Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Matthías ViðarSæmundsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1954. Hann lést á krabbameins- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut að kvöldi dags 3. febr- úar síðastliðinn, 49 ára að aldri. For- eldrar hans voru Guðrún Árný Guð- mundsdóttir frá Hurðarbaki í Flóa, f. 27.2. 1920, d. 23.11. 1965, og Sæmundur Bergmann Elimundarson, f. 6.10. 1915, d. 17.12. 2002. Guðrún var dóttir Þuríðar Árnadóttur og Guðmundar Kristins Gíslasonar á Hurðarbaki í Villingaholtshreppi. Sæmundur var sonur Sigurlaugar Cýrusdóttur og Elimundar Ög- mundssonar á Dvergasteini á Hellissandi. Börn Guðrúnar og Sæmundar voru sjö. Þrjú þeirra létust í æsku, en bræður Matth- íasar eru þeir Guðmundur Krist- inn, Hreiðar Þór og Sigurður Rúnar. Skömmu eftir fæðingu fór Matthías í fóstur til móðursystur sinnar á Selfossi, Jóhönnu Guð- mundsdóttur, f. 14.4. 1924, d. 6.9. 2003, og eiginmanns hennar Sig- urðar Sigurðssonar, f. 29.11. 1914, d. 12.4. 1999. Hjá þeim ólst hann upp á Birkivöllum 10, en þar var einnig heimilisföst amma Matthíasar, Þuríður Árnadóttir, til dauðadags árið 1985. Eiginkona Matthíasar var Steinunn Ólafsdóttir leikkona, f. 25.1. 1962. Foreldrar hennar eru varpi og skrifaði bókmennta- gagnrýni og ýmsar aðrar greinar í blöð og tímarit. Árið 1982 gaf hann út sína fyrstu bók, Mynd nú- tímamannsins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunn- arssonar. Hann skrifaði sjö aðrar bækur um ævina, ritstýrði auk þess fjölda rita og bóka og skrif- aði fræðilegt efni í tímarit og bækur. Þá birtust við hann fjöl- mörg viðtöl í ýmsum fjölmiðlum. Árið 1985 var Matthías ráðinn lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og dósent ár- ið 1991, en þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Hann stýrði sjónvarpsmyndum árin 1986– 1989 um Kristján Fjallaskáld, Rasmus Kristján Rask og Gunnar Gunnarsson. Þá flutti hann viku- lega pistla um menningarmál í Ríkisútvarpinu veturinn 1990– 1991. Árin 2000–2002 var hann formaður íslenskuskorar við heimspekideild Háskóla Íslands. Matthías var virtur fræðimaður á sínu sviði og hélt fjölda opinberra fyrirlestra, m.a. um íslenska bók- menntasögu, einstök skáld og rit- höfunda, galdra, hrollvekjur og heimspeki. Árið 1999 stofnaði hann vefritið kistan.is – vefrit um menningarmál og var stjórnar- formaður ritsins. Áður hafði hann birt á heimasíðu sinni grein- ar eftir sjálfan sig og aðra höf- unda. Matthías var kaþólskrar trúar. Matthías var í rannsóknarleyfi í Edinborg veturinn 2002–2003 og vann þá m.a. að ritun ævisögu Héðins Valdimarssonar, en tókst ekki að ljúka henni. Hann greind- ist með krabbamein vorið 2003 og kom þá heim til Íslands aftur ásamt fjölskyldu sinni. Matthíasi verður sungin sálu- messa í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fjóla Magnúsdóttir kaupmaður, f. 19.9. 1934, og Ólafur Stein- ar Valdimarsson ráðuneytisstjóri, f. 11.8. 1931, d. 4.9. 1997. Saman eignuð- ust þau Steinunn eina dóttur, Jóhönnu Steinu, f. 11.6. 2001, en dóttir Steinunnar og stjúpdóttir Matth- íasar er Nanna Elísa Jakobsdóttir, f. 21.9. 