Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA dagblaðið í Zürich í Sviss hefur legið undir ámæli síðustu daga fyrir að hafa birt minn- ingargrein um kött og það meira að segja innan um minningargreinar um mannfólkið. Eru við- brögð blaðsins þau, að hér eftir ætlar það að birta minningargreinar um gæludýr í sérstökum dálki þrisvar í viku. „Gæludýrin eiga það skilið að vera syrgð,“ sagði í tilkynningu frá stjórnendum Tages Anzeigers. Minningargreinin, sem var aðeins átta línur, var um Jasper, sem var gotinn í þennan heim 6. maí 2001 en kvaddi hann 1. febrúar 2004. Undir henni voru nöfn eigendanna, einhvers Kaspars og „allra vinanna“. Raunar tók blaðið við greininni fyrir misskiln- ing og í þeirri trú, að verið væri að kveðja lítið barn. Myndin með henni var þó af bröndóttum ketti. Eftir birtinguna linnti ekki kvörtunum reiðra lesenda og var þá farið að kanna málið nánar. Kom þá í ljós, að Jasper og Kaspar voru kettir og endalok Jaspers voru sannkallaður katt- arþvottur, hann var nefnilega staddur inni í þvottavélinni þegar hún var sett af stað. Orð skulu standa 35 ÁRA frönsk kona, Christelle Demichel, giftist unnusta sínum á þriðjudaginn var, einu og hálfu ári eftir að hann lést í bílslysi. Brúðurin var svartklædd þegar hún giftist látn- um unnusta sínum, Eric Demichel, í ráðhúsi Nissa- borgar. „Þegar Eric var á lífi hétum við því að ganga í hjónaband,“ sagði hún. „Ég lifði fallega ástarsögu og þessi gifting er til vitnis um það.“ Samkvæmt frönskum lögum geta Frakkar gifst látnum unnusta eða unnustu svo fremi sem forseti Frakklands samþykkir það og hægt er að færa sönnur á að parið hafi ætlað að ganga í hjónaband. Getið þið tekið hákarlinn af mér? STRANDVERÐIR í Ástralíu trúðu ekki eigin augum þegar ungur maður gekk til þeirra með hákarl fastan á fætinum og spurði hvort þeir vildu vera svo vænir að losa sig við hann. Luke Tresoglavic, 22 ára Ástrali, synti 300 metra í land, gekk að bílnum sínum og ók til varð- anna eftir að 60 sm langur teppisháfur beit hann í fótinn og vildi ekki sleppa honum. Verðirnir sprautuðu vatni í hákarlinn þar til hann gafst loksins upp. Aha, gulur snjór LÖGREGLAN í Nevada í Bandaríkjunum hefur handtekið 25 ára gamlan mann eftir að hafa fundið gulan snjó á þaki veitingahúss sem hann hafði brotist inn í. Lögreglan rannsakaði DNA-sýni úr snjónum og varð það til þess að hún náði þjófnum sem viðurkenndi fleiri innbrot. Harðjaxlinn Hillary HILLARY Clinton hefur verið kölluð ýmislegt, svo sem slunginn stjórnmálamaður og trygg eig- inkona, en bandarískt karlatímarit hefur bætt einu orði við lýsinguna: harðjaxl. Í nýjasta hefti Men’s Journal er forsetafrúin fyrrverandi í 25. sæti á lista yfir mestu harðjaxla Bandaríkjanna „vegna þess sem hún hefur þurft að ganga í gegn- um“. Er hún fyrsta konan sem sett er á listann og nokkrum sætum á eftir manni er hefur það að at- vinnu að aka bílum í klessu. ÞETTA GERÐIST LÍKA Óánægja með kattarkveðju GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hét því í fyrradag að hafa uppi á þeim sem selja ger- eyðingarvopn og lagði til að al- þjóðleg viðurlög yrðu hert til að koma í veg fyrir útbreiðslu slíkra vopna. Nokkrir stjórnar- erindrekar í Washington fögn- uðu sumum tillögum forsetans en létu í ljósi efasemdir um að þær yrðu samþykktar, meðal annars vegna þess að ríki, sem ekki eiga kjarnavopn, sjá lítinn ávinning að þeim. Nokkrir gagnrýndu