Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FLUGVÉLARNAR FARNAR
Engar kafbáta- og skipaeftirlits-
flugvélar eru hér á landi á vegum
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
nú, en í síðustu viku héldu P-3
Orion-eftirlitsflugvélar, sem flug-
sveitir Bandaríkjaflota skiptast á um
að leggja varnarliðinu til, af landi
brott til bækistöðva sinna í Banda-
ríkjunum að loknum venjubundnum
sex mánaða starfstíma. Nýjar vélar
hafa ekki verið sendar í stað þeirra
sem fóru. Utanríkisráðuneytið frétti
fyrst af þessu í gær og hefur óskað
eftir skýringum frá Bandaríkjunum.
Morðingja leitað
Lögregla leitar enn morðingja
manns sem fannst látinn í höfninni í
Neskaupstað á miðvikudag. Enn er
ekki vitað hver hinn látni er en lög-
regla telur að um útlending sé að
ræða. Lýst er eftir bíl, gráum Mitsu-
bishi Lancer, sem vitni sá við
bryggjuna í Neskaupstað aðfaranótt
mánudags. Ljóst þykir að líkið hefur
ekki legið lengur í sjónum en fjóra
daga.
Vilja kosningar í Írak
Lakhdar Brahimi, sendifulltrúi
Sameinuðu þjóðanna, er sammála
þeirri skoðun helsta trúarleiðtoga
sjía-múslíma í Írak, Ajatollah Ali al-
Sistani, að halda beri kosningar í
Írak. Hann greindi frá þessu í gær
eftir að hafa átt fund með Sistani.
Ekki er hins vegar ljóst hvort Brah-
imi telur að hægt verði að halda
kosningarnar áður en Bandaríkja-
menn framselja völd sín í Írak í
hendur heimamönnum 1. júlí nk.
Raforkuverð gæti hækkað
Raforkukostnaður til viðskipta-
vina Orkuveitu Reykjavíkur á
suðvesturhorninu gæti hækkað um
allt að 20% með breyttu fyrir-
komulagi raforkuflutnings. Þetta
segir forstjóri OR, Guðmundur Þór-
oddsson.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 37
Viðskipti 12 Viðhorf 38
Úr verinu 12 Minningar 38/48
Erlent 16/18 Kirkjustarf 47
Heima 20 Skák 48
Höfuðborgin 22 Bréf 52
Akureyri 24 Dagbók 54/55
Suðurnes 25 Staksteinar 54
Austurland 26 Sport 56/59
Landið 26 Leikhús 60
Daglegt líf 27 Fólk 60/65
Listir 28/30 Bíó 62/65
Umræðan 31/33 Ljósvakamiðlar 66
Forystugrein 34 Veður 67
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablað frá Príma.
Einnig fylgir Dagskrá vikunnar en
henni er dreift á landsbyggðinni.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
OKKAR
MENN Í
ÍRAK
TÍMARIT
MORGUNBLAÐSINS
FYLGIR MORGUNBLAÐINU
Á SUNNUDAG
BÓKASAFN Seltjarnarness opnar í
dag sýning á fornmunum og öðrum
gripum úr safni Harðar Páls Stef-
ánssonar. Það væri kannski ekki í
frásögu færandi ef Hörður væri
ekki fimmtán ára nemandi í Val-
húsaskóla á Seltjarnarnesi. Þrátt
fyrir ungan aldur hefur Hörður
lengi haft mikinn áhuga á gömlum
hlutum og fornminjum.
Hörður bjó með foreldrum sínum
í nokkur ár bæði í Rússlandi og
Bandaríkjunum, en faðir hans starf-
aði þá hjá Sameinuðu þjóðunum.
Eftir að fjölskyldan flutti heim árið
2000 fór Hörður að kanna sögu-
legar minjar á Nesinu. Gripirnir,
sumir hverjir líklega frá liðnum öld-
um, tengjast flestir sjávarútvegi og
landbúnaði og eru úr grjóti. Marga
munanna hefur hann fundið víðs-
vegar um Nesið. Hörður hefur einn-
ig varið miklum tíma í að kanna
gamla ruslahauginn í Eiðisvík, sem
hætt var að nota eftir síðari heims-
styrjöld og á hann fjölda gripa úr
honum.
Herði þykir eftirtektarvert
hversu mikið liggur eftir gengnar
kynslóðir á Seltjarnarnesi, það eru
grófgerðir og oft klunnalegir nytja-
hlutir úr grjóti sem fáir hirða um í
dag og hann hefur fundið á víða-
vangi. Með sýningunni vill Hörður
Páll sérstaklega vekja athygli á
nauðsyn þess að bæjarbúar gleymi
ekki sögu bæjarfélagsins þó að
þessa sögu sé nú að mestu leyti að
finna í grjóti. Menjar um heims-
atburði svo sem fall Berlínarmúrs-
ins og fall Sovétríkjanna megi einn-
ig finna í grjóti og steypu eins og sjá
megi á tveimur hnullungum frá
Þýskalandi og Rússlandi.
