Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 45
Þegar ég hugsa til Matthíasar
frænda míns þá fyllist ég þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast hon-
um.
Þegar við bræðurnir vorum yngri
fannst okkur hann vera mjög leynd-
ardómsfullur og athyglisverður
maður, og þegar við fréttum af skrif-
um hans um galdra þá fannst okkur
alveg eins líklegt að hann byggi yfir
töframætti sjálfur.
Mér fannst frændi minn vera
sannkölluð hetja meðan á veikindum
hans stóð.
Mér er það minnisstætt þegar
hann sagði að hann kysi frekar orr-
ustuna en höggstokkinn.
Hann barðist svo sannarlega
vasklega þar til yfir lauk.
Alltaf þegar við komum í heim-
sókn til Matta og Steinunnar tóku
þau á móti okkur bjartsýn og sterk.
Mér finnst Matthías hafa verið
merkilegur maður, ekki eingöngu
fyrir það sem hann kom í verk, held-
ur einnig fyrir það sem hann var.
Við erum stoltir af því að hafa átt
hann sem frænda og biðjum Guð að
blessa minningu hans.
Arngrímur Jón og
Matthías Rúnar Sigurðssynir.
Látinn er eftir baráttu við
krabbamein ástkær frændi og vinur
Matthías Viðar Sæmundsson.
Margs er að minnast þegar horft
er yfir farinn veg. Við Matthías er-
um alin upp í sama umhverfi á Sel-
fossi. Í huganum minnist ég hans
sem bróður. Sem börn lékum við
okkur saman. Það var margt brallað
ásamt Gísla bróður mínum. Við
stofnuðum okkar eigið íþróttafélag,
til þess að við gætum keppt hvert við
annað í sömu íþróttagreinum. Í þá
gömlu góðu daga fórum við saman í
berjamó, það voru miklar ferðir því
þá fengum við að fara út yfir á og
upp í kletta.
Leið Matthíasar lá til Reykjavík-
ur í nám. Við hittumst sjaldnar eftir
það en héldum góðu sambandi í
gegnum mömmu hans og pabba á
Birkivöllunum. Matthías var sólar-
geislinn í lífi þeirra. Hann kom oft
heim á Birkivelli, til að læra, skrifa
og njóta hvíldar um lengri og
skemmri tíma. Stundum kom hann
niður úr griðastað sínum á efri hæð-
inni og spjallaði um stund, en ef
hann var niðursokkinn í pælingar
sínar gat ekkert raskað einbeitingu
hans.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá að ferðast með Jóhönnu
fósturmóður Matthíasar í heimsókn-
ir til hans þegar hann var við fræði-
störf erlendis. Það er ómetanlegt að
eiga þær minningar. Þá var margt
skrafað og mikið hlegið. Meðal ann-
ars fórum við í heimsókn til Matth-
íasar í Jónshús í Kaupmannahöfn
þegar hann dvaldist þar. Sú ferð er
ógleymanleg fyrir margra hluta sak-
ir. Síðasta ferðin sem við Jóhanna
fórum saman á erlenda grund var til
að heimsækja Matthías, Steinunni
og dætur þeirra í Edinborg í októ-
ber 2002. Haustið síðasta var Matth-
íasi erfitt, fárveikur fylgdi hann Jó-
hönnu móður sinni til grafar. Við
áttum saman góða stund rétt fyrir
jólin þar sem við gátum rætt sorgina
og söknuðinn en jafnframt glaðst yf-
ir því að eiga saman minningar um
yndislega móður og frænku. Ekki
æðraðist Matthías yfir sínum veik-
indum, heldur tók þeim með mestu
rósemi. Það var mikið gæfuspor fyr-
ir Matthías þegar Steinunn kom inn
í líf hans.
Það var yndislegt að fylgjast með
sambandi þeirra og þeim ríkulega
ávexti sem það bar. Góðu sambandi
Matthíasar og Steinunnar bera þær
vitni Nanna Elísa og Jóhanna
Steina.
