Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 43
ar sínu striki og lauk smíði húss
þeirra og lofaði verkið sannarlega
meistarann. Vorum við nágrannar í
„nýja vesturbænum“ í Eyjum allt
þar til þau Inger og börnin fluttu til
Reykjavíkur.
Ávallt hélst vináttan þó að við
hittumst sjaldnar og heimsóknir
yrðu stopular, en nokkrum sinnum
var þó komið í sumarbústaðinn fal-
lega á Laugarvatni.
Ekki er hægt að minnast Flosa
öðruvísi en minnast á allar gleði-
stundirnar sem við áttum saman.
Og þegar horft er til baka voru
þessar stundir einungis gleðistund-
ir, það bar aldrei skugga á. Flosi
var einn af þeim mönnum, sem ekki
var hægt annað en að líka vel við.
Fullur af lífsgleði með skemmtileg-
an húmor sem kom öllum í gott
skap. Alveg fram á síðustu daga lífs
hans var léttleikinn allsráðandi, og
sem dæmi um það sagði hann við
okkur þegar við heimsóttum hann
ekki alls fyrir löngu: „Hvað er
þetta, á að fara að jarða mann, lík-
mennirnir bara mættir!“
Þessi sundurlausu og fátæklegu
minningabrot er viðeigandi að enda
með eftirfarandi vísu, en ein dellan
sem við fengum á Vestmannaeyja-
árunum var að velta okkur upp úr
Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Kæri góði vinur, þegar við förum
„From the ground up“ og hittumst
síðar þá verður örugglega aftur
voða, voða gaman.
Elsku Inger, Hafrún og Atli. Guð
veri með ykkur á þessum sorgar-
tímum.
Emil Theódór Guðjónsson,
Ágúst Karlsson.
Menntaskólaárin hafa löngum
verið mærð sem afgerandi mótun-
arskeið í ævi þeirra er við slíkar
stofnanir nema. Mun og það sama
raunar gilda um þetta aldursbil í lífi
flestra einstaklinga. Þá er grunnur
lagður að sjálfsmynd og fé-
lagsþroska í senn og ævilöng vin-
áttubönd eru hnýtt. Þetta á þó ekki
hvað síst við þegar sóttur er
menntaskóli „uppi í afdal“, þar sem
nemendur búa saman í nokkra vet-
ur. Slíkur „örheimur“ gerir harðar
kröfur um félagslega færni því nún-
ingstilefnin gefast mýmörg og í fá
skjól er að venda. En um leið tengj-
ast árgangar nemenda sterkari
böndum, því kynni verða meiri og
nánari en gerist og gengur.
Við sem gegnum slíka reynslu
höfum gengið skynjum þessi bönd
þegar við hittumst, fleiri eða færri
eftir atvikum, jafnvel þótt áratugir
séu liðnir frá samvistinni. Sameig-
inlegar minningar bregða þá birtu
yfir öll okkar kynni og hugurinn
leitar gjarnan inn á hinar eilífu
æskulendur. Einnig skynjum við
þessi sömu bönd þegar höggvið er
skarð í vinahópinn.
Árgangurinn sem útskrifaðist frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
hinn 14. júní 1969 sér nú á bak
þriðja bróðurnum, Arnþóri Flosa
Þórðarsyni frá Gaulverjabæ í Flóa.
Fráfall hans nú eftir nokkurra ára
hetjulega baráttu við krabbamein
minnir okkur óþyrmilega á að lífið
er ekki eins sjálfsögð gjöf og hópn-
um virtist fyrir þremur og hálfum
áratug. Flosa varð þetta reyndar
fyrr ljóst en okkur hinum, þegar
hann tæpum tveimur árum eftir
stúdentsprófið bjargaðist naumlega
fyrir eitthvert kraftaverk í hörmu-
legu umferðarslysi þar sem hans
besti vinur og bekkjarbróðir okkar
lét lífið. Þetta var honum erfið
reynsla sem hann þó bar með því
æðruleysi er einkenndi hann alla
tíð.
Flosi var góður félagi. Hann var
félagslyndur, en þó enginn hávaða-
maður. Honum var tamt að koma
auga á hinar broslegri hliðar á til-
verunni og lét ósjaldan falla þar um
hnyttnar athugasemdir, en jafnan
þó án græsku. Flosi var í stuttu
máli sagt glaðlynt prúðmenni, sem
flíkaði lítt sínum mörgu og góðu
hæfileikum. Hann hafði gaman af
kveðskap ýmiss konar og var sjálf-
ur prýðilega hagmæltur, en fór
samt dult með það. Hann var og
hagur vel bæði á tré og járn. Þann
eiginleika ræktaði hann með sér
alla tíð og sá þess víða stað á vegi
hans.
Á menntaskólaárunum var Flosi
á vissan hátt sjálfstæðari en aðrir í
bekknum. Hann bjó utan heimavist-
ar einn veturinn og var því ekki of-
urseldur þeim aga sem þar var leit-
ast við að halda uppi. Bifreið hafði
hann og til umráða tvo síðustu vet-
urna, sem þá var fátítt á Laug-
arvatni. Þannig naut hann talsverðs
frelsis, sem hann þó misnotaði ekki
á nokkurn hátt. Sumarið eftir stúd-
entsprófið eignaðist Flosi Volvó-bif-
reið eða „Kryppu“ eins og sú gerð
var jafnan kölluð. Þetta var mikil
gersemi sem hann átti mjög lengi
og sem bar fagurt vitni um snyrti-
mennsku Flosa og handlagni. Hon-
um var eðlislægt að hlúa vel að
sínu.
Flosi tengdist Laugarvatni sterk-
um böndum, því hann starfaði þar í
mörg sumur við smíðar, allt frá því
er hann nam við menntaskólann.
Nokkrum árum síðar reistu hann
og Inger eiginkona hans sér bústað
á Laugarvatni; sælureit hvar þau
dvöldu löngum upp frá því með
börnum sínum.
Það var mjög í samræmi við per-
sónugerð Flosa að hann skyldi
leggja kennslu fyrir sig. Hann hafði
flest það til að bera sem einkennir
góðan kennara, enda var hann far-
sæll í því starfi; fyrst í Vestmanna-
eyjum og síðar í Reykjavík. Hann
jók smíðakennaranámi við fyrri
kennaramenntun sína og gat þannig
sameinað marga af sínum góðu
hæfileikum í einu og sama starfinu.
Fyrir nokkrum árum knúði vá-
gestur dyra hjá fjölskyldunni á Sel-
braut. Við tók barátta sem þau hjón
háðu af aðdáunarlegu æðruleysi.
Flosa veitti misvel í glímunni við
hinn óvægna sjúkdóm. Ítrekað var
hann keyrður á kné, en tókst þó að
rísa upp aftur og aftur, þar til núna
er kraftana þraut skyndilega.
Góður drengur er genginn. Ég
þakka forsjóninni fyrir hin löngu
kynni okkar. Við Sólveig sendum
þeim Inger, Hafrúnu og Atla og
ástvinum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum guð að
styrkja þau í sorginni.
Bjarni Frímann Karlsson.
Haustið 1971 réð Flosi sig til
kennslu við Barnaskólann í Vest-
mannaeyjum. Sjálfur hafði ég kom-
ið þangað haustið áður, en þetta var
upphafið að okkar kynnum. Við vor-
um ekki einungis samkennarar, því
við borðuðum einnig saman í mötu-
neyti á Hótel Hamri ásamt mörgum
öðrum eftirminnilegum félögum,
yngri og eldri. Þetta var samheld-
inn hópur og þótt menn stöldruðu
mislengi við tengdust margir sterk-
um böndum sem í sumum tilfellum
hafa haldið til þesa dags og þannig
var það með okkur Flosa. En þótt
við sæktum auðvitað út fyrir þenn-
an mötuneytishóp varð hann ein-
hvern veginn kjarninn í mörgu því
sem við tókum okkur fyrir hendur á
þessum tíma, einkum á sviði
skemmtanalífsins. Flosi var á marg-
an hátt sérstakur maður. Hann fór
ekki um með hávaða eða látum, en
þó lærðum við það flest sem um-
gengumst hann að það borgaði sig
að hlusta þegar hann tók til máls.
