Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Fitulítil og freistandi
Næring ekki
refsing
KVIKMYNDIN Kaldaljós hefur verið valin
til þátttöku á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í
Panorama-flokki. Hátíðin er ein sú virtasta í
kvikmyndaheiminum og fágætt að íslenskar
myndir komist þarna að.
„Það sem er svo frábært við þetta er tíma-
setningin. Það er svo gott að fá vind í seglin
í upphafi. Það uppörvar mann svo mikið,“
segir Hilmar Oddsson leikstjóri. /63
Ingvar E. Sigurðsson leikur hinn listræna
Grím Hermundsson.
Kaldaljós á
Berlínarhátíðina
OLÍUFÉLÖGIN Olís, Olíufélagið og Skelj-
ungur, hafa öll hækkað eldsneytisverð á
sjálfsafgreiðslustöðvum en félögin lækkuðu
verðið í síðustu viku eftir að Atlantsolía hóf
að selja bensín.
Olís tók fyrsta skrefið að þessu sinni og
hækkaði verðið á 95 oktana bensíni á svo-
nefndum ÓB-stöðvum úr 92,50 krónum í
95,70 krónur og á dísilolíu úr 35 krónum í
40,60 krónur í fyrradag. Skeljungur og Esso
hækkuðu eldsneyti síðan í dag. Kostar lítri af
95 oktana bensíni 96,9 krónur og lítrinn af
dísilolíu kostar 41,8 krónur.
Bensín á stöðvum Bensínorkunnar kostar
áfram 92,40 krónur en bensínbirgðir Atlants-
olíu eru þrotnar í bili.
Bensínið hækkar
GENGI hlutabréfa deCODE Genetics, móð-
urfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækk-
aði um rúm 14% á Nasdaq-hlutabréfamark-
aðinum í New York í gær og endaði í 9,90
Bandaríkjadölum á hlut. Gengið hefur ekki
verið hærra síðan í janúar 2002.
Tæplega 1,4 milljónir hluta skiptu um
hendur í viðskiptum gærdagsins, sem er
töluvert meira en meðalviðskipti með hluta-
bréf félagsins.
Gengi deCODE
hækkar um 14%
Á VEFRITUM greiningardeildar KB-banka
og Íslandsbanka í gær voru gagnrýnd kaup
stjórnarmanna og annarra innherja í Eim-
skipafélaginu á hlutabréfum í félaginu að und-
anförnu.
Í Hálffimmfréttum KB-banka sagði að í kjöl-
far sölu Eimskipafélagsins á HB og ÚA á yf-
irverði hefðu innherjar keypt töluvert magn
hlutabréfa í félaginu í gær. „Þetta verður að
teljast sérstaklega bagalegt í ljósi þess að
fremur litlar upplýsingar hafa verið gefnar um
söluna, t.d. vita markaðsaðilar ekki hversu
mikið af skuldum félagsins fylgir hinum seldu
una á HB og ÚA er tekið í sama streng og sagt
að það sé miður hve takmarkaðar upplýsingar
hluthafar og fjárfestar fá um viðskiptin. „Ekki
liggur ljóst fyrir hvað var selt, hvernig
greiðslum til Eimskipafélagsins verður háttað
eða hvernig Eimskipafélagið hyggst verja af-
rakstri sölunnar, t.d. til greiðslu skulda. Það er
því ekki með góðu móti hægt að leggja mat á
hvernig efnahagur félagsins mun líta út eftir
viðskiptin,“ að því er sagði í Morgunkorni Ís-
landsbanka.
hlutum. Raunar verður að teljast undarlegt að
félagið skuli ekki vera á athugunarlista Kaup-
hallarinnar, þar sem ómögulegt er að átta sig á
hvernig félag Eimskipafélagið verður í fram-
tíðinni og hvort yfir höfuð það verður til, eftir
umfjöllun undanfarinna daga,“ sagði í Hálf-
fimmfréttum.
Greiningardeild KB-banka segist ekki telja
að viðskipti gærdagsins séu Eimskipafélaginu
til framdráttar og að þau hljóti að vera því
hvatning til að setja skýrari reglur um við-
skipti innherja.
Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær um söl-
Gagnrýna innherjavið-
skipti í Eimskipafélaginu
Innherjaviðskipti/14
Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur ætlar að leggja fram
svipaðar launakröfur og Flóa-
bandalagið og Starfsgreina-
sambandið í kjaraviðræðum
sínum sem framundan eru.
Það þýðir um 5% hækkun
launa á ári fyrstu tvö árin og
svo 4% hækkun á ári næstu
tvö ár, en að lægstu mán-
aðarlaun fari upp undir
130.000 krónur í lok fjögurra
ára kjarasamnings, að sögn
Gunnars Páls Pálssonar, for-
manns VR.