Las um Rómverja og Grikki
Hörður Páll segir áhugann á sögu
og sögulegum munum hafa kviknað
snemma. „Ég fékk áhuga á þessu
svona í kringum sex ára aldurinn.
Ég var að lesa um Rómverja, Grikki
og Víkinga og þeirra menningu og
muni, en ég vissi ekki að það væri
hægt að finna svona hluti. Þegar
fjölskyldan átti heima í Bandaríkj-
unum komum við einu sinni til Ís-
lands í frí og þá gaf einn frændi
minn mér danska örvarodda frá ný-
steinöld sem eru taldir vera um
5.000 ára gamlir,“ segir Hörður,
sem telur áhuga sinn á fornmunum
hafa vaknað fyrir alvöru við þessa
gjöf. „Þegar við fluttum til Íslands
var ég að labba í fjörunni á Seltjarn-
arnesi með vini mínum og þá kom
ég auga á undarlegan kringlóttan
stein sem var búið að höggva hell-
ing af hringjum og línum í. Þessi
steinn reyndist vera gamall myllu-
steinn. Hann var allt of þungur fyrir
mig þá, svo ég fór heim og tveimur
dögum seinna eyðilagði ég næstum
því bakið á pabba mínum þegar ég
lét hann drösla honum upp í bílinn
fyrir mig. Þá byrjaði ég virkilega að
spá í svona hluti.
Ég er líka mjög mikið á netupp-
boðum að kaupa rómverskar minjar
og slíkt. Ég er í rauninni að sanka
að mér sögunni í munum,“ segir
Hörður Páll, en hluti þeirra muna
er til sýnis á sýningunni.
Heldur sýningu á sögulegum munum af Seltjarnarnesi
Áhuginn
kviknaði
með örvar-
oddum
Ljósmynd/Óskar J. Sandholt
Hörður Páll hefur mikið yndi af fornum munum með sögulegt gildi.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Tetra
Ísland, Jón Pálsson, segist ekki
kannast við trúnaðarbrest í sam-
skiptum við dómsmálaráðuneytið,
líkt og dómsmálaráðherra hafi hald-
ið fram í blaðinu í gær, þegar lokað
var fyrir nokkra senda í fjarskipta-
kerfinu sl. þriðjudag.
Jón segir það ekki geta flokkast
undir trúnaðarbrest að veita þá
þjónustu sem fæst greitt fyrir sam-
kvæmt samningi við ríkið og
Reykjavíkurborg. Það hafi ekki vak-
að fyrir fyrirtækinu ,,að vera í
stríði“ við dómsmálaráðuneytið.
Tetra Ísland hafi veitt umframþjón-
ustu sem ekki hafi fengist greitt fyr-
ir. Samkvæmt staðfestingu ráðu-
neytisins frá árinu 2001 hafi
samningurinn verið uppfylltur með
16–17 sendum, og í dag séu 18–20
sendar í gangi.
,,Okkur hefur alla tíð verið frjálst,
bæði samkvæmt samningi og okkar
rekstri, að reka eins marga senda og
við viljum. En okkur ber ekki skylda
til að veita meiri þjónustu en keypt
er af okkur. Við teljum það óábyrgt
af okkur að reka þjónustu sem við
fáum ekki greitt fyrir. Við höfum
sennilega ekki átt að gera það jafn-
lengi og við gerðum, en við gerðum
það í góðri trú,“ segir Jón.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hefur stjórn Tetra Ísland ákveðið að
leita eftir formlegum nauðarsamn-
ingum við lánardrottna. Jón segir
lögfræðinga vera að undirbúa mál-
skjöl og safna meðmælum til að
leggja fyrir héraðsdóm. Þetta ferli
geti tekið nokkra mánuði þar til nið-
urstaða fáist.
Ekki trúnaðarbrestur
að loka sendunum
♦♦♦
KONAN sem lýsti því yfir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á þriðjudag að
hún hefði orðið manni að bana í íbúð
við Hamraborg í Kópavogi í mars
2002 var látin laus úr haldi lögregl-
unnar í gær. Friðrik Björgvinsson
yfirlögregluþjónn segir að frásögn
hennar hafi engan veginn staðist.
Lögreglan í Kópavogi handtók
konuna í fyrrakvöld en ekki var
hægt að yfirheyra hana strax þar
sem hún var í annarlegu ástandi. Í
gærkvöldi var tekin af henni skýrsla
og henni sleppti að því loknu.
Konan bjó með manninum sem
hnepptur var í gæsluvarðhald grun-
aður um aðild að málinu á sínum
tíma. Hún þekkti því til helstu atriða
þess. Málið er enn óupplýst. Ekki
voru áverkar á líkinu sem bentu til
þess að maðurinn hefði verið myrtur.
Frásögn
konunnar
stóðst ekki