Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MÖRÐUR Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að
launagreiðslur til höfunda, ritstjórnar og
ritnefndar Sögu Stjórnarráðsins væru
nokkuð rausnarlegar, en Davíð Oddsson
forsætisráðherra skýrði frá því að þær
væru samtals 37,5 milljónir króna. Þar af
nema ritlaun til sex höfunda verksins alls
24 milljónum. „Ég sé ekki eftir skattpen-
ingum til fræðimanna,“ sagði Mörður,
„en 37,5 milljónir króna […] fyrir 1.200
síður af fræðilegu efni hlýtur að vera ein-
hver misskilningur.“
Mörður sagði að gróf viðmiðun Hag-
þenkis fyrir fræðilegan texta væri 5.900
krónur á síðuna. „Ef við erum rausnarleg
og tvöföldum það fáum við rúmar 14
milljónir kr. út úr þessu dæmi, þessum
þremur bindum, en þær eru sagðar 37,5
millj. króna.“ Hann sagði að svo virtist
sem ekki hefði verið sýnd fyrirhyggja eða
ráðdeild við útgáfu ritanna.
Miðað við taxta
háskólakennara
Forsætisráðherra gerði grein fyrir
samningunum við höfundana og rit-
stjórnina. Hann sagði að þegar gengið
hefði verið til samninga við höfundana
hefði verið miðað við fræðimannataxta
Félags háskólakennara til 1. janúar árið
2000 auk viðeigandi álags, þar sem um
verktakasamninga hefði verið að ræða.
„Viðmiðunargreiðsla var 250 þúsund
krónur fyrir hvern mánuð,“ útskýrði
hann. Höfundarnir fengu síðar leiðrétt-
ingu á samningnum vegna taxtabreyt-
inga og verðlagshækkana. Ráðherra
sagði að þóknun til ritnefndar hefði verið
í samræmi við úrskurð þóknunarnefndar
og að laun til ritstjóra hefðu miðað við
tæplega 300 þúsund kr. laun á mánuði að
meðaltali.
Mörður Árnason um
Sögu Stjórnarráðsins
Segir
launa-
greiðslur
ríflegar
Á NÆSTU þremur árum verða
hreinar skuldir borgarstjóðs
greiddar niður um einn milljarð
króna og heildarskuldir borgar-
sjóðs lækka um tæplega einn og
hálfan milljarð sagði Árni Þór Sig-
urðsson, forseti borgarstjórnar,
við fyrri umræðu um fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar næstu þrjú
árin. Flutti hann framsögu með
frumvarpinu í fjarveru borgar-
stjóra, sem var veikur.
Árni sagði að hreindar skuldir
borgarsjóðs, sem væru heildar-
skuldir að frádregnum peningaleg-
um eignum, gæfu gleggsta mynd
af skuldastöðunni. Hreinar skuldir
á hvern borgarbúa lækkuðu um
tæpan fimmtung næstu þrjú árin
og færu úr 52 þúsund krónum nið-
ur í 42 þúsund krónur á mann.
Þegar borgarsjóður og fyrirtæki
í meirihlutaeigu Reykjavíkurborg-
ar eru tekin saman sagði Árni að
heildarfjárfestingar árin 2005 til
2007 yrðu rúmir 39 milljarðir
króna. Frá rekstri borgarsjóðs og
fyrirtækjanna kæmu hins vegar 26
milljarðar upp í fjárfestinguna og
skuldaaukning samstæðunnar yrði
því samtals 13,2 milljarðar á þess-
um þremur árum. Skuldaaukning-
in væri mest hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, Fráveitunni og Bíla-
stæðasjóði. Hins vegar lækkuðu
skuldir Reykjavíkurhafnar og Fé-
lagsbústaða talsvert en mest væri
lækkun hreinna skulda borgar-
sjóðs, tæpur milljarður eins og áð-
ur segir.
Eins og hvert annað grín
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn, sagði það auðvitað metnað
allra borgarfulltrúa að veita borg-
arbúum góða þjónustu, eins og
Árni Þór taldi fyrst upp í ræðu
sinni, þó deilt sé um leiðir að því
marki. „Síðan þegar kom að ann-
arri upptalningu sem þetta frum-
varp endurspeglar, í öðru lagi
ábyrgri fjármálastjórn og í þriðja
lagi virðingu fyrir skattpeningum
borgarbúa, þá hljómaði það eins
og hvert annað grín,“ sagði Vil-
hjálmur í byrjun sinnar ræðu.
