Morgunblaðið - 30.01.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.01.2004, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 47 STJÓRNIR Sálfræðingafélags Ís- lands og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi mótmæla eindregið skerð- ingu á sálfræðiþjónustu á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi: „Samkvæmt upplýsingum frá LSH mun vera um 12% niðurskurð á stöðum sálfræðinga að ræða eða sem nemur 4 stöðugildum. Þjónusta sál- fræðinga, sem veitt er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, er mikilvægur þáttur í þeirri heildar- þjónustu sem almenningur sækir til spítalans. Þjónustan snýr að mörg- um þáttum, bæði greiningu, meðferð og rannsóknum. Hún lýtur að mörg- um hópum, börnum, unglingum og fullorðnum. Starfsvettvangur sál- fræðinga á LSH er umfangsmikill og þeir starfa á flestum sviðum spítal- ans. Þróun heilbrigðisþjónustu hér á landi hefur verið með sama hætti og í nágrannalöndum okkar. Lögð er áhersla á samvinnu fagstétta og gerð er krafa um sérhæfða og hagkvæma þjónustu. Slík þjónusta byggist með- al annars á greiðum aðgangi fólks að sálfræðiþjónustu á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum og hjá sjálf- stætt starfandi sálfræðingum. Það skýtur skökku við að skera niður störf sálfræðinga þegar vitað er að sálfræðiþjónusta er fjárhags- lega hagkvæm og getur dregið úr kostnaði annars staðar í heilbrigð- iskerfinu.“ Mótmæla skertri sál- fræðiþjónustu ÁÆTLAÐ er að ferjan Norræna muni hefja siglingar á ný 20. mars næstkomandi, en nú er unnið að við- gerðum á ferjunni eftir að hún rakst á hafnargarðinn í Þórshöfn fyrr í mánuðinum. Tjónið á skipinu er metið á um 116 milljónir króna, segir Kári Durhuus, fjölmiðlafulltrúi Smyril Line í Fær- eyjum, auk tekjutaps fyrir Smyril line vegna þess að fella þarf niður siglingar. Fyrirtækið er tryggt fyrir tapinu en þarf að bera nokkra eig- ináhættu. Var í fyrstu vetrarsiglingunni Skipta þarf um blöðin á bakborðs- skrúfunni og er áætlað að það taki sjö til átta vikur, auk þess sem gera þarf við skemmdir á skrokk skips- ins. Gert var við göt á síðu skipsins til bráðabirgða og var skipinu svo siglt til Hamborgar. Skipið kom þangað á mánudag og var það tekið í slipp hjá skipasmíðastöðinni Blohm og Voss. Norræna rakst á röð skerja þegar óvæntur vindstrengur lenti á skip- inu þegar það var að leggja að bryggju í Þórshöfn 15. janúar sl., þegar hún var að koma úr sinni fyrstu vetrarsiglingu frá Seyðisfirði. Þegar skipstjórinn reyndi að leggja að bryggju öðru sinni rakst skipið á hafnarbakkann og kom annað gat á síðuna. Áætlað hafði verið að Norræna færi í viðhaldsskoðun síðustu vikuna í apríl en það verður gert meðan á biðinni stendur svo skipið þarf ekki að fara í skoðun í apríl. Kári segir að gamla ferjan verði notuð áfram á meðan sú nýja er í viðgerð, en útgerðin hafði hug á að selja gömlu ferjuna áður en óhappið varð. Ljósmynd/Dimmalætting/Kalmar Tjónið á Norrænu yfir 100 milljónir UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Frakkastígur 12a, 0204, Reykjavík, þingl. eig. Arnar Sveinsson, gerð- arbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður sjómanna, Tollstjóra- embættið og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 3. febrúar 2004 kl. 15:30. Háaleitisbraut 24, 0401, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Ottó Erlendsson og Lóa Edda Eggertsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 3. febrúar 2004 kl. 15:00. Hringbraut 47, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Ágúst Kárason, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir og Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 3. febrúar 2004 kl. 10:30. Kringlan 8, 0126, Reykjavík, þingl. eig. Félag húseigenda Kringlunnar 8-12, gerðarbeiðandi Rekstrarfélag Kringlunnar, þriðjudaginn 3. febrúar 2004 kl. 13:30. Skipholt 19, 010301, Reykjavík, þingl. eig. Rungnapa Channakorn, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 3. febrúar 2004 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 29. janúar 2004. Í kvöld kl. 20.30 vera þeir Jón L. Arnalds og Birgir Bjarnason með umræður í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag, er opið hús kl. 15-17 með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Páls J. Einarssonar: „Gopi Krishna og skammtafræðileg virkni kundalini“. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20.30 í umsjá Önnu S. Bjarna- dóttur: „Jóga og slökun”. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  1841307½  Þb I.O.O.F. 1  1841308 8½.O R A Ð A U G L Ý S I N G A R Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Árgerði, eignarhl., L- Árskógssandi, Dalvíkurbyggð (215-6699), þingl. eig. Guðmundur Már Sigurbjörnsson, gerðarbeiðendur Point Trans- action Syst Ísl. ehf. og sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudaginn 5. febrúar 2004 kl. 10.30. Glerá lóð nr. 1, íb. 01-0101, Akureyri (214-4483), þingl. eig. Einar Arnarson, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf., Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 4. febrúar 2004 kl. 10.00. Hafnarstræti 77, íb. 01-0301, Akureyri, þingl. eig. Rolf Jonny Ingvar Svard, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 4. febrúar 2004 kl. 10.30. Hinriksmýri, Dalvíkurbyggð (215-6708) , þingl. eig. Baldvin Pétursson, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Húsasmiðjan hf., fimmtudaginn 5. febrúar 2004 kl. 11.10. Hjallalundur 11d, 030301, Akureyri, þingl. eig. Sólrún Helgadóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Háteigsskóli, Íbúðalánasjóður og Kaldbakur fjárfestingafélag hf., miðvikudaginn 4. febrúar 2004 kl. 11.45. Sýslumaðurinn á Akureyri, 29. janúar 2004. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. ATVINNA mbl.is Söluverðmæti hlutabréfa Söluverðmæti hlutabréfa Mörthu Stewart í líftæknifyrirtækinu Im- Clone, sem sagt var frá í grein í blaðinu í gær, var rangt upp reiknað. Hið rétta verðmæti bréfanna sem Martha seldi er samkvæmt FT.com 250.000 Bandaríkjadalir sem er að andvirði um 17,4 milljónir króna. Þá var ranglega sagt að hjartalyfi frá ImClone hefði verið hafnað. Hið rétta er að um var að ræða krabba- meinslyf. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Afkoma versnar Í frétt í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær var rangt farið með áætlanir Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2004. Hið rétta er að áætlanir fyrir árið 2004 gera ekki ráð fyrir eins góðri afkomu og árið 2003 og skýrist það einkum af þeim gengis- hagnaði sem varð af annarri fjár- málastarfsemi árið 2003. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT FERÐAMÁLARÁÐ Íslands, Ung- mennafélag Íslands og Landmæl- ingar Íslands undirrituðu á Grand hóteli í gær samstarfssamning um gerð og rekstur gagnagrunns um gönguleiðir á Íslandi. Stefnt er að því að opna gagnagrunninn 1. maí og verður hann aðgengilegur á vefnum www.ganga.is. Til að byrja með er gert ráð fyrir upplýsingum um að minnsta kosti 500 gönguleið- ir og kort af um 150 leiðum á þessu ári, en um safnvef verður að ræða og efni stöðugt bætt við. „Við bindum ákaflega miklar vonir við þetta verkefni,“ sagði Ein- ar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs, við undirskrift samningsins, og vísaði m.a. til þess að gott aðgengi hefði mikið að segja í því að laða sem flesta til ferða um landið. Hann benti á að samkvæmt nýlegri könn- un segðust tveir þriðju Íslendinga, sem ferðuðust um landið, sækjast eftir gönguleiðum og gönguferð- um. „Forsenda fyrir öflugri ferða- þjónustu er uppbygging göngu- leiða, merking þeirra og það að geta haft aðgang að slíku á einum stað.“ Í verkefninu eru gönguleiðir skil- greindar sem leiðir sem tekur að minnsta kosti tvær stundir að ganga. Markmið verkefnisins er að stuðla enn frekar að uppbyggingu gönguleiða á Íslandi og aðgengi að þeim ásamt því að hvetja fólk til að ganga um landið og kynnast því á heilsusamlegan hátt. Víða um land hefur verið unnið að skráningu upplýsinga um gönguleiðir og í þessu verkefni sér Ferðamálaráð um að safna þessum upplýsingum saman. UMFÍ sér um gerð vefjarins og Landmælingar útbúa kortin. Magnús Guðmunds- son, forstjóri Landmælinga Íslands, sagði ljóst að landsmenn hefðu sýnt kortum aukinn áhuga og nefndi í því sambandi að Landmælingar hefðu selt meira en 20.000 diska með upplýsingaefni um landið, en þetta verkefni væri kjörin leið til að auka enn samskiptin við fólkið. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, tók í sama streng. Hann sagði að átaki UMFÍ þess efnis að fá fólk til að ganga reglulega hefði verið mjög vel tekið og handbók- inni Göngum um Ísland hefði verið dreift í tugum þúsunda eintaka en um 5.000 manns hefðu skráð sig í gestabækur á toppi valdra fjalla. Þetta verkefni væri framhald á þessu starfi og um stóran dag væri að ræða. „Við hugsum til umhverf- isins,“ sagði hann og bætti við að með þessu verkefni gæfist kjörið tækifæri fyrir alla til að fara út að ganga. Einnnig mætti líta á þetta sem viðleitni til þess að halda niðri kostnaði við heilbrigðisþjónustuna á Íslandi, því lækka mætti kostn- aðinn með því að gera Íslendinga heilbrigðari. Gagnagrunnur um gönguleiðir á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gagnagrunnur og vefur um gönguleiðir: Frá undirritun samstarfssamnings, frá vinstri: Elías B. Gíslason, for- stöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs, Alda Þrastardóttir verkefnastjóri, Sæmundur Runólfs- son, framkvæmdastjóri UMFÍ, Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, og Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Félag áhugafólks um heima- fæðingar heldur fund mánudag- inn 2. febrúar kl. 20. í Kvenna- garði á 4. hæð í Kjörgarðshúsinu við Laugaveg 59 (gengið inn úr porti við Hverfisgötu). Á fundinum verður rætt hvers vegna fæðing í heimahúsum er vænlegur kostur fyrir verðandi mæður, konur miðla reynslu sinni og sýnd verða myndbönd af ís- lenskum heimafæðingum. Jafn- framt verða umræður um stöðu ljósmæðra sem taka á móti börn- um í heimahúsum. Íslenska fyrir útlendinga í THÍ Frumgreinadeild Tækniháskóla Ísland, THÍ býður nú upp á nám- skeið í íslensku fyrir útlendinga, 1. og 2. stig. Kennsla fer fram í húsakynnum skólans að Höfða- bakka 9 og hefst þriðjudaginn 3. febrúar. Innritun stendur yfir á skrifstofu skólans og lýkur 2. febr- úar. Nánari upplýsingar um kennslutilhögun og verð má fá í síma eða á heimasíðu skólans www.thi.is. Á NÆSTUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.