Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 47
lenskuskor Háskóla Íslands, þar sem við kenndum saman nokkur námskeið um bókmenntir síðari alda og unnum að fjarkennslumálum. Hann var skorarformaður íslensku um skeið og reyndist röggsamur og framsýnn. Við áttum líka gott sam- starf á vettvangi Félags um 18. ald- ar fræði, en hann var einn af stofn- endum þess. Matthías var án efa einn áhrifamesti og frumlegasti túlkandi okkar á fræðasviði ís- lenskra bókmennta síðari alda. Af- köst hans og hugmyndaauðgi voru með ólíkindum og eftir hann liggja yfirgripsmikil rit um bókmenntir og hugarheim Íslendinga allt frá lær- dómsöld og fram á okkar daga. Framan af ritaði hann einkum um módernisma og sagnagerð 19. og 20. aldar, en síðar helgaði hann sig að mestu 18. aldar fræðum, auk rann- sókna á galdraöldinni. Matthías breytti um margt sýn manna á ís- lenska bókmenntasögu og dró fram þætti sem legið höfðu í láginni, ekki síst hið villta, öfgafulla og órökræna sem hefur verið snar þáttur í mann- legri tilveru á öllum tímum, þótt þeir sem trúa á skynsemina eigi stundum erfitt með að viðurkenna það. Matthías lét til sín taka á fleiri sviðum og vann ötullega að netvæð- ingu fræðanna á síðari árum. Hann var stofnandi vefritsins Kistunnar og hafði lag á því að höfða til al- mennings með skrifum sínum, enda hafði hann lifandi áhuga á öllum sköpuðum hlutum. Hann miðlaði fræðunum af ástríðu og sannfæring- arkrafti. Matthías var máttugur töframeistari og rúnafræðingur og margir yngri fræðimenn sóttu inn- blástur til hans. Það voru forréttindi að fá að starfa með slíkum manni og hans verður sárt saknað. Ég færi eftirlifandi eiginkonu hans, Steinunni Ólafsdóttur, dætr- um og fjölskyldu, innilegar samúð- arkveðjur. Matthías var einstakur maður og minningin um hann lifir. Sveinn Yngvi Egilsson. Ég sá Matthías Viðar fyrst fyrir rúmum 25 árum í Árnagarði. Það var sannarlega ekki annað hægt en að taka eftir því hvar sá maður fór því um hann var hægt að segja eins og Sigurður Nordal sagði um Jó- hann Sigurjónsson; Andlitið var svo fagurt, að jafnvel karlmenn gátu ekki að því gert að horfa á það sér til augnayndis ... Matthías átti ýmislegt sameiginlegt með Jóhanni, báðir voru (ný)rómantískir, (meló)drama- tískir bóhemar á yngri árum, báðir voru ólæknandi bjartsýnismenn sem víluðu ekki fyrir sér, fyrr né síðar, að búa til tækifæri þar sem engin voru áður. Fyrri hlutann af kynnum mínum af Matthíasi vorum við ósammála um næstum allt sem máli skipti - en við vorum sammála um að vera það. Matthías átti það til að vera stríðinn, sérstaklega ef viðmæl- andinn tók sig hátíðlega. Hann var hins vegar sjaldan meinstríðinn og rætni átti hann ekki til. Við hittumst ekki oft af því að ég bjó í útlöndum en þegar við hittumst töluðum við mikið saman um fræðin og til- veruna. Það var ekki hægt annað en hrífast af hinum leitandi, opna áhuga Matthíasar á ást og útlegð, einförum og utangarðsmönnum, geðveiki og galdramönnum sem fáir fræðimenn höfðu sinnt og enn færri tengt saman í tilgátum og kenning- um eins og hann gerði. Hann breytti íslenskri bókmenntasögu. Síðasta áratug, eftir að ég kom heim, dýpk- aði og þroskaðist vinátta okkar smám saman og Matthías Viðar varð mér sá vinur sem ég syrgi nú. Hann fann hamingjuna um leið og hann fann Steinunni Ólafsdóttur og hann hlakkaði til að koma aftur til kennslu og hlakkaði til að ljúka við eldri rannsóknarverkefni og byrja á nýjum. Hann gaf okkur mikið og fegin hefðum við viljað endurgjalda honum eitthvað af því. Við Kristján sendum okkar hlýjustu samúðar- kveðjur til Steinunnar og litlu dætr- anna þeirra. Dagný. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 47 ✝ Þorsteinn Lövefæddist á Ísafirði 21. ágúst 1910. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sophus Carl Löve, skipstjóri og vita- vörður á Horni, f. 31. janúar 1876, d. 2. ágúst 1952, og kona hans Agnes Veronika Jónsdóttir, f. 17. júlí 1876, d. 2. apríl 1952. Systkini Þorsteins voru Davíð, sjómað- ur í New York, f. 1. mars 1903, d. 23. mars 1974; Áslaug húsmóðir í Reykjavík, f. 12. júlí 1905, d. 27. nóv. 1984; Soffia, húsmóðir á Ísa- firði, f. 27. október 1907, d. 14. nóv- ember 1999; Áskell, lést nokkurra vikna. Systkini Þorsteins samfeðra: Áskell, dr. í grasafræði og prófess- or við kanadíska og bandaríska há- skóla, f. 20. október 1916, d. 29. maí 1994; Guðmundur, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalagsins, f. 13. febrúar 1919, d. 3. maí 1978; Leó, f. 10. júlí 1921, d. 22. desember 1939; Jón, dr. í lífefnafræði og læknir og prófessor í Kaliforníu í Bandaríkj- unum, f. 27. september 1922; Jak- ob, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 9. febrúar 1927, d. 21. júní 1993, Sigríður, bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 10. feb. 1929; og Svan- um og nemi, f. 16. ágúst 1963. Seinni maður Agnesar var Bene- dikt Árnason leikstjóri, f. 23.12. 1931. Þau skildu. 2) Guðlaug Freyja, kennari, f. 29. júní 1946. Hún giftist Sigurði Þ. Guðmunds- syni skrifstofumanni 10. maí 1972, f. 1. október 1941. Þeirra sonur er Brynjar Karl framkvæmdastjóri, f. 17. september 1973. Sambýliskona hans er Helena Guðrún Óskars- dóttir viðskiptastjóri f. 10. apríl 1975. Dóttir Guðlaugar Freyju er Berglind Einarsdóttir kennari, f. 27. júní 1966. Hennar maður er Gauti Jóhannesson skólastjóri, f. 7. mars 1964. Þeirra börn eru Grettir, f. 15. desember 1991, og Auður, f. 22. júní 1996. Þorsteinn stundaði nám við barna- og gagnfræðaskólann á Ísa- firði og lærði síðan múrverk hjá móðurbróður sínum Þórði Jónssyni og lauk sveins- og meistaraprófi. Hann starfaði sem múrarameistari í Reykjavík framan af ævi. Hann var verkstjóri hjá bandaríska her- námsliðinu frá 1942–1944, eftirlits- maður hjá Sveinasambandi bygg- ingamanna frá 1948–1954. Þorsteinn rak eigið fyrirtæki, Löve-handrið, frá 1954–1964. Hann starfaði um skeið við fast- eignasölu og síðar hjá Landssíma Íslands um áratugaskeið, fyrst við mælingar og síðar sem vaktmaður og húsvörður. Hann tók á yngri ár- um virkan þátt í ýmsum félagsmál- um og var m.a. í stjórn Múrara- félags Reykjavíkur og forseti Sveinasambands byggingamanna. Útför Þorsteins verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. laug, húsmóðir í Reykjavík, f. 18. maí 1919, d. 30. apríl 1987. Þorsteinn kvæntist 12. október 1934 Elínu Vilborgu Jóhannsdótt- ur, f. 30. júlí 1911. Þau skildu. Þeirra sonur er Jóhann Löve, járn- smiður og fyrrv. lög- regluþjónn, f. 30. júlí 1935, kvæntur Sigríði Pálsdóttur, skrifstofu- manni, f. 10. desember 1940. Þorsteinn kvæntist aftur 10. maí 1941 Hólmfríði Sæ- björgu Halldórsdóttur Löve, f. 4. janúar 1917. Hennar foreldrar voru Pálína Sæmundsdóttir ljós- móðir, f. 9. febrúar 1887, d. 1948 og Halldór Sigurðsson, bóndi á Efri Þverá í Vestur-Hópi, f. 29. ágúst 1891, d. 21. apríl 1980. Dætur Þorsteins og Hólmfríðar eru: 1) Agnes, píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Garðar- bæjar, f. 8. febrúar 1942. Fyrri maður Agnesar var dr. Ingimar Jónsson, f. 19.12. 