Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 11
FULLYRÐINGAR formanns Skotveiðifélags
Íslands (Skotvís) á vef samtakanna og í Morg-
unblaðinu þess efnis að Náttúrfræðistofnun
Íslands (NÍ) hafi ekki gert neina áætlun til að
fylgja eftir áhrifum af rjúpnaveiðibanni eru al-
gerlega tilhæfulausar. Þetta segir Ólafur K.
Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofn-
un. Náttúrufræðistofnun lagði fram í febrúar í
fyrra skýrslu, Tillögur að rjúpnarannsóknum
2003–2007, þar sem einmitt er fjallað um það
hvaða leið eigi að fara í rjúpnarannsóknum í
tengslum við tillögur NÍ um takmarkanir á
rjúpnaveiðum síðsumars 2002.
Inntakið að styrkja vöktunarkerfið
Ólafur, sem er höfundur skýrslunnar, segir
inntak áætlunarinnar vera að styrkja vökt-
unarkerfi rjúpunnar og nota það kerfi til að
mæla árangur friðunar; vöktunarkerfið verði
notað til að mæla hvort stofnvöxtur í næstu
uppsveiflu verði meiri en hann hafi verið á síð-
ustu tveimur uppsveifluskeiðum. „Tilgátan er
að skotveiðar hamli vaxtargetu rjúpnastofns-
ins og með því að draga úr veiðiafföllum nái
stofninn hámarks vaxtarhraða, 50% á milli
ára. Forsenda þessa er að það dragi úr heild-
arafföllum í uppsveifluárum og aðrir af-
fallaþættir vaxi ekki í takt við minni afföll
vegna skotveiða,“ segir Ólafur.
Hann segir þessar áætlanir NÍ eiga að vera
formanninum, Sigmari B. Haukssyni, vel
kunnar enda hafi hann að beiðni formannsins
og að honum viðstöddum flutt fyrirlestur á
vegum Skotvís í mars 2003 sem bar titillinn
Rannsóknaráætlun fyrir rjúpu 2003–2007.
Sama efni hafi verið til umfjöllunar á ársfundi
Náttúrufræðistofnunar í október í fyrra og
formaður Skotvís hafi einnig verið viðstaddur.
„Á báðum þessum fundum var fjallað um
þessa áætlun lið fyrir lið og hún rædd í lok
fundanna. Gagnrýni Sigmars B. Haukssonar
nú er því með öllu óskiljanleg og ósanngjörn
og í stíl við þá dæmafáu fullyrðingu hans síð-
astliðið sumar að Náttúrufræðistofnun hefði
hagrætt gögnum í því skyni að fá umhverf-
isráðherra til að fallast á tillögur stofnunar-
innar um veiðibann á rjúpu. Í sem stystu máli
þá eru og hafa verið í gangi rannsóknir til að
meta áhrif friðunaraðgerða á rjúpnastofninn
og formaður Skotvís hefur búið yfir vitneskju
um markmið og framkvæmd þeirra rannsókna
í næstum eitt ár,“ segir Ólafur.
Unnið að gerð stofnlíkans
í samvinnu við Reiknifræðistofnun
Í dagbókarfærslu formanns Skotvís er
minnst á fund rjúpnanefndar fyrr í þessum
mánuði og sagt að greinargerð Ólafs hafi verið
„athyglisverð þó svo að ekkert nýtt kæmi þar
fram“.
Ólafur segir að þetta verði að skoða sem
upplifun formannsins á fundinum; staðreyndin
hafi verið sú að á fundinum hafi verið greint
frá nýútkominni áfangaskýrslu um líkan af
rjúpnastofninum sem unnin sé í samvinnu við
Reiknifræðistofnun Háskóla Íslands. „Á fyrr-
nefndum fundi rjúpnanefndar var í fyrsta sinn
skýrt frá niðurstöðum er varða stofnmódelið
enda var gengið frá skýrslunni nokkrum dög-
um fyrr. Það er því rangt sem fram kemur hjá
Sigmari B. Haukssyni á heimasíðu Skotvís að
ég hafi ekki kynnt neitt nýtt efni á fundi
rjúpnanefndar. Umrætt líkan byggist á gögn-
um frá Norðausturlandi 1981–2002 og getur
hermt eftir stofnbreytingum eins og þær hafa
mælst úti á mörkinni að því gefnu að innbyggð
sé í líkanið um 4% fækkun rjúpna að jafnaði á
ári. Einhverra hluta vegna telur formaður
Skotvís enga ástæðu til að nefna þessar nið-
urstöður þegar hann fjallar um fundinn í viku-
legum dagbókarpistli sínum,“ segir Ólafur.
