Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 25
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 25
LANSINOH HJÁLPAR
ÞURRAR OG
SPRUNGNAR HENDUR
100% náttúruafurð, inniheldur engin
rotvarnar- né aukaefni, vatnshreinsað.
Sölustaðir:
Apótek og lyfjaverslanir um land allt.
www.ymus.is
MS Fjallasúrmjólk
– fjarska gó› og frískandi
Fjallasúrmjólk er n‡ ger› af
súrmjólk. Hún er flykk og mjúk
og kitlar tunguna á frísklegan
hátt eins og súrmjólkin ger›i
í gamla daga.
Grindavík | Nefnd sem bæjarstjórn
Grindavíkur kaus til að fjalla um húsnæðis-
mál tónlistarskóla, bókasafns og grunn-
skóla leggur til að Tónlistarskóli Grinda-
víkur verði fluttur í húsnæði grunnskólans
og að ráðist verði í endurbætur á gamla
íþróttahúsinu til að sameina þar bókasafn
bæjarins og bókasafn grunnskólans.
Kostnaður við þessar breytingar er áætl-
aður 46 milljónir en talið er að hann muni
skila sér til baka á tíu árum í lægri við-
halds- og rekstrarkostnaði.
Bókasafn Grindavíkur er á bæjarskrif-
stofunum. Þröngt er orðið um safnið og
hefur forstöðumaður þess óskað eftir
stækkun. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri
segir að það hafi orðið til þess að einnig
voru teknar upp umræður um húsnæðismál
tónlistarskólans en komið er að kostnaðar-
sömu viðhaldi á húsnæði hans.
Komið að viðhaldi
Nefndin leggur til að tónlistarskólinn
verði fluttur í húsnæði í grunnskólanum
sem er lítið nýtt. Hugmyndin er að sögn
Ólafs að nýta betur húsnæði grunnskólans,
meðal annars sal hans, en eftir einsetningu
grunnskólans er þar lítil starfsemi síðdeg-
is. Einnig er hugmyndin að samtvinna
starfsemi tónlistarskólans og grunnskól-
ans, meðal annars með því að gefa nem-
endum kost á að stunda tónlistarnám í
meiri tengslum við námið í grunnskólanum.
Jafnframt leggur nefndin til að húsnæð-
isvandræði bókasafnsins verði leyst með
því að færa það í gamla íþróttahúsið sem
er á lóð grunnskólans og sameina það
bókasafni skólans. Jafnframt verði aukið
við tölvukost safnsins og hann einnig nýtt-
ur í þágu skólans. Ólafur segir að bóka-
safnið fái yfir 300 fermetra til afnota í
íþróttahúsinu en söfnin hafa nú 220 fer-
metra pláss núna. Við flutning bókasafns
grunnskólans mun losna pláss sem hægt
verður að nota sem kennslustofu, ef á þarf
að halda.
Gamla íþróttahúsið er áfast grunnskól-
anum og er sama og ekkert notað. Þarf að
ráðast í miklar endurbætur á því til að
koma því í not aftur. Raunar segir Ólafur
listarskólinn fái nýtt húsnæði í skólanum.
Nefndin sem skipuð var fulltrúum meiri-
og minnihluta bæjarstjórnar var sammála
um flutning tónlistarskólans en fulltrúi
minnihlutans skilaði sérbókun varðandi
endurnýjun gamla íþróttahússins. Taldi
hann réttast að rífa húsið og byggja þar
nýtt hús fyrir bókasafnið og grunnskólann.
Ólafur Örn segir að búast megi við að slíkt
hús myndi kosta 90 til 100 milljónir.
Kveðst hann ánægður með vinnu nefnd-
arinnar. Hún hafi lagt mikla vinnu í
skýrslu sína og skoðað málið rækilega.
Bæjarráð ákvað að vísa tillögum nefnd-
arinnar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Hún
mun einnig fara til umfjöllunar í viðeigandi
fagnefndum.
Örn að komið hafi verið að miklu viðhaldi á
húsinu sem hefði þurft að fara í hvort sem
það hefði verið nýtt í þessum tilgangi eða
ekki. „Með því að leggja í heldur meiri
kostnað fæst viðunandi lausn á húsnæðis-
málum bókasafnsins til langs tíma,“ segir
Ólafur.
