Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Einhvern tíma sat ég í hópi nemenda MatthíasarViðars Sæmundssonar í Háskóla Íslands og um-ræðuefnið var annar kennari; nemendum þóttihann vondur og gamaldags og sjaldnast hafa neitt til málanna að leggja sem ekki var vitað fyrir. Matthías hlustaði á þessa gagnrýni, sem var örugglega allt of hörð ef ekki meinleg, og sagði síðan með sínu stríðnislega og afhjúpandi glotti að það hefði alla tíð verið eins konar rit- úal meðal nemenda að brjótast undan áhrifum kennara sinna með því að höggva í þá og tala eins og þeir væru vaxn- ir upp úr öllu sem kennarinn hafði haft fram að færa. Þetta taldi Matthías eðlilegt þegar minni spámenn ættu í hlut, þeir reyndu iðulega að krafsa í meistara sína, hlaupa undan skugganum og öðlast sjálfstæði. Ég man ekki betur en hik hafi komið á hópinn. Einhverjir nemenda reyndu að malda í móinn en þá glotti Matthías bara enn meira. Þannig horfði hann yfir þar til allir hættu mótmælakvaki sínu og hélt síð- an áfram að kenna okkur um hugmyndalíf manna í allri sinni dýrð. Matthías Viðar var magnaður kennari og vafalítið einn af þeim merkustu í sögu heimspekideildar, í íslenskuskor var hann einstakur. Ef Matthías hefði ekki verið til staðar þeg- ar ég stundaði BA-nám við skorina seint á níunda áratugn- um hefði ég hætt bókmenntagrúski eftir þessi þrjú ár og farið í lögfræði eins og ætlunin var. En Matthías opnaði al- gerlega nýjan heim fyrir mér. Það var í námskeiði á fyrsta ári sem hét Rannsóknaraðferðir. Þar var Matthías í miklum ham. Með skipulagðri og yfirbragðsmikilli framsetningu sinni – að vanda nánast eingöngu í löngum og þéttum fyr- irlestrum – leiddi hann stóð af þrjátíu nýnemum með hálf- tóman hausinn inn í kenningaheim hugvísinda á tuttugustu öld og hann gerði það þannig að framtíðaráform manns hlutu að breytast. Hann talaði af innlifun um nýjan skilning á virkni tungumálsins í verkum de Saussures, hugmyndir Jakobsons um myndhverfingu og nafnskipti, kenningu Shklovskíjs um tækni framandgervingar, sálgreiningu Freuds og túlkun Lacans á Freud. Hann talaði um strúkt- úralíska goðsagnagreiningu Lévi-Strauss og greiningu Barthes á goðsögnum nútímans, já með Barthes virtist mega fletta ofan af glæstri myndbirtingu samtímans og það hlakkaði í Matthíasi. Og síðan var komið að sjálfum Michel Foucault. Matthías var um það bil að hefja kerfisbundna úr- vinnslu á hugmyndum Foucaults og hún var og átti sífellt eftir að verða ástríðufyllri, hann beitti kenningum franska heimspekingsins eins og hnífi á íslenska menningu, skar hana upp þvera og endilanga. Í námskeiðinu kynnti hann okkur fyrir bókinni um sögu sturlunarinnar á skynsemisöld og ég held að það hafi verið einmitt um það leyti á misserinu sem ég áttaði mig á því að ég væri á réttum stað, að hugvís- indi gætu virkilega veitt afhjúpandi sýn á heiminn og mann- inn. Og auðvitað hlaut það að vera niðurstaðan því að fyrir framan mig stóð maður sem var svo sannfærandi að laga- deildin hefði lagt sjálfa sig niður hefði hún verið viðstödd. En Matthías nam ekki staðar þarna, hann fór miklu víðar, fram og aftur í sögunni, til Hegels og Marx og Nietzsches, aftur og aftur til Nietzsches, og hann talaði um fagurfræði Jónasar, Gríms, Gröndals, Gests Pálssonar og bókmennta- fræði Sigurðar Nordals og Einars Ólafs og Steingríms J. Þorsteinssonar og hann fór allt fram til Njarðar P. Njarðvík og Heimis Pálssonar sem við höfðum öll lesið í menntaskóla án þess að hafa hugmynd um það fyrir hvað þeir stóðu. Og allt var þetta jafn áhugavert með