Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 38

Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ F yrir liggur nú að ís- lenska frelsisbylt- ingin mun fara fram í nokkrum og um margt ólíkum stig- um. Þróunin á Íslandi hefur á undraskömmum tíma náð stigi hagræðingar og nálgast nú loka- stigið; hinn algjöra samruna, hið kapítalíska Nirvana. Líkt og þeir þekkja sem til- einkað hafa sér heillandi fræði kommúnismans töldu helstu hugsuðir þeirrar hugmyndafræði að byltingin færi fram í ákveðnum stigum. Byltingin átti sér forstig hinna díalektísku krafta en lokastigið var hið stétt- lausa þjóðfélag, hinn algjöri sam- runi ríkisvalds, fólks og atvinnu- lífs. Karl Marx boðaði að þegar loka- stiginu væri náð myndi „nýr maður“ og áður óþekktur í sögunni koma fram. Í Sovétríkjunum stefndu valdhafar að því að skapa þennan nýja mann, „Homo Sovieticus“, komm- únismans. Íslenska frelsisbyltingin lýtur um flest forskriftum kommúnism- ans þótt formerkin séu önnur. Þegar fjármála- og viðskiptasaga þjóðarinnar er skoðuð blasir við að hún hefur þróast fram í stigum sem um flest falla að greiningu marxista. Hinir díalektísku kraft- ar hafa verið að verki frá því að einokunarversluninni var aflétt og enn má greina áhrif þeirra. Og hlutverki þeirra í Íslandssögunni er fjarri því lokið. Enn hefur hinni hegelísku syntesu ekki ver- ið náð sem er stig hinnar full- komnu og altæku hagræðingar. Rýmisins vegna er ekki unnt að rekja viðskipta- og fjármálasögu þjóðarinnar en lýsa má forstigum og áföngum íslensku frelsisbylt- ingarinnar svo: Einokun (forstig) – viðskiptafrelsi – ríkisvæðing stjórnmálamanna – frelsisbylting – einkavæðing/samkeppni – markaðsvæðing. Stigi markaðs- væðingar hefur nú verið náð og hið sögulega lögmál kennir að hún mun kalla fram næsta þróun- arskeið sem er stig hagræðingar og útrásar. Þessa stigs gætir nú þegar og kallast á nútímamáli „samþjöppun“. Það mun aftur geta af sér stig samrunans sem lyktar með lokastiginu, hinu kap- ítalíska Nirvana. Þá rennur fólk, fjármagn og fyrirtæki saman og verður eitt. Og þegar lokastigi ís- lensku frelsisbyltingarinnar er náð er kominn fram á sjón- arsviðið nýr maður, Fjármagns- maðurinn, „Homo Pecuniarius“. Stig frelsisbyltingarinnar ís- lensku verða því þessi: Einokun (forstig) – viðskiptafrelsi – rík- isvæðing stjórnmálamanna – frelsisbylting – einkavæðing/ samkeppni – markaðsvæðing – hagræðing/útrás – samþjöppun – hinn algjöri samruni – hið kapít- alíska Nirvana/Homo Pecuniar- ius. Frelsisbyltingin íslenska verð- ur einna best greind með því að huga að umsvifum banka í land- inu. Þar til fyrir örfáum árum voru bankar í eigu ríkisins og lutu stjórn fulltrúa stjórnmálaflokka. Bankarnir voru einkavæddir að sögn til að tryggja samkeppni og draga úr óhóflegum áhrifum stjórnmálamanna og -flokka. Þró- unin hefur á hinn bóginn orðið svo hröð að bankarnir hafa aldrei náð samkeppnisstigi einkavæð- ingar. Fyrir því finnur almenn- ingur á hverjum degi sem nú greiðir hærri vexti en þekkjast í siðmenntuðum ríkjum og hærri svonefnd „þjónustugjöld“ en nokkru sinni áður. Einkabankanir nálgast óðfluga stig samrunans, hins kapítalíska Nirvana. Þetta hefur gerst vegna þess að nýr díalektískur kraftur er nú að verki í viðskiptalífinu sem nefndur er „útrás“. Nú þarf að fækka bönkum með samruna til að tryggja að fyrirtæki þessi geti látið til sín taka erlendis og tekið þátt í samkeppni þar. Þann- ig hefur hagræðingarkrafan leitt þennan hluta fjármálalífsins nær hinu óhjákvæmilega lokastigi ís- lensku frelsisbyltingarinnar. Og því stigi verður náð fyrr en ella vegna þess að einkavæddu bank- arnir stjórna í raun atvinnulífinu í landinu með eignarhlutum í ótölu- legum fjölda lykilfyrirtækja. Bankarnir munu því leiða ís- lensku frelsisbyltinguna að loka- stiginu sem verður hin algjöra „samþjöppun“, hin fullkomna hagræðing, hið kapítalíska Nirv- ana íslensks viðskipta-, fjármála- og atvinnulífs. Fyrir tilstilli banka og sökum ítaka eigenda þeirra í atvinnulífinu mun fyrirtækjum því fækka og í raun mælir ekkert gegn því að einungis eitt fyr- irtæki verði rekið á Íslandi þegar lokastigi frelsisbyltingarinnar er náð. Hin algjöra hagræðing mun birtast í hinum altæka samruna. Eðli málsins samkvæmt fjalla fjölmiðlar á Íslandi um fátt annað en fjármagn og viðskipti. Al- menningur er því prýðilega búinn undir hið kapítalíska Nirvana og virðist sáttur við það lokastig framfaranna. Tæpast er að undra að fólkið í landinu fagni sam- þjöppun og hagræðingu eftir að hafa verið arðrænt með skipuleg- um hætti af fyrirtækjum sem gerðu því að verja stærstum hluta tekna sinna til kaupa á lífs- nauðsynjum. Homo Sovieticus átti að búa við hið algjöra öryggi. Hlutskipti Fjármagnsmannsins, Homo Pec- uniarius, verður hið sama. Þegar hinni fullkomnu hagkvæmni er náð verður atvinnuöryggi hans al- gjört. Fram að þeim tíma mun al- þýðan á hinn bóginn búa við við- varandi óvissu um afkomu sína líkt og almenningur víða um land hefur fengið að kynnast á hag- ræðingarskeiði frelsisbylting- arinnar íslensku. Skýrasta birtingarmynd þessa skeiðs er fjölgun opinberra starfsmanna en fækkun vinnandi fólks í einkageiranum. Þannig hafa kyndilberar frelsisins á Ís- landi getið af sér ríkisvæðingu sem aftur skapar nýja díalektíska spennu og forsendur fyrir frekari „átökum andstæðnanna“. Niðurstaða þeirra átaka liggur á hinn bóginn fyrir. Hún er sögu- leg nauðsyn. Homo Pecuniarius Á lokastigi íslensku frelsisbyltingar- innar þegar hinni fullkomnu og altæku hagræðingu er náð mun nýr maður koma fram á sjónarsviðið; Fjármagnsmaðurinn. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ✝ SvanfríðurGuðný Kristjáns- dóttir fæddist á Brautarhóli í Svarf- aðardal 22. mars 1910. Hún lést á Landakoti 7. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Sig- fúsína Kristjánsdótt- ir, f. 14. janúar 1880, d. 25. ágúst 1973, og Kristján Tryggvi Sigurjónsson, f. 10. júní 1870, d. 15. september 1944. Hún var fjórða í röð sex systkina. Hin voru Gísli Björgvin Krist- jánsson, f. 28. febrúar 1904, d. 24. desmeber 1985; Filippía Sig- urlaug Kristjánsdóttir, f. 3. októ- ber 1905, d. 8. júní 1996; Sig- urjón Kristján Kristjánsson, f. 10. september 1907, d. 31. júlí 1982; Sigurður Marinó Kristjánsson, f. 15. október 1914; og Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, f. 11. maí 1923. Svanfríður Guðný giftist 5. ágúst 1950 Þórði Halldórssyni, f. 31. október 1905, d. 22. maí 1977. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 6. júlí 1952. Hennar maður er Öy- vind Kjelsvik, f. 20. september 1960. Þeirra sonur er Baldur, f. 25. apríl 1994. 2) Sigurður Árni, f. 23. desember 1953. Kona hans er Elín Sigrún Jóns- dóttir f. 22. apríl 1960. Börn Sigurðar Árna eru: Katla, f. 15. september 1984; Saga, f. 10. október 1986; og Þórður, f. 16. janúar 1990. Svanfríður Guðný hóf hjúkrunarnám á Akureyri árið 1929, en hætti vegna heilsubrests. Hún var á Biblíuskóla í Ósló haustið 1937. Fram til 1947, er hún flutti til Reykja- víkur, vann hún lengstum á æskuheimili sínu og þjónaði ætt- fólki sínu og nágrönnum. Alla ævi vann hún kristni og kirkju það gagn sem hún mátti. Svan- fríður og Sigurður bróðir hennar beittu sér fyrir kristilegum mót- um á Brautarhóli á fimmta ára- tug 20. aldar. Hún var meðlimur í Kristniboðsfélagi kvenna í 70 ár, mörg ár gjaldkeri þess félags og 16 ár formaður. Þá var Svanfríð- ur virkur félagi í KFUK og studdi heils hugar starf í Nes- kirkju. Útför Svanfríðar Guðnýjar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Ljósið í eldhúsglugganum henn- ar Svanfríðar er slokknað. Við söknum þess sárt að sjá hana ekki lengur standa brosandi við gluggann sinn og veifa til okkar með báðum höndum. Það var eins og hún veitti okkur fararblessun. Við vissum að kveðju hennar fylgdu bænir um velfarnað í lífi okkar og starfi. Við, fjölskyldan í Litlabæ (Tómasarhaga 16b), höfum notið þeirra forréttinda að búa í túnfæti Svanfríðar. Húsið okkar er að baki hússins hennar. Hún vakti yfir velferð okkar í orðsins fyllstu merkingu. Eins og skipstjórinn í brúnni stóð hún sína vakt. Ekkert fór fram hjá henni. Hún tók fullan þátt í gleði okkar og sorgum. Það var mitt lífslán að fá að búa í slíku nábýli við elskaða tengdamóð- ur. Við fengum fimm góð ár saman. Þrátt fyrir að fimmtíu ár skildu okkur að dafnaði og ríkti djúptæk elska og virðing milli okkar. Það var ómetanlegt að fá að njóta liðsinnis hennar á svo marg- víslegan hátt, ekki hvað síst við ræktun. Hún var ræktunarkona af Guðs náð. Allt líf vildi hún styðja til þroska. Hún ræktaði sitt fólk af umhyggju og natni og hún ræktaði tré, kartöflur og kál. Margar góðar stundir áttum við í sameiginlegum matjurtagarði okkar í landi Litla- bæjar. Það var undursamlegt að fá að fylgjast með natni hennar við gróðursetningu á vorin og eftir- væntingu hennar eftir uppskeru haustsins. Ég minnist sérstaklega fallegra daga síðastliðið haust, sem ég ætl- aði til lestrar. En þegar ég sá að hún var komin út í garð varð oft lítið um lestur. Það var ómótstæðilegt tilboð lífs- ins að fá að taka þátt í þessu undri að vinna að uppskerustörfum með 93 ára gamalli konu. Í henni var svo mikið kapp og gleði. Hún var fyrirhyggjusöm búkona. Í október sl. þegar hún veiktist skyndilega var hún búin að taka upp allar sín- ar kartöflur og okkar að verulegum hluta, búin að vinna spínat, blóm- kál og brokkolí í frystinn og taka slátur til vetrarins. Svanfríður hafði sterka dóm- greind og mikinn viljastyrk. Ég hafði unun að samræðum við hana og var oft snortin af visku hennar og andlegum þroska. Hún var vel lesin og fróðleiksfús til hinstu stundar. Það var sérstaklega gam- an að segja henni ferðasögur hvort sem var frá ferðum okkar innan- lands eða utan. Hún vildi sjá mynd- ir og spurði mikið um búskapar- hætti, veðurfar, fólk og gróður. Hún elskaði fagra dalinn sinn, Svarfaðardal. Það var ætíð hátíð, þegar við komum að norðan. Eft- irvænting skein úr augum hennar og heiðríkja færðist yfir andlitið. Þrátt fyrir að hún hafi búið meiri- hluta ævinnar í Reykjavík var hún Svarfdælingur í hjarta, enda tók hún „veðrið heima“ alla daga. Ég veit að hún hefur nú fengið ný heimkynni, Svarfaðardal hinn meiri, þar sem hún er örugg í faðmi Drottins, sem hefur verndað hana alla ævi. Í veikindum síðustu mánaða hef- ur hún aldrei kvartað. Allt hennar tal hefur sprottið af gjafmildi og umhyggju. Hún hefur úthellt yfir okkur ótakmörkuðum kærleika. Við ástvinir hennar höfum fengið það nýja og vandasama hlutverk að taka við keflinu hennar og vera boðberar elskunnar. Ljósið í eldhúsglugganum er slokknað, en samt mun ljósið henn- ar loga skært meðal okkar. Ég bið góðan Guð að styrkja ástvini alla á vegi sorgarinnar og blessa minn- ingu einstakrar tengdamóður. Elín Sigrún Jónsdóttir. Svanfríður systir mín var 13 ára, þegar ég fæddist. Snemma kom í ljós, hve dugleg, traust og skyldu- rækin hún var. Því fól móðir okkar henni brátt að gæta mín. Það gerði hún af mikilli samviskusemi. Þegar ég man fyrst eftir, svaf ég hjá henni. Á kvöldin báðum við saman bænaversin, sem hún kenndi mér, og á morgnana fórum við með er- indið „Nú er ég klædd og komin á ról“. Ég minnist þess líka, þegar hún las á kvöldin í Nýja testament- inu sínu fyrir okkur báðar. Þannig varð hún mér góð fyrirmynd, sem ég hef alla tíð notið. Alla ævi var Biblían hennar opin og lesin. Hún og bænasamfélagið við Guð var haldreipi hennar í líf- inu. Í rúm 70 ár var hún meðlimur í Kristniboðsfélagi kvenna