Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Parket Flísar Furugólfborð Kamínur Njarðarnesi 1, Akureyri, sími 462 2244. Mjólkurþistill Öflugt fyrir lifrina www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Til sölu er orlofshús nr. 2 að Illugastöðum í Fnjóskadal. Húsið er ca 45 fm að stærð. Orlofshús til sölu Allar nánari upplýsingar veita: Jón Óskarsson s. 462 6199 Hákon Hákonarson s. 462 6800 MIKILL vatnselgur var víða á Akureyri í blíðunni í gær, enda mikill snjór í bænum. Vatn flæddi yfir veginn neðan við tjaldsvæðið á Hömrum, og Lónsá, sem skilur að Akureyri og Hörgárbyggð, flæddi yfir bakka sína um tíma í gær. Ekki urðu skemmdir á veg- unum af þessum sökum. Mikill vatnsflaumur kom úr hlíðinni við gróðrarstöðina á Krókeyri og höfðu menn áhyggjur af því að vatn flæddi í nýtt húsnæði Iðn- aðarsafnsins. Gripið var til ráð- stafana og grafa fengin til að hreinsa framan við ræsi þar. Þá voru óshólmar Eyjafjarðarár, sunnan Akureyrarflugvallar, um- flotnir vatni í gær. Morgunblaðið/Kristján Mikill vatnselgur var við gróðrastöðina á Krókeyri og þurfti að fá gröfu á staðinn til að hreinsa frá ræsi. Mikill vatns- elgur í blíðunni JÓHANNA Þóra Jónsdóttir er elst Akureyringa, en hún varð 104 ára gömul í gær og fagnaði tímamót- unum í faðmi fjölskyldu og vina. Hún hefur nú á annað ár verið á Dvalarheimilinu Hlíð og kann því ágætlega. Lengst af bjó hún í Að- alstræti 32, í tæpa sjö áratugi. „Heilsan er þokkaleg, en henni hefur samt smáhrakað,“ sagði Jó- hanna, en hún varð fyrir því óhappi að mjaðmagrindarbrotna fyrir nokkru og fór í stóra aðgerð í kjölfar þess. „Það er vont að verða fyrir byltum, en ég hef náð mér eins og hægt er og við er að búast. Ég get núorðið gengið með grind,“ sagði hún. Jóhanna fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 12. febrúar árið 1900. Hún bjó í dalnum til sautján ára aldurs en fór þá sem kaupakona og vetrarstúlka í Eyjafjörð, var lengst af á Þórustöðum, en árið 1934 flutti hún til Akureyrar. Var þá með son sinn, Birgi Helgason, þrettán vikna og fluttist til Krist- ínar E. Ólafsdóttur og manns hennar, Jóns Pálssonar trésmiðs. Eftir lát hans bjuggu þær Kristín saman í húsinu, alls í 67 ár eða fram á vorið 2002. „Við fórum burtu sama kvöldið,“ sagði Jó- hanna. „Kristín fótbrotnaði og fór á sjúkrahús, en ég dvaldi hjá syni mínum þar til ég fékk pláss á Hlíð.“ Örlögin höguðu því svo að um skeið deildu þær Kristín her- bergi á Hlíð. „Kristín dó þarna um sumarið, við skildum ekki fyrr en þá.“ Jóhanna starfaði lengi við Menntaskólann á Akureyri, var þar við ræstingar og í eldhúsi, en hún lét af störfum árið 1979. Jóhanna sagði óneitanlega mikla breytingu að flytjast á Hlíð, eftir að hafa búið svo lengi sjálf. „Það er ágætt að vera hér, en mikil breyting að flytja frá þeim stað þar sem maður hefur lengi búið,“ sagði hún. „En það vill láta manni líða vel.“ Hún sagði að sér liði sæmilega, en öðru hvoru gripu sig „leiðindaköst“ eins og hún kallaði það. „En þú þarft nú ekki að skrifa um það,“ bætti hún við. „Maður verður svolítið óánægður með sjálfan sig þegar ekki er lengur hægt að gera hlutina sjálf- ur, þarf að láta gera allt fyrir sig eða með sér. Það eru mikil við- brigði.“ Hún sagðist vera farin að tapa sjón og heyrn, en vera andlega hraust. „Það hafa það margir verra en ég, en ég vildi ekki óska neinum þess að verða svona gam- all.