Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 49 BRAGI Þorfinnsson (2.380) er efstur á Skákþingi Reykjavíkur þeg- ar átta umferðum af ellefu er lokið og hefur eins vinnings forskot á næstu menn. Mótið hefur verið mjög spennandi. Eftir fimm umferðir deildu sex skákmenn efsta sætinu, en síðan hafa línur smám saman ver- ið að skýrast, þótt enn berjist margir um efsta sætið. Davíð Kjartansson (2.267) náði forystunni í sjöttu um- ferð, en Bragi var þá hálfum vinningi á eftir honum. Þeir mættust síðan í sjöundu umferð og Bragi náði for- ystu á mótinu með sigri í þeirri skák. Bragi sigraði síðan Björn Þorsteins- son (2.224) í áttundu umferð sem tefld var á miðvikudagskvöld. Staða efstu manna: 1. Bragi Þorfinnsson 7 v. 2.–5. Jón Viktor Gunnarsson, Sævar Bjarnason, Davíð Kjartans- son, Júlíus Friðjónsson 6 v. 6.–7. Dagur Arngrímsson, Krist- ján Eðvarðsson 5½ v. 8.–12. Björn Þorsteinsson, Helgi E. Jónatansson, Heimir Ásgeirsson, Guðmundur Kjartansson, Haraldur Baldursson 5 v. 13.–15. Jónas Jónasson, Rúnar Gunnarsson, Helgi Brynjars- son 4½ v. 16.–25. Hall- dór Pálsson, Þór- ir Benediktsson, Magnús Magn- ússon, Valgarð Ingibergsson, Kjartan Maack, Gylfi Davíðsson, Ingi Tandri Traustason, Sveinn Arn- arsson, Helgi Jason Hafsteinsson, Svanberg Már Pálsson 4 v. o.s.frv. Nokkuð er um frestaðar skákir sem haft geta áhrif á stöðuna. Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svart: Davíð Kjartansson Drottningarbragð 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Be7 5. cxd5 exd5 6. Bg5 c6 7. Dc2 0–0 8. e3 h6 9. Bf4 He8 10. Bd3 Rbd7 11. h3 Rf8 12. 0–0 Bd6 13. Bxd6 – Eða 13. Re5 Re6 14. Bg3 c5 15. Rb5 Bf8 16. dxc5 Rxc5 17. Rxf7 Kxf7 18. Bg6+ Kg8 19. Rc7 He6 20. Rxa8 Hc6 21. Hfc1 Bd7 22. Rc7 Rce4 23. Bxe4 Hxc2 24. Bxc2 Bc6 25. Re6 De8 26. Rd4 og hvítur á betra tafl (Tal- Adianto, Reykjavíkurskákmótinu 1986). 13. … Dxd6 14. Hab1 a5 Í skákinni, Browne-Tómas Björnsson, Reykjavíkurskákmótinu 1990, varð framhaldið 14. … Be6 15. b4 R8d7 16. Ra4 b5 17. Rc5 Rxc5 18. dxc5 Dc7 19.Rd4 a5 20.a4 bxa4 21.b5 cxb5 22. Bxb5 Hec8 23. c6 og hvítur stendur betur. 15. a3 – Sjá stöðumynd 1 15. … De6?! Það er nýtt að leika drottningunni á e6, en þar stendur hún ekki vel. Þekkt er að leika 15. … R8d7 16. b4 axb4 17. axb4 b5 18. e4 dxe4 19. Rxe4 Dd5 20. Rc3 Dd6 21. Hfd1 Rd5 22. Re4 De6 23. He1 og hvítur stend- ur betur (Noren-Vukotic, Lansing 1989). 16. b4 – Áætlun hvíts í þessari byrjun er einföld. Hann leikur b5 og bxc6 og sækir síðan að veiku peði svarts á c6. Það er ekki auðvelt fyrir svart að verjast þessu, nema honum takist að skapa sér mótvægi á miðborðinu, eða kóngsvæng, en Davíð tekst það ekki í þessari skák. 16. – axb4 17. axb4 Re4 18. Rxe4 – Einnig kemur til greina að leika 18. Ha1 Hxa1 19. Hxa1 Rg6 20. Ha8 Rxc3 21. Dxc3 Df6 22. Dc5, með betra tafli fyrir hvít. 18. … dxe4 19. Bc4 De7 Eftir 19. … Dg6 20. Re5 Hxe5 21. dxe5 Bxh3 22. f4! hefur svartur tæp- lega nægar bætur fyrir skiptamunin, sem hann er búinn að fórna. 20. Re5 Be6 21. b5 f6 22. Bxe6+ – Önnur athyglisverð leið er 22. bxc6!? fxe5 23. d5 Bf7 24. Hxb7 Dd6 25. Dxe4 o.s.frv. 22. … Dxe6 23. Rc4 cxb5?! Eftir 23. … Rd7 eða 23. – g6 24. bxc6 bxc6 situr svartur uppi með veika peðið á c6. Það er þó skárra en leiðin, sem hann velur í skákinni, því að hvíta peðið á d4 á nú greiða leið fram borðið. 24. Hxb5 Hec8 25. d5! Da6 26. Db3 Hab8 27. Hb1 Rd7 28. Db4 – Sjá stöðumynd 2 28. … Da2 Þessi tilraun til mótspils skilar engu, en svartur á ekki betri leik, t.d. 28. … f5 29. Rd6 (29. De7 Hxc4 30. Dxd7, ásamt 31. Hxb7) Hf8 30. Rxb7 o.s.frv. 29. Rd6 Hc2 30. Rxe4 Hbc8 31. De7 H8c7 Eða 31. … Rf8 32. d6 Rg6 33. Dxb7 Re5 34. Dd5+ Dxd5 35. Hxd5 og hvítur á vinningsstöðu. 