Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands
Sparisjóður Hafnarfjarðar - 1. flokkur 2003
Nafnverð útgáfu
og lánstími:
Sparisjóðsbréfin eru kúlubréf. Nafnverð
útgáfunnar er 3.000.000.000 kr. Bréfin í
flokknum eru til 7 ára, útgefin þann
10. október 2003 með gjalddaga höfuðstóls
þann 10. október 2010. Engin
uppsagnarákvæði eru í bréfunum.
Útgefandi: Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH), kt. 610269-
5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði.
Sími 550-2000, bréfsími 550-2801,
heimasíða www.sph.is.
Skráningardagur í
Kauphöll Íslands:
Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt að skrá
þegar útgefin og seld sparisjóðsbréf að
nafnverði 3.000.000.000 kr.
þann 17. febrúar 2004 enda
uppfylli bréfin öll skilyrði skráningar.
Skilmálar
skuldabréfa:
Auðkenni
skuldabréfaflokksins:
Umsjón með
skráningu:
Sparisjóðsbréfin bera enga vexti.
Höfuðstóllinn er bundinn vísitölu neysluverðs
með grunnvísitölu október mánaðar
2003,227,9 stig. Skuldin breytist í hlutfalli við
breytingar á vísitölunni frá grunnvísitölu til
þeirrar vísitölu sem er í gildi á gjalddaga.
Auðkenni skuldabréfaflokksins í kerfi
kauphallar íslands er SPH 03 Í.
Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH),
kt. 610269-5599. Kringlunni 6, 103.
Sími 550-2000, bréfsími 550-2801,
heimasíða www.sph.is
Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Sparisjóði
Hafnarfjarðar, Kringlan 6, 103 Reykjavík, sími: 550-2800, myndsendir: 550-2801.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO,
sagði í gær að ótti um að fugla-
flensa hefði smitast manna á milli í
Víetnam væri ástæðulaus. Grunur
lék á að tvær systur, sem létust af
völdum sjúkdómsins í landinu í jan-
úar, hefðu smitast af bróður sínum,
en WHO segir nú að fyrstu nið-
urstöður rannsókna gefi til kynna
að engir inflúensuerfðavísar úr
mönnum séu til staðar. WHO hefur
varað við því, að renni fuglaflensu-
veirur og inflúensuveirur úr mönn-
um saman geti orðið stökkbreyting
og ný veirutegund myndist sem
kynni að valda heimsfaraldri.
Konurnar tvær létust 23. janúar
en skömmu áður hafði bróðir
þeirra og eiginkona veikst. Bróð-
irinn lést en kona hans náði sér aft-
ur. WHO sagði fyrr í mánuðinum að
hugsanlega hefði sjúkdómurinn
borist milli manna í þessu tilviki, en
sennilega yrði aldrei hægt að stað-
festa það.
Pascale Brudon, fulltrúi WHO í
Hanoi, höfuðborg Víetnams, sagði í
dag að rannsóknaniðurstöðurnar
útilokuðu þó ekki að veiran hefði
borist milli manna með mjög tak-
mörkuðum hætti.
Veiran hefur fundist í tíu Asíu-
ríkjum á þessu ári og einnig á
tveimur búgörðum í Bandaríkj-
unum.
Vægt afbrigði af fuglaflensu hef-
ur fundist í Noregi en gerðar voru
rannsóknir á villtum fuglum og ali-
fuglum þar í fyrra. Sjúkdómurinn
greindist í villtum öndum en hefur
ekki greinst í norskum alifuglum,
að sögn dýralæknastofnunar Nor-
egs.
Í yfirlýsingu frá stofnuninni seg-
ir, að veiruafbrigðið, sem fannst í
Noregi, valdi mjög vægum sjúk-
dómseinkennum og sé nokkuð al-
gengt.
Yfirlýsing frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
AP
Kjúklingar brenndir í stórri gröf, sem tekin var í grafreit í Hanoi, höfuðborg Víetnams. Hefur flensan kostað 19
manns lífið í Asíu og áætlað er, að um 50 milljónum kjúklinga hafi verið slátrað til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.
Fuglaflensa ekki milli manna
Hanoi, Ósló. AFP.
BANDARÍKJAMENN hafa
ákveðið að leyfa fyrirtækjum í
öllum ríkjum heims að bjóða í
verk í Írak er nema alls um sex
milljörðum dollara, um 400
milljörðum króna. Áður höfðu
þeir lýst því yfir að ríki sem
ekki studdu innrásina í mars í
fyrra myndu verða útilokuð.
Eftir sem áður munu þó verk er
nema alls um fimm milljörðum
dollara verða bundin við ríki er
studdu innrásina með einum
eða öðrum hætti. Umrædd
verkefni, sem einkum snúa að
uppbyggingu innviða í Írak,
eru kostuð af Bandaríkjunum.
Svínafita
gegn hryðju-
verkum
HJÁ lögreglunni í Ísrael hafa
komið fram hugmyndir um að
setja poka með svínafitu í
strætisvagna til að reyna að
koma í veg fyrir að herskáir
Palestínumenn geri sjálfs-
morðsárásir á vagnana.
Að sögn blaðsins Maariv er
talið að þetta muni letja Palest-
ínumenn til slíkra árása þar
sem þeir líta á svín sem óhrein
dýr og telji, að það muni draga
úr líkum á að þeir fari til Para-
dísar eftir dauðann ef líkams-
partar þeirra lendi á svínafitu.
Blaðið segir, að ísraelskir
rabbínar hafi lagt blessun sína
yfir þessar ráðagerðir, þótt
gyðingar líti einnig á svín sem
óhreinar skepnur.
Mótmæltu
lettnesku
ALLT að 8.000 rússneskumæl-
andi Lettar efndu á miðvikudag
til mótmæla við forsetahöllina í
Riga vegna umdeildra laga um
að auka notkun lettnesku í 159
skólum rússneskumælandi
fólks. „Látið rússnesku skólana
í friði!“ var hrópað. Meira en
þriðjungur Letta er rússnesku-
mælandi en ef Vaira Vike-Frei-
berga forseti staðfestir lögin
munu um 60% kennslunnar
fara fram á lettnesku.
„Ég vil ekki læra algebru á
lettnesku. Ég á nógu erfitt með
að skilja hana á rússnesku,“
sagði 13 ára gamall grunn-
skólanemi. Móðir annars nema
benti á að rússneskumælandi
Lettar greiddu skatta eins og
aðrir landsmenn og ættu kröfu
á að fá kennslu á sínu móður-
máli.
Fara ekki
til Haag
ÍSRAELAR hafa ákveðið að
senda ekki fulltrúa sína til Al-
þjóðadómtólsins í Haag þegar
málaferli hefjast fyrir dóm-
stólnum 23. febrúar, en þau
eiga að skera úr um lögmæti
múrsins sem Ísraelar eru að
reisa á Vesturbakkanum. Ísr-
aelar segja, að þar sem þeir við-
urkenni ekki lögmæti dóm-
stólsins í Haag, sjái þeir ekki
ástæðu til þess að senda full-
trúa sína þangað.
Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, og fimm ráð-
herrar í ríkisstjórn hans, tóku
þessa ákvörðun að því er fram
kemur í yfirlýsingu stjórn-
valda.
STUTT
Leyft að
bjóða í
verk
SUÐUR-kóreskir vísindamenn hafa
orðið fyrstir til að einrækta manns-
fósturvísi og taka úr honum stofn-
frumur, og markar þetta þáttaskil í
þróun nýrra leiða til að meðhöndla
ýmsa kvilla, að því er bandarískir
vísindamenn greindu frá í gær. En
einnig er líklegt að niðurstöður s-
kóresku vísindamannanna veki á ný
deilur um meinta möguleika á ein-
ræktun manna.
