Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnþór FlosiÞórðarson fæddist í Gaulverja- skóla í Árnessýslu 4. mars 1949. Hann lést á heimili sínu Selbraut 42 á Sel- tjarnarnesi hinn 4. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- finna Jónasdóttir, f. 30. október 1916, d. 18. febrúar 2002, frá Efri-Kvíhólma í V-Eyjafjallahreppi, og Þórður Gíslason, f. 14. ágúst 1916, d. 14. júlí 1999, frá Torfastöðum í Grafningi. Systkini Arnþórs Flosa eru: 1) Árný Elsa, f. 19. desember 1950, er Elías Þ. Kristjánsson. 2) Atli, f. 2. október 1979, sambýliskona hans er Berglind Sigurðardóttir. Barn Atla með Jónínu Ósk Ing- ólfsdóttur er Hjördís Inga, f. 22. febrúar 1997. Arnþór Flosi lauk landsprófi frá Skógaskóla árið 1965, stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1969 og kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands árið 1971. Það haust hóf Arnþór Flosi störf við Barna- skólann í Vestmannaeyjum og starfaði þar við kennslu með hléum allt til ársins 1982 er hann fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Þá settist Arnþór Flosi í handavinnudeild Kenn- araskólans og hóf síðan kennslu við Seljaskóla og vann þar með- an heilsa leyfði, utan einn vetur er hann kenndi við Mýrarhúsa- skóla. Útför Arnþórs Flosa fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. gift Leif Rasmussen. 2) Gísli Steindór, f. 1. maí 1954. 3) Svan- hildur Edda, f. 23. febrúar 1956, gift Helga Bjarnasyni. Hinn 16. júlí 1977 kvæntist Arnþór Flosi Inger E. And- ersdóttur, f. 22. jan- úar 1950. Foreldrar hennar voru Sólveig Ólafsdóttir, f. 23. september 1913, d. 27. júní 2000, og Anders Bergesen, f. 5. október 1908, d. 22. september 1975. Arnþór Flosi og Inger eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Hafrún, f. 22. júní 1975, sambýlismaður hennar Vangaveltur um tilgang lífsins hafa verið ofarlega í huga okkar systra undanfarin misseri. En hversu mikið sem við veltum hverf- ulleika lífsins fyrir okkur erum við engu nær. Við fáum aldrei nein svör nema þau að eitt sinn skal hver deyja. Öll ævin er dauði, sögðu gamlir menn og eru mikil sannindi í þeim orðum. Ekkert er eins öruggt og dauðinn en þegar dauðinn kallar er ekkert eins dýrmætt og lífið. Með sorg í hjarta skrifum við systur fátækleg kveðjuorð um okk- ar elskulega bróður, Arnþór Flosa. Síðustu ár hafa verið erfiður tími í fjölskyldunni. Foreldrar okkar lét- ust með stuttu millibili, Flosi missti tengdamóður sína og stærsta áfallið var þegar hann greindist með ill- kynja krabbamein fyrir tæpum fimm árum. Hefur sá tími snúist um að hafa sigur yfir þeim óvægna sjúkdómi sem lagt hefur svo marga að velli. Flosi var hetjan allan þenn- an tíma, ætlaði sér að sigra en tap- aði orustunni að lokum. Aldrei kvartaði hann og með þvílíkum viljastyrk, bjartsýni og æðruleysi gaf hann okkur hinum styrk og von þótt hann væri í rauninni miklu veikari en við héldum. Hann hélt í vonina en þegar halla tók undan fæti trúði hann á kraftaverkið – sem því miður aldrei kom. Innra með sér vissi hann að hverju stefndi en talaði samt alltaf á þeim nótum að honum færi að batna og hann kæmist yfir hverja þá hindrun sem hann glímdi við eins og allar hinar sem hann komst yfir. En því miður gerðist það ekki og lést hann um aldur fram á heimili sínu hinn 4. febrúar sl. í faðmi fjölskyldu sinnar, sem hann unni svo mjög. Hann bar hag hennar fyrir brjósti framar öllu öðru og gaf börnunum sínum tveim- ur hið besta veganesti út í lífið sem einn faðir getur gefið. Flosi kynntist snemma lífinu í sveitinni hjá ömmu okkar og móð- urbróður undir Eyjafjöllunum. Hann dvaldist hjá þeim mörg sum- ur og þar komst hann í nána snert- ingu við dýrin og náttúruna og lærði að meta hljómfall hennar. Oft sagði hann smellnar sögur af ýms- um atvikum sem gerðust í sveitinni og þar kynntist hann ýmsum störf- um sem voru talin frekar forn að háttum en ávallt hugsaði Flosi með hlýhug til þessara ára og voru þau vel geymd í reynslusjóði hans. Flosi lauk landsprófi frá Skógum og stúdentsprófi frá Menntaskólan- um að Laugarvatni. Á vetrum var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur systrum þegar von var á honum heim í jóla- eða páskafrí. Við litum nefnilega afskaplega mikið upp til stóra bróður. Okkur fannst hann fallegur, góður og skemmtilegur. Hann taldi ekki eftir sér að sinna okkur og leika við okkur systurnar og bjó til nýja leiki ef honum fannst við vera of „dúkkulegar“. Áhugi hans á bílum kom nefnilega snemma í ljós. Til dæmis fannst honum tilvalið á stundum að hvolfa stórri hrúgu af hveiti á borð og búa til ófærur og snjóskafla sem enduðu oftar en ekki niðri á gólfi, því slíkur var stórbylurinn. Í þessum sköflum reyndi hann ýmsar bílategundir og oftast reyndust jepparnir hans best en við systurnar sátum yfirleitt fastar á drossíunum okkar, en á endanum tókst honum að draga okkur upp úr hveitisköflunum. Ekki var nú móðir okkar eins hrifin af þessum tiltækjum. Máttum við yf- irleitt standa í hreingerningum eftir slíka hveitisnjókomu. Og ekki var Flosi síðri við karamellubaksturinn, bjó hann til þær bestu karamellur sem við höfum smakkað. Oft höfum við hlegið að þessum og öðrum uppátækjum æskuáranna og hafa ótal minningar streymt gegnum huga okkar systra því margs er að minnast og margs er að sakna. Flosi fetaði í fótspor föður okkar og gerði kennslu að lífsstarfi sínu. Vitum við að hann var vinsæll og góður kennari, rólyndur og þeim kostum gæddur að reyna að gera gott úr öllu og mikill sáttasemjari. Hann hafði fádæma góða kímnigáfu og mörg hnyttin tilsvör hans hafa rifjast upp síðustu daga. Hann sá iðulega hinar spaugilegu hliðar á líf- inu. En vissulega hafði hann sínar skoðanir á mönnum og málefnum, var rökfastur og gat hann verið gagnrýninn á ýmislegt sem honum líkaði ekki. Flosi varð fyrir ýmsum áföllum í lífinu og tók hann þeim með þvílíkri rósemi að undrum sætti. Hann var kletturinn sem aldrei bugaðist hvað sem á gekk. Oft höfum við næsta öfundað hann af þeirri rósemi og yf- irvegun sem í fasi hans bjó. Líktist hann föður okkar í þeim efnum. Báðir voru þeir fremur hlédrægir og hæverskir og sóttust ekki eftir nafngiftum eða vegtyllum en unnu störf sín af heilindum og heiðar- leika. Flosi var liðtækur og vandvirkur í stóru sem smáu, hvort sem um var að ræða smíðar eða matartilbúning og allt þar á milli. Hann var lista- kokkur og eldaði frábæran mat. Síðasta máltíðin sem hann eldaði sjálfur var fyrir Elsu systur sína, sem býr í Danmörku, þegar hún kom í heimsókn til Íslands í desem- ber. Geymir hún það matarboð vel í hjarta sínu. Sem betur fer getur enginn tekið minningarnar frá okkur og við þær verður að ylja sér í framtíðinni. Sá sem öllu ræður hefur líklega þurft á öllum hinum góðu eiginleikum Flosa að halda og því kallað hann svo snemma burt úr þessu lífi, en við hin sitjum eftir hnípin og sorg- mædd. Megi guð styrkja okkur öll í þeirri miklu sorg sem dynur nú yf- ir. Við kveðjum okkar elskulega bróður með söknuði. Hvíli