Morgunblaðið - 16.01.2004, Side 64
Morten á níunda áratugnum þegar a-ha naut hvað
mestra vinsælda.
Óhætt er aðsegja aðnorska popp-hljómsveitin
a-ha hafi verið ein vin-
sælasta hljómsveit ní-
unda áratugarins. Mort-
en Harket, Magne
Furuholmen og Paul
Waaktaar heilluðu með
lögum eins og „Cry
Wolf“, „Scoundrel
Days“, „Touchy!“, „The
Sun Always Shines on
T.V.“ og síðast en ekki
síst „Take on Me“.
Morten hefur skemmti-
lega rödd en líka útlitið með sér og
skemmdi það ekki fyrir vinsæld-
unum. Morten hefur útlitið enn
með sér og er óhætt að segja að
hann líti út fyrir að vera tíu árum
yngri en hann er 44 ára. Hann er
sérstaklega viðkunnanlegur og
kemur á óvart með því að svara á
allt annað en hefðbundinn hátt.
– Þetta er ekki fyrsta sinn sem
þú heimsækir landið?
„Nei þetta er alls ekki fyrsta
skiptið. Ég hef komið hérna nokkr-
um sinnum af nokkrum mismun-
andi ástæðum. Ég er hérna ásamt
mjög góðum vini mínum, sem er ís-
lenskur en býr í Noregi. Ég er bara
forvitinn og hef alltaf verið forvit-
inn að eðlisfari og forvitnin hefur
fært mig hingað,“ segir Morten
sem hefur ekki tölu á skiptunum,
sem hann hefur komið til landsins.
Minnisstæðast er án efa þegar a-
ha kom hingað og hélt tvenna tón-
leika í troðfullri Laugardalshöllinni
í júlí 1987. Meðlimir sóttu einnig
frumsýningu á James Bond-mynd-
inni Logandi hræddur (The Living
Daylights) en sveitin gerði titillag
myndarinnar.
– Hvað ertu að bralla um þessar
mundir?
„Núna eru fjögur ár að baki þar
sem ég hef haft mikið að gera. Við
(Morten, Paul og Magne) komum
aftur saman og höfum gert tvær
plötur og eina tónleikaplötu og far-
ið í löng tónleikaferðalög. Núna
þurfum við að taka okkur smáfrí
hver frá öðrum og hugsanlega
vinna eigin verkefni. Það er ein
helsta ástæða þess að ég er hér
núna og það er líklegt að ég komi
hingað aftur innan tíðar,“ segir
Morten en plöturnar sem a-ha hef-
ur gert í seinni tíð, Minor Earth
Major Sky og Lifelines, hafa hlotið
góða dóma.
Morgunblaðið hefur öruggar
heimildir fyrir því að Morten sé í
heimsókn hjá Gunnlaugi Briem
trommuleikara, sem vinnur að sóló-
plötu um þessar mundir og ekki
óhugsandi að Morten eigi eftir að
koma að gerð hennar.
– Líkar þér vel að vera á Ís-
landi?
„Já, mér líkar vel að vera hér en
ég fer ekki aðeins til staða sem mér
líkar heldur fer til staða sem mér
finnast áhugaverðir. Mér þarf ekk-
ert endilega að líka þeir.“
– Ferðu þá til staða sem veita
þér andagift?
„Það er of mikil alhæfing. En ég
er í skapi til að fylgjast með úr
fjarlægð um þessar mundir og það
hefur fært mig til Íslands.“
– Hlustarðu á íslenska tónlist?
„Ég hlusta ekki á neina tónlist
og hef í raun aldrei gert það. Ísland
hefur eins og heimurinn hefur
kynnst framleitt mjög áhugaverða
tónlist og aðra list. En ég er ekki
þannig, ég þrífst ekki á því að
gleypa í mig list. Ég leita ekki að
list heldur leita ég uppi líf. Ég hef
áhuga á lífinu og legg mig ekki
fram við að fylgjast með því nýj-
asta í tónlistar-, lista- eða kvik-
myndaheiminum. Það er ekki fyrir
mig. Svona er ég bara,“ segir Mort-
en, sem er sagður ekki hafa komist
í tæri við popptónlist fyrr en hann
varð 16 ára eða svo. Áður einbeitti
hann sér að ástundun klassískrar
tónlistar en hann lærði að spila á
píanó fjögurra ára gamall og var al-
inn upp við klassíska tónlist.
„Það er ekkert slæmt við að
fylgjast með og ég ber virðingu
fyrir fólki sem gerir það. Ég verð
bara að gera það sem ég þarf að
gera og á eftir að komast að því
innan tíðar í hvaða átt ég stefni.“
Morten Harket heimsótti Ísland
Leita að lífi, ekki list
Hljómsveitin a-ha var stofnuð árið 1982 í Noregi en hér eru Morten
Harket, Magne Furuholmen og Paul Waaktaar á árinu 2000.
Norska sveitin a-ha með Morten
Harket í broddi fylkingar var
ein vinsælasta popphljómsveit
níunda áratugarins. Inga Rún
Sigurðardóttir hitti hann á
förnum vegi í Reykjavík.
ingarun@mbl.is
www.a-ha.com
Morten á tónleikum árið 2002 en
hann er heillandi sem endranær.
64 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EPÓ
Kvikmyndir.com
Roger Ebert
AE. Dv
Skonrokk
FM909
kl. 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Tilnefnd til 5 Golden Globe
verðlauna
meðal annars besta
mynd ársins
Stórbrotin og mögnuð kvikmynd
sem enginn Íslendingur má missa af.
HJ. MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 5.45.
Sýnd kl. 6 og 9.
The Rolling Stone
SV. Mbl
„Fantavel leikin
eðalmynd“
ÞÞ Fréttablaðið
ÓHT. Rás2
Magnþrungin erótísk
spennumynd með
Meg Ryan eins
og þið hafið
aldrei
séð hana áður.
Tónlist myndarinnar er eftir
Hilmar Örn Hilmarsson
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Fráframleiðendum
Four Weddings,
Bridget Jones &
Notting Hill
Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins.
Kvikmyndir.isGH. Kvikmyndir.com
HJ.MBL
Sýnd kl. 6 og 9.
Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra
dóma og viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei verið betri!
Besti aðalleikari
Tom Cruise
Besti leikari í
aukahlutverki
Ken Watanabe
Besta frumsamda
tónlistin
Hans Zimmer
3
Tilnefningar til Golden Globe verðlauna
MEG RYAN
MARK RUFFALO
JENNIFER JASON LEIGH
Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“
a film by JANE CAMPION
VG DV
Hreyfir við áhorfandanum og skilur eitthvað eftir sig. Samleikur
systkinanna er með ólíkindum. Hér leikur allt í höndunum á
Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál”
- ÞÞ Fréttablaðið
15.000 MANNS Á TVEIMUR VIKUM!
Næstbesta opnun íslenskrar kvikmyndar frá upphafi!
Magnþrungin erótísk spennumynd með
Meg Ryan eins og þið hafið aldrei
séð hana áður.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra
dóma og viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei verið betri!
Sjáið eina athyglisverðustu
og mest sláandi mynd ársins.
Besti aðalleikari
Tom Cruise
Besti leikari í
aukahlutverki
Ken Watanabe
Besta frumsamda
tónlistin
Hans Zimmer
3
Tilnefningar til Golden Globe verðlauna
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10.