“ Langlífið þakkaði hún þó fyrst og fremst skaparanum og því að hafa lifað reglusömu lífi, hvorki notað áfengi né tóbak um sína daga, og þá skipti eflaust ekki síst máli að hafa létta lund. Elsti Akureyringurinn, Jóhanna Þóra Jónsdóttir, 104 ára í gær Margir hafa það verra en ég Morgunblaðið/Kristján Ættingjar og vinir Jóhönnu heimsóttu hana á dvalarheimilið Hlíð á afmæl- isdaginn, hér er hún með syni sínum Birgi Helgasyni. OPIÐ hús verður í Háskólanum á Akureyri á morgun, laugardaginn 14. febrúar, frá kl. 13 til 17. Starf- semi háskólans, sem verið hefur mjög öflug og er sífellt að styrkjast, verður kynnt. Dagskráin hefst kl. 13.15 með ávörpum Þorsteins Gunn- arssonar rektors og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra, en hún er sérstakur gestur Opins húss að þessu sinni. Kennsludeildir háskólans og aðr- ar starfseiningar kynna starfsemi viðfangsefni sín með margvíslegum hætti, m.a. verða tölvur settar sam- an, málþing verður um hvalveiðar, verknámsstofur verða opnar og fjar- fundarbúnaður kynntur. Jafnframt verður boðið upp á kvikmyndasýn- ingar. Opið hús í háskólanum SKÍÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir kynn- ingu á skíðagönguíþróttinni laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. febrúar ef veður leyfir. Kynningin mun fara fram í göngubrautinni í Hlíðarfjalli og við gönguhús félagsins og standa frá kl. 13:00–16:00 báða daga. Verður fólki leiðbeint um hvernig á að bera sig að við göngu á skíðum og einnig umhirðu þeirra. Fyrir þá sem hafa ekki skíði til umráða verður hægt að fá lánuð skíði á staðnum. Einnig er rétt að benda á að hægt er að leigja gönguskíði í Skíðahótelinu. Nánari upplýsingar veita: Jóhannes, s. 867- 0235, og Guðmundur, s. 822-4706. Skíðagöngukynning Aðalheiður sýnir | Í tilefni af opnu húsi Há- skólans á Akureyri á laugardag, 14. febrúar, verður opnuð sýning á verkum Aðalheiðar S. Ey- steinsdóttur á bókasafni háskólans. Sýningin samanstendur af verkum sem unnin voru á síð- asta ári og ber yfirskriftina „innsetning – menn og dýr“. Sýningin stendur til 7. mars og er opin á sama tíma og bókasafnið, eða virka daga frá kl. 8–18 og á laugardögum frá kl. 12 til 15. TALSVERÐRI fjárhæð var stolið eftir innbrot í Glerárskóla í fyrri- nótt. Gluggi var brotinn í starfs- aðstöðu kennara og farið þar inn og skápar starfsmanna, um það bil 60, spenntir upp. Einungis voru teknir peningaseðlar en mynt látin vera. Einnig var stolið peningum sem 10. bekkingar höfðu safnað og geymdir voru á sama stað, svo og kaffisjóði starfsmanna. „Þetta er tilfinningalegt tjón, ekki síst fyrir krakkana,“ sagði einn starfsmanna skólans í samtali við Morgunblaðið í gær. Sá tók fram að myndavél og skjávarpi hefðu verið látin í friði, en slíkjum tækjum var stolið þegar brotist var inn í skólann í fyrra. Að sögn Daníels Snorrasonar, lögreglufulltrúa hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri, er þetta þriðja innbrotið í grunnskóla í bænum á tólf dögum. Peningum stolið í Glerárskóla       RUT Sigurðardóttir var kjörin íþróttamaður Þórs fyrir árið 2003 en útnefningin fór fram í hófi í Hamri í vikunni. Rut var jafnframt valin taek- wondomaður ársins. Árni Þór Sigtryggsson hafn- aði í öðru sæti í kjörinu en hann var valinn hand- knattleiksmaður ársins. Guðrún Soffía Viðarsdóttir var valin knattspyrnumaður ársins og Guðmundur Ævar Oddsson körfuknattleiksmaður ársins. Rut átti mjög gott ár í fyrra í íþróttagrein sinni en hún tók þátt í ýmsum mótum hér heima og er- lendis með góðum árangri. Rut var valin í landsliðið fyrir Norðurlandamótið í taekwondo í byrjun síð- asta árs, þar sem hún sigraði í unglingaflokki, fyrst íslenskra kvenna, og var að auki valin besti kepp- andinn í unglingaflokki kvenna á mótinu. Árni Þór, sem hafnaði í öðru sæti í kjörinu, er burðarás í handknattleiksliði Þórs og þá varð hann Evrópumeistari með landsliði Íslands leikmanna 18 ára og yngri sl. sumar. Það er Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, sem gefur verðlaunin sem veitt eru bestu leikmönnum einstakra deilda og hann gaf einnig á sínum tíma far- andbikarinn sem afhentur er íþróttamanni Þórs. Rut íþrótta- maður Þórs Morgunblaðið/Kristján Rut Sigurðardóttir, íþróttamaður Þórs, með viðurkenningar sínar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.