Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 48

Morgunblaðið - 13.02.2004, Side 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arthúr Ólafssonfæddist í Reykja- vík 24. apríl 1940. Hann lést í Gauta- borg 20. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Guðný Sigurðardótt- ir, f. 28. janúar 1917, og Ólafur Þorvalds- son, f. 17. maí 1914, d. 7. október 2002. Arthúr kvæntist Theodóru Emilsdótt- ur en þau slitu sam- vistum. Arthúr ólst upp í Kópavogi og gekk þar í barna- skóla. Hann tók landspróf og fór síðan í Kennaraskólann og svo í Íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni. Eftir það stundaði hann nám í Handíða- og myndlistaskóla Ís- lands. Sem unglingur stundaði hann frjáls- ar íþróttir og var Ís- landsmeistari ung- linga í kastgreinum á tímabili. Arthúr kenndi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og var vel látinn sem kennari. Á sjöunda ára- tugnum var hann töluvert farinn að eiga við myndlist. Síðla árs 1966 fór hann til náms í Listaháskól- anum Gautaborg. Útför Arthúrs fer fram í Gauta- borg í dag. Mér barst sú sorgarfrétt að kær vinur minn Arthúr Ólafsson væri látinn. Arthúr bjó í Gautaborg, en þar hefur hann átt heimili allt frá árinu 1966. Hann fluttist þangað með það markmið að sækja um skólavist á Valands listaháskólanum þar í borg. Leiðir okkar Arthúrs lágu saman á sjötta áratugnum en þá var hann þjálfari minn í frjálsum íþróttum hjá Ármanni. Mér eru mjög minn- isstæðir þessir tímar, á veturna fóru æfingar fram í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, þar sem nú er Litla svið Þjóðleikshússins. Á sumrin var æft á æfingasvæði Ármanns við Sig- tún. Artúr var mjög góður þjálfari og vorum við sem æfðum undir hans stjórn einn vinahópur og var það ekki síst fyrir tilstuðlan Arthúrs sem skapaði jákvæðan anda í hópn- um. Hann var metnaðarfullur þjálf- ari en mikill félagi, hress og kátur. Þetta var upphaf að ævilöngum vin- skap, við áttum sömu áhugamál, íþróttir og listir. Arthúr lauk námi við Kennaraskóla Íslands og síðan Íþróttaskólann á Laugarvatni. Um þetta leyti var aðalstarf Arthúrs kennsla við Mýrarhúsarskóla á Sel- tjarnarnesi þar sem hann kenndi meðal annars myndmennt. Arthúr var vinsæll kennari og mér er minn- isstæð heimsókn mín í Mýrarhúsa- skóla að skoða myndverk nemanda hans, það fór ekki milli mála að þar var mikill metnaður. Nemendur hans máluðu stóra veggmynd í skól- ann, sem á þeim tíma þótti nokkuð djarft að láta nemendur mála svo varanlegt listaverk í opinbera bygg- ingu. Enda var hann eldhugi sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Í minningunni var þetta frjótt tímabil í lífi hans og það smitaði út frá sér, um tíma deildum við vinnustofu yfir sumarmánuðina í einni skólastofu Mýrarhúsaskóla. Þar teiknuðum við stórar teikningar og lituðum með vaxlitum, þetta voru ýmiss konar mótíf, landslag og frumlegar upp- stillingar, jakki á stólbaki, eða skór í anda Van Gogh. Alla tíð miðlaði Arthúr mér af reynslu sinni. Hann bjó þá með þáverandi eig- inkonu sinni Dóru Emilsdóttur. Ég naut gestrisni þeirra og var hálf- gerður heimagangur þar ófáa sunnudaga, þá var setið og rætt um listina, teiknað og skoðaðar bækur. Þetta var mér mikilsvert veganesti á lífsleiðinni þessar hugljúfu stundir hjá þeim hjónum sem bæði voru svo bjartsýn og full af lífskrafti sem virkaði svo hvetjandi. Arthúr innritast í Myndlista- og handíðaskólann haustið 1963 og hef- ur nám þar á öðru ári, þar sem hann hafði lokið kennaranámi, þannig hafði hann forskot á okkur samnemendurna. Hann vakti strax athygli fyrir mikla teiknifærni, list- ræna hæfileika og vinnusemi. Hann lýkur svo námi sínu við skólann vor- ið 1966. Strax þetta sumar siglir hann utan til frekara náms og markið er sett á að komast að sem nemandi við virtan listaháskóla í Gautaborg, Valand. Arthúr vinnur í grjótmulningsverksmiðu í Gauta- borg þetta sumar. Það var því mikil gleði þegar honum barst tilkynning um að hann hefði verið valinn ásamt einum 15 nemendum sem voru teknir inn í skólann þetta árið. Hann er við nám á Valand í fimm ár, hér eins og annars staðar getur hann sér gott orð fyrir framúrskar- andi árangur. Hann er snemma gerður að aðstoðarkennara við skól- ann, tekur virkan þátt í sýningar- haldi nemenda og er valinn sem fulltrúi Svíþjóðar á Æskulýðsbíenal- inn í Ósló 1970. Á námsárum Art- húrs voru miklar samfélagslegar hræringar, 68-kynslóðin vildi breyt- ingar, Víetnamstríðið geisaði og skipuðu námsmenn sér í baráttu- fylkingu til að mótmæla hryllingi í þessu óréttláta stríði. Þetta ásamt því að hann tók virkan þátt í bar- áttu íslenskra námsmanna fyrir að fá námslán sem gerðu þeim kleift að halda áfram námi og að námslán væru greidd í upphafi skólaársins. Á þeim árum voru námslánin greidd út í mars og dugðu þau í mesta lagi fyrir húsaleigu í einn mánuð. Art- húr var mikill hugsjónamaður sem lét sig réttlætismál skipta og skip- aði sér ávallt í baráttu fyrir þeim. Hann hafði mjög ákveðnar skoð- anir í stjórnmálum og skipaði sér á vinstri vænginn og var virkur í bar- áttunni og beitti teiknihæfileikum sínum, myndskreytti blöð, tímarit og hannaði plaköt, hann gerði einn- ig myndverk sem höfðu mjög skýrt pólitískt inntak. Það verður ekki frá því vikist að nefna það að listasöfnin okkar og listfræðingar mættu gefa verkum Arthúrs meiri gaum, svo myndin af þessu tímabili í íslenskri myndlistasögu verði sem sönnust. Eftir Arthúr liggja nokkur stór og mikil listaverk, veggmyndir og þrí- víð verk víða í Svíþjóð. Hann kenndi myndlist ásamt því að vinna að eig- in listsköpun og fræðistörfum sem tengjast listum. Ég var samferða Arthúri í gegn- um námið við Valand en flutti heim sumarið ’71. Eftir það var vinátta okkar með öðrum hætti, við hitt- umst aðeins í fá skipti á ferðalögum, hann til Íslands og ég til Gauta- borgar. En vináttutengslin héldust allan tímann. Síðustu árin átti hann við nokkur veikindi að stríða svo starfsorkan var ekki söm. Hygg ég að hann hafi ekki verið sáttur við að geta ekki unnið að list sinni af heilum hug, þannig var Arthúr, heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég kveð mikinn vin, blessuð sé minning hans. Samúðarkveðjur sendi ég móður hans, Sigríði Guðnýju Sigurðardótt- ur, bróður hans Þóri og systrum, þeim Ingibjörgu og Sigríði. Guðmundur Ármann Sigurjónsson. Margs