Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 46

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ hlynningar. Nú skyldi barist og það gerðu þau hjónin, Steinunn Ólafs- dóttir og Matthías Viðar. Matthías Viðar var dósent í ís- lenskum bókmenntum við heim- spekideild Háskóla Íslands. Eins og svo margir aðrir kennarar hafði hann kennt í framhaldsskólum eftir að hafa lokið kandídatsprófi í ís- lenskum bókmenntum 1980. Að því loknu stundaði hann nám í saman- burðarbókmenntum við háskólann í Montpellier og kenndi íslensku við háskólann í Róm. Árið 1985 var hann ráðinn lektor við Háskóla Ís- lands og varð hann dósent 1991. Matthías var einn afkastamesti fræðimaður háskólans á sviði hug- vísinda. Hann skrifaði og ritstýrði mörgum bókum, gerði heimilda- myndir, flutti pistla í útvarpi og hélt erindi á ráðstefnum svo það helsta sé nefnt. Hann var óragur við að takast á við nýjungar og var löngum í fararbroddi í þeim efnum. Nægir að nefna að hann var stofnandi vef- ritsins Kistan.is og sú valgrein í bók- menntum sem hann hugðist bjóða nemendum sínum upp á nú á vor- misseri, ef heilsan hefði leyft, bar heitið Blogg, blogg, blogg! Í veik- indum sínum skrifaði Matthías Við- ar fjölda greina um rúnalýsingar og heimsmynd og táknheim rúna í Les- bók Morgunblaðsins. Á sama tíma var hann að hamast við að ljúka bók um Héðin Valdimarsson og samtíð hans. Sem deildarforseti hvatti ég hann til að sækja um framgang í prófessorsstarf sem hann hefði get- að orðið fyrir mörgum árum hefði hann viljað, svo afkastamikill var hann í rannsóknum á fræðasviði sínu. En í þessum efnum var Matt- hías Viðar hógvær. Hann svaraði mér því til að það myndi hann gera þegar hann hefði lokið við handrit- inu að bókinni um Héðin – og nefndi febrúar eða mars á þessu ári. Hann lést 3. febrúar. Framlag Matthíasar Viðars til rannsókna á íslenskum bókmenntum var mikið og merki- legt. Hann átti örugglega margt ógert í fræðunum þótt margir hefðu þakkað fyrir að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana. Það er þó huggun gegn harmi að þótt fræðimaður falli frá, stundum langt um aldur fram eins og Matthías Við- ar, lifa verk hans og munu þau halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Ég man vel eftir því á háskóla- útskrift í júní fyrir tæpum þremur árum þegar Matthías Viðar, þá for- maður íslenskuskorar, kynnti mig, fullur stolti, fyrir glæsilegri eigin- konu sinni, Steinunni Ólafsdóttur. Lífið blasti við þeim hjónunum. Þeim fæddist lítil dóttir, Jóhanna Steina, og auk þess eignaðist Matth- ías Viðar stjúpdótturina Nönnu El- ísu. Það er einum of sárt að hugsa til þess að Matthías Viðar sé fallinn frá tæplega fimmtugur að aldri. En honum auðnaðist það að upplifa lífs- hamingjuna með fjölskyldu sinni þótt hann fengi ekki að njóta hennar lengi og hann skilaði drýgra ævi- verki á stuttri ævi en flestir aðrir. Fyrir hönd heimspekideildar færi ég Steinunni, dætrunum og fjöl- skyldunni allri, okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum okkar ljúfa félaga og sam- starfsmann, Matthías Viðar Sæ- mundsson. Anna Agnarsdóttir, deildarforseti. Haustið 1979 komu nokkrir ungir kennarar til starfa við Fjölbrauta- skólann á Suðurnesjum. Í þeim hópi var hár og grannur maður, dökkur á brún og brá, og oftast svartklæddur mitt í litadýrð áttunda áratugarins. Hann þótti slíkt glæsimenni að ráð- settar konur á Suðurnesjum fengu roða í kinnar og fóru hjá sér þegar þær nefndu nafnið hans: Matthías Viðar. Ég þekkti Matthías ekkert þegar fundum okkar bar saman í nýja skólahúsinu í Keflavík; vissi raunar bara að hann hafði verið maóisti – og tók honum því af viðeigandi tor- tryggni gamals Æskulýðsfylkingar- félaga; hef sennilega gert ráð fyrir að í vinnunni yrði hann forkólfur um að menn tækju upp sjálfsgagnrýni á kennarafundum en útlegði í tóm- stundum ritgerðir Maós fyrir alþýð- unni á svipaðan hátt og brautryðj- endur maóismans hérlendis: „Höfuðmóthverfan er hlutveruleiki grundvallarmóthverfunnar.“ En tor- tryggni mín gufaði fljótlega upp. Sem sósíalisti hafði Matthías ekki aðeins skömm á misskiptingu auðs- ins heldur og illan bifur á valdhöf- um. Bæri okkur á milli í pólitískum vangaveltum snerust deilurnar sennilega frekast um hvaða skáld hefði orðað best þær hugsanir sem á sóttu; hjá Matthíasi endaði öll um- ræða í skáldskap ef hún hófst ekki þar, í hans eigin skáldsýnum eða annarra. Sem kennari var Matthías af- burðamaður – bara ef hann fékk að vera í sínum bókmenntum en var ekki píndur til að kenna setning- arfræði í anda Chomskys. Í valá- föngum, sem hann kallaði afþreying- arbókmenntir, las hann með nemendum verk höfunda eins og Þorgils gjallanda, Jóns Trausta og Guðrúnar frá Lundi en kafaði í skylduáföngum í sögur Gunnars Gunnarssonar, Thors og Geirs Kristjánssonar. Honum þótti vænt um nemendur og miðlaði til þeirra eigin ást á bókmenntum og djúp- stæðri þörf sinni fyrir leit að svörum er varpað gætu ljósi á tilveru mannsins og gert hana bærilega. Árangurinn lét ekki á sér standa; aðrir kennarar höfðu ekki flóafrið fyrir krökkum sem vildu fá lánaðar bækur um Kierkegaard, Nietzsche, Sartre, kristilegt táknmál, módern- isma og raunsæi. Sem vinnufélagi var Matthías einkar þægilegur og alltaf til í að brydda upp á nýjungum. Einu sinni ákváðum við að kenna saman nem- endahópi sem var kominn langt í námi. Viðfangsefnið var nútímabók- menntir og við skipulögðum áfang- ann þannig að við kenndum tvo tíma á víxl. Við skiptum með okkur verk- um og gættum þess jafnan að finna því allt til foráttu sem hitt hafði sagt í næstu tímum á undan. Þetta var konungleg skemmtun og niðurstað- an sú að nemendur töldu okkur yf- irleitt bæði hafa verið á villigötum í túlkun. Því til sönnunar skiluðu þeir jafnvel úrlausnum þar sem málarinn í hópi þeirra studdi rökin glæstum myndum. „Annan eins nemendahóp fáum við sennilega aldrei,“ sagði Matthías við mig fyrir fáeinum árum þegar við rifjuðum einu sinni sem oftar upp Keflavíkurárin og ég minnti hann á stutt verk nemanda um Píslarsögu Jóns þumlungs þar sem klerkur stóð hrjáður fyrir altari og flugurnar sóttu að – en textinn í skugga flugnagersins. Bestur var Matthías þó sem félagi. Er ég kynntist honum var hann dulur um eigin hagi en hlýr, lét sér annt um aðra og studdi þá og hvatti til að hrinda áformum sínum í fram- kvæmd. Barngóður var hann líka. Heima hjá mér var hann lengst af ekki kenndur við bókmenntafræði – enda þótt hann væri flestum af- kastameiri á því sviði – heldur kall- aður „Matthías ferðataska“ af því að hann heillaði einhverju sinni son minn ungan er hann heimtaði að fá að setja hann í tösku sína og taka hann með til útlanda. Lengi vel gekk Matthías á vegum Díónýsusar og í Keflavík kom hann einatt til mín og fékk kaffi og flatkökur, gerðist sú ganga ströng. Þá sóttu hinar stóru spurningar tilvistarinnar gjarna svo á hann að félagahópurinn sat fram á nótt við rökræður um fánýti, guð- leysi og lífsblekkingu – en Matthías sjálfur friðlaus, rótlaus, staðlaus, nokkurs konar holdgervingur þess nútímamanns sem hann hafði svo lengi hugann við í bókmenntunum. Við upphaf síðasta áratugar þegar við urðum aftur vinnufélagar við annan skóla var hann tekinn að þreytast á samneytinu við guðinn forna og hvarf um síðir að fullu frá því. Jafnframt leitaði hugur hans þá meira á vit dulúðar en fyrr. Með Steinunni Ólafsdóttur fann Matthías sér loks sína staði. Seint mun ég gleyma því hve fallega feim- inn hann var þegar hann kom inn á skrifstofu til mín, lokaði dyrunum og tilkynnti mér að þau Steinunn ættu von á barni. Nú þegar við félagar hans sjáum á eftir honum svo alltof, alltof fljótt getum við að minnsta kosti þakkað að Jóhanna litla varð honum áþreifanleg sönnun þess hve vanmátkar allar fánýtiskenningar lærðra heimspekinga geta orðið andspænis iðandi, gefandi lífi. Bergljót S. Kristjánsdóttir. „Við hittumst heilir.“ Þetta voru hans síðustu orð þegar við kvödd- umst fyrir þremur vikum í útidyr- unum á Bárugötunni. Ég var að fara til útlanda og það var létt yfir okkur eftir gott spjall; hann var hressari en ég bjóst við, baráttuglaður þótt hann hefði staðið í átökum við sjúk- dóminn mánuðum saman. Við rædd- um um skólann okkar og fræðin, eins og við höfðum gert oft áður, en líka um persónulegri málefni. Það rann upp fyrir mér að við höfðum nær alltaf hist á vinnustofum okkur í Háskólanum og ég er þakklátur að hafa átt stund með honum á þessu hlýlega heimili, þar sem honum leið svo augljóslega vel með konu sinni og dóttur. Og ég gerði mér von um að við ættum eftir að hittast heilir, að sá mikli andlegi og líkamlegi styrkur sem hann bjó yfir myndi fleyta honum í gegnum þetta stríð. En nú verð ég að senda honum kveðju úr fjarlægri borg. Matthías Viðar hafði kennt um hríð við Há- skóla Íslands þegar ég kom þar til starfa; hann var umtalaður maður og hafði m.a. verið umdeildur blaða- gagnrýnandi. Það rifjast upp fyrir mér nú að við skiptumst svolítið á skoðunum opinberlega á þessum tíma og sýndist sitt hvorum um suma hluti. Ekki létum við það hamla samskiptum okkar og sam- vinnu hið minnsta. Matthías var einkar þægilegur í viðkynningu og ég man að í fyrstu kom það mér svo- lítið á óvart. Það voru vanhugsuð viðbrögð af minni hálfu, kannski mótuð af því að ég kynntist fyrst ýmsum ritverkum hans, þar sem iðulega er skyggnst eftir myrkum hliðum tilverunnar og maðurinn er oftar en ekki á heljarslóð. Með þessu er ég ekki að segja að sá Matthías sem ég síðan kynntist og starfaði með hafi verið allur annar. Maðurinn er flókin vera og ég hygg að Matthías hafi sinnt fræðunum af ástríðu sem á ýmsan hátt spratt af hans eigin tilvistarglímu. Mér er ekki fært að tíunda fræða- störf Matthíasar hér. Um elju hans og afköst verður ekki deilt. Hann var hamhleypa til verka, skarp- greindur, fjölhæfur, stórhuga og djarfur fræðimaður. Hann náði ekki fimmtugu en skilur eftir sig um- fangsmikið æviverk. Við Matthías tókum að okkur ritstjórn „Fræði- rita“ Bókmenntafræðistofnunar fyr- ir allmörgum árum og síðar unnum við að því að sameina tvö hliðstæð námskeið í kennslugreinum okkar, íslensku og almennri bókmennta- fræði, og kenndum hið nýja nám- skeið saman fyrsta árið. Við ætluð- um að kenna það aftur saman á sl. haustmisseri en af því gat ekki orð- ið. Hann vann að þessum verkum af metnaði og heilindum og nú er kom- ið að því – alltof snemma – að þakka góða samvinnu. Matthíasar Viðars verður saknað í Háskólanum. Ég sendi Steinunni konu hans, dóttur þeirra, Jóhönnu Steinu, og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur. Ástráður Eysteinsson. Það var á gráum degi fyrir nærri tuttugu árum að við Matti komum upp úr kjallara Ingólfskaffis í sam- nefndri götu, veitingastað sem þá hafði nýlega verið endurnýjaður, en gestir engir nema við tveir þessa dagsstund. Við höfðum setið niðri í lobbínu, neðan við brattan stiga, í alvarlegum samræðum, eins og svo oft áður; ein- ir og kannski að vonum því tómleiki og smæð hversdagslífins voru ómissandi umgerð fyrir samveru- stundir okkar Matta. Félagi minn var svartklæddur frá hálsi og niður úr eins og hans var háttur á þeim ár- um sem við þekktumst. Og það var þungt yfir honum eins og stundum endranær. Í anddyrinu spurði hann mig utan við efnið hvort ég vildi skrifa eftir hann, ef hann dæi á und- an mér. Til að fá manninn til að hætta þessum leiðindum lofaði ég honum frammi fyrir dagsbirtunni sem við báðir unnum, þótt kunni að hafa verið hvor með sínum hætti, – að verða við beiðni hans. Og nú er komið að því. Mér svellur í brjósti minningin um þennan vopnabróður og vonbiðil gagnvart því óræða, sem deildi með mér víddum handan lífs og raka í hálfan annan áratug, hvort sem hann var nærri eða fjarri. Því miður var frelsið, sem hvor um sig fann hjá hinum, ekki þessa heims. Og Matti reyndi að komast á al- faraleið, þrátt fyrir mótsagnirnar allar sem hann hafði innibyrgt á sinni stuttu ævi. Ég tek niður úr hillu eintak af Byron, sem Matti rakst á hjá mér fyrir margt löngu og hafði í láni í hálft ár eða lengur. Hann skilaði bókinni aftur með daufum blýantsstrikum eins og hans var lag, ef eitthvað hreif hann í hans eigin bókum; ég minnist smágerðrar rithandar, einkar læsilegrar, sem aldrei feilaði hvernig sem ástatt var fyrir honum. Í Kistunni, nettímariti Matta, seg- ir hann í stuttu ágripi á lífshlaupi sínu, að Byron, uppreisnarskáldið breska, hafi afvegaleitt hann. „Hel- vítið hann Byron!“ Í inngangi bók- arinnar, sem ég nefndi, segir Byron um sjálfan sig í snöggsoðinni þýð- ingu minni: Ég hef lifað. Og það ekki til einskis! Mér kann að förlast og kuldi sækja á blóð mitt, þjáningin afhjúpa vanmáttinn sem fas mitt dylur, en þó veit ég hið innra er afl sem dvel- ur og burtu hrekur tímans hörðu raunir, andans líf, er brjóst mitt ei lengur bærist ... Ég þýði, og geri að mínum orðum um Matta í kveðjuskyni, tilvísun í innganginn sem hann hefur strikað við: „Hin bæronska hetja er dæmi- gerð fyrir hinn öfgafulla, róman- tíska uppreisnarmann, einstakling sem á í þrálátri uppreisn gegn sjálf- um sér í nafni síðkomins alræðis ástríðna.“ Vinur minn var af þessu tagi. Árunum fjölgaði og heimurinn varð kollhúfulegri en nokkurn tíma fyrr. Hann kaus að reyna meðalveg- inn. Í dauðanum skipta skilgreiningar ekki máli, en fremur hitt sem við skiljum eftir og enn hefur ekki verið fundin orð. Matti skildi mikið eftir. Nú er komið að okkur. Þorsteinn Antonsson. Matthías Viðar vinur minn er dá- inn. Ég kynntist honum þegar ég ákvað að verða alvöru rithöfundur og fá utanaðkomandi bókmennta- mann til að lesa verk mitt. Þegar ég kom til að fá álit hans sat hann í her- bergi í Háskólanum og sást varla í hann fyrir bókum og pípureyk. Flæði er þín sterkasta og veikasta hlið, sagði hann. Eftir það skildi ég textann minn betur og það var gott að vita að hann var bókmenntir en ekki bara eldgos, jökulhlaup eða bull útí loftið. Gott flæði er einsog ljós- myndavökvi sem flæðir yfir textann svo sagan framkallast. Þegar Matth- ías sá að honum var þakkað á tit- ilsíðu sagðist hann ekki mundu ná lengra í bókmenntalífinu. Svo hló hann. Hann hafði fallegan hlátur og fallega rödd. Röddin var úr rótum bergsins, það var safi í þeirri rót, þessvegna var röddin ekki hrjúf þótt hún kæmi úr berginu, heldur djúp og hlý. Alvarleg rödd og kankvís. Uppúr þessu stofnuðum við dálítið vinasamband. Það var honum að þakka að ég fór á Vífilsstaði í áfeng- ismeðferð og seinna hringdi hann til að leita hjálpar við sama sjúkdóm. Tilað fara eftir reglum tók ég annan með mér, sá var skipstjóri úr Vest- mannaeyjum og Matthías bráðnaði einsog lítið barn. Svo sagði hann sögur meðan við björguðum honum. Við sögðum í gríni að það þyrfti skáld og skipstjóra á galdramann, allavega skipstjóra sem þýddi ekk- ert kjaftæði við. Matthías var alltaf tilbúinn að mæta mér í bókmennta- heimi mínum. Honum þótti vænt um Ellu Stínu í Galdrabókinni. Árum saman reyndi ég að skrifa skáldsögu um eigin geðsjúkdóm en það vafðist fyrir mér því það áttu að vera svo miklar bókmenntir. Matthías las handritið yfir og sagði mér að byrja svona: Pabbi minn hét Jökull og mamma mín Jóhanna. Þetta var svo einfalt að ég kom ekki auga á það. Í þessu var fólgin ákveðin uppreisn sem var eitt aðalsmerki Matthíasar. Hann þráði ekkert heitara en að eignast barn og elska konu. Krafta- verkið gerðist, hann hitti loks konu sem var lík honum sjálfum og þau eignuðust litla dóttur. Ég sá Stein- unni og Matthías fyrst þarsem þau sátu einsog unglingar á tröppum Þjóðleikhússins. Matthías Viðar var meinlætamað- ur og lífsnautnaseggur en líka venjulegur maður sem kunni að hella uppá kaffi. Hann kom óboðinn í fertugsafmælið mitt þegar ég þorði ekki að bjóða fólki. Hann spurði allt- af um strákana mína og talaði um fólkið sitt. Þótt hann virkaði dulur var hann einlægur svo hjarta hans var einsog opin bók þarsem lýsti af stöfunum löngu eftir að þeir hafa máðst út. Matthías var útlits einsog skáldskapurinn holdi klæddur, og haldi einhver að fræði og skáldskap- ur séu aðskilin er það leiðrétt hér með. Og þá má bæta trúnni við. Þótt hann væri stundum í vandræðum með guð fannst honum trúleysi fá- ránlegt; það afmennskaði manninn. Lífsgildi voru honum mikils virði en samt mat hann það hvert einstakt sinn því bókstafstrú er ekki hægt að nefna í sömu andrá og Matthías nema tilað leggja áhersluna á and- stæðuna: Lífið sem flæðir og óskap- ast og engum tekst að hemja, kemur á óvart og umbreytist en líka hið hverfula, titrandi, tvíræða; þannig var Matthías, honum tókst að búa til líf. Einhverntíma hringdi ég, það var áðuren hann veiktist, og sagði að það gengi ekki að við hittumst ekki. Þá sagði Matthías: Það er ekki nauðsynlegt að vera alltaf að hitta vini sína, en það er nauðsynlegt að vita af þeim. Kvöldið eftir að hann dó lét sú hugsun mig ekki í friði að ég ætti eftir að láta einhvern vita að Matthías væri dáinn. Hvern á ég eft- ir að láta vita? hugsaði ég. Sjálfa þig, svaraði ég. Matthías Viðar er ekki dáinn, hugsaði ég mér til mik- illar undrunar. Og þá var skyndilega einsog það væru jól, dauð jörð lifn- aði við, loftið hljómaði einsog þegar gneistar af hrafntinnu, glóandi í myrkrinu og báru með sér hljóm og tár hrukku af hvörmum. Svo þegar ég vil heyra hljóminn segi ég: Matthías er ekki dáinn. Það er ekki allt einleikið, hlutirnir eru ekki bara svartir eða hvítir, þetta tvíeðli, tví- ræðni, en einlægni, þarsem miðað er við stað og stund en ekki einblínt á hugtakið sjálft. Þá kemur brosið, þetta tvíræða kankvísa bros. Og röddin heyrist, jafnvel orðin. Matth- ías kallast fram, eða er það hljóm- urinn? Það sem er á milli, það sem hlustað er eftir. Ég hélt að Matthías yrði allra karla elstur og bókastafl- arnir mundu ekki gera annað en að hækka og pípureykurinn að magn- ast og svo bættist við lítil heilladís sem sæti á hnjám föður síns. Kannski vegna þess að mér finnst að Matthías hafi verið hér á ferli síðan fyrir landnám, eða þá fæddur í gær einsog strákurinn sem veiðir orð úr tímanum. Þau orð ein geta veitt huggun. Ég votta Steinunni, Jó- hönnu og Nönnu mína dýpstu sam- úð. Ísland hefur misst galdrastrák en þær hafa misst eiginmann og föð- ur. Leitum nú að merkingu orðsins huggun svo við getum leyst úr læð- ingi mátt orðsins. Elísabet Jökulsdóttir. Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum, er látinn langt fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Mig langar til að minnast hans í örfáum orðum og þakka fyrir samfylgdina sem því miður varð allt- of stutt. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að starfa með honum í ís- MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.