Megi algóður Guð styðja þær og
styrkja í sorg þeirra og söknuði.
Sigríður Jónsdóttir.
Mig langar að helga nokkrar línur
minningu Matthíasar Viðars Sæ-
mundssonar. Mig skortir orð, ég átti
einhvernveginn von á að hann sigr-
aðist á sjúkdómi sínum, að minnsta
kosti um hríð.
Matthías Viðar var stór maður
með stóra sál, tilfinningaríkur og
fluggáfaður, yfir honum alltaf glæsi-
leiki, tign, stolt. Ég kynntist Matth-
íasi þegar ég var við nám í háskól-
anum, það var eitthvað við
fyrirlestrana hans sem kveikti al-
gerlega í manni, vitræn ástríða og
ákafi, skörp greining og andóf. Ég
skrifaði BA-ritgerð hjá honum þótt
ég hefði raunar ekki íslensku að að-
alfagi; hann hafði afburðagott vald á
flóknum hugmyndum og íslensku
máli og stíl og það var gott að vera
undir handleiðslu hans. Matthías
reyndist mér alla tíð ákaflega vel,
hann var heill maður, maður orða
sinna og stóð við það sem hann
sagði; hann var ekki sérlega form-
legur, lítið gefinn fyrir strangar etí-
kettur, algerlega laus við sjálfhælni
og hræsni var ekki til í honum en
aftur mikill eldmóður sem smitaði út
frá sér og karlmennska, sönn karl-
mennska sem felur í sér ákveðna
tegund af viðkvæmni. Leiðir okkar
lágu síðan saman þegar hann gerð-
ist frumkvöðull á sviði netmiðlunar á
Íslandi, hann opnaði heimasíðu sem
síðan varð að vefriti um hugvísindi,
síðan fór það vefrit, Kistan, á al-
mennari vettvang og eftir það kom
ég að því með beinum hætti og rit-
stýrði um nokkurt skeið. Í þessu
sem og öðru sem Matthías tók sér
fyrir hendur var sama óeigingirnin
og sama eljan og örlætið, hann gerði
ekkert fyrir eigin hag, stundum
fannst mér að fólk næði hreinlega
allsekki upp í hann, botnaði ekki í
honum, fyrir utan að ég er ekki viss
um að allir átti sig á hvað hann var
frábær rithöfundur og hugsuður.
Matthías var grand, vinur vina
sinna, hann var stór en hann átti líka
til hvassan tón, mjög beittan, sem
sveið undan, margir voru held ég dá-
lítið smeykir við hann. En hann var í
raun einstaklega víðsýnn og í
lengstu lög tilbúinn að taka viljann
fyrir verkið, sýna skilning fremur en
að fordæma. Sem menntamaður
náði hann mikilli yfirsýn án þess að
glata ákafanum og ástríðunni eða
ofsanum, hlutirnir voru mikilvægir í
augum Matthíasar, bókmenntir þar
á meðal; margir fyrirlestrar hans
eru mér ógleymanlegir og sumir
urðu að greinum og bókum sem eru
slétt sagt með því langbesta sem
hefur verið skrifað um íslenskar
bókmenntir og menningu. Sem rit-
höfundur hafði hann alveg sérstak-
an stíl sem engu líkist en er blanda
af fornu og nýju, í skrifum hans er
hnífsbit, alvara, ef þetta skortir eru
skrifin tómt glundur. Enginn skrif-
aði um bókmenntir og menningu
með sama hætti og Matthías Viðar,
það hafði enginn sama næmi og inn-
sýn í tímann sem við lifum, enginn
náði jafn vel að tengja íslenska hefð
og nýjar hugmyndir. Það er skarð
fyrir skildi, við erum fátækari, við
erum miklu fátækari.
Matthías varð gæfumaður og
eignaðist fjölskyldu.
Fyrir þremur vikum kom Matth-
ías með konu sinni og dóttur í mat á
heimili mitt, það var í síðasta skipti
sem ég sá hann, hann leit vel út og
alltaf sami baráttuandinn í honum.
Sonur minn og dóttir Matthíasar
náðu vel saman þetta kvöld, Matti
var búinn að panta sér tengdason og
sá ráðahagur virkaði vel á Jóhönnu
Steinu og Stefán. Rétt þar áður
hafði húmoristinn Matti leikið mig
grátt í símtali, gabbað mig upp úr
skónum, það var gott á mig. Við
föðmuðumst að skilnaði en ég hélt
ekki að ég væri að kveðja hann fyrir
fullt og allt. Í dauðanum eru menn
fullnaðir, skrifaði hann einhvers-
staðar, ég sakna Matthíasar, fjöl-
skyldu hans votta ég mína dýpstu
samúð.
Hermann Stefánsson.
Þegar mælt er eftir Matthías Við-
ar Sæmundsson er sízt við hæfi að
fara krókaleiðir í kringum hlutina,
tala af einhverri sérstakri varúð um
eitt og annað, læðast í launkofum.
Slíkt væri óvirðing við persónugerð
af hans tagi. Matthías var enginn
felumaður í framgöngu eða viðhorf-
um, þótt hann kynni reyndar vel að
meta myrkar líkingar og vísanir í
forna feiknstafi. Á slíkan leik mætti
að sjálfsögðu bregða – og þá í nafni
ótal eftirminnilegra samræðna.
Um þær mundir sem leiðir okkar
skárust í fyrstu, háði hann tíðum
harða glímu við skuggavættir, hið
ytra sem innra. Að hætti sígildra ör-
lagavalda í ævintýrum og goðsögum
lögðu tröllin fyrir hann þrautirnar
þrjár – og vafalaust vel það, því und-
ir öllu saman reri kappsamlega sá
gamalkunni guð sem ekki er ætíð
bendlaður við meðalhófið. Það sóp-
aði að Matthíasi í sálarstyrjöldum
hverskonar, hann lifði geyst, virtist
hvergi deigur og þótti á stundum
hvass, ögrandi og vægðarlaus í tali.
Hann kom þó ætíð fram sem örlátur
félagsbróðir og jafningi, hver sem í
hlut átti; fáum duldist sú hlýja og
vinfesta sem honum var innst inni
eiginleg, og þeir sem höllum fæti
stóðu í mannfélaginu áttu í honum
öruggan málsvara. Annað veifið var
því líkast sem hann kappkostaði vit-
andi vits að sýna sjálfum sér, sam-
ferðamönnum sínum og umhverfi
öllu í tvo heimana, bókstaflega talað:
opinbera allt, varpa kyndlinum án
miskunnar inn í þau ljósfælnu
skúmaskot sem dyljast í hverri
mannssál, hversu vammlaus sem
hún læzt vera. Skeggræður hans við
slík tækifæri, á stundum blandaðar
nokkurri ertni, var auðvelt að mis-
skilja og mistúlka, og man ég slíks
dæmi af sjálfum mér og öðrum.
Fólki, sem ekki þekkti Matthías
þeim mun betur, var naumast láandi
þótt því litist ekki ætíð á blikuna; en
þeir, sem nær honum stóðu, gengu
þess ekki duldir að í sömu svipan
gekk hann svo nærri sjálfum sér að
það var með hríðum áhyggjuefni.
Undrum sætti að vinnuþreki hans
og afköstum virtust nálega engin
takmörk sett, hvað sem á dagana
dreif.
Þær dýrmætu heillastundir
gengu síðan í garð fyrir allmörgum
árum, að líf Matthíasar leitaði
styrks og jafnvægis, hann vann bug
á bragðvísi og þrautum trölla og sté
fram úr Skuggabjörgum heill á húfi,
hverjum manni vaskari, enda kom
nú æ skýrar í ljós hvern öðling hann
hafði að geyma. Menn vissu reyndar
fyrir, hvílík hamhleypa hann var á
vettvangi menntanna, orðlagður og
með afbrigðum vinsæll fræðari,
frjór boðberi nýmæla, en þar að auki
bar nú hátt æðrulaust karlmenni,
sem jafnframt var viðkvæmur fag-
urkeri, fordómalaus og skilningsrík-
ur, ljúfur og nærgætinn heimilisfað-
ir, prúðmenni í háttum og umfram
allt drengur góður.
Stundum er sagt um suma menn
að þeir láti sér ekkert mannlegt
óviðkomandi. Matthías Viðar Sæ-
mundsson tók sér manninn beinlínis
nærri, þjáningar hans, þverstæður
og duttlunga, og sá eiginleiki skýrir
að nokkru öll blæbrigði lífs hans,
bæði fyrr og síðar. Öll afskipti
Matthíasar af bókmenntum og
heimspeki voru skýrt mörkuð þeirri
íhygli sagnfræðings og sálkönnuðar
sem hugar grannt að kenndum
mannsins og kjörum, kvöl hans og
gleði á hinum ýmsu tímaskeiðum
sögunnar, sjálfu því frumafli sem er
undirrót listanna. Á þessu sviði var
hann síspyrjandi, síleitandi og að
sama skapi gjöfull á það sem hann
frétti og fann. Óvenju rík athyglis-
gáfa, atorka og forvitni um alla
mannlega háttsemi og hugmyndir,
settu ævinlega persónulegt kenni-
mark á fræði hans, hvort sem hann
skyggndist til hærri sviða eða kann-
aði hin torræðu og myrku djúp
mannssálarinnar. Ekkert var sjálf-
gefið, allt þurfti nánari rannsóknar
við.
Mikil hamingja, mannheill og far-
sæld ríkti í ranni þegar dauðameinið
kvaddi skyndilega dyra fyrir tæpu
ári. Þegar sýnt var hvílík átök
kynnu að vera í vændum, varð
Matthíasi að orði að alténd væri
skárra að heyja tvísýna orrustu en
að ganga vísvitandi til aftöku. Í þeim
þungbæru veikindum, sem í hönd
fóru, hélt hann lengst af ótrúlegu
vinnuþreki, var gefandi, glaður og
reifur, og mælti aldrei æðru; einna
næst því mun hann kannski hafa
komizt í símtali við mig eitt sinn,
með orðalagi frá Örlygsstöðum,
þegar augljóst var að til hins verra
hlaut að horfa um líðan hans: Þetta
ætlar að verða langur kjölur að klífa.
Margs er að sakna og margt að
þakka, og hrökkva skammt orðin
ein. Nú ríkir um sinn harmur í húsi,
en frjó návist mikils anda mun þegar
frá líður verða þeim Steinunni,
Nönnu og Jóhönnu Steinu sá styrk-
ur sem góð minning getur beztan
veitt.
Þorsteinn frá Hamri.
Ég man vel eftir þeim skiptum
sem ég fór með mömmu í heimsókn,
lítil hnáta í kjallaraíbúð í Hlíðunum.
Þar bjó Matthías Viðar, vinur henn-
ar úr Háskólanum, en þau deildu
alla tíð ástríðunni á íslenskri tungu,
bókmenntum og straumum og
stefnum þeim tengdum.
Þegar mamma mín, Jóhanna
Sveinsdóttir, lést sviplega fyrir níu
árum var hún einmitt að vinna að
mastersritgerð um súrrealisma í ís-
lenskum bókmenntum undir leið-
sögn vinar síns Matthíasar. Ég fann
og vissi alla tíð hvað vinátta þeirra
var sterk og þegar mamma talaði
um Matthías fannst mér ætíð nánast
eins og hún væri að tala um litla
bróður sinn því í talinu fólst mikil
væntumþykja og virðing í bland við
móðurlegar tilfinningar. Þegar þau
hittust síðast árið 1994, er mamma
kom í stutta heimsókn frá Frakk-
landi þar sem hún bjó síðustu árin,
voru þau einmitt eins og tvö prakk-
araleg systkin sem gátu varla beðið
eftir að segja hvort öðru frá prakk-
arastrikum hins. Ég á mynd af þeim
þar sem þau sitja á gólfinu hjá
Ragnheiði vinkonu sinni í Sögu-
félaginu og gleðin og kátínan ljómar
úr andlitum beggja.
Nokkrum mánuðum síðar bar
Matthías kæru vinkonu sína til graf-
ar og önnur Jóhanna, móðir hans,
lést einungis nokkrum mánuðum á
undan honum sjálfum úr sama sjúk-
dómi.
Matthías skilur hins vegar eftir
hér hjá okkur sólargeislann Jó-
hönnu Steinu sem fæddist sumarið
2001 og fyrir hana og fjölskyldu sína
háði hann hetjulega baráttu fyrir lífi
sínu en á endanum hafði sjúkdóm-
urinn betur.
Elsku Steinunn, ég sendi þér, Jó-
hönnu og Nönnu mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið góðan Guð
að blessa ykkur og styrkja í hinni
miklu sorg.
Það er þó einhver huggun harmi
gegn að vita til þess að mömmurnar
tvær, mín og hans, bíða elsku Matth-
íasar með útbreiddan faðminn á
himnum og það verða fagrir endur-
fundir.
Matthías lifir áfram í verkum sín-
um, í litlu Jóhönnu og öllum þeim
góðu minningum sem við eigum um
hann.
Þín
Hanna.
Í dag kveðjum við Matthías Viðar
Sæmundsson, mikinn öðling sem
var stór í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur.
Fyrir hugskotssjónum renna
myndirnar. Fyrst af feimna skóla-
drengnum austur á Selfossi sem
gjarnan hélt sér til hlés þegar ærslin
voru mest í öðrum krökkum. Seinna
myndin af hlýja og notalega sam-
kvæmismanninum, geðríkum en
glaðlyndum, leiftrandi í samræðum
og skemmtilega stríðnum. Enn liðu
árin þar til fyrir einum sjö árum að
sameiginlegt hugðarefni varð til
þess að leiðir lágu saman að nýju.
Litlu síðar komumst við á snoðir um
að ástir hefðu tekist með Matthíasi
og okkar traustu vinkonu Steinunni,
og hann í þann veginn að verða
stjúpfaðir Nönnu, æskuvinkonu af
Kaplaskjólsveginum.
Eftir á að hyggja er eins og þetta
hafi allt átt að gerast eins og það
gerðist, að sá sem öllu ræður hafi
verið búinn að ákveða að láta Matth-
ías finna hamingjuna með Steinunni
og skila okkur öllum í örugga höfn
vestur í Landakoti. Fyrir þau tíma-
mót á liðnu hausti á séra Jakob Rol-
land miklar þakkir skilið, svo og fyr-
ir allar þær jákvæðu hugleiðingar
sem milduðu eins og mögulegt var
tilhugsun okkar um þá skilnaðar-
stund sem kynni að vera fram und-
an. Löngunin til að þroskast og taka
framförum, bæta sjálfan sig og gera
öðrum lífið innihaldsríkara, markaði
lífshlaup Matthíasar. Fyrir þann
ásetning uppskar hann ríkulega.
Um leið og það tók hann sárt að sjá á
bak því lífi sem farið var að leika við
hann á öllum sviðum, huggum við
okkur við að það skuli einnig hafa
skipt hann máli að fá að kveðja í
faðmi sinnar eigin fjölskyldu, um-
vafinn kærleika og hlýju, sáttur við
Guð og menn. Við kveðjum góðan
dreng með þakklæti fyrir þá fallegu
minningu sem hann skilur eftir í
hjarta okkar.
Garðar, Kristín og
Þorgerður Guðrún.
Aldrei hafa tíðindi slegið mig jafn
illa og þegar ég spurði veikindi
Matthíasar Viðars síðastliðið sumar.
Það var ljóst frá upphafi að um líf og
dauða var að tefla, svo alvarlegt var
ástand hans þá þegar orðið. Matth-
ías Viðar hafði dvalist erlendis
ásamt konu sinni mánuðina á undan
og við því ekki hist augliti til auglitis
í nokkurn tíma en þó verið í reglu-
legu sambandi.
Við Matthías Viðar kynntumst
fyrir einhverjum áratugum síðan og
fundum strax til mikils skyldleika
enda lifðum við báðir á ystu brún á
þeim árum eins og hver dagur væri
okkar síðasti. Kunningsskapur okk-
ar var góður en það var ekki fyrr en
síðar þegar líf okkar beggja hafði
tekið nýja stefnu og virkilegur lífs-
vilji hafði vaknað hjá okkur báðum
að kunningsskapur okkar þróaðist
út í nána vináttu.
Það var ótrúlegt að kynnast
Matthíasi nánar eftir þessi hvörf í
lífi okkar beggja. Hann hafði ævin-
lega verið mjög dulur á tilfinningar
sínar og varið þær með kaldhæðn-
islegu viðmóti. Mig rak nánast í
rogastans að fylgjast með innilegri
og fölskvalausri ást hans á Steinunni
Ólafsdóttur sem sannarlega varð
Konan í lífi hans. Hann fór aldrei
dult með ást sína og mátti hver sjá
sem vildi. Hjartasárið sem mér
fannst Matthías alltaf bera sást ekki
lengur og hann var fullur lífsgleði og
starfsorku.
Þótt vinátta okkar væri bundin
sterkum böndum þegar veikindin
uppgötvuðust einkenndust sam-
skipti okkar oft af léttúð og glettni
sem virtist okkur báðum eiginleg.
Það var ómetanlegt að eiga þess
kost að eiga enn dýpri og einlægari
samræður við Matthías áður en
hann kvaddi okkur öll. Matthías Við-
ar barðist allt til enda af mikilli reisn
en gerði sér ljósa grein fyrir alvar-
legum veikindum sínum og við
ræddum mikið um líf og dauða og þá
glímu sem hann átti í. Vissulega var
hann miður sín að þetta skyldi
henda hann loks þegar hann var orð-
inn hamingjusamur með yndislegri
konu og hafði eignast sitt fyrsta
barn og stjúpdóttur. Það var aðdá-
unarvert að fylgjast með hvernig
honum tókst að beina þessum erf-
iðleikum í jákvæðan farveg og játa
þakklæti sitt fyrir að hafa fengið
þennan tíma í hamingjusömu sam-
bandi við konuna sem hann elskaði
svo heitt og dætur sínar sem hann
unni af öllum hug.
Það verða aðrir til að fjalla um
störf hans en Matthías Viðar var
merkur fræðimaður, víðsýnn og for-
dómalaus og umfram allt ákaflega
leitandi og lokaðist aldrei inni í fíla-
beinsturni fræða sinna. Áhugi hans
á lífinu og örlögum annars fólks var
hans driffjöður. Allir sem til verka
hans þekkja vita um greind hans og
innsæi og umfram allt frumlega og
frjóa hugsun.
Það má hiklaust segja að Matth-
ías hafi kvatt á hátindi lífs síns og
með mikilli reisn en eftirsjáin er
mikil. Aldrei hef ég þurft að kveðja
jafn kæran vin. Þar fór góður dreng-
ur.
Við hjónin og fjölskylda okkar
vottum Steinunni, Nönnu og Jó-
hönnu Steinu, vandamönnum og vin-
um innilegustu samúð.
Jóhann Páll Valdimarsson.
Kveðja frá heimspekideild
Síðastliðið sumar bárust þær
fréttir til landsins að Matthías Viðar
Sæmundsson, sem var í rannsókn-
arleyfi erlendis, hefði greinst með
krabbamein. Hann kom ásamt fjöl-
skyldu sinni fljótlega heim til að-
SJÁ SÍÐU 46