Hann var nefnilega bæði úrræða-
góður og laginn, auk þess að hið
næma skopskyn hans kallaði oft
fram einhverja sprenghlægilega at-
hugasemd. Hann var stöðugt að
koma manni á óvart. Í starfi var
Flosi farsæll, honum lét vel að
kenna og þó að maður undraðist oft
þolinmæði hans og umburðarlyndi í
umgengni við óprúttna ólátabelgi
ávann hann sér traust þeirra og
virðingu með tímanum. Flosi var
mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Í
Eyjum kynntist hann lífsförunauti
sínum Inger Elísu Andersdóttur
sem alla tíð hefur staðið honum við
hlið. Þau hafa vissulega þurft að
takast á við ýmsa erfiðleika og
sorgir og það hafa þau gert sameig-
inlega enda samhugur þeirra og
vinátta einstök. Börn þeirra Hafrún
og Atli hafa bæði stofnað sín eigin
heimili, en þau voru Flosa einnig
ómetanlegur stuðningur í veikind-
um hans. Dóttir Atla, Hjördís, veitti
afa sínum margar ánægjustundir,
sannkallaður sólargeisli. Flosi og
Inger stofnuðu heimili sitt í Eyjum,
fyrst á Brimhólabrautinni ásamt
Sólveigu móður Ingerar, byggðu
sér síðan hús að Búhamri 88 og
bjuggu þar til ársins 1982 að þau
fluttu til Reykjavíkur og þaðan lá
leið á Seltjarnarnesið þar sem þau
bjuggu síðan. Eftir að þau fluttu frá
Eyjum lengdist tímabundið í þeim
vinaböndum sem þar höfðu verið,
en þó hittum við hjónin þau oft á
ferðum okkar til Reykjavíkur og þá
var ekki síður gaman að koma í bú-
staðinn til þeirra á Laugarvatni.
Eftir að við fluttum til Reykjavíkur
má segja að við höfum tekið upp
þráðinn að nýju, við skiptumst á
heimsóknum, endurnýjuðum og
styrktum vináttuna. Enda þótt það
hafi verið hálfömurlegt að fylgjast
með hinum miskunnarlausa sjúk-
dómi herða sífellt tökin þá var það
aðdáunarvert að fylgjast með bar-
áttu Flosa. Hann beitti ýmsum
óhefðbundnum baráttuaðferðum í
stríði sínu og náði með einurð og
seiglu að halda vágestinum í skefj-
um svo lengi að athygli og aðdáun
vakti. Lífslöngun hans var einnig
sterk og hann horfði fram á veginn
alveg til seinustu stundar, þakk-
látur fyrir hvern þann dag sem hon-
um auðnaðist að lifa. Þetta var öll-
um lærdómsríkt sem urðu vitni að.
Við hjónin sendum öllum aðstand-
endum Arnþórs Flosa okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Jensson.
Kveðja frá
ML-stúdentum 1969
Það dregur skugga yfir þegar
gamlir vinir og félagar kveðja þessa
tilveru. Vinátta og félagsskapur
sem mótast á unglingsárum í
þröngu sambýli heimavistar úti í
sveit skapar sterkari og nánari
tengsl milli manna en flestar að-
stæður. Þó dagleg umgengni strjál-
ist og samverustundum fækki þarf
ekki annað en að setjast niður og
upp er tekinn þráður sem aldrei
hefur slitnað líkt og kvaðst hafi ver-
ið í gær.
Þegar við vorum ung varð hóp-
urinn fyrir tveimur þungum högg-
um sem gengu nærri okkur og trú-
lega er það hamingja að enginn
hefur kvatt fyrr en nú er Arnþór
Flosi Þórðarson lætur í minni pok-
ann eftir hetjulega baráttu. Hann
fékkst við kennslu barna og ung-
linga alla sína starfsævi enda stak-
ur ljúflingur í umgengni og hafði
gott auga fyrir spaugilegum hliðum
tilverunnar.
Við sendum Inger, Hafrúnu, Atla
og öðrum aðstandendum hjartan-
legustu samúðarkveðjur okkar.
Arnþór Flosi Þórðarson æsku-
félagi minn og skólabróðir er látinn.
Kynni urðu fyrst með okkur í Vest-
ur-Eyjafjallasveit, átta ára gömlum,
þar sem ég ólst upp á Sauðhúsvelli
en Arnþór sem sumardrengur í
Efri-Kvíhólma. Þar sem ekki var
langt á milli bæja okkar, og báðir
áttum við nokkuð flott reiðhjól,
sameinuðumst við í áhugamálunum
um reiðhjólin og sveitastörfin sem
okkur voru ætluð miðað við getu.
Þannig urðum við félagar í leik og
stundum í starfi svo sem við smala-
mennsku og fleira. Eins og gengur
á lífsleiðinni fjarlægjast félagar um
sinn, en mætast að nýju. Haustið
1964 gerðist Arnþór nemandi við
Skógaskóla og útskrifuðumst við ár-
ið 1965. Útskriftarnemar frá skól-
anum það ár hafa ætíð haldið hóp-
inn og hist nokkuð reglulega á
skólamótum. Arnþór var einn
þeirra sem ekki létu sig vanta og
mættumst við hópurinn góði síðast
fyrir rúmu ári. Þá var ljóst að
hverju stefndi, en Arnþór hafði bar-
ist hetjulega um nokkurra ára skeið
við sjúkdóminn illvíga sem að lok-
um leiddi hann til dauða. Eitt er
víst, að á næsta skólamóti verður
Arnþórs sárt saknað og minnst sem
góðs félaga, sem gæddur var öllum
þeim mannkostum sem einn mann
kunna að prýða. Þakka samfylgd-
ina, vinur. Aðstandendum votta ég
samúð mína.
Þorberg Ólafsson.
Kveðja frá Seljaskóla
Nýr skóladagur var runninn upp,
nemendur á leið í skólann, starfs-
menn að spjalla saman og fá sér
kaffi fyrir fyrstu kennslustund og
önnur þau verk sem liggja fyrir í
stórum skóla. Þá komu fréttirnar.
Flosi, samstarfsmaður okkar og
kennari við skólann til margra ára,
var látinn. Okkur setti hljóð og
reyndum að styrkja hvert annað.
Hann var búinn að berjast við
krabbamein síðastliðin fimm ár, svo
hetjulega og af svo miklu æðruleysi
að aðdáunarvert var, en nú var
komið að endalokum. Á kennara-
stofunni kveiktum við á kertum,
settum blóm í vasa og höfðum Biblí-
una opna: „Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta. Á grænum
grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má
næðis njóta.“ Nemendum sögðum
við harmafregnina. Söknuður okkar
er mikill.
Flosi var einstaklega traustur
kennari og drengur góður. Hann
var þolinmóður, jákvæður og það
leið öllum vel í návist hans. Það var
notalegt að eiga stund með Flosa í
erli dagsins og spjalla við hann um
daginn og veginn.Hann var gam-
ansamur og laumaði oft glettnum
athugasemdum inn í umræðurnar á
sinn hógværa hátt. Smíði var hans
aðalkennslugrein í mörg ár og jafn-
hliða kenndi hann eðlisfræði í
barnadeild um tíma. Síðar kenndi
hann einnig nemendum með náms-
erfiðleika, aðallega í unglingadeild-
inni. Öll kennsla lék í höndunum á
honum, hvort sem það var ungur
nemandi í smíði, sem þurfti aðstoð
við hlut sem hann var að búa til,
eða unglingur í 10. bekk að glíma
við erfitt stærðfræðidæmi. Alltaf
var Flosi tilbúinn til hjálpar og var
ákaflega nærgætinn við nemendur.
Hann var í miklum metum meðal
nemenda og samstarfsmanna og
átti trausta vini í skólanum.
Veikindin tóku mikið á, en hann
bjó yfir einstaklega miklum styrk
og baráttuþreki. Sárt þótti okkur
vinum hans úr skólanum, sem heim-
sóttum hann á sjúkrahús og síðan
heima, að sjá hve farið var að draga
af honum.
Minninguna um síðustu samveru-
stundirnar sem við áttum með hon-
um og konu hans munum við ætíð
geyma með okkur. Guð blessi og
styrki Inger, börnin þeirra og
barnabarn. Samstarfsfólkið í Selja-
skóla sendir ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur. Minningin um góðan
dreng lifir.
Margrét Árný
Sigursteinsdóttir,
Ásta Ásdís Sæmundsdóttir.
Kæri Flosi. Í hvert sinn sem ég
lít heim að Lindarskógi við Laug-
arvatn minnist ég samveru okkar
þar á menntaskólaárunum. Það var
ekki hægt að hugsa sér betri félaga
en þig á þessum árum, síkátan og
hressan, en einnig alltaf til í að
spjalla um dýpstu rök tilverunnar.
Nú hefur þú tekist á við þessi
dýpstu rök af meiri hetjuskap en
hægt er að gera sér í hugarlund.
Ég kveð þig með þökk í huga. Guð
geymi þig.
Guðmundur Sæmundsson.
Arnþór Flosi kom að kenna við
Barnaskóla Vestmannaeyja haustið
1971 en þá um vorið hafði hann lok-
ið námi við Kennaraskólann. Á
þessum árum var mikið af ungu
fólki við kennslustörf í skólanum og
hélt það mikið saman og myndaði
afar skemmtilegan og náinn vina-
hóp. Flosi, sem dagsfarlega var
mjög rólegur, hafði afar skemmti-
lega kímnigáfu sem smitaði út í
samstarfshópinn. Flosi gat alltaf
séð eitthvað spaugilegt í hinu dag-
lega amstri sem létti lífið hvort sem
það var að finna orð sem byrjuðu á
f til nota í lestrarkennslu eða finna
skemmtileg gælunöfn á vini sína
sem mörg hver hafa haldist síðan.
