Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 35
únað og tæki verði hægt að laga
ólíkra hópa og einstaklinga. Hið
r um heimasíður sem verða æ
eiri hluti upplýsingasamfélagsins
em tímar líða fram.“
rnþór að innan Evrópusam-
æri nú unnið að tillögum um
eiga að tryggja aðgengi fatl-
plýsingum. „Framleiðendur
sig á því að allt að fjórðungi
getur ekki nýtt sér nútímatækni
s hvernig hún er úr garði gerð.
fna ýmsa hópa fatlaðra svo sem
sjónskerta, lesblinda, hreyfi-
g þroskahefta. Samkvæmt drög-
rslu sem Evrópusambandið hef-
ur látið vinna um fjarskipti og
upplýsingasamfélagið má gera ráð fyrir að
þessi hópur fari jafnvel stækkandi á næstu
árum. Þar er gengið út frá því að 10. hver
maður sé fatlaður og með hærra hlutfalli
aldraðra eykst þessi hluti á næstu árum.“
Arnþór sagði ennfremur í ávarpi sínu að
hér á landi væri fólk að átta sig á því
hversu miklu það skiptir að allir hafi
greiðan aðgang að upplýsingum.
„Það skiptir fatlaða og aldraða meira
máli en flesta aðra að einangrun þeirra sé
rofin. Stjórnvöldum ber að búa svo um
hnútana að sú þjónusta sem veitt er og
byggist á upplýsingatækninni, sé öllum að-
gengileg.“
pplýsingasamfélaginu á Grand hóteli í gær
nda þess að allir
í samfélaginu
Morgunblaðið/Þorkell
ginu. Kynntar voru nýjungar í tækni, m.a. svokallaður talgervill.
UNDANFARNA daga hafa fjár-
framlög til Háskóla Íslands og annarra
skóla á háskólastigi, einkum einkaskóla
sem kostaðir eru að miklu leyti af al-
mannafé, verið til um-
ræðu í fjölmiðlum. Tals-
menn einkaskólanna
hafa borið þá saman við
Háskóla Íslands líkt og
væru þeir sambærilegir
að öllu leyti og haldið því
á lofti að fjárveitingar til
Háskólans séu mun
hærri miðað við fjölda
stúdenta en til annarra
skóla í landinu. Þessi
málflutningur byggist
hins vegar á mikilli ein-
földun því ekki er horft
til þess að hlutverk og
verkefni skólanna eru ólík og saman-
burður af þessu tagi af þeim sökum afar
villandi. Í því efni má reyndar spyrja
hvort skynsamlegt sé og æskilegt að
ætla öllum íslenskum skólum á háskóla-
stigi sama hlutverk og sömu verkefni.
Spurningin á ekki síst erindi við þá sem
taka ákvörðun um heildarhagsmuni
samfélagsins – sem eru þeir hagsmunir
sem ganga verður út frá þegar höndlað
er með almannafé. Íslenskt samfélag er
lítið samfélag í samfélagi þjóðanna og
þjóðin er fámenn. Háskóli Íslands er lít-
ill háskóli í hinu alþjóðlega samfélagi
háskólanna. Þessar einföldu en um leið
mikilvægu staðreyndir vilja stundum
gleymast. Spurningin er á hvern veg er
skynsamlegt – og æskilegt – að há-
skólastigið á Íslandi þróist og hvernig
almannafé verður best varið.
Hugtök og notkun þeirra
Hvarvetna í nágrannalöndum okkar er
gerður greinarmunur á tegundum
skóla á háskólastigi eftir hlutverkum.
Þessi munur er ekki nýr af nálinni held-
ur hefur hann mótast í aldanna rás og
hefur orðið æ skýrari á síðustu árum. Í
umfjöllun erlendis og alþjóðlegum
samningum sem snerta málefni æðri
menntunar, til dæmis hjá Evrópu-
ráðinu, Menningarmálastofnun Sam-
einuðu þjóðanna (UNESCO), Efna-
hags- og framfarastofnuninni (OECD),
Evrópusambandinu (ESB) og Samtök-
um Evrópskra háskóla (EUA), eru not-
uð hugtökin nám að loknum framhalds-
skóla (tertiary education), æðri
menntun (higher education), æðra
menntakerfi (higher education system),
æðri menntastofnun (higher education
institution), nám á æðra skólastigi (hig-
her education programme), háskóli
(university), rannsóknir (research) og
hugtakið æðri menntastofnun sem ekki
er háskóli (non-university higher
education institution). Þannig er einnig
talað um háskóla (universities) og aðrar
æðri menntastofnanir (other higher
education institutions). Öll þessi hugtök
bera tiltekna merkingu og eru nátengd
hvert öðru eðli máls samkvæmt. Þau
eru tilgreind hér á ensku í sviga eins og
þau eru í opinberum textum og samn-
ingum. Þýðing hugtakanna úr ensku á
íslensku liggur beint við og er að vissu
marki viðtekin, enda þótt orðið háskóli
á íslensku sé ekki alls kostar viðeigandi
um hugtakið „university“ og orðið há-
skólastig sé oftar notað um það sem átt
er við með „higher education“, en orðin
æðri menntun. Að öllu samanlögðu er
líklega einfaldast að nota orðið háskóli
um university og skóli á háskólastigi um
aðrar æðri menntastofnanir. Hvort
tveggja er orðið munntamt og á sér
ákveðna stoð í lögum um háskóla nr.
136/1997.
Háskóli og rannsóknir
Megineinkenni háskóla (university) er
að þar er staðið fyrir kennslu og rann-
sóknum á fjölmörgum fræðasviðum á
mörgum stigum náms og veitt doktors-
gráða. Aðrar æðri menntastofnanir
hafa yfirleitt minni fjölbreytni í fram-
boði náms sem miðast einkum að því að
veita stúdentum tiltekna starfshæfni
eða bjóða æðra nám eingöngu á einu
eða takmörkuðum fjölda fræðasviða.
Þeir eru því yfirleitt sérskólar á há-
skólastigi. Þessi munur á skólum og
hlutverkum þeirra er skilgreindur í lög-
gjöf ríkja. Hér á landi kemur hann að
nokkru fram í fyrrnefndum lögum um
háskóla nr. 136/1997 og í nánari út-
færslu í sérlögum, skipulagsskrám og
reglum sem gilda um hvern skóla fyrir
sig. Í lögunum um háskóla er notað
samheitið háskóli um
stofnanir sem rækt geta
ólík hlutverk og skulu
sumir skólar samkvæmt
lögunum hafa rann-
sóknahlutverk, en aðrir
ekki. Í lögum um Há-
skóla Íslands nr. 41/1999
er sérstaklega kveðið á
um að Háskólinn skuli
vera vísindaleg rann-
sókna- og fræðslustofn-
un. Vegna mismunandi
hlutverka skóla á há-
skólastigi er því mismun-
andi hvernig fjárveiting-
ar skiptast á milli þessara þátta,
kennslu og rannsókna.
Samningar um kennslu
og rannsóknir
Á grundvelli mismunandi hlutverka
skólanna, sem öll eru mikilvæg, gera
stjórnvöld samninga við skólana og
veita fé til þeirra á fjárlögum. Þannig
eru gerðir sérstakir samningar við ein-
staka skóla um kennslu og sérstakir
samningar um rannsóknir.
Stjórnvöld hafa samið við alla skóla á
háskólastigi um kennslu, hvort sem þeir
eru í eigu ríkisins eða sjálfseignarstofn-
ana. Þessir skólar eru, auk Háskóla Ís-
lands; Kennaraháskóli Íslands, Háskól-
inn á Akureyri, Tækniháskóli Íslands,
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri,
Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Ís-
lands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst.
Hólaskóli og Garðyrkjuskóli ríkisins
hafa einnig fengið heimild til að bjóða
nám í tilteknum greinum á háskólastigi.
Samkvæmt reglum stjórnvalda um
fjárframlög til kennslu í skólum á há-
skólastigi eru kennslugreinar flokkaðar
í nokkra reikniflokka eftir kostnaði við
kennslu mismunandi greina. Skólarnir
fá sömu framlög á hvern virkan nem-
anda (þ.e. nemanda í fullu námi) fyrir
kennslu í sambærilegum greinum.
Þannig er veitt sama fjárhæð á virkan
nemanda í viðskiptafræði við Háskóla
Íslands og t.d. er veitt á virkan nem-
anda í rekstrarfræðinámi í Viðskiptahá-
skólanum á Bifröst og í Háskólanum í
Reykjavík.
Háskóli Íslands er hins vegar eini
skólinn sem stjórnvöld hafa jafnframt
samið við um rannsóknir. Fjárveiting til
rannsókna er ekki tengd við fjölda
virkra nemenda, heldur er Háskólanum
gert að ná árangri í rannsóknum fyrir
þá fjárveitingu. Árangur og rannsókna-
virkni eru mæld með sérstöku mats-
kerfi, fjölda útskrifaðra meistara- og
doktora og upphæð rannsóknastyrkja
sem Háskólinn aflar úr innlendum og
erlendum rannsóknasjóðum. Þessara
styrkja er aflað í samkeppni við aðra
háskóla og rannsóknastofnanir innan
lands og utan. Auk þess aflar Háskólinn
sértekna með ýmsum þjónusturann-
sóknum. Menntamálaráðuneytið fylgist
með því hvernig Háskólinn bætir og
þróar aðferðir við mat á árangri rann-
sókna.
Fjárveiting til rannsókna samkvæmt
samningnum er þannig algerlega óháð
fjárveitingu til kennslu. Gerðar eru
strangar kröfur um árangur og virkni í
rannsóknum. Ekki nægir að segja að
öflugar rannsóknir fari fram, gerð er
krafa um að niðurstöður hafi birst á við-
urkenndum vettvangi og árangur og
virkni mæld með hlutlausum mæli-
kvörðum sem viðteknir eru í hinu al-
þjóðlega vísindasamfélagi.
Rannsóknir
Rannsóknir eru ekki samheiti yfir hvað
sem er. Þær eru fyrst og fremst stund-
aðar til þess að öðlast nýja þekkingu;
beitt er vísindalegri aðferð sem byggir
eingöngu á hlutlausum endurteknum
tilraunum, orsaka- og röksamhengi og
fræðilegri gagnrýni. Í hinu alþjóðlega
samfélagi vísinda og fræða er gerður
greinarmunur á tegundum rannsókna
eftir því hvert markmið þeirra er og
greint á milli grunnrannsókna (basic re-
search), hagnýtra rannsókna (applied
research) og tilraunaþróunar (experi-
mental development). Markalínan á
milli grunnrannsókna og hagnýtra
rannsókna og þróunar er oft óljós, en
ekki er rúm til að fara út í þá sálma hér.
Auk hæfra starfsmanna á sem flest-
um fræðasviðum, sem ráðnir eru til
starfa að undangengnu hæfnismati
dómnefndar, krefst rannsóknastarf í
háskólum iðulega sérhæfðrar aðstöðu,
tækja og búnaðar, aðgangs að bókum
og tímaritum, alþjóðlegrar samvinnu og
margvíslegrar þjónustu og stuðnings
innan viðkomandi stofnunar. Og ekki
má gleyma aðstöðu fyrir framhalds-
nema í meistara- og doktorsnámi.
Rannsóknahlutverk
Háskóla Íslands
Í Háskóla Íslands eru stundaðar rann-
sóknir í þágu samfélagsins. Næstum í
heila öld hefur verið unnið að uppbygg-
ingu hans sem háskóla í þeirri merk-
ingu sem viðtekin er um slíka starfsemi.
Rannsóknatengt framhaldsnám, meist-
ara- og doktorsnám, er nú helsti vaxt-
arbroddurinn í starfinu og eitt mikil-
vægasta stefnumál Háskólans. Þar er
byggt ofan á grunn fjölbreytts náms til
fyrsta háskólaprófs í ellefu háskóla-
deildum sem samtals bjóða upp á nám á
yfir fimmtíu mismunandi námsleiðum.
Viðgangur framhaldsnámsins er mikil-
væg viðleitni til að styrkja starf Háskól-
ans og stöðu sem alþjóðlega viður-
kennds rannsóknaháskóla.
Fyrir okkar litlu þjóð er það vissu-
lega afrek hversu vel hefur tekist til
með uppbyggingu Háskólans. En verk-
inu er ekki lokið og því lýkur í reynd
aldrei. Höfundur Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins 8. febrúar sl. sýnir
rannsóknastarfi Háskóla Íslands góðan
skilning þar sem hann segir að mikil-
vægt sé að standa vörð um rannsókna-
hlutverk hans, ekki síst á þeim sviðum
þar sem rannsóknir skila ekki við fyrstu
sýn augljósum hagnaði þó í þeim felist
mikil menningarverðmæti og þekking –
og að Háskólinn skili með rannsóknum
sínum bæði hugmyndafræðilegri um-
ræðu og möguleikum til framþróunar
og nýsköpunar til baka inn í samfélagið,
auk þess að verða samkeppnisfærari
við erlenda háskóla. Ekki þarf annað en
að líta yfir íslenskt þjóðfélag og at-
vinnulíf til að gera sér grein fyrir þessu.
