Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 26

Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 26
AUSTURLAND 26 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hólmavík | Síðastliðið mánudags- kvöld boðaði sameiningarnefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Ströndum í Sævangi. Nefndin starfar innan átaksverkefnis ráðu- neytisins um eflingu sveitarstjórnar- stigsins, en auk hennar starfa að verkefninu tekjustofnanefnd og verkefnanefnd. Verkefnisstjóri er Róbert Ragnarsson og var hann meðal framsögumanna á fundinum. Fundurinn var vel sóttur af sveit- arstjórnarmönnum í öllum hreppum Strandasýslu, utan Árneshreppi en samgöngur þangað takmarkast jafn- an við flug til Reykjavíkur á þessum árstíma. Framsögumenn auk Ró- berts voru Guðjón Bragason, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Aðalsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða. Magnús Stefánsson al- þingismaður, sem á sæti í sameining- arnefndinni, stýrði fundinum. Þá ávarpaði Elín Líndal, sem einnig á sæti í sameiningarnefndinni, fund- inn. Í máli framsögumanna kom fram að tilgangur kynningarfunda sem haldnir eru víða um land um þessar mundir, sé að kynna verkefniðsveit- arstjórnarmönnum og leita eftir áliti þeirra á öllum þáttum verkefnisins. Ekki sé endilega lagt upp með fast- mótuð markmið til sameiningar, þó heimamenn á hverjum stað séu vissulega hvattir til að skoða ýmsa möguleika til sameiningar með opn- um huga. Ótti við að tekjustofnar verði ekki nægjanlegir Í dag eru sveitarfélögin í landinu 104 og ríflega helmingur þeirra mjög fámenn sveitarfélög. Í máli þeirra sveitarstjórnarmanna sem tjáðu sig á fundinum mátti heyra að það væri miklu fremur ótti við ákvarðanir af hálfu ríkisins en ótti við sameiningu við nágrannasveitarfélögin sem fældi menn frá sameiningu. Varð- andi áframhaldandi tilfærslu verk- efna frá ríki til sveitarfélaganna ótt- ast menn greinilega að nægjanlegir tekjustofnar muni ekki fylgja með. Þá var harðlega gagnrýnd skerð- ing á framlagi ríkisins til málaflokka eins og refa- og minkaveiða og húsa- leigubóta, en mörg sveitarfélög hafa þegar sent frá sér harðorðar álykt- anir um þau mál. Einnig nefndu menn að ekki færi hjá því að störfum fækkaði jafnhliða hagræðingu í þjón- ustu sveitarfélaganna eftir samein- ingu. Auðheyrt var að samgöngumál eru sem fyrr ofarlega á baugi í sýsl- unni og telja flestir að verulega bættar samgöngur séu í raun for- senda sameiningar. Strandamenn hafa mjög horft til vegar yfir Arn- kötludal og aukins samstarf við Reykhólasveit og Dali í því sam- bandi. Þá er ekki síður þörf á sam- göngubótum innan sýslunnar og þykir til að mynda fáheyrt að þétt- býliskjarnar eins og Hólmavík og Drangsnes skuli ekki vera tengdir bundnu slitlagi. Óskað eftir tillögum fyrir vorið Þegar hefur verið óskað eftir til- lögum frá sveitarfélögunum sjálfum varðandi sameiningu og eiga þær að berast í vor. Sumarið verður svo tek- ið í að taka við breytingartillögum og móta endanlegar tillögur út frá þeim. Gert er ráð fyrir að hægt verði að kjósa um sameiningu vorið 2005, en þá er rétt um ár eftir af kjörtímabili sveitarstjórnarmanna. Sameining rædd á fundi í Sævangi UM 250–300 fjár verður fargað vegna riðutilfellis sem kom upp á bænum Vegatungu í Biskupstungum á dögunum. Um er að ræða fé af þeim bæ auk bæja í næsta nágrenni sem hýst hafa fé frá Vegatungu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari aðgerðir en Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir segir áhyggju- efni að riða sé að breiðast út í Árnes- sýslu. Hann segir að fundað verði með fulltrúum sýslunnar á næstu dögum til að ræða frekara framhald aðgerða. Almennir fundir voru haldnir með bændum í Hrunamannahreppi og Biskupstungum nýverið til að ræða um ástandið og hvernig hægt sé að efla samvinnu, eftirlit með fénaði og bæta eftirfylgni, til að koma í veg fyrir að riðan breiðist frekar út. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknis er mjög mikilvægt að bændur hætti allri verslun með fé, efli merk- ingar og hýsi ekki fé frá öðrum. Sigurður segir að mikill vilji sé meðal bænda að ná tökum á veik- inni. Hann segir aðgerðir gegn riðu- veiki hafa tekist vel hingað til en að það sé mjög auðvelt að missa allt niður og að veikin fari að breiðast út á nýjan leik, gái menn ekki að sér. „Þetta er viðkvæm staða,“ segir Sig- urður. Um 300 fjár verða felld vegna riðuveiki Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Útbreiðsla riðunnar áhyggjuefni Fáskrúðsfjörður | Gerð vegganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fjarðar er nú ríflega hálfnuð. Ásgeir Loftsson, verkfræðingur og staðarstjóri Ístaks við Fá- skrúðsfjarðargöng, sagði í samtali við Morgunblaðið að lokið væri 52% af gangalengdinni. „Það er búið að grafa nánast jafnlangt Reyðarfjarðar- og Fáskrúðsfjarð- armegin, 1.460 metra frá Fá- skrúðsfirði og og 1.500 metra Reyðarfjarðarmegin,“ sagði Ás- geir. „Vinnan hefur gengið mun betur frá Fáskrúðsfirði, þar sem bergið er betra. Þar var byrjað tveimur mánuðum seinna en Reyðarfjarð- armegin.“ Aðspurður hvort Ístaksmenn séu búnir með versta kaflann í berginu segir Ásgeir gangamenn enn vera að lenda í erfiðleikum með bergið. „Við vitum ekki al- mennilega hvernig þetta verður. Hönnunin hefur þó alveg haldið sér og við höfum ekki þurft að víkja af stefnu. Göngin liggja beint í gegn, með halla að hábungu und- ir miðju fjalli. Við erum með 70 manns í vinnu hjá okkur og und- irverktakar eru með 15 manns. Verkið er á ágætum tíma og við gerum ráð fyrir því að göngin nái í gegn í nóvember í ár, en við verð- um eitthvað fyrr komnir í gegn en það, sjálfsagt um mitt sumar. Það breytir þó ekki tímasetningu á verklokum, því við notum bara meiri tíma í þá vinnu sem eftir er,“ sagði Ásgeir. Aðallega er unnið að vegagerð Fáskrúðsfjarðarmegin og efni úr göngunum notað í upp- fyllingu. Göngin verða 5,9 km löng og munu í heild sinni ásamt nýjum 14,4 km löngum tengivegi kosta 3,8 milljarða króna. Hittast í miðju fjalli í sumar ef svo fer fram sem horfir Ljósmynd/Páll Björgólfsson Borvagninn grefur sig að fjallsmiðju: Nú eru 52% ganganna boruð og stefnt er að því að ljúka borun í sumar. Morgunblaðið/Albert Kemp Þeir taka ærlega til matar síns eftir snúna glímu við Fáskrúðsfjarðargöng: Tölvumennirnir Steingrímur Gautur Pétursson og Ragnar Þorgeirsson, ásamt Ólafi Páli Sölvasyni verkstæðisverkstjóra. Hálfnaðir með Fáskrúðsfjarðargöng „ÞAÐ hefur verið basl hérna Reyðarfjarðarmegin,“ segir Páll Björgólfsson jarðfræðingur, sem vinnur við Fáskrúðsfjarðargöng. „Það eru tveir slæmir kaflar af setlögum sem við höfum þurft að hafa okkur í gegnum. Einn þynnri og annar þykkur, upp á sex metra. Setlögin eru miklu mýkri og þau halda ekki uppi eigin þyngd og hrynja niður úr loftinu ef ekkert er að gert. Þar að auki fáum við svokallað kirkjuloft í set- lögunum, þannig að göngin verða óstöðugri en ella og verður að verja miklum tíma í að styrkja þau og gera öruggari. Við lentum líka í misgengi hér nýlega og hrundi mjög mikið úr því. Bergið var kurlað í 10 til 20 cm lagi og heldur sér ekki uppi. Ef slíkt er fyrir ofan göng hrynur það niður. Við þurftum einnig að fara í sér- tækar aðgerðir til að styrkja það. Þessi vandkvæði eru Reyð- arfjarðarmegin, en Fáskrúðsfjarð- armegin er nokkurn veginn ein- tóm blíða. Við erum að langmestu leyti búnir að elta sama jarðlagið þar,“ segir Páll. Basl vegna setlaga og mis- gengja Reyðarfjarðarmegin Neskaupstaður | Á miðvikudag var Þorbergur Ingi Jónsson útnefndur íþróttamaður Þróttar í Neskaupstað árið 2003. Aðrir sem fengu tilnefn- ingu voru Agnes Heiða Þorsteins- dóttir fyrir sund, Arna Mekkín Ragnarsdóttir fyrir skíði og knatt- spyrnu, Ingi Steinn Freysteinsson fyrir knattspyrnu og Miglena Apost- olova fyrir blak. Þorbergur var útnefndur íþrótta- maður Þróttar fyrir knattspyrnu og hlaup, en hann hefur verið lyk- ilmaður í knattspyrnuliði Fjarða- byggðar undanfarin ár. Einnig hefur hann náð góðum árangri í milli- hlaupum og fjallahlaupum und- anfarin ár. Hættur í fóboltanum Að sögn Þorbergs Inga eru fjalla- hlaupin eftirminnilegust á síðasta ári, en þá tók hann m.a. þátt í Þor- valdsdalshlaupi og Eiðahlaupi og varð í fyrsta sæti. „Það er fyrst núna sem ég er að byrja að æfa hlaup. Ég er hættur í fótboltanum, a.m.k. í bili, og farinn að stunda hlaup,“ segir Þorbergur Ingi, sem nú um áramótin gekk til liðs við UMSS til geta stundað hlaupaæfingar. Framundan er spennandi ár hjá Þorbergi Inga og m.a. fer hann í æfingabúðir til Or- lando með UMSS um páskana. Fjallahlaupin skemmtilegust Ljósmynd/J.V.J. Hlauparinn og knattspyrnumað- urinn knái: Þorbergur Ingi Jónsson er íþróttamaður Þróttar í Neskaup- stað árið 2003.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.