„Það er öllum ljóst að hér hefur
ekki verið stunduð ábyrg fjármáls-
tjórn – nema síður sé – og mjög
auðvelt að færa sönnur á það. Það
felur auðvitað í sér að þar með er
ekki borin virðing fyrir skattpen-
ingum borgarbúa.“
Vilhjálmur lagði í máli sínu
áherslu á að reynslan af fjárhags-
áætlunum R-listans á undanförn-
um árum sé sú að þær standist
engan veginn. Benti hann á að
samkvæmt áætluninni sem nú lægi
fyrir væri gert ráð fyrir að heild-
arskuldir borgarsamstæðunnar
yrðu rúmlega 81 milljarður í árs-
lok 2005 eða 21 milljarði hærri en
áætlað hafi verið fyrir aðeins
tveimur árum. „Þarna skeikar 35%
í verðbólgulitlu umhverfi,“ sagði
Vilhjálmur og ástæðurnar væru
fyrst og fremst útgjaldaþensla og
framúrkeyrsla í framkvæmdum.
Boðskapur þessarar þriggja ára
áætlunar sé áframhaldandi skulda-
aukning
Niðurskurður boðaður
Frumvarpið sýnir glöggt að mati
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
að R-listinn ræður ekki við
skuldaþróunina í Reykjavík.
Hreinar skuldir á hvern íbúa án
lífeyrisskuldbindinga muni fjórtán-
faldast frá árinu 1993 til 2005.
Samhliða þessari þróun sé stór-
felldur niðurskurður boðaður sem
muni bitna á þjónustu við borg-
arbúa. Fresta eigi upbyggingu við
grunnskóla í Úlfarsfelli og Norð-
lingaholti og seinka framkvæmd-
um við fjölda annarra skóla er
nefnt sem dæmi.
Hreinar skuldir borgar-
sjóðs lækka um milljarð
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar næstu þrjú árin
Marklaust segja
sjálfstæðismenn
ALÞINGI lagði ríkisstjórninni þær
skyldur á herðar að hún mæti fyr-
irsjáanlegan kostnað ríkissjóðs af
framkvæmd stjórnarfrumvarpa
sagði Árni Þór Sigurðsson á borg-
arstjórnarfundi í gær. „Það verður
að teljast merkilegt að ákvæðið er nú
fallið á brott með nýjum lögum um
fjárreiður ríkisins,“ bætti forseti
borgarstjórnar við, en þó hljóti lög-
gjafanum engu síður að vera akkur í
því að slíkt mat á kostnaði sem félli á
sveitarfélög við framkvæmd laga
lægi fyrir.
Árni eyddi þó nokkrum tíma í
framsögu sinni með þriggja ára áætl-
un um framkvæmdir og fjármál
Reykjavíkurborgar árin 2005–2007
til að ræða fjárhagsleg samskipti rík-
is og sveitarfélaga. „Það er mitt álit
að þörf sé á að vinnubrögð í þeim efn-
um verði tekin til gagngerrar endur-
skoðunar,“ sagði hann.
Árni sagði að ríkið ákvarði tekju-
stofna sveitarfélaga með lögum og
fjárfrekustu verkefnin séu lögboðin.
„Setji ríkið lög um ákveðin réttindi
íbúanna, og eigi það sjálft að uppfylla
þær skyldur, ræðst það af fjárlögum
hvers árs hvernig þessar skyldur eru
upfylltar,“ sagði hann. „Setji þetta
sama ríkisvald hins vegar lög um
réttindi íbúanna sem sveitarfélög-
unum er uppálagt að sinna ræður til-
tækt fjármagn ekki því í hve miklum
mæli skyldunum skal fullnægt. Ný-
legt dæmi er um þetta, þar sem húsa-
leigubæturnar eru.“ Frá yfirstand-
andi ári út árið 2007 sé gert ráð fyrir
að útgjöld Reykjavíkurborgar vegna
almennra húsaleigubóta vaxi um 97
milljónir króna, en útgjöld ríkisins
vaxi um þrjár milljónir.
Nýta ekki tekjustofna
Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sagði að
oftar mætti ræða þessi samskipti rík-
is og borgar á vettvangi borg-
arstjórnar. Þau væru í sífelldri skoð-
un og forseti borgarstjórnar sæti nú í
nefnd sem væri að fjalla um endur-
skoðun á tekjustofnum sveitarfélag-
anna. „Það hefur verið venjan að fara
djúpt í saumana á fjármálalegum
samskiptum ríkis og sveitarfélaga og
ég tel það vera ágætis vinnubrögð.
