Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÆSIR hf. mun ekki selja
Mercedes Benz-bifreiðir beint frá
verksmiðju eftir að viðræður við
DaimlerChrysler AG um endur-
nýjun sölusamninga sigldu í
strand. Ræsir hf. mun hins vegar
halda áfram viðgerða- og vara-
hlutaþjónustu.
Í fréttatilkynningu frá Ræsi hf.
kemur fram að í framhaldi af BER
(Block Exemption Regulation),
reglugerð Evrópusambandsins þar
sem samskipti og markaðsleikregl-
ur bílaframleiðenda, umboðs-
manna þeirra og neytenda eru
skilgreindar, hafi DaimlerChrysler
sett fram viðamikla og kostnaðar-
sama staðla sem taka mið af mun
stærri mörkuðum en hinum ís-
lenska. Þrátt fyrir að eigendur
Ræsis hafi verið tilbúnir að leggja
fram aukið fé til fyrirtækisins hafi
samningar strandað á umfangi og
framkvæmdahraða fjárfestinga
sem staðlarnir gera kröfu um.
Ræsir hf. mun afgreiða þá bíla
sem þegar hafa verið pantaðir og
staðfestir, einnig þá lager- og sýn-
ingarbíla sem til landsins eru
komnir.
Einnig segja talsmenn Ræsis að
fyrirtækið muni áfram reka verk-
stæðis- og varahlutaþjónustu fyrir
Mercedes Benz og Chrysler og
kappkosta að veita viðskiptavinum
sínum enn betri þjónustu en áður.
Engar breytingar eru fyrirsjá-
anlegar hvað varðar Mazda-bif-
reiðir, sem Ræsir hefur umboð fyr-
ir.
Hallgrímur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Ræsis hf., segir þær
kröfur sem DaimlerChrysler gerir
endurspegla viðleitni framleiðenda
til að gera seljendum erfitt fyrir að
opna ný útibú þegar markaðurinn
verður frjáls í október 2005.
„Hugsun þeirra er tvíþætt, annars
vegar að halda betri stjórn á
dreifikerfi sínu og hins vegar að
aðstoða þá sem þegar eru í dreifi-
kerfinu við að vernda fjárfestingu
sína. Þetta gengur beint gegn ætl-
un Evrópusambandsins sem vildi
auka samkeppni með setningu
nýju BER-reglugerðarinnar.“ seg-
ir Hallgrímur og bætir við að Ræs-
ir muni að sjálfsögðu reyna að
uppfylla allar óskir viðskiptavina
sinna, hvort sem þar er um að
ræða bíla, viðgerðir eða varahluta-
þjónustu.
DaimlerChrysler mun upplýsa
um framtíðarfyrirkomulag sölu-
mála bifreiða hér á landi þegar
fram líða stundir.
Ræsir gefur frá sér
Mercedes Benz-umboðið
TVEIR menn á tvítugsaldri rændu
Hótel Örk í Hveragerði og KB banka
í bænum í gærmorgun. Þeir beittu
hnífi við ránin og særðu hótelhald-
arann á fingri, en voru handteknir
skömmu eftir ránið í bankanum upp
úr klukkan níu í gærmorgun. Kona
sem einnig var leitað í tengslum við
ránin gaf sig fram við lögreglu á Sel-
fossi um klukkan eitt í gær. Meðan
leit að fólkinu stóð yfir var nemend-
um í skólanum í Hveragerði ekki
hleypt út í einar eða tvennar frímín-
útur og fylgst var með bílum sem
fóru til og frá bænum.
Forsaga málsins er sú að ungur
maður innritaði sig á hótelið að kvöldi
þriðjudags. Hann fór brott í gær, en
kom svo aftur um hálfsexleytið í gær-
morgun og voru þá karlmaður og
kona á svipuðum aldri með í för. Þau
innrituðu sig á hótelið og fóru síðan
upp á herbergi. Nokkru síðar komu
mennirnir tveir aftur niður í mót-
tökuna og voru þá greinilega ölvaðir
og ógnuðu hótelhaldaranum Ágústi
Ólasyni, sem tók við rekstri hótelsins
um síðustu mánaðamót ásamt bróður
sínum, en þeir reka einnig hótelin í
Ólafsvík og Stykkishólmi.
Annar maðurinn stökk yfir mót-
tökuborðið með hníf í hendinni, en
hinn kom inn um dyrnar og byrjaði
strax að brjóta upp skápa í leit að ein-
hverju fémætu, að sögn Ágústs.
Hann reyndi að halda manninum
fjarri sér með því að hafa skrifborðs-
stól á milli þeirra og kallaði á meðan á
hjálp, en allt kom fyrir ekki þar sem
enginn heyrði köll hans. Maðurinn
hélt áfram að ota hnífnum að Ágústi
sem endaði með því að hann fékk
hnífslag í fingurinn svo fossblæddi úr
honum. Þá ákvað Ágúst að reyna
ekki að verjast frekar, enda kom eng-
in hjálp.
Stendur ekki á sama
„Manni stendur ekki á sama þegar
blindfullur maður er að veifa hníf
framan í mann eða reyna að stinga
mann með honum, en eftir að ég
ákvað að sýna bara samstarfsvilja
hafði ég svo sem ekki miklar áhyggj-
ur af því að þeir myndu gera mér eitt-
hvað meira. Ég hafði meiri áhyggjur
af því að þeir myndu skemma meira,“
sagði Ágúst í samtali við Morgun-
blaðið.
Mennirnir leiddu hann í framhald-
inu um hótelið og leituðu að ein-
hverju fémætu og brutu meðal ann-
ars upp og eyðilögðu peningaskúffur,
en höfðu ekki upp úr krafsinu nema
um það bil 60–70 þús. kr. Þeir leituðu
einnig í litlu afdrepi sem Ágúst hefur
til að halla sér í á nóttunni og tóku
þar smámynt en láðist að taka upp-
gjör með peningum til bankans. Loks
lokuðu þeir hann inni í býtibúri sem
er inn af eldhúsinu, en áttuðu sig ekki
á því að hægt var að opna dyrnar inn-
an frá.
Ágúst fór út úr býtibúrinu strax og
mennirnir voru farnir og hljóp yfir í
starfsmannahús og mætir þá einum
starfsmanni sem kvaddi þegar til lög-
reglu. Mennirnir lögðu á flótta eftir
þetta og reyndu innbrot í KB banka
skömmu síðar eins og fyrr sagði eða
um níuleytið. Þeir voru svo hand-
teknir stundarfjórðungi síðar á flótta
í þorpinu.
Aðspurður hvort margir gestir
hefðu verið á hótelinu sagði Ágúst
svo ekki hafa verið. „Sem betur fer.
Það er nú ekki oft sem maður er
ánægður með það að sitja uppi með
tómt hótel.“
Rændu Hótel Örk og KB banka í Hveragerði
Ógnuðu og særðu hótel-
haldarann með hnífi
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Eftir að mennirnir höfðu látið
greipar sópa á Hótel Örk fóru þeir
inn í KB-banka og stálu þar fjár-
munum, en þó ekki miklum.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Ágúst Ólason, næturvörður á Hótel Örk, meiddist á fingri í átökum við
mennina. Til vinstri á myndinni er bróðir hans Óli Ólason.
RAFN Ragnarsson lýta-
læknir, sem ætlaði að taka
þátt í að breyta útliti söng-
konunnar Ruth Reginalds,
er kynntar hafa verið sem
sjónvarpsefni á Ísland í bítið
á Stöð 2 hefur að viðhöfðu
samráði við landlækni og
formann Læknafélags Ís-
lands hætt við þau áform. Í
sameiginlegri yfirlýsingu
sem undirrituð er af Rafni, Sigurbirni
Sveinssyni, formanni Læknafélags
Íslands, og Matthíasi Halldórssyni
aðstoðarlandlækni, segir að þeir hafi
fundað vegna umtalaðrar læknismeð-
ferðar sem til hafi staðið að kona und-
irgengist og ráðgert hafi verið að
gera að sjónvarpsefni á Stöð 2.
Getur skaðað
„Niðurstaða fundarins er sú að
málið hafi í meðförum farið út yfir
eðlileg mörk, vakið ótilhlýðilega at-
hygli og geti skaðað þá, sem að því
koma. Að fengnu áliti aðstoðarland-
læknis og formanns Læknafélags Ís-
lands hættir Rafn Ragnarsson lýta-
læknir þátttöku sinni í gerð
umrædds sjónvarpsefnis,“
segir í yfirlýsingunni.