Bæði einn og í samvinnu við fjölmarga
aðila innan lands og utan, stofnanir, há-
skóla og fyrirtæki, hefur Háskólinn og
stofnanir hans í gegnum tíðina unnið að
margvíslegum rannsóknum á náttúru
landsins, sögu, tungu, menningu, at-
vinnulífi, fjármálum og efnahag, heilsu,
sjúkdómum og samfélagi. Margvíslegar
grunnrannsóknir hafa skilað sér í hag-
nýtingu og nýsköpun í þágu þjóðfélags-
ins. Kennslu- og rannsóknarstarf Há-
skólans og stofnana hans er og hefur
verið ein meginforsenda og stoð sjálf-
stæðs íslensks samfélags. Miklu skiptir
því að efla og styrkja rannsóknahlut-
verk hans til að gera honum kleift að
gegna hlutverki sínu sem æðsta
menntastofnun þjóðarinnar. Öflugur
rannsóknaháskóli er eitt frumskilyrði
þess að efla samkeppnishæfni Íslands í
vísindum, atvinnuþróun og menningu í
þekkingarsamfélagi heimsins.
Um hlutverk skóla
á háskólastigi
Þórður Kristinsson fjallar um
æðri menntun og háskóla
Þórður Kristinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri aka-
demískrar stjórnsýslu Háskóla Íslands.
ið
ál
s,
s,
n-
pp
n-
ar
á
m
a-
í
að
í
ða
ti
a-
t-
t-
nn
á
ir
að
m
an
ð-
di,
ði
ga
á
s-
m
n.
rð
m-
m
r-
bil
ka
að
r-
til
.
MEGINEINKENNI háskóla
(university) er að þar er staðið fyrir
kennslu og rannsóknum á fjölmörg-
um fræðasviðum á mörgum stigum
náms og veitt doktorsgráða. Aðrar
æðri menntastofnanir hafa yfirleitt
minni fjölbreytni í framboði náms
sem miðast einkum að því að veita
stúdentum tiltekna starfshæfni eða
bjóða æðra nám eingöngu á einu eða
takmörkuðum fjölda fræðasviða.
Þeir eru því yfirleitt sérskólar á há-
skólastigi.
Meginein-
kenni háskóla
ÖRYRKJABANDALAG Íslands veitti Morgunblaðinu viðurkenningu í
gær fyrir margvíslegt frumkvæði og forystu um að gera íslenskt dagblað
aðgengilegt öllum þjóðfélagshópum. Var það Björn Vignir Sigurpálsson,
fréttaritstjóri Morgunblaðsins, sem tók við viðurkenningunni við setn-
ingu ráðstefnu bandalagsins sem bar yfirskriftina Aðgengi að upplýs-
ingasamfélaginu. Í ávarpi sínu sagði Arnþór Helgason, framkvæmda-
stjóri Öryrkjabandalagsins, að Morgunblaðið væri eini miðillinn á Íslandi
sem hefði gert sérstakar ráðstafanir til þess að bæta aðgengi allra hópa
að efni sínu.
„Morgunblaðið er sá fjölmiðill á Íslandi sem hefur um nokkurra ára
skeið lagt sig fram um að auka aðgengi að efni blaðsins. Frá árinu 1995
til ársins 2000 var gefin út sérstök tölvutæk útgáfa fyrir blinda og sjón-
skerta. Sú útgáfa lagðist af vegna hins svo kallaða 2000-vanda, en Morg-
unblaðið hefur jafnan gætt þess að heimasíða með efni blaðsins væri að-
gengileg þeim hópum sem nýta sér ekki venjulegt letur. Þá hefur blaðið
einnig gefið út yfirlit frétta á léttlesnu máli fyrir þá sem þess þurfa,“
sagði Arnþór í ávarpi sínu.
Morgunblaðið fær viðurkenningu
Öryrkjabandalags Íslands fyrir
aðgengi að upplýsingum
Íslenskt dagblað sem
er aðgengilegt öllum
Morgunblaðið/Þorkell
Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins (t.h.) veitti við-
urkenningunni viðtöku fyrir hönd Morgunblaðsins. Það var Arnþór Helga-
son, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, sem afhenti viðurkenninguna.