Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 22

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Vinnuvélasæti Verð frá 12.9 60,- Kópavogur | Skipulagsyfirvöld í Kópavogi kynntu í gær hugmyndir að nýrri íbúðarbyggð í Lundi. Gert er ráð fyrir mun fjölbreyttara bygging- arfyrirkomulagi en kom fram í fyrri hugmyndum landeigenda, sem gerðu ráð fyrir átta turnum á svæðinu með rúmlega 450 íbúðum. Nýju hugmynd- irnar gera ráð fyrir um 380 íbúðum og er byggingarsvæðið minnkað um 35.000 fermetra. Tillögurnar voru kynntar íbúum í Kópavogi á borgara- fundi í Snælandsskóla í gærkvöldi. Í kjölfar mikillar umræðu á síðasta ári um skipulag svæðisins, alvarlegar athugasemdir íbúa í nágrenninu og harða gagnrýni var ákveðið að funda með forsvarsmönnum íbúasamtak- anna um Betri Lund. Eftir þann fund var leitað til dönsku arkitektanna 3XNielsen (3XN) og þeir beðnir að vinna hugmyndir að nýrri byggð í Lundi. Meginástæður fyrir því að leitað var til 3XN voru að sögn bæj- aryfirvalda faglegur styrkur fyrir- tækisins, mikil reynsla þeirra af gerð frumtillagna, gott orðspor af lausn- um í útfærslum þeirra, möguleiki til að gefa hverfinu ferskan alþjóðlegan blæ og þekking þeirra á viðfangsefn- inu, en þeir unnu m.a. að hugmyndum að þekkingarþorpi á Lundarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Markmiðið með því að leita til erlendra arkitekta í málinu var að fá hugmyndir frá ótengdum fagaðila sem veitt gæti við- fangsefninu nýjan og ferskan blæ. Þess má geta að aðaleigandi 3XN, Kim Nielsen, sem er höfundur hug- myndanna, var nýlega aðlaður af Margréti Þórhildi Danadrottningu fyrir framlag sitt til dansks arkitekt- úrs. Nærtækasta dæmið um hönnun Kims Nielsens er væntanlega sendi- ráð Norðurlandanna í Berlín. Grænir fingur niður í dalinn Frumdrögum 3XN er ætlað að vera skipulagsyfirvöldum í Kópavogi viðmiðunargagn við frekari útfærslu við skipulagsvinnslu Lundarsvæðis- ins. Meginhugmyndin sem kemur fram í tillögunum er að skapa fjöl- breytta, lágreista og fjölskylduvæna byggð sem myndar eðlilegt framhald nálægrar byggðar. Áhersla er lögð á samtengingu byggðs og óbyggðs hluta hins nýja hverfis. Leitast er við að hafa óbyggð svæði milli byggðra svæða, sem teygjast eins og fingur niður í útivistarsvæði dalsins. Þannig eiga flestir íbúar hverfisins að geta gengið óhindraðir af bílaumferð frá heimili sínu niður í dalinn. Mikil áhersla er lögð á útsýni frá hverfinu og að áhrif þess á útsýni annarra verði sem minnst. Þetta er m.a. gert með því að byggja hæstu húsin næst Nýbýlaveginum en síðan fari húsin lækkandi þegar neðar dregur í hverf- inu. Tvær meginhugmyndir að upp- röðun bygginga koma fram í tillög- unum, annars vegar svonefnt fingraskipulag, þar sem byggt er í þremur beinum línum niður í dalinn og bílaumferð fer tiltölulega beina leið. Hin hugmyndin er svokölluð garðahugmynd, þar sem garðar liggja milli húsanna og útivistar- og tómstundamöguleikar skapast á þeim svæðum. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- fulltrúi og formaður skipulagsnefnd- ar, lagði á það áherslu í máli sínu að hér væri um að ræða hugmyndir, en ekki deiluskipulag. Nokkur vinna ætti eftir að eiga sér stað og umræð- ur um hugmyndirnar áður en þær yrðu samþykktar inn í deiliskipulag- ið. Það væri þó mjög ánægjulegt að sjá það nýstárlega útlit sem dönsku arkitektarnir koma fram með. Þar spili saman tréverk, ál og steinn á skemmtilegan hátt. Nýjar hugmyndir lofa góðu Gunnar Birgisson, formaður bæj- arstjórnar Kópavogs, sagði að sér lit- ist vel á nýju hugmyndirnar, þær kæmu vel til móts við þær athuga- semdir sem fram hefðu komið og kæmu einnig með ánægjulega ný- breytni. „Íbúar fá að sjálfsögðu að skoða þessar hugmyndir og gera at- hugasemdir. Ef allt gengur vel gæti vinnu við deiliskipulag svæðisins ver- ið lokið í júní eða júlí og þá geta verk- takar farið að undirbúa framkvæmd- ir og láta vinna fyrir sig úr hugmyndunum,“ segir Gunnar og bætir við að ánægjulegt hafi verið að vinna svo náið með íbúunum varðandi svæðið, þarna hefði verið á ferðinni gott íbúalýðræði. Sigurður Geirdal bæjarstjóri sagði bæjaryfirvöld telja sig vera að koma fram með ákveðna nýbreytni. „Hér er um að ræða nýtt útlit, viðhorf og aðferðafræði sem Danirnir eru að koma með til okkar,“ segir Sigurður. Aðspurður segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ, að við fyrstu sýn sé ekki hægt að fullyrða margt um til- lögurnar þótt þær virðist lofa góðu. „Það sem ég hef séð af þessu sýnist mér þó vera til bóta. Bæði er tekið til- lit til tillagna Samfylkingarinnar frá því fyrir jól og athugasemda íbúanna. Við verðum þó að sjá hvað kemur út úr kynningarfundinum og þeim at- hugasemdum sem íbúar gera við þessar nýju hugmyndir. Mér sýnist þó að þetta sé í heild sinni til bóta og stefni í rétta átt,“ segir Flosi. Kópavogsbær kynnir nýjar hugmyndir danskra arkitekta að byggð í Lundi Komið til móts við at- hugasemdir Morgunblaðið/Árni Sæberg Átta turnar: Í eldri tillögunum var ekki gert ráð fyrir smærri húsum. Blandaðri byggð: Nýju tillögurnar gera ráð fyrir blandaðri byggingum. Rýnt í skipulagið: Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar, skoða skipulags- hugmyndir 3XN grannt, enda telja þeir mikilvægt að sátt verði um nýja byggð í Lundi í Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.