1937, kennari. Þeirra börn eru A) Þorsteinn Ingi- marsson, sölufulltrúi, f. 20. maí 1962, kvæntur Helen Deborah Arsenault verslunarmanni, f. 8. nóv. 1962. Þeirra börn eru Arnór Ingimar, f. 16. júní 1986, og Agnes Tanja, f. 7. júní 1990. B) Jón Ingi- marsson, starfsmaður hjá Aðföng- Hann pabbi er skrýtinn og sköllóttur karl, sem á skinnhúfu og tekur í nefið. Og bleksvart kaffið og brennnivín er það besta, sem honum er gefið. (Jóhannes úr Kötlum.) Hann varð reyndar aldrei sköllótt- ur og ekki tók hann í nefið en öðru af þessum orðum hefði hann vart neit- að, enda kenndi hann mér sjálfur þetta ljóð eins og svo margt annað frá því ég man eftir mér. Hann bæði söng, las upphátt og talaði tungum. Hann hafði mjög gaman af ljóðum og kunni kynstrin öll af skemmtilegum kvæðum, vísum og sögum af sjálfum sér og öðrum skrýtnum samtíðar- mönnum. Sérstaklega er mér minn- isstætt hvað hann hafði mikið dálæti á kveðskap Jóhannesar úr Kötlum, Páls Ólafssonar, Tómasar Guð- mundssonar og stundum fannst mér eins og hann kynni K.N. utan að. Síð- ar varð hann mjög hrifinn af ljóðum Þosteins Valdimarssonar og persón- unni sjálfri. Hann var mjög listelskur og þurfti ekki annað en að koma inn á heimilið hans til að sjá að mikið pláss vantaði upp á að hann kæmi öllum mynd- verkunum sínum fyrir þótt varla sæ- ist í vegg og fáar voru málverkasýn- ingarnar sem hann sá ekki, með okkur eða án. Hann var að vonum stoltur af Agnesi dóttur sinni þegar hann sá og fann hvað ung hún náði tökum á tónlistinni og gat varla valið á milli fiðlunnar og píanósins. Sjálfur lék hann í lúðrasveit sem krakki og söng lengi í kórum. Mörg eru árin síðan hann fór að missa sjón og eftir það gat hann setið tímunum saman og hlustað á klassíska tónlist eða fylgst með á „gömlu gufunni“ sem honum þótti lengi vel eina útvarps- stöðin sem hlustandi var á. Hann gaf sér samt tíma til að hlusta eftir nýj- ungum og ýmislegt annað var farið að ná eyrum hans. Hann fylgdist með þjóðmálunum fram á síðasta dag og hafði alltaf ákveðnar skoðanir á hlutunum en með aldri og þroska gat hann líka skipt um skoðun ef hann hafði til þess haldbær rök. Sjálfur var hann á sínum yngri árum virkur í félags- og verkalýðsstarfi. Hann fæddist á Ísafirði árið 1910. Hann var yngstur af alsystkinum sínum sem lifðu fjögur þegar for- eldrar hans skildu. Þetta markaði vissulega djúp spor í líf þessarar sjó- mannsfjölskyldu. Davíð var elstur þeirra og fór fljótlega eftir þetta til Ameríku og kom ekki aftur til Ís- lands fyrr en þrjátíu og sex árum síð- ar og þá bara í stutta heimsókn. Eft- ir varð hann hjá móður sinni ásamt tveimur eldri systrum, Áslaugu og Soffíu. Það var því sjálfgefið á þess- um tíma að karlmaðurinn á heimilinu yrði fyrirvinna og þrettán ára fór hann að vinna við múrverk. Sveins- bréf fékk hann kornungur og meist- arabréf nokkru síðar. Um tvítugt var hann fluttur til Reykjavíkur og þar vann hann við margar elstu og helstu byggingar í bænum eins og til dæmis Sundhöll Reykjavíkur og elstu bygg- ingu Háskóla Íslands. Sjálfur stofn- aði hann svo sitt eigið fyrirtæki sem hann nefndi Löve-handrið og enn má má sjá þessi steinhandrið prýða hús og garða um land allt. Hann varð þess aðnjótandi að fá vistun á Hrafnistu í Hafnarfirði síð- ustu tæp tvö árin sem hann lifði. Hann talaði oft um að þangað hefði hann viljað fara miklu fyrr. Þannig getum við auðvitað oft hugsað eftir á en þessi orð sýndu aðeins hve vel honum leið á þessum yndislega stað. Hann lifnaði við og naut þess sem hann gat tekið þátt í og umönnunar- innar sem hann fékk. Hann eignaðist vini innan um starfsfólk og vistmenn og þakklátur sagði hann stuttu áður en hann skildi við og þá orðinn fár- veikur: „Ég hefði ekki trúað því að mér ætti eftir að líða svona vel í ell- inni.“ Fyrir vikið nutum við þess að eiga svo víðsýnan og þroskaðan föður sem gat deilt svo mörgu með okkur síðustu árin, umborið, flokkað og skil- ið svo margt. Hann lifði vissulega tímana tvenna eins og hans kynslóð á tækniöld. Hann velti mikið fyrir sér öllum þeim breytingum sem hafa orð- ið og hrökk oft við þegar hann heyrði símana hringja úr vösum okkar. Hann saknaði þess líka að geta ekki kíkt inn í þennan tölvu- eða netheim sem allir töluðu um og alls staðar var vitnað í. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu hans þakka starfsfólki Hrafn- istu í Hafnarfirði fyrir þennan tíma með „góðu fólki á réttum stað“ eins og hann orðaði það stundum sjálfur. Elsku pabbi. Við söknum þín en eigum margar góðar minningar um þig og þú kenndir okkur margt. Fyrir það erum við þakklát. Hvíl í friði. Guðlaug Freyja. Þorsteinn Löve frændi minn hefur tekið stefnuna yfir Bifröst, til sam- funda við eilífðina, þar sem tíminn og amstur hans er að baki. Afi okkar, Jón Þórðarson, sem einhverjir þeir sem enn eru ofar foldu, þekktu af við- urnefninu „kinda og kúa“, fyrir störf hans við „dýralækningar“, varð 94 ára og átti Þorsteinn fáa daga eftir til að jafna líftíma sinn við afa. Þegar ættir tvístrast um landið, hyljast „hrísi … og háu grasi“, þeir gangveg- ir, sem sjaldan eru gengnir. Þor- steinn Löve tróð gangveginn til húsa móður minnar, móðursystur sinnar. Agnes móðir Þorsteins og móðir mín, Jóhanna Amelía, voru elstar af börn- um Jóns afa og var Agnes fædd 1876 en móðir mín 1885. Það er ekki aðeins að gangvegir troðist vel, af þeim sem til vina sækja, heldur eru samvistir ættmenna mikil mannrækt og dýrt hverri manneskju að finna sig eiga í ættingjum sínum hluta af sjálfum sér. Af slíku vex mannhlýja og vinarþel. Ég man Þor- stein frá ég var barn og síðar meir vann ég hjá honum. Margar stundir áttum við með fjölskyldu hans, konu hans Hólmfríði og börnum þeirra, og um leið og fjölskylda mín vottar þeim djúpa og einlæga samúð, viljum við eiga með þeim hlut í þeirra söknuði og sorg, er við kveðjum Þorstein Löve. Jón Ásgeirsson. ÞORSTEINN LÖVE  Fleiri minningargreinar um Matthías Viðar Sæmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarfið hefst aftur í dag kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Bridsaðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngrideildarstarf Linda- kirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugar- daga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. All- ir velkomnir. Fríkirkjan Kefas. 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 10–12 ára velkomnir. Nánari upplýs- ingar á www.kefas.is. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Hveragerðiskirkja. Kirkjuheimsókn grunnskólabarna kl. 10.30. Kirkja sjöunda dags aðventista. Laugardagur: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta/ Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir G. Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Max- well Ditta. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum. Biblíu- fræðsla kl. 20. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarstarf Á SUNNUDAGINN kemur, 15. febrúar, verður leikritið Hans klaufi sýnt í Grensáskirkju og hefst sýningin kl. 11. Stoppleikhópurinn sér um sýninguna á leikritinu sem byggist á gamalkunnu æv- intýri. Þessi sýning er liður í barna- starfi Grensáskirkju en öll börn og fullorðnireru að sjálfsögðu velkomin. Sýningin fer fram í kirkjunni og fellur því almenn guðsþjón- usta niður en í staðinn er minnt á kvöldmessu kl. 20. Tónleikaröð í Seljakirkju Á MORGUN, laugardaginn 14. febrúar, kl. 17.00, leikur Jón Bjarnason á orgel verk eftir Mendelsohn og Buxtehude. Madrigalakórinn syngur verk eftir Bruckner og Baleson. Gunnhildur Halla Bald- ursdóttir og Julian Edward Isaacs flytja Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann. Allir velkomnir. Hans klaufi í Grensáskirkju Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.