Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 33

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 33 Tilvalin tækifærisgjöf á góðu verði: 1.490 kr. Íslensk ástarljóð Úrval okkar reyndustu söngvara; Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson, Páll Róskinkranz, Regína Ósk Óskarsdóttir, Björn Jörundur og Eiríkur Hauksson, ásamt ungum, þjóðþekktum söngvurum; Ragnheiður Gröndal, Sverrir Bergmann, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Hera Hjartardóttir syngja nokkur þekktustu ástarljóð íslenskrar tungu. Í frábærum útsetningum Jóns Ólafssonar ( : kynþokkafyllsti maður Íslands, skv. vali hlustenda Rásar 2 : ) Inniheldur 15 stórkostleg lög, þ.á.m. lagið Ást í flutningi Ragnheiðar Gröndal – lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sérlega eiguleg geislaplata. Pantanasími 568 8714. Með lögum skal land byggja Í TILEFNI 75 ára afmælis Varð- ar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, má kynna stefnu félagsins í iðnaðar- og byggðamálum. Vörður fagnar iðnaðaruppbygg- ingu Austurlands og lítur til Norður- lands sem framtíðarvaxtarsvæðis iðnaðar. Mikilvægt er að Íslendingar hafi augun opin fyrir nýjum sókn- arfærum til enn frekari styrkingar íslensks atvinnulífs, stjórnvöld þurfa ekki að koma að því. Fagaðilar hljóta að sjá hag sinn í að kanna til hlítar kosti góðra hugmynda sem fram koma í umræðunni. Vörður leggur áherslu á að dregið verði úr af- skiptum ríkisins af íslenskum iðnaði og losað um eignarhald ríkisins í iðn- fyrirtækjum. Íslendingar hafa tví- mælalaust hagnast á athygli er- lendra fjárfesta á iðnaðaruppbyggingu á Íslandi. Ekki er ólíklegt að of mikið pólitískt vafst- ur hins opinbera í iðnaðaruppbygg- ingu hafi einnig getað fælt fjárfesta frá landinu. Vegna pólitískra af- skipta sjá fjárfestar fram á tilætl- unarsemi stjórnvalda í sinn garð um að veita atvinnu, fremur en að fjár- festa í arðbærri starfsemi. Varðarmenn vilja að Byggða- stofnun verði lögð niður og sveit- arfélögunum verði treyst til að sjá um sig sjálf. Það þarf ekki stofnun til að segja fólki hvar það á að búa. Þeg- ar vegir eru góðir, eins og verður að markmiðum samgönguáætlunar uppfylltum, og samskipti hraðvirk, á alnetinu, getur hver sem er nánast búið hvar sem er. Nóg hefur verið sagt um byggðamál og að vinda eigi ofan af byggðaþróun síðustu tveggja alda. Sé viljinn raunverulegur er kominn tími á að verkin tali. Móta átti fyrir nokkru byggðaáætlun um Eyjafjarðasvæðið, um slíka hluti hefur mikið verið skrifað. Vörður vill framkvæmdir áður en síðasti Hrís- eyingurinn flytur til Reykjavíkur. Ísland á ekki að vera borgríki. Enda víðar búsældarlegt en á Seltjarn- arnesi og í nágrenni þess. Akureyri þarf að vera óvinnandi vígi, þar sem fólk á að geta leitað í skjól, fundið sér starf og dægra- styttingu við hæfi. Vörður leggur til að varlega sé farið í einkavæðingu orku- fyrirtækja. Hér er að mestu um einokun að ræða á markaði sem lýtur að grunnþörfum þjóðarinnar. Þó er ljóst að endurskoða má ýmislegt í rekstri þeirra. Þrátt fyrir miklar tækni- framfarir, og þó kannski einmitt vegna mikilla tækniframfara, er orkugeir- inn að styrkja sig í sessi sem grunn- forsenda daglegs lífs í landinu. Því má umfram allt ekki rasa um ráð fram þegar böndin berast að einka- rekstri eða einkavæðingu í orkugeir- anum. Hugmyndir um nám í orkufræð- um við Háskólann á Akureyri er til- valinn kostur til að efla enn frekar nám og byggð við Eyjafjörð, slíkt mætir óskum heimamanna um aukið nám í tæknifræðum og getur styrkt stöðu Háskólans á Akureyri og Ak- ureyrar þar með. Stefnu Varðar má sjá á vefritinu islendingur.is. Við minnum á mál- þingið Er frelsi til að velja, málþing um búsetu og atvinnumál á lands- byggðinni í Kaupangi við Mýrarveg n.k. laugardag kl. 16:00 og þér er velkomið að mæta. Iðin hönd – mettur magi Birgir Örn Tómasson og Sigurgeir Valsson skrifa um stjórnmál ’Sé viljinn raunveruleg-ur er kominn tími á að verkin tali.‘ Birgir Örn Tómasson Birgir Örn er gjaldkeri Varðar, Sig- urgeir er meðstjórnandi Varðar. Sigurgeir Valsson UNDARLEG tilfinning greip mig þegar ég las um það í vikunni að nú ætti að breyta útliti fyrrum barnastjörnu með skurðaðgerðum og tilheyrandi og að al- menningi byðist að berja breytingarnar augum í sjónvarpinu. Það er sannarlega viðkvæmt að dæma slíkar aðgerðir því þær geta breytt lífi fólks til hins betra og auðvitað vill maður að öllum líði sem best. Það er hins veg- ar munur á svoköll- uðum fegrunar- aðgerðum og lýtalækningum. Lýta- lækningar vinna á líkamslýtum fólks sem orðið hefur fyrir slysum eða telur útlit sitt á einn eða annan hátt hamla sér í dag- legu lífi og starfi. Fegrunaraðgerðir eru hins vegar gerðar til þess að breyta útliti fólks og færa það nær einhvers konar staðal- fegurðarímynd. Línan sem dregin er á milli þessara aðgerða er þó mjög óljós og það er alltaf persónu- bundið hvað fólki finnst vera lýti og hvað fólki finnst vera fegurð. Það er staðreynd að næststærsta sjónvarpsstöð landsins, Stöð tvö, ætlar nú að gera að sjónvarpsefni þann fegrunarleiðangur sem Rut Reginalds hyggst leggja út í. Haft er eftir Ingu Lind Karlsdóttur, þáttastjórnanda Ísland í bítið, í helgarblaði DV að markmiðið með þessu uppátæki þáttarins sé m.a. að sporna við fordómum gegn fegr- unaraðgerðum og í auglýsingu um þáttinn spyr Inga Lind af hverju fólk megi ekki breyta útliti sínu ef það hefur þörf fyrir það. Það hryggir mig að svona leið- andi og áberandi fyrirtæki eins og Norðurljós skuli með þessu setja það fordæmi að það sé fullkomlega eðlilegt að láta skera í líkamann á sér til að breyta útliti sínu og þar af leiðandi láta sér mögulega líða betur með sjálfan sig. Það hefur jafnvel verið talið mikið „hugrekki“ að gangast undir slíkar aðgerðir fyrir framan alþjóð. Á ég og aðrar ungar stúlkur að kvíða því að eldast og uppgötva breytingar á líkama mínum í kjölfarið? Mér finnst hrukkur fallegar, þær eru spor lífsins og hluti af reynslu okkar og þroska. Ætti ég kannski að byrja strax að safna fyrir hrukku- aðgerðum og brjósta- lyftingu? Mér finnst Inga Lind, Heimir Karlsson og Stöð tvö vera að senda þau skilaboð til mín og ann- arra stúlkna og mér finnst ekkert eðlilegt við það. Nú er verið að mark- aðssetja sjónvarpsstöð með því að selja al- menningi óánægju fólks með sjálft sig. Ég velti upp þeirri spurningu hvar áherslur Stöðvar tvö í dag- skrárgerð liggi þegar fjármagni er varið í fegrunaraðgerðir á lýta- lausri konu frekar en allt hitt sem við getum verið að fjalla um. Allt hitt sem lætur okkur kannski líða raunverulega betur með okkur sjálf. Stórt siðferðisskref hefur verið stigið í íslenskri fjölmiðlun með þessum dagskrárlið Stöðvar tvö. Ég vona að Norðurljósamenn, Inga Lind, Heimir og allir sem standa á bak við þetta uppátæki geri sér grein fyrir fordæminu sem nú hef- ur verið sett. Lýsir það „hugrekki“ að afmá spor lífsins með skurðaðgerðum? Hetjusaga í morgunsárið Unnur Ösp Stefánsdóttir skrifar um sjónvarp Unnur Ösp Stef- ánsdóttir ’Verið er aðmarkaðssetja sjónvarpsstöð með því að selja almenningi óánægju fólks með sjálft sig.‘ Höfundur er leikkona og kvikmyndagerðarmaður. SIGURÐUR Lárusson kaup- maður ritar grein í Morgunblaðið 7. febrúar síðastliðinn þar sem tilefnið var að nokkru grein sem undirrit- aður ritaði í byrjun janúar um sam- þjöppun í viðskiptalíf- inu. Undir lok greinarinnar leggur hann nokkrar spurn- ingar fyrir mig og þeim ætla ég að reyna að svara. Tilefni spurninga hans er eft- irfarandi setning undir lok greinar minnar. „Það eru til úrræði og aðferðafræði til þess að koma á „samkeppn- isígildi“ þar sem af náttúrulegum ástæð- um er takmörkuð sam- keppni til staðar.