tillögurn- ar, sögðu þær hræsnisfullar og óframkvæmanlegar vegna þess að ætlast væri til að þróunar- lönd færðu fórnir án tilslökunar af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra sem ráða yfir kjarnavopnum. Sérfræðing- ar í afvopnunarmálum sögðu einnig að tillögum Bush yrði illa tekið vegna þess að þær miðuðu að því að skera upp herör gegn svokölluðum „útlagaríkjum“ en lítils væri krafist af bandamönn- um stjórnarinnar í Washington. Líklegt er að tillögur Bush mæti andstöðu í Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni (IAEA), sem átti í deilum við Banda- ríkjastjórn vegna Íraksmálsins. Bush kynnti tillögurnar í ræðu í fyrrakvöld án þess að ráðfæra sig við Mohamed ElBaradei, yf- irmann IAEA. Þróunarlönd framleiði ekki kjarnorkueldsneyti Bush lagði til sjö breytingar á alþjóðlegum reglum sem miða að því að koma í veg fyrir frek- ari útbreiðslu kjarnavopna. Til- lögurnar geta markað tímamót verði þær samþykktar og leitt til mikilvægustu breytinga á reglunum í rúma þrjá áratugi, að sögn The Washington Post. En til að tillögurnar komist í framkvæmd þurfa Sameinuðu þjóðirnar og IAEA að sam- þykkja þær. Umdeildust er til- laga Bush um að ríkjum, sem geta ekki enn framleitt kjarn- orkueldsneyti, verði gert að kaupa eldsneytið af öðrum vilji ekki,“ sagði Pervez Hoodbhoy, pakistanskur kjarnorkusér- fræðingur, sem hefur einnig gagnrýnt „kjarnorkuþjóðernis- hyggju“ Pakistana. Demókratar á Bandaríkja- þingi sögðust styðja tillögur Bush en gagnrýndu hann fyrir að veita mikið fé í þróun nýrra kjarnavopna en auka ekki út- gjöldin til baráttunnar gegn út- breiðslu gereyðingarvopna. ElBaradei hefur lengi beitt sér fyrir því að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fái aukinn rétt til að skoða kjarnorku- mannvirki án þess að þróunar- löndum verði meinað að fram- leiða kjarnorkueldsneyti. Bush gagnrýndi IAEA fyrir að leyfa ríkjum, sem sökuð eru um að hafa brotið samninginn um bann við útbreiðslu kjarna- vopna – meðal annars Íran – að eiga fulltrúa í stjórn stofnunar- innar. „Þeim sem brjóta regl- urnar ætti ekki að vera treyst fyrir því að framfylgja þeim,“ sagði forsetinn. James Walsh, framkvæmda- stjóri kjarnorkurannsókna- stofnunar Harvard-háskóla, kvaðst fagna tillögum Bush en gagnrýndi hann fyrir að grafa undan ElBaradei og IAEA. „Það síðasta sem menn vilja gera er að grafa pólitískt undan einu stofnuninni sem verndar okkur fyrir útbreiðslu gereyð- ingarvopna.“ Bush kom þó til móts við El- Baradei með því að lofa að Bandaríkin staðfestu viðauka við samninginn um bann við út- breiðslu kjarnavopna, þess efnis að eftirlitsmenn IAEA mættu rannsaka kjarnorkumannvirki með sólarhrings fyrirvara. Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, undirritaði viðauk- ann 1998. Bush hvatti einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að sam- þykkja ályktun þar sem öllum ríkjum yrði gert að beita hörð- um viðurlögum við sölu gereyð- ingarvopna eða upplýsinga um framleiðslu þeirra. breiðslu kjarnavopna. Hann sagði hins vegar að framleiðsla kjarnorkueldsneytis ætti að vera undir eftirliti fjölþjóðlegr- ar stofnunar, ekki fárra ríkja, og gagnrýndi einnig Banda- ríkjastjórn fyrir að fallast ekki á kjarnorkuafvopnun. Sögð grafa undan IAEA Þeir sem gagnrýndu tillögu Bush segja að hún grafi undan tillögu IAEA, sem þeir telja heillavænlegri, og að litið verði á hana sem tilraun