augum Matthíasar. Allt fór þetta á einhverja ofsalega hreyfingu í meðförum hans. Á vori stóð maður uppi með helling af spurningum á vörunum og glás af aðferðum til þess að leita svara við þeim. Ef þetta var ekki fljúgandi start í upphafi bókmenntanáms þá veit ég ekki hvernig á að vekja áhuga fólks á efninu. Tvennt einkenndi kennslu Matthíasar Viðars. Hann var síleitandi og örlátur á það sem hann fann. Nemendur fengu að fylgjast með leit hans, hvernig hann var að þreifa sig áfram með aðferðir og kenningar, hvernig hann gróf sig sí- fellt dýpra ofan í fjársjóði sautjándu og átjándu aldarinnar. Hann var ekkert að pukrast með það sem hann fann, hann sýndi okkur það sem hann var að vinna að hverju sinni, fléttaði það inn í fyrirlestra, benti okkur á texta eða handrit sem hann hafði haft upp á og hvatti okkur til þess að rann- saka efnið sjálf. Og ef maður fór af stað þá var leiðsögn Matthíasar í senn krefjandi, frjó og gefandi. Hann var geysilega fljótur að setja hlutina í samhengi, og tengja þá kenningum jafnt sem sögu, að auki hafði hann sérstakt lag á því að opna augu manns fyrir nýjum sjónarhornum – hann kom einhvern veginn alltaf úr óvæntri átt og það var ómögulegt annað en að fylgja honum eftir. Það er hætt við að fáorð lýsing á fræðaferli Matthíasar Viðars gefi fulleinfalda mynd af störfum hans. Hann var í fyrsta lagi ótrúlega afkastamikill og í annan stað voru við- fangsefni hans mjög fjölbreytt. Þegar ég kynntist honum á síðari hluta níunda áratugarins var hann að hefja nýtt og mjög frjótt tímabil. Við nemendur urðum vitni að því í fyrr- nefndu námskeiði. Meðan á því stóð las ég tvær bækur eftir hann, Mynd nútímamannsins (1982), sem er byggð á kandí- datsritgerð hans og fjallar um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarssonar, og Ást og útlegð (1986), sem fjallar um form og hugmyndafræði í íslenskri sagnagerð 1850– 1920. Bæði eru þetta grundvallarrit á sínu sviði. Bæði eru þau undir áhrifum af strúktúralískum rannsóknaraðferðum, ekki síst það síðarnefnda þar sem Matthías leitast við að greina sameiginlega formgerð í skáldsögum umrædds tíma- bils. Sem slík er bókin einstök í íslenskri bókmenntafræði, að ég hygg. Eftir þessa bók snýr Matthías sér meira að sögulegum rannsóknum á íslenskum menningararfi en hið sögulega viðhorf hafði raunar verið drjúgur þáttur í fyrstu skrifum hans þó að strúktúralisminn væri því fráhverfur. Hér hafa kynni Matthíasar af Foucault mikið að segja. Foucault rannsakaði tilurð stofnana samfélags og menning- ar út frá hugmyndum um að orðræða hvers tíma hefði að geyma vísbendingar um valdatengsl milli einstaklinga og hópa, stigveldi hugmynda og ýmiss konar útilokunaraðferðir sem beitt væri til þess að sundurgreina og flokka alla skap- aða hluti. Hann lagði ennfremur áherslu á að allir textar, jafnt bókmenntir, persónuleg bréf sem opinber skjöl, væru jafn góðar sögulegar heimildir. Þessi viðhorf urðu kjarninn í tímabili sögulegra rannsókna á bókmenntum og menningu sem hófst um og upp úr miðjum níunda áratugnum og hefur verið kennt við nýsöguhyggju. Hérlendis var Matthías bæði afkastamesti og frjóasti fulltrúi þessarar nálgunar. Hennar sjást skýrust merki í þremur viðamestu verkum hans á tí- unda áratugnum, í ritinu Galdrar á Íslandi (1992), sem inni- heldur áður óprentað galdrahandrit frá sautjándu öld og mergjaða atlögu Matthíasar að þekkingarheimi töframeist- ara og galdraofsókna fyrri alda, í framlagi hans til þriðja bindis Íslenskrar bókmenntasögu (1996) en þar ritar hann annars vegar tvö hundruð síðna kafla um upplýsingaröldina og hins vegar tvo hundrað síðna kafla um sagnagerð frá upplýsingu til raunsæis og sagnagerð frá þjóðhátíð til full- veldis og að síðustu í útgáfu hans á Píslarsögu Jóns Magn- ússonar (1999) þar sem hann setur söguna í samband við bókmenntir og hugmyndalíf samtíma hennar. Með þessum verkum má segja að Matthías endurnýi samhengi íslenskrar bókmennta- og menningarsögu á því tímabili sem ritin spanna. Eins konar aðdraganda að þessum miklu rannsókn- aráföngum má finna í greinasafninu Myndir á sandi sem Matthías gaf út árið 1991 og innihélt áður birtar greinar hans meðal annars um hugsunarkerfi Michels Foucaults en þó fyrst og fremst um íslenskar bókmenntir og menningar- ástand samtímans. Ýtarlegust skrif Matthíasar um heim- speki Foucaults birtust hins vegar í eftirmála að bókinni Útisetur (1998) en hún geymir ritdeilu Foucaults og landa hans Jacques Derrida um gildi sturlunar í menningu Vest- urlanda, efni sem heillaði Matthías meira en margt annað. En hvað var svona heillandi við Foucault? Matthías svar- aði þessari spurningu í viðtali sem ég átti við hann í tilefni af útkomu Útiseta 1998. Hann sagði að í fyrsta lagi reyndi Foucault stöðugt á mörk í reynslu og hugsun: „Hann þorir að vita og orða spurningar um efni sem hafa oftsinnis verið kæfð eða borin út. Rit Foucaults búa yfir ástríðufullri þekk- ingarþrá sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum í tímans rás.“ Og í öðru lagi benti Matthías á stíl Foucaults, „hvernig hann sameinar í mögnuðum texta sagnfræðilega nákvæmni, skáldlega ljóðrænu og heimspekilegar rökfærslur“. Hér er ýmislegt sem kannast má við úr verkum Matthíasar sjálfs, sífelld átök við viðtekin mörk, drifkraftur leitarinnar og ekki síst hinn magnaði texti. Það hafa kannski ekki allir hugsað þá hugsun, en Matthías var frábær rithöfundur, rödd hans skar sig úr. Þegar skrif hans ná hvað hæstum hæðum þá sameina þau einmitt fræðilega nákvæmni, rökvísi og skáld- lega ljóðrænu. Og oft er engu líkara en Matthías standi á mörkum tveggja heima í textum sínum, hins forna og nýja, skynsemi og náttúru, vits og óvits. Þá er hann töframeistari. Grein, sem birtist í síðustu Lesbók og var lokakafli í Rúna- messu sem staðið hefur síðustu átján vikur, er dæmi um slíkan texta. Síðasta efnisgrein hennar hljómar þannig: „Við nemum ekki leyndardóm rúnanna með skýlausri trúartryggð, heldur í tvílýsu vitundar, þegar augu blind af dauða bresta til sjónar um aðra heima. Slíkt táknmál felur í sér eitthvað sameigið og óhjákvæmilegt, milda og bitra ein- ing, sem ekki verður afmáð, þótt hugur verði að þoku í þok- um, hold að moldu og blóð að vatni í vötnum. Þá sem aldrei fyrr leiftra himinljós um manninn ofan, því dauði er skírsla, kraftbirting efstu einingar. Slík er heimspeki rúnanna, svona og öðruvísi ekki, heimspeki sem við nemum með innri huga, bak við lukt augnalok; þegar við leyfum hug okkar að leika á hvörfum og skyggnast um.“ Í þessari stuttu klausu felst eitt af mikilvægustu viðfangs- efnum Matthíasar og niðurstaða hans. Eins og ég skil hana felur hún í sér innbyggða eða eðlislæga þversögn því að mærareynslan er handan skynsemi orðanna. Matthías ræddi tíðum þessa reynslu á mærunum þar sem vitundin var víkkuð út og dulin sálaröfl virkjuð. Þetta voru útisetur á krossgötum að næturlagi, á mörkum mannlegs samfélags. Þessi fimmtán ár sem kynni okkar stóðu hafði ég oft á tilfinningunni að Matthías lifði fræði sín, ekki aðeins að hann lifði sig inn í viðfangsefnin, heldur beinlínis lifði þau; glímu Fjallaskáldsins við bakkus, glímu módernistanna við tilvistarhrollinn og guðleysið, glímu póstmódernistanna við upplausnina og merkingarleysið; Matthías var Skuggi, hann var svartur hrafn og hann var líka hvítigaldur þegar hann varpaði ljósi á allt það sem ekki skildist. Og að síðustu hlaut hann sömu örlög og Foucault sjálfur, að falla fyrir banvæn- um sjúkdómi langt fyrir aldur fram. Þegar ég heimsótti Matthías fyrst eftir að hann hóf krabbameinsmeðferðina var hann orðinn nauðasköllóttur. Ég sagði að hann væri loks orðinn alveg eins og fræðatröllið franska. Hann glotti óg- urlega og strauk síðan stoltur yfir bert höfuðið. Ótalinn er mikill fjöldi greina og fyrirlestra, útvarps- erinda og sjónvarpsþátta sem Matthías Viðar samdi á sínum allt of stutta fræðaferli, og ótalið er framlag hans til fjórða bindis Íslenskrar bókmenntasögu sem vonandi kemur út í haust. Í mínum huga er höfundarverk Matthíasar eitt hið al- merkilegasta í sögu íslenskra bókmennta- og menningar- rannsókna, það er fullt af þekkingu, skapandi hugsun og innsæi sem er fáum gefið. Við eigum eftir að átta okkur bet- ur á því hvaða merkingu það hefur en víst er að það mun lengi kalla á viðbrögð okkar. Þegar Matthías lést var hann að vinna að ritun ævisögu Héðins Valdimarssonar. Þetta virtist óvænt verkefni á ferli Matthíasar en það lýsti í raun mjög vel fræðilegri afstöðu hans sem var svo skemmtilega fordómalaus. Það kom líka í ljós að hér myndi ekki verða um neina venjulega ævisögu að ræða, Matthías var að skrifa aldarfarslýsingu. Hann sagðist hafa legið í opinberum gögnum en þó fyrst og fremst áður órannsökuðum, staðbundnum persónuheimildum frá því um aldamótin 1900 og fram á miðja síðustu öld til þess að varpa ljósi á tíma og umhverfi Héðins. Síðast þegar við ræddum bókina sagðist Matthías vera að skrifa dauðakaflann, sem hann kallaði svo, en Héðinn lést einmitt 49 ára gamall eins og Matthías. Enn virtist hann samsamast viðfangsefninu. Ég var enn að læra af Matthíasi þessi síðustu skipti sem ég heimsótti hann og ég er enn að læra af honum. Þriðja einkennið á Matthíasi sem kennara var að hann sleppti ekki af manni hendinni þótt námi væri lokið. Að minni hyggju var það einn af allra dýrmætustu kostum hans. Matthías Viðar Sæmundsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Dósent við Háskóla Íslands 23.6. 1954 – 3.2. 2004 Eftir Þröst Helgason ÍSLENSKI dansflokkurinn æfir nú leiksýninguna Lúnu í Borgarleikhús- inu. Sýningin samanstendur af tveimur verkum um ástina og lífið: Æfing í Paradís og Lúnu. Æfing í Paradís fjallar um belgíska danshöf- undinn Stijn Celis. Hann hefur skap- að myndrænt verk sem fjallar um fólk sem fer um í leit að betra lífi. Það rís úr auðninni og finnur eitt- hvað annað. Tónlistin er eftir Frede- rick Chopin. Lúna er eftir danshöfundinn Láru Stefánsdóttur. Konur og karlar stíga lífsvalsinn undir tunglsins tæra skini. Allir vilja upplifa ástina, ein er týnd, ein lifir í voninni, einn elskar of mikið… Gagnkvæm ást og óend- urgoldin ást. Verkið er samið við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Cyrano, sem hann hlaut Grímuverð- launin fyrir í júní 2003. Rússiban- arnir flytja tónlistina á sviðinu. Á stóra sviði Borgarleikhússins verða 19 dansarar og hljóðfæraleik- arar. Verkið verður frumsýnt 27. febr- úar. Aðeins verða fimm sýningar ut- an frumsýningarinnar: 4. mars, 18., 21., 28. mars og 4. apríl. Íslenski dansflokkurinn æfir sýningu um ástina og lífið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá æfingu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.