“ Sig- urður segir meðal annars að þarna sé ég búinn að finna upp glænýja hagfræðikenningu sem virðist taka markaðsfræðunum og Adam Smith fram. Þessu er því til að svara að þó Adam Smith hafi verið mikill kenni- maður á sínum tíma þá hefur mikið vatn runnið til sjávar frá hans dög- um og í flóknu samfélagi nútímans komið til fleiri kenningar án þess að þurfa að stangast á við grunn- hugmyndir hans. Því miður er það þannig að ég er ekki að finna upp neitt nýtt heldur leita ég í smiðju seinni tíma hag- og markaðsfræða. Það þarf ný úrræði Þá eru það spurningarnar: „Hverjar eru hinar náttúrulegu aðstæður?“ Því er til að svara að hagfræðin kallar það náttúrulega einokun (natural monopoli) þegar aðstæður eru þannig að ekki er rými fyrir og ekki hagkvæmt að margir aðilar keppi á markaði. Þetta á m.a. við um flutningskerfi raforku, vegi og fleira. Það sama á að nokkru við á litlum markaði þar sem fjárfestingarnar eru að veru- legu leyti óháðar markaðsstærðinni og það þarf því að ná umtalsverðri markaðshlutdeild til þess að hasla sér völl. Það bendir til að mynda margt til þess að um innanlandsflug á Íslandi gildi frekar kenningin um náttúrulega einokun en fákeppni. Á sama hátt má segja að á okkar ör- markaði sé fákeppni „hinar nátt- úrulegu aðstæður“ á mörgum svið- um. „Hvernig virkar kenningin?“ Því hef ég að nokkru svarað hér að ofan. Til viðbótar get ég ítrekað að við þessar aðstæður eru aðgangshindranir í formi m.a. fjárfestinga til þess að ná við- unandi markaðs- hlutdeild oft óyfirstíg- anleg hindrun fyrir nýja aðila. „Hvað er samkeppn- isígildi?“ Í grein minni segi ég að til séu úr- ræði til þess að koma á „samkeppnisígildi“ þar sem tak- mörkuð samkeppni er til staðar. Þetta getur m.a. gerst með því að beita lykiltölugreiningu (bench marking) sem er alþjóðlega við- urkennd aðferð til þess að bera saman rekstur og verðlagningu á mismunandi markaðssvæðum. Þá er að mínu mati sjálfsagt að banna undirverðlagningu og setja skýrar reglur um siðferði í viðskiptum svo eitthvað sé nefnt. „Hvernig á að sneiða hjá Sam- keppnisstofnun?“ Því er fljótsvarað. Það á ekki að sneiða hjá Samkeppn- isstofnun! Þau úrræði sem ég nefndi hér að ofan hljóta eðli máls sam- kvæmt að vera í höndum sam- keppnisyfirvalda og þeirra að beita þeim og fylgja eftir. Þetta á reyndar ekki við um reglur um siðferði í við- skiptum. Þær verða að koma innan frá í hverri grein fyrir sig. Kjarni málsins er að mínu mati sá að við verðum að setja reglur sem hæfa okkar litla markaði. Allt tal um að viðhalda samkeppni með því að gera þeim sem verða of stórir miðað við einhverja óskilgreinda reglustiku „að reyna útrás út fyrir landið og jafnvel flytja sína lögsögu annað“ er stórhættulegt. Verði þetta ofan á er verið að hvetja til þess að slagkrafturinn í íslensku at- vinnulífi verði að verulegu leyti gerður útlægur úr samfélaginu. Sigurður bendir réttilega á að hagkvæmni smæðar er engu að síð- ur til en hagkvæmni stærðar. Það sem skiptir máli er að atvinnulífið geti þróast á þann hátt að hvort tveggja fái að njóta sín. Á sama hátt og banki veldur ekki hlutverki sínu við uppbyggingu á öflugu atvinnulífi án styrkleika stærðarinnar þá er það almenn reynsla að það er ekki síður í frumkvæði hinna smærri að- ila sem frumkraftur atvinnulífsins liggur. Oft í formi sprotafyrirtækja sem með tímanum sameinast hinum stærri. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál stjórnvalda, stórfyr- irtækja og smærri aðila í atvinnulíf- inu að samhæfa þessa krafta og nýta á þann hátt athafnaeðlið til já- kvæðrar uppbyggingar. Við vinnum ekki neina sigra með því að gera hina stærri að útlögum í íslensku at- hafnalífi. Enn um samþjöppun í viðskiptalífinu Jóhannes Geir Sigurgeirsson svarar Sigurði Lárussyni ’Á sama hátt má segjaað á okkar örmarkaði sé fákeppni „hinar nátt- úrulegu aðstæður“ á mörgum sviðum.‘ Jóhannes Geir Sigurgeirsson Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður og hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.