til að koma jafnvel í veg fyrir að þróunar- lönd geti hagnýtt sér kjarn- orkuna á sama tíma og Banda- ríkjamenn haldi áfram að þróa kjarnavopn. „Þeir segja: þið hafið ekki rétt til að búa til kjarnorkuelds- neyti en við megum það, vegna þess að við erum ábyrgir en þið þau reisa kjarnorkuver í frið- samlegum tilgangi. Stuðningsmenn tillögunnar segja að það sé óhagkvæmt fyr- ir þróunarlönd að framleiða sjálf kjarnorkueldsneyti og ekki nauðsynlegt nema ríkin ætli að þróa kjarnavopn. Bush sagði að lönd, sem flytja út kjarnorkueldsneyti, ættu að tryggja að ríki gætu reitt sig á að fá eldsneytið á sanngjörnu verði, svo fremi sem þau hétu því að auðga ekki úran eða end- urvinna kjarnakleyf úrgangs- efni sem hægt er að nota í sprengjur. „Auðgun og endur- vinnsla er ekki nauðsynleg fyrir ríki sem vilja hagnýta kjarn- orkuna í friðsamlegum til- gangi,“ sagði Bush. ElBaradei kvaðst í gær styðja tillögu Bush um hert eftirlit til að koma í veg fyrir frekari út- Reuters George W. Bush flytur ræðu um útbreiðslu gereyðingarvopna. Blendin viðbrögð við tillögum Bush Washington. Los Angeles Times, The Washington Post. Forsetinn sakaður um hræsni og óframkvæmanlegar tillögur í baráttunni gegn útbreiðslu gereyðingarvopna ’ Tillögurnar geta markað tímamótverði þær samþykktar og leitt til mik- ilvægustu breytinga á reglunum í rúma þrjá áratugi. ‘ Reuters KANADAMAÐURINN Jim Sautner skoðar almanak með „Bailey D. Vísundi“ á heimili sínu í Alberta. Bailey er 820 kg gæludýr og yfirleitt gæfur. Fróðleiksfús vísundur COLIN Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, vísaði á miðvikudag á fundi með þing- nefnd á bug fullyrðingum um að embættismenn í Wash- ington hefðu „hagrætt“ upplýs- ingum frá leyniþjónustumönn- um um gereyðingarvopn Íraka. Hart var deilt á stjórnvöld á fundinum og þau sökuð um ósannindi í aðdraganda Íraks- stríðsins. „Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í stríði og ég leyfi mér að segja að sann- leikurinn hafi verið myrtur áð- ur en fyrsta skotinu var hleypt af,“ sagði demókratinn Gary Ackerman. Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði glatað trausti þingmanna, bandarísku þjóðarinnar og alþjóðasam- félagsins. Powell svaraði því til að enginn hefði hagrætt stað- reyndum, enginn hefði sagt leyniþjónustumönnum hvað þeir ættu að segja. Hann sagð- ist í ræðu sinni í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 5. febr- úar, skömmu fyrir innrásina, hafa einfaldlega rakið þær vís- bendingar sem menn hefðu haft um að Saddam Hussein réði yfir gereyðingarvopnum. Hann hefði aðeins byggt á upp- lýsingum leyniþjónustunnar og hefði sjálfur trúað því að Írak- ar ættu birgðir slíkra vopna og þær myndu finnast. „Ég tjáði Sameinuðu þjóð- unum ekkert annað en sann- leikann eins og við töldum þá að hann væri,“ sagði Powell. Sannleikur „myrtur“? Washington. AFP. BLÓÐUG átök hafa geisað á Haiti undanfarna daga og hafa þau kostað að minnsta kosti 50 manns lífið. Standa þau á milli stuðn- ingsmanna Jean-Bertrand Aristide forseta og stjórnarandstæð- inga, sem saka forsetann um spillingu og valdníðslu. Á þessu aug- lýsingaspjaldi í Port-au-Prince er mynd af forsetanum og þar segir: „Friður í sálinni, friður í maganum.“ Haitibúar hafa þó lengi farið á mis við hvorttveggja enda landið eitt mesta fátæktarríki í heimi. AP Grimmileg átök á Haiti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.