Ólafur tekur fram að það hafi verið mat NÍ
að skynsamlegra væri að nota það fé sem til
umráða er til rannsókna til að styrkja vökt-
unarkerfið en ekki t.d. til að mæla afföll
rjúpna með sendimerktum rjúpum. Með vökt-
un megi meta líklegan árangur af friðun og
um leið auka skilning á stofnlíffræði rjúp-
unnar og nytjum stofnsins, þ.e. með gerð
stofnlíkans.
Unnið að gerð
stofnlíkans fyrir
rjúpnastofninn
Ljósmynd/Daníel Bergmann
Ólafur K. Nielsen hafnar algerlega gagnrýni formanns Skotveiðifélags Íslands.
Fullyrðingar formanns Skotvís tilhæfulausar,
segir Ólafur K. Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti fund í Dyflinni í gær
með Brian Cowen, utanríkisráð-
herra Írlands, en Írar fara nú með
formennsku í Evrópusambandinu.
Samkvæmt upplýsingum frá utan-
ríkisráðuneytið var megintilgangur
fundarins að ræða þau mál sem efst
séu á baugi í Evrópusamvinnunni og
stækkun EES svæðisins frá og með
1. maí næstkomandi, auk tvíhliða
málefna og alþjóðlegra öryggismála.
Halldór tók upp ýmis mál er varða
hagsmuni Íslands og innri markað
Evrópska efnahagssvæðisins, m.a.
ósk um aukinn kvóta á tollfrjálsan
útflutning á lambakjöti og lifandi
hrossum. Þá var og rætt um mik-
ilvægi þess að Ísland og Evrópusam-
bandið semdu samhliða um loftferða-
samninga. Ennfremur lýsti Halldór
yfir áhyggjum vegna beiðni Íra og
Breta um að Evrópusambandið grípi
til verndaraðgerða gegn innflutningi
á eldislaxi, m.a. frá Íslandi.
Fjölluðu um EES-samninginn
Ráðherrarnir ræddu ítarlega
breytingarnar sem nú standa fyrir
dyrum á stofnskrá ESB eða svokall-
aðri stjórnarskrá ESB og sagði Hall-
dór afar mikilvægt að ESB ræddi við
EFTA-ríkin um einstök atriði í því
sambandi sem gætu haft bein áhrif á
rekstur samningana um Evrópska
efnahagssvæðið og Schengen.
Einnig ræddu ráðherrarnir sam-
starf Atlantshafsbandalagsins og
Evrópusambandsins á sviði öryggis-
mála og mikilvægi þess að þróun ör-
yggismála innan ESB mætti ekki
verða til þess að veikja bandalagið
eða tengsl þess yfir Atlantshafið.
Loks ræddu ráðherrarnir málefni
Íraks, Afganistans og ástandið fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Utanríkisráðherra Ís-
lands og Írlands funda
Ræddu
aukinn
tollkvóta
lambakjöts
STEFNT er að því að bjóða upp á
nám í upplýsingatækni á sviði heil-
brigðisvísinda við Háskóla Íslands
frá og með næsta hausti en um er að
ræða þverfaglegt meistaranám þar
sem áherslan verður á gæði heil-
brigðisþjónustu með aðstoð tölvu-
tækninnar. Að náminu standa aðilar
úr hjúkrunarfræðideild, læknadeild,
lyfjafræðideild, raunvísindadeild og
félagsvísindadeild.
Dr. Connie Delaney, prófessor við
Háskólann í Iowa og gestaprófessor
við HÍ, sem liðsinnt hefur forsvars-
mönnum Háskólans við undirbúning
námsins, segir upplýsingatækni á
heilbrigðissviði vera tiltölulega nýtt
svið innan heilbrigðisvísinda sem
byrjað var að kenna í Bandaríkjun-
um fyrir um 20 árum. Eitt af lyk-
ilatriðunum í því sambandi sé öryggi
sjúklingsins.
„Við gefum mikið að lyfjum í heil-
brigðiskerfinu og ólíkir aðilar innan
heilbrigðiskerfisins koma þar að.
Læknar sem ávísa lyfinu, hjúkrunar-
fræðingar sem gefa það sjúklingum
og lyfjafræðingar sem dreifa því.
Í heimi upplýsingatækninnar
snýst þetta um að þróa upplýsinga-
kerfi og gagnagrunna sem bæta
samskipti milli allra sem starfa á
heilbrigðissviði. Þannig að við séum
með sem öruggasta yfirstjórn og
getum fylgst með áhrifum lyfjagjafa
og skráð þær á þann hátt að það
gagnist heilbrigðisstarfsmönnum.“
Framfarir hafa orðið miklar hvað
snertir tækni í heilbrigðisvísindum á
síðustu árum og segir Delaney að ný
þekking fyrir tilstilli rannsókna sé
þar ekki undanskilin. Mjög mikil-
vægt sé að heilbrigðisstéttir og einn-
ig sjúklingar fái bestu upplýsingar
sem völ er á sem koma úr rannsókn-
um hverju sinni. „Við vitum nú að
flestar rannsóknir í dag skila sér
ekki út í heilbrigiskerfið fyrr en að
nokkrum árum
liðnum og við vilj-
um stytta þann
tíma niður í
nokkra mánuði ef
mögulegt er.“
Þá sé mikil-
vægt að sjúkra-
skrár séu haldnar
á rafrænu formi
eins og víða sé
farið að gera, m.a. í Bandaríkjunum.