Þau vinnubrögð eru í réttum far-
vegi,“ sagði Vilhjálmur. Hann tók
undir að aukinn kostnaður sveitarfé-
laga hafi orðið til á ýmsum sviðum og
í fyrri samningum við ríkið hafi tekist
að auka tekjur sveitarfélaga um fjóra
til fimm milljarða. Þessi niðurstaða
hafi fengist eftir mikla vinnu.
„Hvað gerist svo? Það eru nokkur
sveitarfélög sem telja sig ekki þurfa
að nýta þá tekjustofna sem hafa verið
sóttir með töluverðum dugnaði til
ríkisins,“ sagði Vilhjálmur.
Ákvæði um kostn-
aðarmat frumvarpa
fallið á brott
ÞINGMENN Suðurkjördæmis
gagnrýndu á Alþingi í gær að enn
væri ekki búið að leysa húsnæðis-
mál öldrunardeildar sjúkrahúss-
ins á Ljósheimum á Selfossi, en
þar hefur húsnæðið ítrekað fengið
undanþágur frá Heilbrigðiseftirliti
Suðurlands, svo starfsemin geti
haldið áfram, þrátt fyrir lélegan
húsakost.
Margrét Frímannsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, vakti
máls á þessu í fyrirspurnartíma.
Hún vitnaði í álit Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands, frá desember
opinberar framkvæmdir. „En það
hefur enn ekki verið til lykta leitt.
En ég vonast til að fá niðurstöðu í
þetta mál hið fyrsta.“ Bætti hann
því við að þetta væri forgangsmál.
Stefnt væri að því að taka í notkun
nýtt húsnæði hjúkrunardeildar eigi
síðar en 2006. Margrét ítrekaði að
hún hefði gengið á eftir þessu máli
aftur og aftur og enn hefði ekkert
gerst. „Það er okkur til háborinnar
minnkunar að hafa ekki tekið á
þessu fyrr,“ sagði hún. Aðrir þing-
menn kjördæmisins hvöttu ráð-
herra til að fylgja þessu vel eftir.
um, flísar séu dottnar úr loftum,
leki sé í gluggum, bleyta sé í teppi
við útidyr og að dyr séu óþéttar.
Margrét spurði heilbrigðisráð-
herra, Jón Kristjánsson, hvenær
vænta mætti þess að framkvæmd-
ir hæfust við fyrirhugaða stækkun
húsnæðis Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands, en staðið hefur til að
flytja þangað starfsemi öldrunar-
deildarinnar.
Niðurstaða hið fyrsta
Ráðherra sagði að málið væri nú
í höndum samstarfsnefndar um
2003, þar sem fram koma 36 at-
hugasemdir við húsnæðið. Til
dæmis segir þar að raki sé í veggj-
Húsnæðismál öldrunardeild-
ar á Ljósheimum verði leyst
FORSVARSMENN heimasíð-
unnar almenningur.is fluttu í
gær formönnum allra þing-
flokka áskorun þess efnis að
endurskoða lög um eftirlaun al-
þingismanna, forseta Íslands og
ráðherra sem staðfest voru á
Alþingi nýverið. Á þriðja þús-
und kjósendur lýstu yfir stuðn-
ingi við tilmælin á vefsíðunni en
þar er því beint til þingmanna
að við endurskoðun laganna
verði haft að leiðarljósi að al-
menningur og kjörnir fulltrúar
almennings búi í grundvall-
aratriðum við sömu eftirlauna-
réttindi.
„Forréttindi ganga gegn rétt-
lætis- og lýðræðishugmyndum
þorra landsmanna, sérstaklega
forréttindi kjörinna fulltrúa.
vilja ekki una við og telja ófull-
nægjandi,“ segir í áskorun til al-
þingismanna.
sem umbjóðendur þeirra njóta
né afmarka almenningi grund-
vallarréttindi sem þeir sjálfir
Þeir sem kjörnir eru til að setja
lögin mega hvorki búa sjálfum
sér almenn réttindi umfram þau
Skorað á þingmenn að endurskoða lög um eftirlaun ráðamanna
Búi sér
ekki rétt-
indi um-
fram al-
menning
Morgunblaðið/Sverrir
Hjörtur Hjartarson afhenti formönnum þingflokka mótmælin. Á myndinni eru Einar K. Guðfinnsson frá
Sjálfstæðisflokknum, Ögmundur Jónasson frá VG og Margrét Frímannsdóttir frá Samfylkingunni.