í Reykjavík og studdi kristniboðið af heilum hug. Lengi var hún í stjórn félagsins, fyrst gjaldkeri þess og síðan formaður í 16 ár. Við guðs- þjónustur í Neskirkju var sætið hennar sjaldan autt, meðan henni entist líf og heilsa. Þau hjónin voru bæði mjög kirkjurækin og Þórður, maður hennar, árum saman í sókn- arnefnd Neskirkju og um tíma for- maður Bræðrafélags kirkjunnar. Svanfríður var alla ævi mjög dugleg og verkmikil ræktunarkona. Kærast var henni að hlúa að ást- vinum og börnum. Hún fórnaði sér fyrir börn systkina sinna og frænda þegar þau þurftu með og varð þeim móðurskjól. Börnum sín- um varð hún ekki aðeins móðir heldur vinur einnig. Í henni áttu barnabörnin líka trúfastan fyrir- biðjanda. Svanfríður hafði ekki að- eins á huga á mannrækt heldur einnig garðyrkju. Í garðinum, sem var á eignarlóð við hlið heimilisins, ræktaði hún kartöflur og græn- meti. Ýmsum borgarbúum þótti furðulegur hugsunarháttur að stunda garðrækt á dýrmætri lóð í stað þess að koma henni í verð. En Svanfríður vissi vel, hvað hún var að gera. Útivistin og hæfileg áreynsla og hreyfing var henni bæði ánægju- og heilsugjafi. Auk þess gat hún glatt aðra, er hún færði þeim ávöxt af iðju sinni úr garðinum. Árin hennar urðu mörg og lík- amsþrekið óvenju mikið til gamals aldurs þótt hjartað hafi minnt hana á, að starfstími þess hafi verið orð- inn langur. Minnið var frábært og dóm- greindin líka. Aðeins heyrnardeyfa hindraði hana nokkuð í samskipt- um við aðra. Svanfríður hélt reisn sinni og skapgerðareinkennum sín- um til hinstu stundar, heiðarleika, hreinskilni og óeigingirni. 12. októ- ber sl. var Svanfríður flutt á sjúkrahús vegna skyndilegs blóð- tappa í heila. Skammtímaminnið þurrkaðist að mestu út. En hún þekkti okkur ættingja og vini. Hún gladdist mikið yfir heimsóknum ættingja og vina á sjúkrahúsið og var þakklát fyrir aðstoð og um- hyggju. Þennan veikindatíma hefur hún verið mjög ljúf og góð, en ein- hverjar áhyggjur hafði hún af því, að hún gleymdi öllu, líka því sem hún ætlaði að spyrja eða tala um. Þá hristi hún höfuðið og angist- arsvipur kom á andlitið. En einu gleymdi hún ekki. Hún hélt áfram að biðja okkur öllum blessunar, er við heimsóttum hana. Við vitum, að hún sendi fleiri bænarandvörp til föðurins á himnum. Síðasta orðið, sem heyrðist af vörum hennar í þessu lífi var Amen. Yndislegt lokaorð langrar og fal- legrar ævi. Guð blessi okkur öllum þessar og aðrar ljúfar minningar. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir. Ég kom alltaf til ömmu eftir skóla. Þá var ekki óalgengt að hún væri sofandi á græna beddanum sínum inní stofu. Ég var vanur að strjúka henni létt um vangann og þá rauk hún upp til að laga handa mér brauð og mjólk með. Amma var afskaplega góðhjörtuð og vinnusöm. Hún var ákveðin og fékk oftast sitt fram. Hún lá aldrei á skoðunum sínum og var það áber- andi í fari hennar. Hún elskaði að spila á spil og var það mikið skemmtiefni að fara með henni í svartapétur því hún gat aldrei leynt því þegar hún fékk jókerinn. Minningarnar um hana eru flest- ar ánægjulegar og man ég sér- staklega eftir því þegar hún var í græna vinnufrakkanum útí garði á heitum sumardegi að vitja kart- öflugrasanna. Í raun er amma mín fyrirmynd fyrir ellina. Hún hélt alltaf áfram að vinna fram á tíræð- isaldurinn og er það eitthvað sem ég vil geta gert þegar ég er kom- inn á mín efri ár. Það var skrítið að strjúka vangann hennar á spítalan- um, hún rauk ekki upp. Hún var farin til Guðs. Þórður Sigurðarson. Svanfríður móðursystir mín var ákveðin og viljasterk en einkar blíðlynd og hjartahlý manneskja sem tengist með afgerandi hætti mörgum bestu bernskuminningum mínum. Hún hóf nám í hjúkrun um tvítugt en varð að hætta því vegna langvarandi brjósthimnubólgu, SVANFRÍÐUR GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.