Unnt að lækka kostnað
„Margir halda að gamlar sjúkra-
skrár á pappírsformi séu öruggari en
á tölvu. Í raun og veru er hægt að
stýra aðgangi að heilbrigðisupplýs-
ingum mun betur á rafrænu formi.
Með pappírsskýrslu veistu í raun
aldrei hverjir sáu skýrsluna, hvað
þeir sáu í henni og hvenær.“
Þess ber að geta að sett hafa verið
lög í Bandaríkjunum sem kveða á um
hver hafi aðgang að sjúkraskrám,
rétt sjúklinga til að kanna hver hefur
séð skýrslur þeirra, o.s.frv.
Delaney segir að rannsóknir hafi
sýnt fram á að með aðstoð upplýs-
ingatækni á heilbrigðissviði megi
viðhalda og bæta þjónustu á heil-
brigðissviði og jafnvel lækka kostn-
aðinn. Upplýsingatækni snúist þann-
ig um að ná í upplýsingar sem þurfi
til að meta kostnaðinn hverju sinni
með það fyrir augum að bjóða upp á
skilvirkari þjónustu og betri.
„Eitt af því besta við upplýsinga-
tækni á heilbrigðissviði er að tæknin
sem hún leiðir af sér nýtist ekki ein-
göngu til að útbúa upplýsingakerfi til
að safna saman upplýsingum heldur
og til að finna út hvað virkar í með-
ferð sjúklings og hvað megi betrum-
bæta. Markmið tölvuvædds um-
hverfis er að geta komið með fyrsta
flokks tækni niður á það stig sem
ákvarðanirnar eru teknar.“
Heilbrigðisstarfsmenn hafi
aðgang að bestu upplýsingum
Connie Delaney
GUÐMUNDUR Hauksson, sparisjóðsstjóri
SPRON, segir að ekki sé tímabært að tjá sig nán-
ar um hvernig stofnfé í sjóðnum verði selt á til-
boðsmarkaði, en sá möguleiki var nefndur á fundi
stofnfjáreigenda á þriðjudag.
„Það liggur fyrir að það er heimilt að selja
stofnfé á yfirverði, en það þarf auðvitað að vanda
mjög vel til þess verks ef á að búa til aðgengilegan
markað fyrir það. Það þarf að leggja slíkt fyrir
Fjármálaeftirlit og þess vegna ekki tímabært að
fara út í smáatriði í því fyrr en sá farvegur er fund-
inn,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði aðspurður að farið hefðu fram við-
skipti með stofnfé á yfirverði. Það væri ekkert
sem bannaði það. Það væru sáralítil viðskipti,
fyrst og fremst innan fjölskyldna hvað varðaði
dánarbú og þess háttar.
Fram kom að stofnfjárhlutir í SPRON væru
14.490 talsins og eru þeir í höndunum á 1.106
stofnfjáreigendum í sjóðnum. Að meðaltali er því
hver stofnfjáreignadi með 13,1 hlut.
Aðspurður hvort það hefði lengi verið þannig að
stofnfjáreigendur mættu eiga marga hluti sagði
Guðmundur að það hefði verið þannig að hver og
einn mætti eiga 1 til 20 hluti og frá og með fundi
sem haldinn hefði verið í ágúst árið 2002 væri ekki
lengur hámark fyrir því hvað hver og einn mætti
eiga. Það væru fáir sem ættu meira en tuttugu
hluti og sá sem ætti mest ætti fjörutíu hluti. Það
væri hins vegar mjög fáir sem ættu aðeins einn
hlut, en mjög algengt væri að menn ættu þetta 5
eða 10 eða 20 bréf, en hver stofnfjárhlutur er að
upphæð um 37 þús. kr.
Guðmundur sagði aðspurður að það væru fyrst
og fremst traustir viðskiptavinir sparisjóðsins
sem væru í þessum hópi stofnfjáreigenda. Ekkert
hefði verið fjölgað í hópi stofnfjáreigenda frá árinu
2000. Eftir að menn hefðu farið að velta fyrir sér
þeim möguleika að breyta SPRON í hlutafélag
hefði verið ákveðið að fjölga ekki frekar í bili, en
árin þar á undan hefði fjölgað um 200-300 á árin
nokkur árin þar á undan.
Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri um tilboðsmarkað fyrir stofnfé
Ekki tímabært að fara út í smá-
atriði varðandi sölu á stofnfé