Kostar 46 milljónir
Kostnaður við flutningana er áætlaður
46 milljónir, að því er fram kemur. Á móti
kemur að hægt verður að losa og selja hús
tónlistarskólans og losa og selja eða leigja
húsnæði bókasafnsins. Kostnaður mun því
minnka til lengri tíma litið. Segir Ólafur
áætlað að kostnaðurinn skili sér til baka á
tíu árum. Bókasafnið verði öflugra og tón-
Lagt til að tónlistarskólinn í Grindavík flytji í grunnskólann
Gamla íþróttahúsið verði
gert upp fyrir bókasöfnin
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Nýja bókasafnshúsið: Bókasafn Grindavíkur og bókasafn grunnskólans verða sameinuð í
gamla íþróttahúsinu, sem er á skólalóðinni, samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir.
Keflavík | Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stend-
ur fyrir nýárstónleikum með Tríói Reykjavíkur
og gestasöngvurum í Listasafni Reykjanes-
bæjar í Duushúsum í dag, föstudag, klukkan 20.
Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari
og Peter Máté píanóleikari. Sérstakir gestir
verða söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir
(Diddú) og Bergþór Pálsson. Tríó Reykjavíkur
hefur í mörg ár haldið nýárstónleika í Hafn-
arborg, síðast undir lok janúar sl. Diddú og
Bergþór hafa verið gestasöngvarar með þeim
síðustu þrjú árin.
Boðið er upp á Vínartónlist, sígaunatónlist og
tónlist úr þekktum söngleikjum, bæði evrópsk-
um og amerískum og má þar meðal annars
nefna syrpu úr Carousel eftir R. Rodgers. Moz-
art mun bregða fyrir og hinir sívinsælu Strauss,
Lehár og Kálmán verða á sínum stað. Af yngri
höfundum má svo nefna Ravel, Piazzola og A.
Lloyd Webber.
Tekið er fram í fréttatilkynningu að ýmsar
uppákomur geti orðið svo gestir þurfi að vera
við öllu búnir.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar var end-
urvakið á síðasta ári og eru þetta fyrstu tón-
leikar ársins á þess vegum. Verður sérstakur
hátíðarbragur yfir tónleikunum í kvöld og boð-
ið upp á léttar veitingar í hléi.
Morgunblaðið/Ásdís
Nýárstónleikar: Gunnar Kvaran sellóleikari,
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter
Máté píanóleikari, sem skipa Tríó Reykjavíkur,
koma ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Berg-
þóri Pálssyni fram á tónleikum í Duushúsum.
Tríó Reykja-
víkur ásamt
söngvurum
Grindavík | Bæjarráð Grindavíkur
hefur mótmælt breyttum afgreiðslu-
tíma og aðgangi fólks að gámaplani í
bænum.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hef-
ur tekið við rekstri gámaplans sem
Grindavíkurbær hefur rekið og mun
reka það þar til nýtt gámaplan fyrir
almenning verður tilbúið en búist er
við því að það verði með vorinu.
Sorpeyðingarstöðin er með starfs-
mann sinn til aðstoðar á gámaplan-
inu og hefur auglýst ákveðna af-
greiðslutíma. Planið er opið síðdegis
þrjá virka daga og eftir hádegi á
laugardögum. Þá er planið nú ein-
göngu ætlað almenningi og fyrir-
tækjum ekki heimilað að losa þar úr-
gang. Er þetta breyting frá því sem
verið hefur því fólk og fyrirtæki hafa
getað notað planið til að losa sig við
úrgang allan sólarhringinn enda hef-
ur engin gæsla verið á staðnum.
Fram kemur í bókun bæjarráðs
að fram hafi komið mikil óánægja
bæjarbúa með skertan afgreiðslu-
tíma. „Bæjarráð Grindavíkur getur
ekki með nokkru móti fallist á þá
skerðingu sem felst í breyttum af-
greiðslutíma og aðgangi fólks að
gámaplani í Grindvík og krefst þess
að stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suð-
urnesja veiti íbúum í Grindavík
sömu þjónustu og veitt er íbúum
annarra sveitarfélaga á Suðurnesj-
um,“ segir í samþykkt ráðsins.
Mótmæla breytt-
um afgreiðslu-
tíma gámaplans
Ráðstefna um ferðamál | Ferða-
málasamtök Suðurnesja efna í dag
til ráðstefnu um ferðamál. Ráðstefn-
an er haldin í Eldborg í Svartsengi
og hefst klukkan 13.30.
Á fundinum er fjallað um upp-
byggingu ferðamála í einstökum
sveitarfélögum og sagt frá tækifær-
um sem svæðið býr yfir.