1990. Að loknu grunn- skólanámi á Selfossi settist Matthías í Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúd- entsprófi árið 1974. Þá kenndi hann í eitt ár við Grunnskóla Ólafsvíkur, en innritaðist síðan í Háskóla Íslands. Þaðan lauk hann BA-prófi í almennri bókmennta- fræði og íslensku árið 1979 og ári síðar cand.mag.-prófi í íslenskum bókmenntum, auk þess sem hann stundaði nám í samanburðarbók- menntum árið 1978 við Háskól- ann í Montpellier í Frakklandi. Á menntaskóla- og háskólaárunum var hann m.a. félagi í stjórnmála- samtökunum KSML og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum og skrifaði og þýddi fjölmargar greinar. Matthías kenndi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja veturinn 1981– 1982, var lektor í íslensku við Há- skólann í Rómaborg 1982–1983 og síðan kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi í tvo vetur 1983–85. Jafnframt kennsl- unni þessi ár var hann umsjónar- maður menningarþátta í sjón- Mig langar að þræta við þig um hvort Robbie Williams sé góður söngvari Mig langar að heyra þig gera grín að því að ég sé alltaf dans- andi Mig langar að heyra þig hlæja að því hvernig ég geri Hafnfirðing Mig langar til þess að sjá þig gera Hafnfirðing Langar til að horfa með þér á C.S.I. Langar til að þú skammir mig fyr- ir að gleyma skólatöskunni í gang- inum Langar að þú bjóðir mér góða nótt á þinn einstaka hátt Þú varst besti stjúppabbi sem nokkur getur hugsað sér og mér þótti mjög vænt um þig elsku Matthías minn. Ég veit þér líður vel í himnaríki. Nanna stjúpdóttir. Að eiga góða fjölskyldu er mikil hamingja. Matthías bróðir minn varð þeirrar hamingju aðnjótandi. Skömmu eftir fæðingu hans veiktist móðir okkar af alvarlegum sjúkdómi sem síðar átti eftir að leggja hana að velli. Matthías fór þá í fóstur til ynd- islegra hjóna á Selfossi, Hönnu móð- ursystur okkar og Sigga. Þau voru barnlaus, en tóku nú við þessum litla gullmola og gáfu honum alla sína ást og umhyggju. Vissulega söknuðum við bræðurnir og foreldrar okkar hans sárt, en við vissum að hann var í góðum höndum og honum leið vel. Við héldum alltaf góðu sambandi við Matthías, mismiklu þó eftir tímabil- um og viðfangsefnum okkar, en heima hjá þeim á Selfossi var alltaf eins og okkar annað heimili. En fjölskyldan sem hlúði að og ræktaði litla drenginn var enn stærri en Hanna og Siggi. Þuríður amma átti líka heima að Birkivöllum 10 og það var nú ekki ónýtt að eiga hana að. Blíð og umhyggjusöm, ákveðin og skorinorð, fróð og upp- full af öllu því besta sem prýtt hefur íslenska bændastétt frá upphafi. En ekki nóg með það. Systur mömmu og Hönnu sem bjuggu á Selfossi með fjölskyldum sínum voru líka hluti af fjölskyldunni sem Matthías fékk að umgangast dag- lega og alast upp með. Þvílíkri sam- heldni og samhug sem ætíð hefur ríkt milli þessara systra hef ég hvergi orðið vitni að annars staðar. Sigga, Bogga, Munda og Helga - all- ar voru þær eins og mæður sem vöktu yfir hamingju hans, glöddust með honum og kysstu á bágtið þegar eitthvað bjátaði á. Þessi stóra og hugulsama fjöl- skylda stóð alltaf með honum í lífinu. Hún studdi hann þegar erfiðleikar steðjuðu að, fagnaði með honum þegar sigrar og stórvirki unnust. Alla ævi átti hann herbergið sitt á Birkivöllum 10 og á Selfossi dvaldi hann oft í fríum eða þegar hann þurfti gott tóm til að starfa eða hugsa. Þar leið honum vel. Fyrir örfáum árum eignaðist Matthías bróðir svo sína eigin fjöl- skyldu. Hann kynntist yndislegri konu, henni Steinunni. Saman sköp- uðu þau sér fallegt heimili og með henni fann hann þann sálarfrið og staðfestu sem hann hafði svo lengi leitað, sigraðist á veikleikum og þroskaði sína bestu kosti. Matthías var blíður og nærgætinn stjúpfaðir litlu dóttur hennar Steinunnar, hennar Nönnu Elísu, og saman eign- uðust þau síðan aðra dóttur, hana Jóhönnu Steinu sem nú verður að sjá á bak föður sínum áður en hún nær þriggja ára aldri. Þessar tvær stúlkur urðu ásamt Steinunni móður þeirra dýrmætustu djásnin í lífskór- ónu Matthíasar. Steinunni fylgdu inn í líf Matthíasar einnig fleiri vina- og fjölskyldubönd sem hann mat af- ar mikils. Þar ber fyrst að nefna hana Fjólu móður Steinunnar sem studdi þau eins og klettur hvað sem á bjátaði, systkinin hennar Stein- unnar og fjölskyldur þeirra, og síð- ast en ekki síst hann Karl, ástvin hennar Fjólu. Allt yndislegt fólk sem ég er einnig þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast. Eftir að Matthías veiktist fyrir að- eins örfáum mánuðum kom skýrt í ljós hve mikils virði er að eiga öll þessi styrku fjölskyldubönd. Öll studdu þau hann og sendu honum hlýjar hugsanir sem styrktu hann í þeirri hetjulegu baráttu sem hann háði. Heimsóknir og hringingar ætt- ingjanna á Selfossi glöddu hann allt- af jafn mikið. Stuðningur fólksins hennar Steinunnar var ómetanleg- ur. Hreiðar bróðir og Siggi bróðir voru honum einnig mikill styrkur þessa síðustu mánuði. Sjálfur var ég alltof fjarri til að verða að neinu gagni, en jafnvel okkar fáu stundir saman voru yndislegar og ég fékk að kynnast öðrum hliðum Matthíasar en ég hafði áður kynnst. Hann var sönn hetja í baráttu sinni. En mesta hetjan af okkur sem eftir lifum og styrkasta stoð Matthíasar þessa erf- iðu mánuði er hún Steinunn. Ég verð að nota þetta tækifæri til að þakka henni innilega og af heilum hug hversu vel hún annaðist bróður minn. Guð blessi þig fyrir það, elsku Steinunn mín. Blessuð sé minning Matthíasar bróður. Hugheilar kveðjur frá börn- unum mínum og fjölskyldum þeirra. Guðmundur Sæmundsson. Matti var alltaf flottur. Frá því hann skálmaði um menntaskólann, hár og svartur, vakti hann athygli, og í kaffihúsasamræðum og fyrstu greinum hans birtust hvassar skoð- anir og skörp hugsun. Hann fór mik- inn í bæjarlífi Reykjavíkur, en var líka maður langra samræðna um það sem skipti viðmælendurna máli. Stórhugur og næm lund vógu salt í svo stórum skömmtum að engum gat verið sama. Matthías vakti at- hygli okkar sem annarra með skarpri greiningu og ástríðufullum meiningum um bókmenntir og menningu samtímans. Tíminn var 9. áratugurinn, enn einn tími endur- mats og uppstokkunar. Hann leitaði uppi merkingar handan við það sem blasir við, sökkti sér æ dýpra inn í söguna og velti upp öllum steinum hennar þannig að gleymdar hliðar komu í ljós og lesandanum birtist hugmyndaheimur horfinna alda, lýstur bæði að innan og að utan frá sögulegri sýn. Hann birti okkur galdra, upplýsingu, glæpi og sturlun í margræðu ljósi, sættist aldrei við einfaldar skýringar en dró fram mótsagnir og takmarkanir hvers tíma og dró fram safann úr gömlum gulnuðum blöðum. Í rannsóknum sínum færðist hann smám saman nær samtímanum aftur og síðustu árin glímdi hann við að skilja vélar nútímans og hvernig menn hafa reynt að virkja þær til almennra hagsbóta. Hann valdi sem spegil þeirrar sögu að rannsaka ævi Héð- ins Valdimarssonar, sem á milli- stríðsárunum hafði skýrustu sósíal- demókratísku sýn allra stjórnmála- foringja. Glíma Matthíasar við duldar og máðar merkingar og samspil dimmra og bjartra afla var líka glíma hans við sjálfan sig, og gekk oft nærri honum. En honum tókst að losa sig við sjálfseyðilegginguna án þess að draga úr sinni skefjalausu þekkingarleit. Hún flaug áfram um hugmyndaheima og samfélagssvið, um leið og hún fann sér kjölfestu í hvunndagslífinu með Steinunni, Nönnu Elísu og Jóhönnu Steinu. Ást og sálufélag hans og Steinunnar gerði heimili þeirra að vinsælum samkomustað, þar sem aldrei þraut skemmtileg umræðuefni og líka gat verið gott að þegja. Það var nefni- lega svo góð nærvera af honum Matthíasi. Hann fór alltaf á flug í samræðum við vini og kollega en skemmti sér ekki síður vel með börnum, sem hann talaði við af virð- ingu og áhuga fyrir áhugamálum og skoðunum þeirra. Frjór andi hans óx ekki síst í hæglátu einkalífi hin síðustu ár, fagurkerinn Matthías naut þess að fegra sitt nánasta um- hverfi, og jafnframt efldist sköpunin útávið - í ritum, kennslu og þátttöku í menningarumræðu. Matthías var einn helsti sérfræð- ingur þjóðarinnar á breiðu sviði, en varð aldrei sérhæfingunni að bráð. Pólitísk ástríða æskuáranna dofnaði aldrei og festist ekki í klisjukennd- um viðhorfum né breyttist í flat- neskjulegan þjóðmálaáhuga. Um leið og Matthías varð æ vandvirkari akademískur fræðimaður, var hann alla tíð framkvæmdamaður og vildi að menningarumræðan væri lifandi í samtímanum. Þess vegna varði hann ómældum kröftum til að koma upp vefmiðli (kistan.is), þar sem menn- ingargagnrýni og akademísk um- ræða eiga farveg saman. Við skilnaðarstund munum við verk hans en þó einkum manninn sjálfan. Við munum ögrandi stríðni hans og undurnæmni á fólkið í kringum sig. Við munum manninn sem hefur auðgað fjölskyldu okkar með dýpt sinni í mannlegum sam- skiptum, með blíðu sinni og tillits- semi og einstakri getu til að skapa fallega stemningu í kringum sig. Kristín Ólafsdóttir, Gestur Guðmundsson. MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okk- ur samúð, vináttu og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR LAXDAL JÓHANNESDÓTTUR, Hrafnistu í Reykjavík. Jóhanna Sæmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingvi Hrafn Magnússon, Herdís Berndsen og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS GUÐMUNDSSONAR, Árskógum 8. Sérstakar þakkir færum við, fyrir frábæra um- önnun og vináttu, starfsfólki hjúkrunarheimilis- ins Skógarbæjar, Árskógum 2. Sigrún B. Ólafsdóttir, Dóra Hilmarsdóttir, Helgi Pétursson, Ólöf Hilmarsdóttir, Sigursteinn Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ERLU SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Ofanleiti 29, Reykjavík. Jakob Þ. Pétursson, Edda Björnsdóttir, Viðar Pétursson, Lovísa Árnadóttir, Lilja Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS HANNESSONAR, Grenivöllum 12, Akureyri. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurlína Jónsdóttir, Þórarinn Höskuldsson, Jón Hafþór Þórisson, Tinna Þórarinsdóttir, Rakel Þórarinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.