Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 63
Sýnd Kl. 6. Með ensku tali og íslenskum texta.
www.laugarasbio.is
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 73.000 gestir
Sýnd kl. 4. Með íslensku tali.
Kvikmyndir.com
„ATH!
SÝND
MEÐ
ÍSLENS
KU OG
ENSKU
TALI“
Sýnd kl. 5, 8 og 9. B.i. 12 ára.
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra tíma.
“
Frumsýning
Stórskemmtileg gamanmynd með Britt-
any Murphy (8 Mile og Just Married)
sem fer að passa ríka litla stelpu eftir
að hún stendur uppi peningalaus. Með
hinni frábæru Dakotu Fanning.VG. DV
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6.30 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 10 ára.
Skonrokk FM909
ÞÞ FBL
HJ MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B.i. 16.
www .regnboginn.is
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 73.000 gestir
VG. DV
Frábær rómantísk
gamanmynd
með ótrúlegum
leikkonum
Besta myndin Besti aðalleikari
Russell Crowe
Besti leikstjóri
Peter Weir3
Tilnefningar til Golden Globe verðlauna
KVIKMYNDIN Kaldaljós eftir
Hilmar Oddsson hefur verið valin til
þátttöku á Kvikmyndahátíðinni í
Berlín. Þar verður hún sýnd í Pano-
rama-flokki en mikill heiður þykir að
komast á þessa hátíð. Ennfremur
verður Kaldaljós opnunarmynd
Kvikmyndahátíðarinnar í Gauta-
borg, eins og áður hefur verið greint
frá.
„Þetta er meira en hið besta mál.
Það sem er svo frábært er að þetta
byrjar svo vel. Myndin er búin að
vera í sýningum í tvær vikur. Eftir
viku er hún að opna í Gautaborg og í
byrjun febrúar erum við að fara að
sýna hana í Panorama í Berlín. Þetta
er besta start sem ég hef nokkurn
tímann upplifað,“ segir Hilmar
Oddsson leikstjóri.
„Það sem er svo frábært við þetta
er tímasetningin. Það er svo gott að
fá vind í seglin í upphafi. Það upp-
örvar mann svo mikið,“ segir hann
ánægður.
„Þetta er mikil viðurkenning því
þeir geta valið myndir hvaðanæva að
úr heiminum. Þeir þurfa ekki að
þóknast neinum heldur velja bara
það sem þeim líkar,“ segir hann.
Fágætt er að íslenskar myndir
hafi komist á hátíðina. „Það hafa
örfáar myndir komist í Panorama
áður. Ég held að Hrafninn flýgur
hafi verið fyrstur og ég held að hann
hafi brotið ísinn þar og ég veit það
gerði mikið fyrir Hrafn á sínum
tíma,“ segir hann. Panorama stend-
ur utan aðalkeppninnar á hátíðinni.
„Í Panorama er ekki verið að keppa
um verðlaun heldur eru verðlaunin
sú kynning sem maður fær og heið-
urinn,“ segir Hilmar.
Keðjuverkandi áhrif
Hann segir líklegt að þetta hafi
áhrif á gengi Kaldaljóss. „Það gerir
það alltaf eitthvað. Þetta hátíðaferli
er keðjuverkandi því menn frá öðr-
um hátíðum sjá myndir á þessum
stóru hátíðum.“
Enn sem komið er hefur myndin
aðeins verið send til dómnefnda
þessara tveggja hátíða. „Það sem er
ánægjulegast fyrir mig er það að
bara tveimur hátíðum hefur borist
myndin og þær hafa báðar stokkið á
hana.“ Kaldaljós hefur einnig verið
vel tekið hérlendis. „Það hefur allt
gengið upp enn sem komið er,“ segir
Hilmar en vill ekki gera of miklar
væntingar til framhaldsins. „Maður
er þakklátur fyrir hvert skref.“
Kaldaljós Hilmars Oddssonar á Berlínarhátíðina
Besta start sem
ég hef upplifað
Áslákur Ingvarsson leikur hinn næma Grím á unga aldri.
ingarun@mbl.is
Bretlandi. „Við erum minni þjóð og
höfum alltaf miklu minni peninga,“
segir Alfreð. „Það er það sem mað-
ur er alltaf að berjast við hér heima.
En Bretarnir voru ánægðir með
þetta og hafa sjálfsagt gert sér
grein fyrir að við höfum ekki úr
jafnmiklum peningum að spila og
þeir sjálfir.“
Þá fannst Bretunum mikið til
koma fjölda innhringinga við stiga-
gjöf í keppninni. „Þeir sögðu að inn-
hringingarnar væru margfalt fleiri
hér miðað við höfðatölu en nokkurs
staðar annars staðar í heiminum. 70
þúsund innhringingar er náttúrlega
ótrúlega mikið,“ segir Alfreð.
Lokaþáttur keppninnar er svo í
kvöld og var Alfreð upptekinn við
að stilla upp gosum og sprengjum í
sviðsmyndinni í vikunni til að auka
aðeins á skrautið í lokaþættinum.
Að þættinum loknum verður ljósa-
búnaðurinn síðan nýttur í önnur
verkefni en pallurinn fer í geymslu
enda stendur til að hleypa nýrri
þáttaröð af stokkunum næsta haust
að sögn Alfreðs. „Þá ætlum við að
auka við leikmyndina,“ segir hann
hlæjandi og er að heyra á honum að
það vanti ekkert upp á hugmyndir
að því hvernig bæta megi við glam-
úrinn og ljósadýrðina. Áhorfendur
mega því búast við kraftmiklum
lokaþætti í kvöld og síðan glæsi-
legri keppni næsta haust.
Róbótar, plasmaskjáir og myndvörpur eru meðal þeirra 40 hreyfiljósa sem
nýtt eru við sviðsmyndina í Idol-keppninni sem fram fer í Vetrargarðinum.
Alfreð Sturla Böðvarsson, sem á heiðurinn af hönnun sviðsmyndar og
ljósa, segir þennan fjölda vera met í íslensku sjónvarpi.
ben@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart