Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
42 milljónir í tekjur | Lokið hefur verið
við að vinna úr þeim upplýsingum sem skil-
að var inn af veiðikortunum til hrein-
dýraráðs Umhverf-
isstofnunar á síðasta
veiðitímabili. Veiðikvót-
inn fyrir árið 2003 var
samtals 800 dýr og var
741 dýr fellt, 328 tarfar
og 413 kýr. Einnig náð-
ust 127 kálfar. Heildar-
tekjur af veiðileyfasöl-
unni voru kr. 42.440.000.
Arður af heildartekj-
unum, til um 650 landeigenda á Austur-
landi, var kr. 35.951.000, eða 85% af heildar-
tekjum. Hlutur Umhverfisstofnunar vegna
umsýslu var kr. 4.636.500 og Náttúrustofu
Austurlands vegna vöktunar kr. 1.852.500.
Karen Erla Erlingsdóttir hjá Umhverf-
isstofu segir að krafa verði gerð um það á
næsta veiðitímabili að allir leiðsögumenn
verði með GPS-tæki og skili hniti af felldum
dýrum.
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
hefur auglýst sölu veiðileyfi á hreindýr á
komandi veiðitíma hreindýra, sem er á
tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2004.
Umsóknum skal skila inn fyrir 15. febrúar,
en ásókn hefur verið mikil í leyfin und-
anfarin ár. Gjaldskrá fyrir veiðileyfi næsta
sumar hefur verið gefin út og er gjaldið frá
30 til 90 þúsund krónum á dýr, mest fyrir
tarf. Veiðileyfi fyrir kálfa kostar 15 þúsund
krónur.
Næsta sumar verða gefin út veiðileyfi á
800 hreindýr, en það er sami kvóti og í
fyrra. Skiptist kvótinn í 339 tarfa og 461 kú.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Ófærð dró úr aðsókn | Björg-
unarsveitin Núpur hélt árlegt þorrablót
Öxfirðinga á laugardaginn var í Pakkhús-
inu á Kópaskeri.
Veislustjóri var Óli
Björn Einarsson.
Að venju voru
heimatilbúin
skemmtiatriði flutt
undir borðhaldi, og
að því loknu spilaði
hljómsveitin LEGO,
úr Öxarfirði fyrir dansi fram á rauða nótt.
Um 200 manns hafa sótt skemmtunina og
sumir komið langt að líkt og núna. Nokkuð
dró þó úr þátttöku að þessu sinni, vegna
vonskuveðurs á föstudagskvöldinu með til-
heyrandi ófærð, en á laugardaginn fór
veðrið að ganga niður og þeir allra hörð-
ustu létu það ekki aftra sér þó að vegurinn
um Tjörnes væri þungfær þar sem ekki er
„mokstursdagur“ á þeirri leið á laug-
ardögum.
Arndís Ásta Gests-dóttir, leikskóla-kennari og hús-
freyja í Mjólkárvirkjun
við Bíldudal, hefur lagt
spurningar fyrir bæj-
arstjórn Ísafjarðarbæjar
um rétt sinn til sam-
gangna innan Ísafjarð-
arbæjar, rétt til atvinnu-
leysisbóta og hvort
skattar séu jafnir á alla
íbúa Ísafjarðarbæjar, án
tillits til búsetu.
Frá þessu segir á
fréttavef Bæjarins besta
á Ísafirði.
Þar segir ennfremur:
„Eins og kunnugt er, þá
eru samgöngur strjálar á
vetrum til Arnarfjarðar,
þar sem tvær aðliggjandi
heiðar eru lokaðar vegna
snjóa stóran hluta árs-
ins.“
Sama útsvar?
Búðardalur | Þorrablót var
haldið á Dvalarheimilinu
Silfurtúni fyrir íbúa og
gesti eldri en 67 ára. Mjög
góð þátttaka var í þorra-
blótinu sem Dalabyggð
stóð fyrir. Gunnar Björns-
son, matreiðslumaður í
Dalakjöri, sá um veitingar
og skemmtiatriði voru af
ýmsu tagi. Leynigestur
mætti á svæðið, sem
reyndist vera Sigurður
Gunnarsson læknir. Einn
gestanna, Sveinn Björns-
son, bóndi í Hvammi, flutti
frumort kvæði og þakkaði
fyrir ánægjulegt kvöld.
Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir
Ánægjulegt kvöld: Jón Hallsson, Hjalti Þórðarson og
Jón Ingvarsson skemmtu sér á þorrablótinu.
Þorrablót á Silfurtúni
Eftirfarandi vísu, íorðastað for-sætisráðherra,
hafði kötturinn párað á
bréfsnifsi og falið bak við
sófann hjá Pétri Þor-
steinssyni. Og dagsett 1.
febrúar 2004:
Er ég Hannes augum ber
óðar þá ég kenni
í svipnum bragð af sjálfum mér
- sönnu glæsimenni.
Aðalsteinn L. Valdimars-
son veltir fyrir sér þróun í
bankamálum Íslendinga:
Einn gengur inn í banka,
ætlar að ræna þann,
vill til sín seðlum sanka,
svo hittir gjaldkerann:
„Réttu mér strax ránsfenginn“.
Rótar hinn sér ei baun:
„Allur sá upp er genginn
upp í forstjóralaun“.
Út fer í þungum þanka,
þar hittir löggumann.
Járnar sá skjótt hans skanka
og skundar í stein með hann.
Bágt er úr bankáað stela,
borgar sig ekki það.
Auðjöfrar fé sitt fela
frekar á betri stað.
Af bankaránum
pebl@mbl.is
Aðaldalur | Leikdeild Ung-
mennafélagsins Eflingar í
Þingeyjarsveit frumsýnir í
kvöld í félagsheimilinu Breiðu-
mýri í Reykjadal nýtt íslenskt
leikrit, Landsmótið, eftir þá
Jóhannes Sigurjónsson og
Hörð Þór Benónýsson. Leik-
stjóri er bróðir Harðar, Arnór
Benónýsson, og Jaan Alavera
stýrir tónlistinni, sem er fyr-
irferðarmikil í verkinu.
Alls taka um 80 manns þátt í
uppfærslunni þar af 56 á svið-
inu. Þannig eru nemendur
Framhaldsskólans á Laugum
fjölmennir, en fjórir af hverj-
um tíu nemendum skólans
taka þátt. Eins og nafn leik-
ritsins gefur til kynna sækja
höfundarnir efniviðinn í lands-
mót ungmennafélaganna sem
hafa sett mikinn svip á ís-
lenskt þjóðlíf um áratugaskeið.
Segja Eflingarmenn að lífs-
gleði, ástir og átök ráði ríkjum
í leikritinu, ásamt góðum
skammti af gríni og glensi.
Uppselt er á tvær fyrstu sýn-
ingarnar um helgina en eftir
það eru fyrirhugaðar að
minnsta kosti fimm sýningar
fram í marsmánuð. Miðasala
er í Breiðumýri en í samstarfi
við veitingahúsið Laugasel,
Ferðaþjónustuna Narfastöðum
og Sel-Hótel Mývatn bjóðast
leikhúsgestum sérstök tilboð.
Einnig ná nálgast upplýsingar
um leikverkið á vef Þingeyj-
arsveitar, www.thingeyj-
arsveit.is.
Taktu svo á því! Jón Fr. Benónýsson sem „gamall kommúnisti“ hvetur hér keppanda í stangarstökki,
sem leikinn er af Brynjari Mar Lárussyni. Stöngin á sér fræga fortíð, notuð á Landsmóti UMFÍ 1965.
Landsmótið frumsýnt í kvöld
Leiklist
Ljósmynd/Jóhann Guðni
TVEIR útvarpsmenn hafa verið dæmdir til
að greiða manni 200.000 kr. í skaðabætur
fyrir að hafa í október 2002 útvarpað síma-
hrekk þar sem þeir sögðust vera að hringja
frá myndbandaleigu vegna skuldar.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að
mennirnir, sem störfuðu á útvarpsstöðinni
Steríó, hafi í útvarpsþætti sínum, Með haus-
verk á morgnana, hringt í mann um tvítugt í
þeim tilgangi að hrekkja hann. Maðurinn
reiddist og varð órótt, og sögðu útvarps-
mennirnir honum þá að um væri að ræða út-
varpshrekk. Samtalið var svo leikið nokkr-
um sinnum í þætti mannanna næstu daga á
eftir, en útvarpsmennirnir tilkynntu mann-
inum ekki að verið væri að taka samtalið
upp, eins og fjarskiptalög gera ráð fyrir.
Maðurinn reyndi að ná sáttum, og
stefndi því næst útvarpsmönnunum fyrir
ólögmæta upptöku, brot á friðhelgi einka-
lífsins, persónu hans og æru. Krafðist mað-
urinn 500.000 kr. miskabóta.
Útvarpsmennirnir sögðu að ekki gæti
verið um brot á friðhelgi einkalífsins að
ræða þar sem maðurinn hafi ekki verið
nefndur nema með skírnarnafni og því ekki
hægt að þekkja hann. Þeir mótmæltu því
ekki að hafa tekið upp símtalið, og sögðu
ómögulegt að framkvæma símahrekk ef
láta ætti viðmælanda vita af upptökunni
við upphaf símtals eins og lög kveða á um.
Brutu gegn fjarskiptalögum
Dóminum þykir sannað að útvarpsmenn-
irnir hafi brotið gegn fjarskiptalögum með
því að tilkynna viðmælanda sínum ekki að
samtalið væri tekið upp. Í dómnum segir
ennfremur: „Verður að ætla, að tilgangur
með lagaákvæði þessu […] sé meðal annars
að hlífa mönnum við aðgerðum eins og hrekk
þeim, sem stefndu höfðu í frammi við stefn-
anda.“ Í dóminum segir ennfremur að út-
varpsmennirnir hafi með þessu gerst sekir
um ólögmæta meingerð gegn æru og per-
sónu stefnanda, enda verk þeirra fallið til
þess að valda honum miskatjóni.
Þótti því við hæfi að útvarpsmennirnir
greiði stefnanda 200.000 kr. með dráttar-
vöxtum í miskabætur, auk þess sem þeir
greiði stefnanda 230.000 kr. í málskostnað.
Dóminn kvað upp Logi Guðbrandsson
héraðsdómari.
Greiða
bætur fyrir
útvarpshrekk
SPARISJÓÐUR Norðfjarðar hyggst
styrkja Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup-
stað um 400 þúsund krónur. Verða fjár-
munirnir nýttir til kaupa á maga- og rist-
ilspeglunartækjum.
Styrkja
sjúkrahúsið
♦♦♦
Keflavíkurflugvöllur | Þrjá-
tíu og fimm brúðhjón
verða gefin saman um
borð í þotu Icelandair í há-
loftunum milli Íslands og
Bretlands á Valentínus-
ardaginn, sem er á morg-
un. Hópurinn kemur til
landsins frá Bandaríkj-
unum í dag og fer meðal
annars í Bláa lónið.
Icelandair Holidays í
Baltimore í Bandaríkj-
unum hafa skipulagt Val-
entínusarferð til Íslands og
Englands undanfarin ár. Í
fyrstu ferðinni giftust fern
brúðhjón en vinsældirnar hafa
aukist ár frá ári. Að þessu sinni
halda 35 pör upp á dag ástarinnar
með því að gifta sig eða endurnýja
heit sín, samkvæmt upplýsingum
frá Kynnisferðum sem annast mót-
töku gestanna hér á landi. Með í
för eru blaðamenn, ljósmyndarar
og myndatökumenn þannig að
þetta er 86 manna hópur.
Hópurinn nýtur veitinga og af-
þreyingar í dag. Farið er í Bláa
lónið, á hestbak og á veitingastaði.
Í fyrramálið er móttaka í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, áður en Lund-
únavélin heldur af stað. Búist er
við að fólkið verði þá prúðbúið
enda fram undan fjöldabrúðkaup í
háloftunum.
35 pör gifta sig
í háloftunum
Fjölgun í Valentínusarferðum til Íslands
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson