Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 32
UMRÆÐAN
32 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ undanförnu hefur verið fullyrt
í fjölmiðlum, m.a. í fréttaviðtölum á
Stöð 2 og í aðsendum greinum í
Morgunblaðinu, að hlutdeild „fyr-
irtækjasamstæðu Baugs Group hf.“
á íslenskum matvörumarkaði sé „yf-
ir 60%“. Samkvæmt nýlegum mæl-
ingum ACNielsen er
markaðshlutdeild mat-
vöruverslana Haga hf.
rétt innan við 48% á
landsvísu, en markaðs-
rannsóknir þess fyr-
irtækis njóta alþjóð-
legrar viðurkenningar.
Inn í mælingar fyr-
irtækisins vantar sölu-
tölur frá nokkrum að-
ilum, t.d. Kaupfélagi
Skagfirðinga, Europr-
is og bensínstöðvum.
Því er markaðs-
hlutdeild verslana
Haga hf. á íslenskum
matvörumarkaði
nokkru lægri en að
framan greinir eða
eitthvað innan við
45%. Baugur Group
hf. er stærsti eigandi
Haga hf. sem aftur á og rekur versl-
anakeðjurnar Hagkaup, 10–11 og
Bónus.
Mikilvægt er að fara rétt með slík-
ar tölur, ekki síst þegar markaðs-
hlutdeild fyrirtækja á matvörumark-
aði er nefnd sem ein forsenda
hugsanlegrar lagasetningar til að
sporna gegn hringamyndun og fá-
keppni. Töluverður munur er á 60%
og 45% markaðshlutdeild. Þá er
uppbygging matvörumarkaðarins
mjög áþekk því sem gerist annars
staðar, t.d. í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð, Finnlandi og víðar í Evrópu,
þar sem tveir til þrír stærstu að-
ilarnir í hverju landi hafa samtals
um 70–80% markaðshlutdeild á mat-
vörumarkaði (í Svíþjóð er hlutfall 3ja
stærstu 95%). Sú þróun, sem hér
hefur orðið, er þannig í samræmi við
þróunina annars staðar. Hagræðið
fyrir neytendur felst í nútímalegri
verslunum, auknu vöruúrvali og
meiri þjónustu. Engum dylst, sem
kynna sér málið af sanngirni og yf-
irvegun, að samkeppni er mikil á
milli íslenskra matvörukeðja. Til-
koma lágvöruverðsverslana á borð
við Bónus hefur leitt til lækkaðs
matvöruverðs, en aðeins í þeim vöru-
flokkum þar sem samkeppni fær
notið sín í framleiðslu og innflutn-
ingi. Íslensk verslun er þar fyllilega
samkeppnisfær við verslanir í sam-
anburðarlöndum. Hátt matvöruverð
á Íslandi er fylgifiskur einokunar á
framleiðslustigi sem einkum stafar
af landbúnaðar-, tolla- og vöru-
gjaldastefnu stjórnvalda, svo ekki sé
minnst á virðisaukaskatt á matvöru.
Ýmsir hafa orðið til þess að full-
yrða að „hvergi í veröldinni yrði
leyft að fyrirtæki með yfir 60%
markaðshlutdeild á matvörumarkaði
fengi að kaupa 2/3 af dagblöðum og
50% af útvarps- og sjónvarps-
fréttastöðvum landsins“. Þarna er
staðreyndum hagrætt með villandi
framsetningu. Í fyrsta lagi eru Hag-
ar hf. í eigu fleiri aðila en Baugs Gro-
up hf. sem fjárfestingarfélag og á
hlutafé í mörgum fyrirtækjum. Hér
er ekki um eitt og sama fyrirtækið
að ræða og Hagar hf. hafa ekki
keypt neinn hlut í fjölmiðli. Þá eru
Norðurljós hf. í eigu fleiri aðila en
Baugs Group hf. þó að fyrirtækið
eigi þar stærstan hlut. Í öðru lagi er
markaðshlutdeild Haga hf. ekki yfir
60% á landsvísu heldur líklega undir
45% líkt og að framan greinir. Þá er í
þriðja lagi villandi að tala með þess-
um hætti um „2/3“ af dagblöðum
vegna þess að þar var staðan til
langs tíma sú, að tvö veikburða blöð
öttu kappi við mjög öflugt Morg-
unblað. Fréttablaðið og DV römb-
uðu á barmi gjaldþrots en með nýj-
um eigendum og bættum rekstri
hafa þau styrkt stöðu sína í sam-
keppninni. Ef Baugur Group hf.
hefði ekki séð viðskiptatækifæri í
þessari stöðu væri myndin mun ein-
faldari. Einn aðili réði þá í raun dag-
blaðamarkaðnum. Svipað var uppi á
teningnum þegar Baugur Group hf.
hafði frumkvæði að því að forða Stöð
2 frá yfirvofandi gjaldþroti. Með
sameiningu þriggja fjölmiðla undir
merkjum Norðurljósa hf. og aðkomu
nýrra fjárfesta undir forystu Baugs
Group hf. er verið að styrkja stoðir
frjálsrar fjölmiðlunar í landinu og
tryggja fjölbreytni.
Niðurstöður rann-
sókna og fjölmiðlakann-
ana t.d. frá Gallup í des-
ember sl. sýna, að áhorf
og hlustun á sjónvarps
og útvarpsstöðvar RÚV
er mun meiri en hjá
einkareknu stöðvunum.
Vitaskuld stefna nýir
eigendur og stjórn-
endur Norðurljósa hf.
að því að auka áhorf og
hlustun útvarps- og
sjónvarpsstöðva sinna,
en eins og staðan er þá
er beinlínis villandi að
setja hlutina fram með
þeim hætti að „2/3“
dagblaða og „50%“
fréttastofa útvarps og
sjónvarps sé nú á einni
hendi og tala um það
sem hættulegan hlut.
Sterk staða Morgunblaðsins og
fréttastöðva RÚV réttlæta engan
veginn slíka framsetningu. Fremur
mætti segja, að með aðkomu Baugs
Group hf. hafi verið tryggt að hér
yrðu áfram þrjú dagblöð, en ekki að-
eins eitt, tvær sjónvarpsfréttastofur,
en ekki aðeins ein, og tvær útvarps-
fréttastofur, en ekki aðeins ein.
Í samkeppnisfræðum Evrópurétt-
arins er viðurkennt að heimilt sé að
slaka á reglum til að koma í veg fyrir
samruna eða náið samstarf fjölmiðla
í löndum þar sem er öflugt rík-
isútvarp. Á Íslandi er öflugt rík-
isútvarp, hljóðvarp og sjónvarp, sem
veikir mjög stöðu allra samkeppn-
isaðila ekki síst á auglýsingamark-
aði. Allir kaupendur útvarps-
viðtækja eru lögbundnir áskrifendur
að sjónvarps- og útvarpsdagskrá
RÚV. Þeir hafa ekkert val og má
segja, að RÚV hafi 100% markaðs-
hlutdeild. Stofnunin hefur óheftan
aðgang að auglýsingamarkaði og
hefur þar gríðarlegt forskot vegna
útbreiðslu sinnar, sem aftur hvílir á
skylduáskriftinni. Forsenda áskrif-
anda að Stöð 2 eða hlustanda að
Bylgjunni er, að hann verði fyrst
áskrifandi að útvarps- og sjónvarps-
rekstri ríkisins áður en hann kaupir
þjónustu einkafyrirtækisins. RÚV
hefur því ægivald yfir öllum hugs-
anlegum samkeppnisaðilum og stað-
an er enn styrkari því ríkisvaldið ber
ábyrgð á árlegum hallarekstri stofn-
unarinnar. Til samanburðar má geta
þess að í Bretlandi er ríkisfjöl-
miðlum óheimilt að keppa við frjálsu
stöðvarnar um auglýsingar. Nýlega
var tveimur stórum sjónvarps-
stöðvum þar í landi heimilað að sam-
einast til að treysta grundvöll sam-
keppni þeirra við BBC og byggir það
á þeim sjónarmiðum, að slaka beri á
reglum um samruna þegar ríkisfjöl-
miðill hefur slíka yfirburðastöðu.
Hér á landi eiga slík sjónarmið jafn-
vel ennfrekar við í ljósi þess að RÚV
hefur auk áskriftargjaldanna óheft-
an aðgang að auglýsingamarkaði.
Ástæða þess að Baugur Group hf.
gerðist hluthafi í sameinuðu fjöl-
miðlafyrirtæki undir merkjum
Norðurljósa hf. er viðskiptalegs eðl-
is. Baugur Group hf. er fjárfestinga-
fyrirtæki sem m.a. sérhæfir sig í því
að koma inn í rekstur með fjármagn
og þekkingu, styrkja fyrirtækin og
efla m.a. með aðhaldsaðgerðum.
Þetta hefur fyrirtækið gert víðar og
með góðum árangri. Eins og fram
hefur komið opinberlega er ætlunin
að koma Norðurljósum hf. á almenn-
an markað á næsta ári þannig að það
verði að almenningseign. Þetta
framtak miðar þannig að því að
treysta undirstöður frjálsra fjöl-
miðla á Íslandi og skapa skilyrði
raunverulegrar samkeppni við þá
öflugu fjölmiðla sem fyrir eru.
Rétt skal vera rétt
Hreinn Loftsson skrifar um
markaðshlutdeild Baugs
Hreinn Loftsson
’ Töluverðurmunur er á 60%
og 45% mark-
aðshlutdeild. ‘
Höfundur er stjórnarformaður
Baugs Group hf.
Í GREIN um Háskóla Íslands í
Morgunblaðinu s.l. laugardag gerir
nýskipaður menntamálaráðherra
fjárveitingar til háskóla að umtalsefni
og býðst til í því sam-
bandi að að láta fara
fram „stjórnsýslu- og
fjárhagsúttekt sem taki
til allra deilda Háskóla
Íslands“ til að meta
stöðu hans og marka
framtíðarstefnu. Þetta
hugtak, „stjórnsýslu-
og fjárhagsúttekt“, er
orðið einhvers konar
töfraformúla á sviði
hvers konar opinberrar
þjónustu, menntamála,
heilbrigðismála, félags-
mála. Þar með er hags-
pekingum og endurskoðunarfyr-
irtækjum gefið úrskurðarvald um
fjölþætt og flókið starf sem þeir hafa
engar forsendur til að skilja, hvað þá
setja verðmiða á eins og til er ætlast.
Undanfarinn áratug hafa reyndar all-
ar fjárveitingar til æðri menntastofn-
ana verið byggðar á framleiðnisú-
treikningum eins og um hverjar
aðrar verksmiðjur væri að ræða.
Reiknilíkan sem lagt hefur verið til
grundvallar byggist á „þreyttum ein-
ingum“, þ.e.a.s. fjölda áfangaprófa
sem nemendur þreyta og ná. Augljóst
má vera að hér er lagt að jöfnu nám
sem er afar ólíkt innbyrðis. Sumar
námsgreinar eru betur til þess fallnar
að útskrifa fjölda nemenda en aðrar,
sem reyndar sést glöggt á því að inn-
an nýju háskólanna er lögð áhersla á
kennslu í þess háttar námsgreinum
þannig að jaðrar við offramboð. Við
þetta bætist að háskólar eru sam-
kvæmt gamalli skilgreiningu ekki að-
eins kennslu- heldur einnig rann-
sóknarstofnanir. Framlag
þingmanna, sem eru sjálfir nýútskrif-
aðir, til deilna um fjárveitingar til há-
skóla og um skiptingu rannsóknarfjár
hefur verið svo frumstætt og illa upp-
lýst að það ætti að vera gömlum
kennurum þeirra sérstakt áhyggju-
efni.
Núverandi háskólar á Íslandi eru
mjög ólíkir innbyrðis. Þar má hafa til
glöggvunar þá aðgreiningu sem
t.a.m. Þjóðverjar gera
milli Universität og
Hochschule. Annars
vegar er stofnun sem
skiptist í margar deildir
ólíkra vísindagreina
sem annast vísindalega
menntun og rannsóknir,
hins vegar stofnun á há-
skólastigi sem annast
starfsmenntun og rann-
sóknir á því sviði. Há-
skóli Íslands er eina há-
skólastofnunin sem
hefur burði til að falla
undir fyrri skilgrein-
inguna. Hann hefur hins vegar, á
vissum sviðum, átt æ erfiðara upp-
dráttar. Markaðshugsunarhátturinn
sem ráðið hefur „menntasókn“ síð-
ustu ára hefur valdið alvarlegum
kyrkingi innan ýmissa þeirra greina
sem teljast óarðbærar samkvæmt
þröngum skilningi fjármálaspekinga.
Því geri ég þetta að umræðuefni að
þessi stefna er á góðri leið með að
ganga af þeirri grein dauðri sem ætti
að vera eitt helsta stolt íslensks há-
skólasamfélags, kennslu og rann-
sóknum í íslenskum bókmenntum.
Á 5 árum, frá 1998 hefur það gerst
að þrír prófessorar í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Íslands hafa
látið af störfum. Allar þær stöður
voru lagðar niður. Einn lektor var
ráðinn í staðinn. Á þessu misseri
munu einn prófessor og einn dósent
hætta störfum, auk þess sem deildin
varð nú fyrir því hörmulega áfalli að
einn af þremur fastráðnum dósentum
sem eftir voru andaðist nú um daginn
langt fyrir aldur fram. Síðustu fréttir
herma að einn lektor muni að lík-
indum verða ráðinn til að fylla í þessi
stóru skörð. Þess má líka geta að pró-
fessor í íslenskri málfræði lét af störf-
um á síðasta ári og um leið verður sú
staða væntanlega lögð niður.
Íslensk fræði, bókmenntir og mál-
fræði voru meðal þeirra fáu greina
sem kenndar voru þegar Háskóli Ís-
lands var stofnaður. Þetta eru grund-
vallarfræði þess þjóðararfs sem við
ávöxtum. Margir erlendir háskólar
leggja rækt við þessi fræði og lengi
höfðu háskólamenn þann metnað að
Íslendingar ættu að hafa þar mynd-
arlega forystu, t.a.m. í kennslu og
rannsóknum varðandi íslensk fornrit,
enda ættum við að hafa alla burði til
þess. Raunverulegur háskóli býður
upp á kennslu í fjölbreyttustu grein-
um. Til dæmis hlýtur Háskóli Íslands
að telja það skyldu sína að annast
kennslu í grísku og latínu vegna þess
að hann er eini háskólinn sem það
gerir, enda þótt aðeins örfáir nem-
endur þreyti þar einingar og námið
„borgi sig“ þannig engan veginn.
Þessar óarðbæru greinar eru flestar
innan heimspekideildar, og af sjálfu
leiðir að ef fjárveitingarvaldið er blint
á sérstöðu slíkra deilda, og þar með
menningarlega skyldu ríkisháskóla,
þá er einstökum greinum innan
þeirra ógnað.
Það er tími til kominn að hætt verði
að alhæfa um háskólastigið og fjallað
um vanda Háskóla Íslands út af fyrir
sig. Og það er tími til kominn að rétta
hlut þeirra greina sem markaðs-
hyggjan er um það bil að færa í kaf.
„Menntasókn“ og
markaðshyggja
Þorleifur Hauksson skrifar
um vandamál háskólastigsins ’Það er tími til kominnað hætt verði að alhæfa
um háskólastigið og
fjallað um vanda Háskóla
Íslands út af fyrir sig. ‘
Þorleifur Hauksson
Höfundur er íslensku- og
bókmenntafræðingur og fyrrverandi
stjórnarmaður í Hollvinafélagi
heimspekideildar.
TVÆR fréttir frá síðasta ári eru
mér hugstæðari en aðrar. Önnur var
sá dómur Hæstaréttar sem fól m.a. í
sér að læknum væri heimilt að vinna
læknisverk á kostnað sjúklingsins
sjálfs án þátttöku Tryggingastofn-
unar ríkisins (TR) í kostnaði. Menn
eru þó ekki á eitt sáttir
um hvað fólst í þessum
dómi í raun og veru.
Hin var um viðbrögð
stjórnar Landspítala –
háskólasjúkrahúss við
niðurstöðu fjárlaga um
framlög til spítalans,
en þar kom fram sú
hugmynd að sjúklingar
tækju þátt í kostnaði
við legu á spítalanum.
Þessar fréttir, og
reyndar einnig fréttir
af því uppnámi sem
verið hefur um samn-
inga sérfræðilækna við
TR að undanförnu, hafa rifjað upp
fyrir mér hugmynd sem mótaðist í
huga mínum fyrir áratug eða svo.
Mér virðist tímabært að koma þess-
ari hugmynd á framfæri þótt mér sé
ljóst að ég verði kallaður villu-
trúarmaður af Jóni Ingihvati, þ.e.
þrem síðustu heilbrigðisráðherrum,
og öðrum þeim innan þings og utan
sem játast undir trúarjátninguna:
„Sjúklingar eiga ekki og mega ekki
greiða fyrir læknisþjónustu.“
Svo var háttað hjá mér fyrir um
áratug að ég þurfti mjög á þjónustu
heilbrigðiskerfisins að halda bæði
innan og utan sjúkrahúsa. Umræða
fór einnig á þeim tíma fram um þátt-
töku sjúklinga í kostnaði við lækn-
ishjálp og aðra heilbrigðisþjónustu.
Þá eins og nú mátti skipta kostn-
aðinum í þrjá þætti, kostnað við spít-
alavist, kostnað vegna heimsókna til
heimilislækna og sérfræðilækna og
kostnað vegna lyfjakaupa. Mér tald-
ist til að árlegur kostnaðarhluti
minn í þessum þrem þáttum þegar
hann var hvað mestur væri svona
50–60 þúsund krónur á ári. Mér var
einnig ljóst að stóran hluta ævinnar
hafði þessi greiðslu-
byrði mín verið veru-
lega mikið lægri en
þetta. Hún náði til ör-
fárra heimsókna til
læknis á ári hverju og
tilheyrandi lyfjakostn-
aðar, og sum árin var
kostnaður minn eng-
inn. Í ljósi þessa varð
til eftirfarandi hug-
mynd eða tillaga sem
nú fyrst lítur dagsins
ljós af minni hálfu.
„Litið verði á of-
antalda þrjá þætti heil-
brigðiskerfisins sem
eina heild. Tryggingastofnun rík-
isins verði breytt úr skömmt-
unarskrifstofu fyrir læknishjálp í
raunverulega tryggingastofnun.
Hver einstaklingur greiði sjálfur
alla heilbrigðisþjónustu allt að
ákveðinni upphæð á ári, t.d. sextíu
þúsund krónum. TR greiði veru-
legan hluta, t.d. 80–90%, þess kostn-
aðar sem umfram er. Heilbrigð-
iskostnaður barna teljist hluti
heilbrigðiskostnaðar framfærslufor-
eldris. Sérstakar reglur verði settar
um greiðsluhluta lífeyrisþega, lang-
sjúkra og öryrkja.“
Ég tel að lækka megi kostnað rík-
isins af heilbrigðisþjónustu verulega
með reglum af þessu tagi. Hversu
mikið fer eftir þeim upphæðum og
hundraðstölum sem notaðar verða.
Sparnaði má ráðstafa að hluta til að
draga úr fátækt og að hluta til al-
mennrar skattalækkunar. Auk þess
mun þetta leiða til mun betri vit-
undar almennings um hver raun-
verulegur kostnaður vegna lyfja og
læknishjálpar er.
Mér er ljóst að tillögur af þessu
tagi krefjast ýmissa breytinga á lög-
um og reglugerðum um heilbrigð-
ismál sem ekki verður farið nánar út
í hér. Erfiðasti hjallinn við kerf-
isbreytinguna yrði þó án efa sá að
bæði veitendur heilbrigðisþjónust-
unnar og neytendur yrðu að breyta
að nokkru hugarfari sínu. Slíkt er
ávallt erfitt, einkum þegar um trú-
aratriði er að ræða eins og ég ýjaði
að í upphafi.
Trúarjátningar verða til við
ákveðnar aðstæður. Eðli þeirra er
að halda áfram að vera í gildi þótt
nýjar aðstæður krefjist nýrrar hugs-
unar. Trúarjátning sú sem ég nefndi
hér að framan varð til þegar læknar
voru færri en svo að þeir önnuðu eft-
irspurn og fátækt var almennari en
nú er. Nú er hins vegar svo komið að
læknar virðast anna eftirspurn,
flöskuhálsinn er greiðslukerfið. Þess
vegna þarf nýja hugsun.
Sjúkratryggingar
Sigurbjörn Guðmundsson
fjallar um tvær fréttir sem
urðu honum hugstæðari en
aðrar á sl. ári
’Nú er hins vegar svokomið að læknar virðast
anna eftirspurn, flösku-
hálsinn er greiðslukerf-
ið.‘
Sigurbjörn
Guðmundsson
Höfundur er verkfræðingur
og lífeyrisþegi.