Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ DANSDÚETTINN Lipurtré sýnir „Tíu stuttdansa sem þig hefur alltaf langað til að sjá“ í Tjarnarbíói um helgina. Fyrri sýningin er í kvöld, föstudagskvöldið 13. febrúar, og sú seinni annað kvöld, laugardags- kvöldið 14. febrúar kl. 20.30. Á efnis- skránni verður afrakstur dúettsins síðastliðin tíu ár – en heiti sýning- arinnar er „Tíu stuttdansar sem þig hefur alltaf langað til að sjá“. Lipurtré stofnuðu árið 1993 þau Ólöf Ingólfsdóttir og Björgvin Frið- riksson. Síðan þá hafa þau samið eitt til tvö stutt dansverk á ári og hafa haldið sig við svipað form dansverka alla tíð: Tveir dansarar á sviði, með undantekningum þó, lítil umgjörð en skemmtilegir búningar sem oft fela í sér einhvers konar sögu. Þegar blaðamann ber að garði í Tjarnarbíói eru þau Ólöf og Björgvin að leggja síðustu hönd á fullkomnun tíunda dansins – en níu þeirra hafa verið sýndir áður við sérstök tækifæri. Þegar þau eru spurð á hvers vegum sýningin er segja þau: „Hún er á okkar eigin vegum, en í samstarfi við Kramhúsið. Við kynnt- umst þar og sumir af dönsunum sem við sýnum hafa verið samdir fyrir uppákomur þar. Það er fyrir áeggj- an Hafdísar Árnadóttur í Kramhús- inu að við réðumst í að setja upp sýninguna að þessu sinni.“ Áttum eitt sameiginlegt Hvað voruð þið að gera í Kram- húsinu? Ólöf: „Ég hef verið á ýmsum nám- skeiðum þar. Stundum hef ég kennt þar og um skeið var ég fram- kvæmdastjóri.“ Björgvin: „Ég hef verið nemandi þar um langa hríð.“ Hvað kom til að þið fóruð að vinna saman? „Við áttum það sameiginlegt að eiga bæði Birkenstock-sandala. Það var Binna, konan hans Björgvins, sem áttaði sig á því og mæltist til þess að við gerðum eitthvað Birken- stock til heiðurs,“ segir Ólöf. „Síðan vorum við svo heppin að fá til liðs við okkur mann til að sjá um mynd- böndin. Hann heitir Börkur.“ Þetta er sem sagt allt í stíl hjá ykkur. „Já, en samt af einskærri tilviljun. Hins vegar er ákveðið stílleysi sýni- legt hjá okkur, vegna þess að við för- um út og suður í efnisvali.“ Erum ein af jurtunum sem dafnað hafa í Kramhúsinu Nú voruð þið að dansa fyrir ljós- myndarann. Var það Birkenstock- dansinn? „Nei, þessi dans heitir „Með kveðju frá Hans og Grétu“. Hann var afmælisgjöf til Hanys Hadaya þegar hann varð fertugur. Hann er nefnilega frá Austurríki.“ Húmor og hugmyndaauðgi ein- kenna verkin hjá Lipurtré. Stundum væri hægt að kalla dansdúóið dans- andi trúða, enda veltast áhorfendur gjarnan um af hlátri á sýningum þeirra. En eru þau alltaf bara fynd- in? „Nei,“ segir Ólöf. „Eitt árið var ég í mótþróakasti og þverneitaði að vera fyndin. Ég vildi helst vera steinn og samdi dans sem er háal- varlegur. En það er nú svo oft svo að alvarlegustu hlutir geta einnig verið mjög fyndnir.“ Fólk má sem sagt hlæja á sýn- ingum hjá ykkur. „Já, alveg endilega,“ segir Björg- vin. „Við höfum orðið vör við þann útbreidda misskilning að dans sé svo dramatískur og dauðans alvarlegur að það megi ekki hlæja að honum. Við erum ekki þannig dansflokkur.“ Eruð þið alltaf bara tvö? „Ja, yfirleitt. Einn dansinn okkar heitir „Tangó fyrir fjóra“ og þar dansa Hany Hadaya og Bryndís með okkur. Þetta er ekki tangó fyrir tvo og tvo – heldur er þetta í alvöru tangó fyrir fjóra.“ Hafa allir dansarnir verið sýndir einhvers staðar áður? „Allir nema sá síðasti, sem heitir „Vals fyrir byrjendur“. Hann verður frumfluttur á þessari sýningu. Hinir hafa verið sýndir á uppákomum í Kramhúsinu.“ Hvers vegna í Kramhúsinu? „Ég hef verið tengd því svo lengi,“ segir Ólöf. „Kramhúsið er gróð- urhús fyrir alls konar skemmtilega hluti. Lipurtré er bara ein af þeim jurtum sem hafa vaxið þar og dafn- að. Jólagleðin þar er til dæmis alltaf geysilega skemmtileg, þar sem fólk treður upp með hin ýmsu atriði. Við Björgvin komum fyrst fram á jóla- gleðinni 1993. Síðan hefur sam- starfið verið að þróast og við höfum sýnt í afmælisveislum, brúðkaupum og á baráttufundi hjá umhverf- issinnum. Það hafa ýmis tilefni orðið til þess að dansar hafa orðið til.