Haft er eftir vísindamönnum sem
ekki tóku þátt í tilrauninni í S-Kóreu
að allt bendi til að S-Kóreumönnun-
um hafi tekist að búa til fjölnota
stofnfrumur, sem hægt er að rækta
og gera að hvernig líkamsvef sem
vera skal. Þar sem frumurnar eru
einræktaðar má ætla að hægt sé að
græða vef, sem gerður er úr þeim, í
einstaklinginn sem þær voru ein-
ræktaðar frá, og þar með ætti ekki
að vera hætta á að líkami hans hafni
ígrædda vefnum þar sem erfðaefnið í
vefnum er það sama og í sjúklingn-
um.
Vísindamenn vonast til að með
þessum hætti verði unnt að með-
höndla alvarlega sjúkdóma á borð
við sykursýki, parkinsonveiki,
mænuskaða og jafnvel krabbamein.
En þótt vísindamenn hafi lengi rætt
um þennan möguleika kom tilkynn-
ing S-Kóreumannanna mörgum í
opna skjöldu. „Maður bókstaflega
tekur andann á lofti, bæði af hrifn-
ingu og ótta,“ hefur The Chronicle of
Higher Education eftir Laurie Zol-
oth, prófessor í læknishugvísindum
og lífsiðfræði við Northwestern-há-
skóla í Chicago.
Enn langt í hagnýtingu
í lækningaskyni
Dr. Woo Suk Hwang, við S-Kór-
eska háskólann í Seoul, stjórnaði til-
rauninni. Hann gerði grein fyrir nið-
urstöðunum í gær, á fyrsta degi
ráðstefnu bandarísku vísindasam-
takanna American Association for
the Advancement of Science í
Seattle. Einnig verða þær birtar í
tímaritinu Science nú í vikunni.
„Sumir hafa sagt að í þessu sé
framtíð læknavísindanna fólgin,“
hefur The Chronicle eftir Jose B.
Cibelli, prófessor í dýralíftækni við
Michigan State-háskólann í Banda-
ríkjunum, sem tók þátt í tilraun
s-kóresku vísindamannanna. En
Cibelli lagði áherslu á, að langur veg-
ur væri í að þessi tækni myndi nýtast
í lækningaskyni. „Við verðum að
vera varkár,“ sagði hann, „vegna
þess að við eigum eftir að sjá, að
þetta sé örugg og skilvirk tækni, og
það mun taka mörg ár og kosta mikla
fjármuni.“
Stofnfrumur
einræktaðar
í fyrsta sinn
BANDARÍSKI tónlistarmað-
urinn Michael Jackson er að
verða gjaldþrota, á ekki leng-
ur fyrir skuldunum, og hafa
lánardrottnar hans neitað
honum um
frekari fyrir-
greiðslu. Var
þessu haldið
fram í New
York Times í
gær.
Blaðið
hafði það eft-
ir fjármála-
ráðgjöfum
Jacksons, að
næstkomandi þriðjudag félli á
hann 70 millj. dollara, tæp-
lega 4,8 milljarða ísl. kr., lán
og ætti hann enga peninga til
að greiða það. Kom þar einnig
fram, að ásakanir á Jackson
um ofbeldi gagnvart barni og
fréttir um tengsl hans við
múslímasamtökin Þjóð íslams
ættu sinn átt í að lánastofn-
anir og fjárfestar vildu ekki
hjálpa honum lengur.
Verðmætasta eign Jack-
sons er útgáfurétturinn á
bítlalögunum en hann á hann
í félagi við Sony Music Ent-
ertainment. Er hann metinn
alls á 900 millj. dollara, rúm-
lega 62 milljarð ísl. kr. Hlutur
Jacksons er hins vegar veð-
settur fyrir 200 millj. dollara,
13,7 milljarða ísl. kr., láni hjá
Bank of America.
Blaðið hefur það eftir ráð-
gjöfunum, að þrátt fyrir þessi
vandræði hafi eyðsla Jack-
sons að jafnaði verið um 137
millj. króna á mánuði.
Jackson
á gjald-
þrots-
brúninni
New York. AFP.
Jackson