er að minnast og margt fer um hugann, þegar ég kveð vin minn, Arthúr Ólafsson, látinn. Það var óvænt að fá hringingu frá Þóri bróður hans, sem sagði mér að Art- húr hefði látist daginn áður á heim- ili sínu í Gautaborg. Ekki vissi ég að Arthúr hefði verið veikur. Á sínum yngri árum var hann íþróttagarpur, æfði frjálsar íþróttir, og var í fremstu röð í kastgreinum. Við syntum oft í sjónum í Gautaborg en kynni okkar endurnýjuðust þegar Arthúr kom þangað til náms árið 1966. Mæður okkar voru góðir kunningjar, höfðu kynnst á Stokks- eyri sem ungar stúlkur og í Reykja- vík var um tíma stutt á milli heimila okkar. Arthúr ólst upp í Kópavogi hjá móður sinni og stjúpa, gekk þar í barnaskóla, lauk landsprófi. Hann útskrifaðist frá Kennaraskólanum í Reykjavík, Íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni og Handíða- og myndlistaskólanum. Hann kenndi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi. Hann var laginn og vel látinn kennari en myndlistin togaði í hann og hann fékk inngöngu í Valand, listaskólann í Gautaborg og þangað hélt hann. Þar hafa margir Íslend- ingar verið. Hann stundaði nám sitt af mikilli iðni og kappi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Arthúr var mjög vinstrisinnaður og tók mikinn þátt í stjórnmálastarfi íslenskra og sænskra nemenda, sem voru mjög áberandi og fyrirferð- armiklir á sjöunda áratugnum víð- ast hvar í Evrópu, kölluð ’68 kyn- slóðin. Arthúr sinnti list sinni af ein- lægni, fékk oft snjallar hugmyndir þótt þær gengju ekki allar upp, en var alltaf leitandi. Eftir hann liggja olíumyndir, teikningar og grafík- myndir. Hann myndskreytti bækur, ennfremur á hann verk á opinber- um stöðum í Gautaborg. Fyrir tveimur árum síðan, þegar við hitt- umst heima hjá honum að tafli, gaf hann mér videospólu og disk með list sinni. Hann hélt fyrirlestra við listaháskóla í Gautaborg. Þegar hann skilaði sér ekki þangað var farið heim til hans þar sem hann fannst örendur. Arthúr kom til Íslands síðastliðið sumar til að hitta móður sína og systkini. Við hjónin fórum ásamt Arthúri og Sigríði móður hans til Stokkseyrar og áttum við fjögur ánægjulegar samverustundir þenn- an dag við spjall og mat. Arthúr kaus að búa og starfa í Svíþjóð en hélt alltaf sambandi við sína nán- ustu. Minning um góðan dreng lifir. Guðjón Sigurbjörnsson. ARTHÚR ÓLAFSSON BRAGI Þorfinnsson sigraði Jón Viktor Gunnarsson í tveggja skáka einvígi þeirra um titilinn skákmeist- ari Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem Bragi verður Reykjavík- urmeistari, þótt hann hafi komist nálægt því tvisvar áður en þá tapaði hann aukakeppni um titilinn. Fyrri skák einvígisins lauk með jafntefli eftir harða baráttu. Úrslitin réðust svo í síðari skákinni. Upp kom Benko-afbrigðið þar sem svartur fórnar peði snemma tafls. Bragi kom vel undirbúinn til leiks og fékk yfirburðastöðu út úr byrjuninni og í miðtaflinu náði svartur ekki að mynda sér nein gagnfæri. Í fram- haldinu fórnaði Bragi manni fyrir sókn. Með bestu taflmennsku hefði Jón getað komist í erfitt endatafl en hann fann ekki bestu vörnina og vann því Bragi öruggan sigur. Þessi skák er gott dæmi um það þegar hvítur hefur unnið heimavinnuna vel en svartur ekki. Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svart: JónViktor Gunnarsson 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 d6 8. Bg2 Rbd7 9. Rf3 Bg7 10. Hb1 Hættulegasta afbrigðið gegn Benko-afbrigðinu um þessar mundir 10. ...0–0 11. 0–0 Ha7 Algengari leiðir eru 11. ...Da5 eða 11. ...Rb6 en hvítur hefur skorað vel í þeim skákum 12.b3 12. ...Da8? (Sjá stöðumynd 1) Svartur hefur fórnað peði í byrj- uninni og verður að fá einhver gagn- færi fyrir. Áætlunin sem Jón velur núna mistekst algerlega. Betra var 12. ...Rb6 og reyna að sprengja svo upp með e6 13. Bb2 Hb8 14. Ba1 Nýr leikur hjá Braga. Áður hefur sést 14.Rh4 14. ...Bb7 15. Rh4 Rb6 16. e4 Ba6 17. He1 Hab7? Svartur teflir án áætlunar. Síð- asta tækifæri til að reyna að ná gagnfærum var 17. ...Re8 18. f4 Rc7 þótt hvítur standi mun betur. 18. f4 Rbd7 19. e5 Re8 20. e6 Hvítur hefur nú vinningsstöðu. 20. ...Rdf6 21. exf7+ Kxf7 22. Rf3 Da7 23. Kh1 Hb4 24. a3 H4b6 Einnig var mögulegt að leika 24. Rg5+ Kg8 25. Re6 en Bragi hefur annað í huga. 25. Ra4 H6b7 (Sjá stöðumynd 2) 26. Re5+!? dxe5 27. fxe5 Rh5 28. d6 e6? (Sjá stöðumynd 3) Tapar strax. Hann gat ennþá bar- ist með 28. ...exd6 29. Bd5+ Kf8 30. Df3+ Hf7 31. Dxf7 Dxf7 32. Bxf7 Kxf7 33. exd6 Rxd6 34. Bxg7 Rxg7 35. Rxc5 og hvítur ætti að vinna endataflið með tímanum. 29. Df3+ Kg8 30. Dg4 Hf7 31. Dxe6 Bb7 32. Hf1 Bxg2+ 33. Kxg2 Db7+ 34. Kh3 (Sjá stöðumynd 4) 34. ...Dc8 35. Dxc8 Hxc8 36. Hxf7 Kxf7 37. d7 Ha8 38. Hf1+ og svart- ur gafst upp því eftir 38. ...Ke7 kem- ur 39. dxe8 Kxe8 og 40. g4. Meistaramót Hellis Fimm skákmenn eru efstir og jafnir eftir tvær umferðir á meist- aramóti Hellis. Það eru þeir Björn Þorfinnsson (2.340), Sigurður Daði Sigfússon (2.285), Davíð Kjartans- son (2.267), Jón Árni Halldórsson (2.200) og Jóhann Helgi Sigurðsson (2.002). Eins og sjá má á þessari upptalningu er mótið sterkt og vafa- lítið verður barist hart um efsta sæt- ið. Eftir nánast stöðuga fjölgun á þessu móti undanfarin ár eru þátt- takendur nú 21. Almennt virðist þátttaka í skákmótum vera í nokk- urri lægð um þessar mundir. Íslandsmót barnaskólasveita Íslandsmót barnaskólasveita 2004 fer fram dagana 14. og 15. febrúar og hefst kl. 13 báða dagana. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12. Tefldar verða níu umferðir, umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppanda. Keppt er í fjögurra manna sveitum (auka varamanna). Keppendur skulu vera fæddir 1991 og síðar. Sigurvegari í þessari keppni mun öðlast rétt til að tefla í Norðurlanda- móti barnaskólasveita, sem haldið verður á Íslandi í haust. Nánari upp- lýsingar er hægt að fá á skrifstofu Skáksambands Íslands virka daga kl. 10–13 í síma 568 9141. Skráning fer fram í sama síma og tölvupósti siks@simnet.is Bragi Þorfinnsson Reykjavíkurmeistari SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKÁKÞING REYKJAVÍKUR – EINVÍGI 9.–10. feb. 2004. Morgunblaðið/Ómar Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Stöðumynd 4. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson dadi@vks.is Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.