„Við funduðum og niður-
staðan af því var að málið
væri komið út fyrir öll eðli-
leg mörk, bæði umræðan og
hinar fyrirhuguðu aðgerð-
ir,“ segir Matthías Hall-
dórsson aðstoðarlandlækn-
ir. „Hann [Rafn] var engum
þrýstingi beittur en vildi hafa samráð
við okkur og er hættur við.“
Skoða sprautur
Matthías segir embættið vera ósátt
með fleiri anga á málinu, þar á meðal
sprautur hjúkrunarfræðings til útlits-
breytinga á móður söngkonunnar í
sjónvarpinu. „Þarna er verið að fara í
verk sem ekki eru á verksviði hjúkr-
unarfræðings. Hún er reyndar með
lækni á bak við sig eins og það er kall-
að. Sá er sérfræðingur í bæklunar-
skurðlækningum og við teljum að
þarna sé verið að fara á svig við lög.
Það er ekki verk hjúkrunarfræðinga
að sprauta fólk án verulegs samráðs
við lækni eða fyrirmæla hans, auk þess
sem starfsemin virðist auglýst á
ósæmilegan hátt,“ segir Matthías.
Hann upplýsti einnig að embættið
hefði spurst fyrir um þjónustu þá sem
viðkomandi hjúkrunarfræðingur aug-
lýsti. Ekki hefði enn tekist að funda
með honum en að því væri stefnt.
Spurður um sjónvarpsþátttöku
annarra lækna, eins og t.d. geðlækna
eða sálfræðinga, sem mæta í spjall-
þætti þar sem rætt er um geðræna
kvilla og meðferð segist Matthías telja
að menn verði að fara mjög varlega í
þeim efnum. „Auðvitað er það alltaf
matsatriði hvenær er farið út í hreina
auglýsingamennsku eins og þetta var
raunar farið út í á Stöð 2. Það hlýtur
þó að vera matsatriði í hvert skipti.
Það hefur líka verið fjallað um stærri
aðgerðir, s.s. kransæðaaðgerðir og
mjaðmaskiptaaðgerðir í sjónvarpi.
Þar er um að ræða aðgerðir við erf-
iðum sjúkdómum, sem menn eru ekki
beinlínis að velja sér og enginn hefur
beinan fjárhagslegan ávinning af. Þar
gegnir því nokkuð öðru máli,“ segir
Matthías.
Landlæknir hefur afskipti af lýtaaðgerðum í sjónvarpi
Gerir ekki aðgerð
á Ruth í sjónvarpi
Rafn Ragnarsson
ÁFRAM verður fylgst með
útlitsbreytingum á Ruth
Reginalds í morgunþætti
Stöðvar 2, Ísland í bítið
þótt Rafn Ragnarsson lýta-
læknir framkvæmi ekki að-
gerðir í sjónvarpi. Páll
Magnússon, fram-
kvæmdastjóri dagskrár-
sviðs Stöðvar 2, segir að í
raun hafi ekkert annað
breyst en það að þær aðgerðir eða
aðgerð sem Rafn framkvæmir á
Ruth Reginalds verði ekki mynd-
aðar. „Að öðru leyti heldur þetta
verkefni áfram,“ segir Páll.
Gerir ráð fyrir að Rafn
framkvæmi aðgerðina
Páll segist fastlega reikna með
að Rafn muni eftir sem áður fram-
kvæma aðgerð á Ruth enda segi
ekki annað í yfirlýsingu Rafns, að-
stoðarlandlæknis og formanns
Læknafélagsins en að Rafn sé hætt-
ur þátttöku í sjónvarpshlutanum.
„Þannig að ég geri ekki ráð fyrir
öðru en það standi sem lagt var upp
með að hann framkvæmi
þessa aðgerð,“ segir Páll.
Hann segir líklega rétt
að taka fram að verkefnið
sem slíkt sé ekki á vegum
Stöðvar 2. „Þetta bar
þannig að okkur að snyrti-
fræðingur kom að máli við
umsjónarfólk Íslands í bít-
ið og greindi frá því að
þessar víðtæku fegrunar-
aðgerðir á Ruth Reginalds stæðu
fyrir dyrum og spurði hvort við
hefðum áhuga á að skýra frá þessu
og mynda eftir því sem verkinu
myndi vinda fram. Við sam-
þykktum það enda þótti okkur
þetta vera áhugavert og for-
vitnilegt efni. Sá er okkar hlutur í
málinu. Við höldum einfaldlega
áfram að segja frá þessu eftir því
sem efni og ástæður liggja til.“
Spurður um kostnað vegna að-
gerðanna segir Páll að Stöð 2
greiði ekki neitt, það sé mál skipu-
leggjandans, þ.e. snyrtifræðingsins
og þeirra sem koma að aðgerð-
unum.
Áfram fylgst með
Ruth í morgunsjón-
varpi Stöðvar 2
Ruth Reginalds