40% töldu að fara ætti
fram á hærri laun
Í byrjun mánaðarins gerði
Gallup könnun fyrir VR um
áhersluatriði kjarasamninga
og voru niðurstöðurnar
kynntar í gærkvöldi.
Gunnar Páll Pálsson, for-
maður VR, segir að þeir
áhersluþættir, sem lagðir hafi
verið fram fyrir jól, hafi feng-
ið víðtækan stuðning í könn-
uninni.
Einnig hafi komið fram að
um 60% teldu að VR ætti að
fara fram með sambærilegar
kröfur og Flóabandalagið og
Starfsgreinasambandið. Hins
vegar væri athyglisvert að
um 40% hefðu talið að VR
hefði átt að fara fram með
hærri kröfur.
Gunnar Páll segir að könn-
unin breyti engu um gang
mála. „Við höldum okkar
striki,“ segir hann.
Lægstu
laun verði
um 130.000
krónur
Formaður Verzl-
unarmannafélags
Reykjavíkur
HÆTTUÁSTANDI vegna snjóflóða var aflétt í gær
á Siglufirði en nokkur hús voru rýmd þar í fyrra-
kvöld vegna snjóflóðahættu. Að sögn snjóflóða-
vaktar Veðurstofunnar ríkir enn viðbúnaðar-
ástand á norðanverðum Vestfjörðum, Siglufirði og
Ólafsfirði sem felur í sér að fylgst er með svæð-
unum og var ráðgert að það ástand myndi vara
a.m.k. í nótt.
Dregið hefur úr vindi norðvestan- og vest-
anlands en Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhald-
andi éljagangi norðan og austan til, einkum við
ströndina en að létti til í innsveitum.
Vindhraði á landinu verður á bilinu 8–13 m/s í
dag en bætir í vind vestanlands síðdegis í dag,
föstudag, og má reikna með að fari að snjóa síðdeg-
is eða í kvöld. Í fyrrinótt sukku þrjár trillur í höfn-
inni á Skagaströnd og hafa því fimm trillur sokkið í
höfninni í illviðrinu frá því aðfaranótt þriðjudags.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er
skafrenningur á fjallvegum á Snæfellsnesi, á Vest-
fjörðum eru flestir vegir opnir og sama gildir um
norðanverða Vestfirði. Hálka er á Holtavörðuheiði
og Norðurlandi vestra. Flestar aðalleiðir eru opnar
en víða er hált. Á Austfjörðum eru helstu leiðir
færar nema Breiðdalsheiði sem var ófær en reikn-
að er með að hún verði rudd í dag. Á Suðurlandi er
hálka í uppsveitum en greiðfært með ströndinni og
Hellisheiði er auð.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Bifreið grafin úr snjóskafli á Skagaströnd í gærdag. Spáð er áframhaldandi éljagangi norðan og austan til.
Viðbúnaður á Vestfjörðum
„EF þetta reynist ekki vera neitt er það mik-
ill léttir,“ sagði Jónas Þorvaldsson, sprengju-
sérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar
Morgunblaðið náði tali af honum í gegnum
gervihnattasíma í gærkvöld. Jónas starfar í
Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar og
fann ásamt Adrian King verulegt magn af
sprengjum fyrir viku sem var talið að inni-
héldu sinnepsgas. Sprengjurnar hafa verið
rannsakaðar og benda niðurstöðurnar til þess
að ekki sé um efnavopn að ræða.
„Þessar fyrstu niðurstöður sem við höfum
fengið frá Ameríkönunum eru mikill léttir.
Það er þorp þarna rétt hjá og það er svo
óskapleg fátækt þarna að maður hefði eig-
inlega ekki séð fram á hvernig þetta hefði
orðið ef það hefði þurft að flytja alla í burtu
þaðan.“
Jónas og Adrian starfa við hlið danskra
hermanna og hafa nú verið í Írak í rúman
mánuð. Alls eru sprengjusérfræðingarnir á
svæðinu sex talsins og hafa 170 tonn af
sprengjum verið hreinsuð þá þrjá mánuði
sem danski herinn hefur verið í Írak. „Það er
af nógu að taka, það er engin hætta á því að
við verðum atvinnulausir hérna,“ segir Jónas.
Jónas
Þorvaldsson
Sprengjusérfræðingum létt
SÝNING Ólafs Elíassonar, Frost Activity,
sem verður opnuð í Hafnarhúsinu 17. janúar,
verður kostnaðarsamasta sýning sem Lista-
safn Reykjavíkur hefur sett upp. Í gær var
undirritaður samningur við Björgólf Thor
Björgólfsson og Samson eignarhaldsfélag
sem styrkja sýninguna. Eiríkur Þorláksson,
forstöðumaður safnsins, segir að um sé að
ræða stærsta styrk einkaaðila til einstaks
menningarverkefnis til þessa./4
Stærsti styrkur
einkaaðila