“ Eru þetta allt jafn langir dansar? „Nei, en þeir eru allir stuttir. Sá lengsti tekur átta og hálfa mínútu, sá stysti tvær og hálfa,“ segir Björg- vin. „Ólöf hefur einmitt verið að gantast með það að meðaltal árs- framleiðslu hjá okkur sé sex mín- útur – sem er líklega met. Annars skörum við fram úr á margan hátt. Við erum stærsti dan- flokkur á Íslandi, reiknað út í með- alhæð dansara – en um leið sá minnsti, vegna þess að dansarar eru bara tveir.“ Engin hugmynd svo fáránleg … Dansarnir hjá ykkur heita dálítið sérkennilegum nöfnum, til dæmis Sherlock og Watson, Morgunn í Skírisskógi, Flugæfing englanna og svo framvegis. Hvaðan fáið þið hug- myndir? „Ólöf er alltaf að eignast einhver áhugamál eða skjólstæðinga. Eitt árið kom hún til dæmis með reið- hjólahjálm og fannst upplagt að gera reiðhjólaballett.“ „Reiðhjólahjálmur er eitthvert óklæðilegasta höfuðfat sem til er. Mig langaði til þess að finna leið til að gera hann dálítið elegant. Nið- urstaðan varð reiðhjólaballettinn Morgunn í Skírisskógi, sem er klass- ískur ballett – að eins miklu leyti og við kunnum hann. Oft er vinnan hjá okkur þannig að við byrjum á einhverri ómerkilegri hugmynd og spinnum okkur síðan áfram. Það er engin hugmynd svo fáránleg að ekki sé vert að gefa henni gaum,“ segir Ólöf og Björgvin bætir við: „Stundum er það rýmið sem ræð- ur því hvað úr verður. Einn dans sömdum við fyrir brúðkaup inn í lítið rými og dansinn markast af því. Svo geta verið stigar og eitt og annað sem skemmtilegt er að nota. Þegar við frumfluttum Hans og Grétu var það í rými þar sem var lágt til lofts. Þá dansaði Ólöf hluta verksins á loft- fletinum. Ég lyfti henni.“ „Þetta er mjög demókratískur dansflokkur,“ grípur Ólöf fram í. „Ég lyfti honum eins oft og hann lyftir mér.“ „Já, það er rétt,“ segir Björgvin. „Ég þverneitaði þessari klassísku hefð að karlinn mæni í aðdáun á ball- erínuna á milli þess sem hann lyftir henni.“ Hvernig mynduð þið skilgreina dansflokkinn Lipurtré? „Þetta er leikur fyrir fullorðna – þar sem þeir fá að leyfa sér allt. Leikgleðin er það sem skiptir máli.“ Og verða bara tvær sýningar hjá ykkur? „Já, nema svartamarkaðurinn krefjist fleiri sýninga.“ Stærsti dansflokkur á Íslandi – en um leið sá minnsti Morgunblaðið/Ásdís Ólöf Ingólfsdóttir og Björgvin Friðriksson skipa dansdúóið Lipurtré. Dansdúóið Lipurtré verður með tvær sýn- ingar á „Tíu stuttdönsum sem þig hefur allt- af langað til að sjá“ í Tjarnarbíói um helgina. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við meðlimi dansflokksins um sögu hans og verkefnaval. LEIKDEILD UMF Biskups- tungna frumsýnir í Aratungu kl. 21 í kvöld farsann Góðverkin kalla eft- ir þá Ármann Guðmundsson, Sæv- ar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Verkið fjallar um tvo karla- klúbba (Dívans og Lóðarís) og kvenfélagið Sverðliljurnar sem eru sífellt að berjast um að gefa sem stærstu og flottustu gjafirnar og nú er 100 ára afmæli sjúkrahússins framundan. Helstu leikendur eru Sigurjón Sæland, Helga Ágústs- dóttir, Loftur S. Magnússon, Helga Magnúsdóttir, Egill Jónasson, Íris Blandon, Sigurjón Kristinsson, Jó- hanna Guðjónsdóttir, Ólafur Ás- björnsson og Hilmar Ragnarsson. Tónlistarstjóri og orgelleikari er Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti. Gítarleikari er Steinunn Bjarna- dóttir. Næstu sýningar eru laugardag- inn 14. febrúar og þriðjudaginn 17. febrúar. Atriði úr sýningunni Góðverkin kalla sem frumsýnd verður í Aratungu. Góðverkin kalla í Biskupstungum TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar tekur forskot á sæluna og heldur uppá „Dag Tónlistarskólans“ kl. 13 á morgun en skólar í Garðabæ fara í vetrarfrí þegar tónlistarskólar al- mennt halda uppá daginn. Hátíðin hefst með uppákomum í anddyri en kennsla fer fram fyrir opnum dyrum á sama tíma. Kl. 14-16 verða „stórtónleikar“ þar sem gestir koma og fara að vild. Fram koma fjölmargir af þeim nemendum sem skara fram úr á sín hljóðfæri en einnig verður boðið uppá margs kon- ar samspil og einsöng. Opið hús í Tónlistarskóla Garðabæjar Penninn- Eymundsson, Austurstræti 18 kl. 13–17 Á Val- entínusardeg- inum, 14. febrúar, verður dagskrá helguð ástinni. Skáld og leikarar lesa ástarljóð og -texta og Regína Ósk flytur ást- arlög ásamt undirleikara. Fram koma Gerður Kristný, Margrét Lóa, Hlín Agnarsdóttir, Sigþrúður Gunn- arsdóttir, Kristian Guttesen og Maríanna Clara. Á MORGUN Hlín Agnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.