32. d6 Hc1+ 33. Kh2 H7c2 34. Hxc1! og svartur gafst upp, því að hann getur enga björg sér veitt, eftir 34. … Hxc1 35. Hxb7 og riddarinn á d7 fellur. Smáralindarskákmótið í dag Í dag, laugardaginn 31. janúar, efna Taflfélag Kópavogs og Tafl- félagið Hellir í Reykjavík til fyrsta „Smáralindarskákmótsins“ í Vetr- argarðinum í Smáralind. Mótið hefst kl.14. Heildarverðlaun nema 25.000 kr. og er mótið öllum opið. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, með sjö mínútna um- hugsunartíma. Atkvöld á mánudag Næsta atkvöld Taflfélagsins Hellis fer fram mánudaginn 2. febr- úar. Mótið hefst kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verð- laun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizza. Þá verður annar keppandi dreginn út af handahófi og einnig fær sams konar verðlaun. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til ár- angurs á mótinu. Þátttökugjald er 300 kr. fyrir fé- lagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomn- ir. Bragi Þorfinnsson efstur á Skákþingi Reykjavíkur dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1 Stöðumynd 2SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 11. jan. – 4. feb. 2004 Bragi Þorfinnsson Afmælismessa Kvenfélags Grensássóknar Á SUNNUDAGINN kemur, 1. febr., verður þess minnst sérstaklega við messu í Grensáskirkju að kvenfélag safnaðarins á 40 ára afmæli um þessar mundir. Kvenfélagið er jafnaldri safn- aðarins og hefur allt frá upphafi verið öflugur bakhjarl safn- aðarstarfsins, lagt því lið með margvíslegu móti og gefið ýmsa hluti og gripi til kirkjunnar, m.a. glerlistaverkið sem prýðir alt- arisgafl kirkjunnar. Nú er í ráði að hanna lýsingu sem gerir kirkju- gestum kleift að njóta myndarinnar þótt rökkvað sé úti. Þennan sunnudag eru jafnframt 80 ár frá fæðingu frú Kristínar Halldórsdóttur sem um árabil var formaður og leiðtogi kvenfélagsins en hún lést haustið 2002. Til minn- ingar um frú Kristínu gaf fjölskylda hennar kirkjunni bænakertaaltari. Í messunni munu kvenfélags- konur lesa ritningarlestra og sam- skot verða tekin til verkefna Hjálp- arstarfs kirkjunnar, í anda kvenfélagsins og svo sem hæfir minningu frú Kristínar Halldórs- dóttur. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja. Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids- aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri- deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas. 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 10–12 ára velkomnir. Nánari upplýsing- ar á www.kefas.is. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður op- inn. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið samveru kirkjuskólans á morgun, laugardaginn 31. janúar, kl. 11.15–12 í Víkurskóla. Rebbi refur heldur áfram að fræðast um kristna trú í brúðuleikhúsinu. Söngur, saga og litastund. Verið dugleg að mæta. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. Safnaðarstarf FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali AÐALFUNDUR Hvammi, Grand Hóteli, föstudaginn 6. febrúar 2004, kl. 12:00 12:00 Hádegisverður í Setrinu, Grand Hóteli. Ávarp: Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur: Lífið hjá stjórnanda. SKRÁNING 13:15 Skráning við Hvamm, Grand Hóteli. FUNDARSETNING 13:30 Ræða formanns Samtaka verslunarinnar, Péturs Björnssonar. „Er verslun frjáls í fákeppni?“ RÆÐUMENN 13:50 Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra. 14:10 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins: Í hvers konar þjóðfélagi viljum við búa? 14:30 Tryggvi Þór Herbertsson, Hagfræðistofnun HÍ: Fákeppni á Íslandi 15:30 Almenn aðalfundarstörf skv. samþykktum samtakanna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910 eða á netfang: lindabara@fis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.