hann í friði. Árný Elsa Þórðardóttir, Svanhildur Edda Þórðardóttir. Baráttu lífs og dauða míns kæra mágs, Arnþórs Flosa Þórðarsonar, er lokið. Þar hafði dauðinn sigur eins og í öllum tilvikum okkar mannlegu samvistar, enginn umflýr hann, en öll vonuðum við, aðstand- endur og vinir, að hann fengi að njóta lengri lífdaga með okkur og við hans í þessari jarðvist. Flosi hefur síðustu misseri barist hetjulegri baráttu við illvígt krabbamein, sem lítil von var á að lækning fengist við. Það þarf því mikið æðruleysi og andlegan styrk til að horfast í augu við þá sjúk- dómsgreiningu er hann fékk fyrir tæpum fimm árum. Þá byrði hefur hann borið með mikilli reisn og um leið sýnt ótrúlegan viljastyrk og baráttuþrek við ofureflið þar til yfir lauk. Þeim sem þekktu Flosa kom þetta ef til vill ekki á óvart. Hann var afar vandaður og sterkur per- sónuleiki að allri gerð eins og hann átti kyn til, greindur vel, hógvær og jafnvel hlédrægur á stundum, var- færinn í orðum og dómum um aðra en var kíminn og húmoristi góður. Hann fór vel með fyndni, glettinn og kíminn í samræðum. Hann var fjölskyldumaður mikill, hógvær lífs- nautnamaður sem kunni að lifa líf- inu lifandi á þann hátt sem allir eiga að gera og hann kunni öðrum fremur að gleðjast á góðri stund í vinahópi. Flosi bjó alla tíð að góðu uppeldi úr föðurhúsum. Heimili foreldra hans í Gaulverjaskóla var menning- arheimili í þess orðs bestu merk- ingu. Hann var í sveit á sumrin hjá móðurfólki sínu og bar ávallt mikla virðingu fyrir lífsháttum og verk- kunnáttu fyrri kynslóða.. Hann gekk í Menntaskólann að Laugarvatni og lauk stúdentsprófi þaðan 1969. Að því loknu lauk hann kennaraprófi frá Kennaraskólanum og nokkrum árum síðar einnig handavinnukennaraprófi. Hann stundaði lengst af smíðakennslu en kenndi einnig bóklegar greinar, enda var hann afar vel að sér á mörgum sviðum. Hann vann við smíðar í sumarleyfum um ára skeið, enda dverghagur smiður eins og Þórður faðir hans var einnig. Flosi þótti góður kennari, enda vandvirkur við allt það er hann tók sér fyrir hendur. Hann hrapaði aldrei að neinu, en gat verið fastur fyrir á sinn hógværa hátt, jafnvel þrjóskur og þrár en tók rökum. Þetta eru vitaskuld eiginleikar góðra kennara, sérstaklega fyrir efra grunnskólastigið held ég að flestir geti tekið undir. Ræktunarmaður var hann mikill eins og sjá má á landinu við sum- arbústað fjölskyldu hans að Laug- arvatni, en þar dvaldi hann löngum í frístundum sínum síðasta áratug. Þær stundir urðu síðustu árin æ dýrmætari fyrir hann. Flosi hafði góða nærveru, mönn- um leið vel í návistum við hann. Hann var hæverskur við fyrstu kynni, en hann var fljótur að kynn- ast fólki og hafði gaman af samræð- um við það. Þar kom sér vel hin fágaða kímnigáfa hans. Hann var vel lesinn og fróður og átti því auð- veldara en ella með að halda uppi samræðum. Hann hafði ánægju af hvers konar tónlist. Á unglingsár- um og fram eftir aldri var hann mikill kunnáttumaður um bítlatón- list, en á síðari árum hafði hann un- un af sígildari tónlist. Við áttum því margar góðar stundir saman á heimilum okkar, enda voru sameig- inlegu áhugamálin mörg. Einnig áttum við ánægjustundir á ferðalög- um okkar hér innanlands undanfar- in ár, sem mér finnst nú hafa verið alltof fáar. Í september sl. kom hann í heim- sókn í sumarbústað okkar Eddu og sýndi okkur þar sendiferðabíl er hann hugðist byggja upp sem hús- bíl í vetur. Aflaði hann sér helstu upplýsinga og búnaðar um gerð slíkra bíla áður en stöðug veikindi ásóttu hann. Þannig trúði hann á að hann myndi njóta lengri lífdaga en raun varð á. Aðeins 14 dögum fyrir andlát sitt óskaði hann sérstaklega eftir því við mig að fá lánaða hjá mér hina umtöluðu bók „Halldór“ um ævi Halldórs Kiljans Laxness. Hann hafði fyrr á árum eins og jafnaldrar hans lesið flestar skáld- sögur Halldórs Laxness. Honum auðnaðist nánast að ljúka fyrsta hluta ævisögunnar, en hafði á orði við systur sína undir lokin að verst þætti honum að líklega myndi hann ekki lifa það af að geta lesið hinar tvær sem væntanlegar væru. Mikill öðlingur og vinur er fallinn frá. Öll trúðum við á kraftaverkið, á lengra ferðalag lífsins í ferðabílnum nýja og að hann fengi notið lengur menningar þjóðarinnar. En við verðum að lokum öll að beygja okk- ur undir vilja almættisins, sem af- markar okkar tíma og stund í þessu jarðlífi. Eiginkonu hans, börnum og nán- ustu ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Arnþórs Flosa Þórðarsonar. Helgi Bjarnason. Það er erfitt að trúa því en nú er hann genginn yfir móðuna miklu minn gamli skólabróðir og vinur Flosi. Þetta var löng og hetjuleg barátta sem hann háði við illvígan sjúkdóm. Þrátt fyrir að hann vissi hvert stefndi lét hann aldrei hug- fallast og mætti örlögum sínum af kjarki og reisn. Maður trúði því jafnvel fram á síðustu vikur að hann myndi hafa betur í glímunni við manninn með ljáinn. Hugurinn reikar ósjálfrátt til- baka til menntaskólaáranna á Laugarvatni. Þar mættum við eitt haustið um miðjan sjöunda áratug- inn, óharðnaðir unglingar, og deild- um sömu kjörum næstu fjögur árin. Á Laugarvatni gerðist okkar þroskasaga. Návígið á heimavistar- skólanum gerði það að verkum að menn kynntust yfirleitt vel hver öðrum. Þar voru bundin bönd vin- áttu er héldu alla tíð síðan. Flosi var ekki sá sem tranaði sér fram né sóttist eftir að verða mið- depillinn í okkar félagsskap. Hann lét frekar verkin tala. Var farsæll í námi og hafði minna fyrir því en flest okkar hinna að koma sér á milli bekkja. Skáldagáfu hafði hann líka fengið í vöggugjöf, en hann flík- aði henni sjaldan. Í þá daga voru ýmsir að reyna að koma saman vís- um og árangurinn var ekki alltaf gæfulegur. Eitt sinn var sá sem hér skrifar að kveðast á við Flosa og höfðu nokkrar ferskeytlur gengið á milli. Var nú svo komið að eftir and- vökur var Flosa skilað auðu blaði að morgni. Svar hans barst um hæl: Heillar nætur hugsun þín, í hrolli og svitabaði. Er nú komin inn til mín, á óskrifuðu blaði. Að loknu námi í menntaskóla var haldið til höfuðborgarinnar. Flosi settist í Kennaraháskólann en flest- ir aðrir skólafélagar hans röðuðu sér í flóru þeirra námsbrauta sem var að finna í Háskóla Íslands á þeim árum. Við héldum þó hópinn og fórum flestar helgar á vit gleð- innar í Glaumbæ sem var helsti samkomustaðurinn á þeirri tíð. Oft- ast var fyrst safnast saman hjá Flosa. Þetta var áhyggjulaust líf hjá okkur vormönnum Íslands. Í ársbyrjun 1971 vorum við hins vegar minnt illilega á fallvaltleika lífsins. Á leið heim eftir dansleik í Glaumbæ var ekið á Flosa og skóla- bróður okkar og góðvin Rúnar Haf- dal Halldórsson. Flosi slapp með smáskrámur en Rúnar Hafdal lést af völdum áverka skömmu síðar. Þetta var mikið áfall fyrir okkur alla en þó mest fyrir Flosa. Þegar kennaranámi lauk réð Flosi sig til kennslu í Vestmanna- eyjum þar sem hann starfaði í u.þ.b. áratug. En hann starfaði alla tíð við kennslu. Í Vestmannaeyjum kynn- ist hann konu sinni Inger Anders- dóttur. Þau eignuðust tvö mann- vænleg börn, Atla og Hafrúnu. Af ýmsum ástæðum minnkuðu tengslin við Flosa eftir að haldið var út í fullorðinslífið. Það var þó alltaf svo að þegar við hittumst þá virtist sem tíminn hefði staðið í stað, eins og við hefðum hist í gær. Flosi var líka alltaf gestgjafi þegar haldið var upp á stúdentsafmælin á Laugarvatni. Á allra síðustu árum fjölgaði endurfundum og höfðum við mikla ánægju af því að umgang- ast Flosa og Inger. Flosi var alla ævi bundinn Laug- arvatni. Hann lét sér ekki nægja að stunda nám þar á vetrum, heldur vann þar líka á sumrin á skóla- árunum undir leiðsögn Benjamíns Halldórssonar. Síðar þegar hann flutti til lands frá Vestmannaeyjum reistu Inger og Flosi sér sumarbú- stað á Laugarvatni. „Hér eru okkar utanlandsferðir,“ sagði hann ein- hverju sinni þegar við komum í heimsókn. Þau Flosi og Inger voru mjög samhent hjón og í veikindum Flosa stóð hún að baki hans sem klettur. Mikið hugrekki þarf til að horfast í augu við það sem enginn fær breytt og þau notuðu tímann vel. Fóru í nokkrar utanlandsferðir og reyndu að vera svo mikið saman sem unnt var. En þar kom að kraftarnir þrutu og síðustu vikurnar voru þungar. Flosi lagðist nokkrum sinn- um inn á spítala til þess að láta stilla verkina en var von bráðar kominn heim aftur og þar lést hann í faðmi fjölskyldunnar 4. febrúar sl. Við Stebba og fjölskyldan öll sendum ykkur Inger, Hafrún og Atli innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Arnþórs Flosa Þórðarsonar. Ingimar Einarsson. Það er erftitt að sætta sig við það að okkar lífsglaði og góði vinur sé fallinn frá á besta aldri. Kynni okk- ar ná allt aftur til þess tíma er Flosi stundaði nám í Kennaraskólanum og hann leigði herbergi hjá for- eldrum Emils í Reykjavík og síðan er hann fluttist til Eyja. Þar hafði Flosi kosið að velja skóla til æfinga- kennslu og það varð síðan til þess að hann festi ráð sitt og ílentist. Á þessum tíma kynntumst við ýmsum skemmtilegum karakterum og segja má að þarna hafi verið skrifaður ákaflega skemmtilegur kafli í lífssögu okkar. Enn þann dag í dag er verið að rifja upp lífið í Vestmannaeyjum eins og við upp- lifðum það á þessum árum. Flosi var alla tíð miðdepill í þessu sam- félagi okkar gleðimanna. Alla tíð var léttleikinn í fyrirrúmi þar sem Flosi fór um og margt látið flakka. Heldur sló á gleðskapinn þegar Emil og Flosi féllu fyrir vestmanna- eyskum blómarósum og tóku upp lifnaðarhætti ráðsettra heimilis- feðra. Á þessum góðu árum varð meðal annars til félagsskapurinn FÓSS, nokkrir úr vinahópnum fóru í Flug- skóla Bjarna Jónasar, árlegar lundaveizlur voru haldnar og áfram mætti telja. – Kvöld eitt eftir flug- tíma komu flugnemarnir í Skýlið til Ragga til að fá sér hressingu, og sögðu honum að þeir hefðu verið að lesa bókina „From the ground up“. Þá sagði Raggi: „Ég held að þið ættuð nú að leggja áherslu á „How to get down again!“ Flosi og Ágúst tóku þá ákvörðun ásamt eiginkonum að byggja sér hús. Fengum við úthlutað tveimur samliggjandi lóðum í Búhamrinum og svo fórum við til Reykjavíkur að skoða teikningar. Einnig keyptum við saman timbur sem nota skyldi við uppslátt á sökklum, og koma þá upp í hugann minningar um að vera að slá utan af í snjóhraglanda og kulda. Er við höfðum steypt upp sökklana gerðist það að Ágúst skipti við frænda Flosa á upp- steyptu húsi í Búhamrinum og fullbúinni íbúð. Flosi hélt hins veg- ARNÞÓR FLOSI ÞÓRÐARSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.