varð til þess að munurinn varð einungis fimm mörk. Það hefur löngum vakið ugg þegar íslenska handknattleikslandsliðið tekur upp á því að brillera á lokadög- unum fyrir stórmót. Vissulega var reynslan á árum áður oft sú að það þótti ekki góður fyrirboði. Og við sjáum ekki fyrr en á hólminn kemur í Slóveníu hvort hræðslan við góðu æf- ingaleikina er ástæðulaus eða ekki. En sú framþróun sem kom fram í seinni tveimur leikjunum við Sviss hélt áfram í Farum í gærkvöld og sjálfstraust liðsins fer augljóslega vaxandi um leið. Það var ánægjulegt að sjá Sigfús á ferðinni á ný og sam- vinna hans og Ólafs í fyrri hálfleikn- um minnti á framgöngu þeirra í Sví- þjóð fyrir tveimur árum. Ólafur lék frábærlega í leiknum í heild, nítján af mörkunum 33 voru fyrir hans til- stuðlan. Snorri Steinn Guðjónsson er tilbúinn í slaginn á EM, Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu venjulega róli og Einar Örn Jónsson, sem fékk að spila allan leikinn í hægra horninu, sýndi skref í rétta átt. Innkoma Patreks í síðari hálfleik var góð, og Róbert Gunnarsson komst ágætlega frá sínu á línunni þegar hann leysti Sigfús af. Það er ekki að sjá að markvarslan, sem margir hafa haft áhyggjur af, eigi að verða einhver Akkilesarhæll ef Guðmundur og Reynir halda sínu striki. Sem sagt, heilsteypt og góð frammistaða í Farum, en sem fyrr með þeim formerkjum að þetta er bara æfing fyrir stóru stundina sem rennur upp í Slóveníu næsta fimmtu- dag. Dönum má segja til málsbóta að þeir hafa verið í afar þungu pró- grammi þessa vikuna og þeir voru hreinlega á hælunum í seinni hálfleik. Íslenska liðið mætir sjálfum Svíum í Malmö í kvöld og þá kemur staða þess enn betur í ljós en miðað við sjálfstraustið sem geislaði af öllum í Farum hljóta þeir líka að vera tilbún- ir í þau átök. Íslendingar með flug- eldasýningu í Farum ÞAÐ er alltaf sætt að sigra Dani í handboltalandsleik, ekki síst á þeirra eigin heimavelli. Hvað þá þegar það er gert á jafn afger- andi hátt og raunin varð í Farum í gærkvöld þegar þjóðirnar mættust þar í fyrstu umferð al- þjóðlega handknattleiksmóts- ins. Eftir hreint stórkostlegan síðari hálfleik voru lokatölurnar 33:28, Íslandi í vil, en Danir höfðu haft forystu í hálfleik, 18:17. Sigurinn var mun örugg- ari en lokatölurnar gefa til kynna því 10 mínútum fyrir leikslok voru úrslitin ráðin, Ís- land komið með átta marka for- skot, og það var enn til staðar þegar þrjár mínútur voru eftir, 33:25. Danir skoruðu þrjú síð- ustu mörk leiksins og náðu með því breiða aðeins yfir það hve gjörsigraðir þeir voru. Víðir Sigurðsson skrifar frá Farum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Reynir Þór Reynisson, markvörður íslenska landsliðsins, stóð sig mjög vel í markinu í síðari hálf- leik í gær eins og hann gerði gegn Sviss um síðustu helgi. ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik dvelur í Farum í útjaðri Kaup- mannahafnar á meðan alþjóðlega mótið stendur yfir, og spilar tvo af þremur leikjum sínum þar. Auk þess æfir það af krafti í Farum- höllinni. „Þetta er fín aðstaða, við höfum verið hér áður og kunnum vel við okkur hér í Farum,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari landsliðsins og framkvæmdastjóri HSÍ, við Morgunblaðið í Kaup- mannahöfn í gær. Íslenska liðið kom til Farum á miðvikudag og æfði þar þá um kvöldið og aftur fyrri partinn í gær. Í dag verður æfing í Farum áður en haldið verður yfir Eyrarsunds- brúna og spilað gegn Svíum í Malmö klukkan 18 að íslenskum tíma. Einar reiknaði með því að leikurinn við Egypta yrði látinn duga á morgun og síðan fengju leikmennirnir tækifæri til að hvíl- ast á sunnudag. Á mánudag verður æfing og síðan æfingaleikur gegn svokölluðu deildalandsliði Dana, úrvalsliði úr dönsku úrvalsdeild- inni. Á þriðjudag verður síðan flog- ið til Vínarborgar og þaðan áfram til Ljubljana í Slóveníu þar sem Evrópukeppnin hefst á fimmtudag en þá mæta Íslendingar liði heima- manna í fyrsta leik sínum í riðla- keppninni. Íslenska liðið æfir af krafti í Farum  ÍSLENDINGAR fögnuðu sínum fyrsta sigri í landsleik í handknatt- leik á Dönum í Danmörku í gær- kvöldi – eftir sigurleikinn fræga 1. desember 1996, er Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM í Japan með frækilegum sigri í Álaborg, 24:22. Robert Julian Duranona fór þá á kostum á lokaspretti leiksins, sem var æsispennandi og eftirminni- legur. Síðan fögnuðu Danir þremur sigrum í röð – 28:24 í Farum 2002, 29:21 í Árósum 2002 og síðast fyrir ári í Helsinge, 32:23.  KLAVS Bruun Jörgensen hefur verið gerður að leikstjórnanda danska landsliðsins. Hann tók við þeirri stöðu á mótinu í Moskvu og á að stýra sóknarleik Dana í Slóveníu. Jörgensen hefur til þessa verið þekktari sem örvhent stórskytta en segir að þetta sé fínt tækifæri til að sýna hversu klókur handboltamaður hann sé í raun og veru.  JÖRGENSEN segir að nú geti hann sest á varamannabekkinn á meðan Joachim Boldsen leysi hann af í vörninni og skipulagt næstu sóknaraðgerðir með þjálfurum danska liðsins. „Nú fáið þið að sjá enn virkari Klavs Bruun en áður,“ sagði Jörgensen við Ekstra Bladet.  JÖRGENSEN segir að EM í Slóv- eníu verði sitt seinasta stórmót með danska landsliðinu, nema því takist að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann leikur með GOG og verður jafnframt aðstoðarþjálfari liðsins frá og með næsta tímabili.  DANIR tefldu í gærkvöld fram þeim 16 leikmönnum sem valdir voru fyrir EM í Slóveníu. Í þeim hópi eru fjórir frá Flensburg, toppliði þýsku 1. deildarinnar, „danska liðinu“ í þýska handboltanum. Það eru þeir Lars Christiansen, Joachim Bold- sen, Sören Stryger og Lars Krogh Jeppesen.  AÐEINS einn leikmaður danska landsliðsins í viðbót spilar í Þýska- landi, Morten Bjerre, sem leikur með Hamburg. Þrír þeirra spila á Spáni, markvörðurinn Kasper Hvidt með Ademar Leon og þeir Lars Jörgensen og Claus Möller Jakob- sen með Altea. Hinir átta leika með dönskum liðum.  TÍU af þeim sextán sem léku með íslenska liðinu í gærkvöld spila í Þýskalandi, tveir á Spáni, einn í Danmörku og einn í Frakklandi, en aðeins þeir Ásgeir Örn Hallgríms- son og Reynir Þór Reynisson heima á Íslandi.  RÓBERT Gunnarsson er greini- lega í miklum metum hjá dönskum íþróttafréttamönnum sem fylgdust með honum af áhuga. Róbert hefur enda verið einn besti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í vetur og á síðasta tímabili, með Århus GF. FÓLK HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.