Flosi náði skemmtilegum tengslum
við nemendur sína, hvort sem um
var að ræða yngri eða eldri, með ró-
legheitum sínum og sanngirni.
Við höfum fylgst úr fjarlægð með
hetjulegri baráttu Flosa við illvígan
sjúkdóm en það hefur verið ótrúlegt
að sjá æðruleysið og baráttuandann
þótt hann hafi fljótlega fengið þá
vitneskju að á brattann væri að
sækja.
Flosi starfaði við Barnaskólann
til ársins 1982 er hann flutti ásamt
Inger sinni og börnum til Reykja-
víkur. Síðustu árin sem hann
kenndi við skólann var hann útibús-
stjóri í nýja vesturbænum í Eyjum,
en þar hafði risið nýtt hverfi eftir
eldgosið og því þurfti að setja upp
kennslustöð fyrir yngri börnin í
hverfinu. Þetta var forveri Hamars-
skóla sem tók svo til starfa haustið
1982.
Við sendum Inger og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Ólöf Margrét og Hjálmfríður.
Einhvers staðar stendur: Þeir
sem guðirnir elska deyja ungir. Á
það sannarlega við um kæran vin
sem nú hefur kvatt þessa tilvist hér
á jörð. Í okkar huga er fæðing og
dauði eitt og hið sama. Þú fæðist
inn í þennan heim og þú fæðist út
úr þessum heimi, „umbreyting“ efn-
is og orku. Stundum og raunar
nokkuð oft eru þessar fæðingar
ótímabærar. Á það við í báðum til-
fellum, fæðingu og dauða. Þar sem
óæskilegir einstaklingar eru að
fæðast inn í þennan heim og við
kveðjum ungt fólk og fólk á besta
aldri, langt um aldur fram.
Við vinir og vandamenn Flosa
horfum á eftir honum kveðja þetta
líf ótímabært, þrátt fyrir að við
séum búin að fylgjast með baráttu
hans um ótrúlegan langan tíma.
Hann sem var svo viljasterkur, at-
hugull, nákvæmur og með afbrigð-
um þrautseigur og virtist komast
allt það sem hann ætlaði sér. Héld-
um við lengi vel að honum tækist
það líka með þennan illvíga sjúk-
dóm.
En hér skiljast leiðir í bili. Margs
er að minnast öll þau ár sem við
höfum þekkst, starfað, ferðast,
spjallað, hlegið og verið saman. Við
þökkum fyrir það.
Elsku Inger mín, Hafrún og Atli,
við sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar okkar innilegustu samúðar-
kveðju. Guð veri með ykkur í sorg-
inni.
Við endum þetta með ljóðabroti
til hugleiðingar eftir Pál Guð-
mundsson á Hjálmsstöðum:
Við kvíðum ei þótt komi nótt
– það kemur engin dauðans nótt.
Við lifum þó að lúið hold
að lokum gisti jarðarmold.
Við svífum burt á sólnakrans
á segulbrautum ljósvakans.
Reynir og Eygló.
Stórbrotin manneskja er horfin
sjónum okkar um sinn. Flosa
kynntist ég í gegnum Berglindi
frænku mína og kann ég henni
bestu þakkir fyrir. Við Flosi hitt-
umst nokkuð oft og ræddum þá
gjarnan eilífðarmálin. Um margt
var spáð og spekúlerað á þessum
stundum og ekki endilega komist að
niðurstöðu. Flosi sagði þá iðulega:
„Við sjáum nú til.“ Ég hlakka til að
hitta hann aftur og þá getum við nú
aldeilis „séð til“.
Ég vil þakka höfundi lífsins fyrir
að færa okkur þennan mæta mann,
ég þakka innilega hetjunni, henni
Inger konunni hans, fyrir að leyfa
okkur að spjalla saman í ró og
næði, og ég þakka einnig Hafrúnu
og Atla innilega fyrir að taka mér
ávallt vel. Síðast en ekki síst þakka
ég henni skottu minni sem fagnaði
mér ávallt vel.
Kveðja.
Þórunn.
Fleiri minningargreinar um
Arnþór Flosa Þórðarson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu daga.